Dagur - 19.03.1994, Blaðsíða 7

Dagur - 19.03.1994, Blaðsíða 7
Laugardagur 19. mars 1994 - DAGUR - 7 ffMllfffÍ rffffkn****- Myndir og texti: Þórður Ingimarsson líkir. Örlög hans eru önnur og daprari en mín.“ Raddlaus prímadunna - Opcrudraugurinn virðist vera hin mesta harmpersóna. Getur verkið því í raun verið gamansaga viö slíkar aðstæður? „Já, tvímælalaust, enda er verkið í hönd- um hins snjalla gamanleikstjóra Þórhildar Þorleifsdóttur. Draugurinn er afskræmdur í andliti og hefur auk þess aldrei fengið neinar af óskum sínum eða löngunum uppfylltar. Hann er mjög óhamingjusamur af |x;im sök- um og öll hegðan hans mióast við aó breyta því hlutskipti sínu. En uppfærsla verksins miðast fyrst og fremst við hina skoplegu hlið og aðrar persónur eru notaðar til þess að skapa hana í kringum tilvist og persónu draugsins. Aðalkvenhlutverkið er í höndum Mörtu G. Halldórsdóttur, en hún syngur hlutverk kórstúlku sem draugurinn er ást- fanginn af. Hann krefst þess að hún syngi aðalhlutverkið í Fást og gerir því príma- donnu ópcruhússins, sem leikin er af engri annarri cn Sunnu Borg, raddlausa. Sunna er vægast sagt óhemju spaugileg í hlutverki hinnar raddlausu prímadonnu. Og þá ekki síður Þráinn Karlsson, sem er fæddur leikari af Guðs náó. Þráinn leikur hér nýjan óperu- stjóra sern sökum vanþekkingar sinnar á óperum lendir í bráðfyndnum uppákomum í samskiptum sínum við starfsfólk hússins. Parið af barnum í Þorpinu svíkur því engan þótt þaö sé komið í gjörólík hlutverk í Operudraugnum. Svo má heldur ekki gleyma ungum og mjög efnilegum söngvurum, sem eru auk Mörtu G. Halldórsdóttur; þau Ragn- ar Davíðsson og Agústa Agústsdóttir og lara mcö viðamikil hlutverk í Operudraugnum. Þannig má segja að í heildina sé valinn maó- ur í hverju rúmi í stykkinu og sérlega ánægjulegt að kynnast öllu þessu fólki.“ Erfitt að varast hlátur - Hláturinn er fylgil iskur gamanleikrita en er ekki olt crfitt lyrir eikara að vinna að leik- húsvcrkum þar sent gamanið situr í fyrirrúmi og varast sjálilr hl itur þcgar aóeins áhorf- endum er ætlað það hlutverk? „Jú - vissulega getur það verið erfitt. En leikarar eru yfirleitt búnir að fá útrás fyrir hlátur sinn áður cn aö sýningum kemur. Annað væri ekki hægt því það ófyndnasta scm maður sér á sviói er gamanleikari sem finnst sjálfum að hann sé óborganlega fynd- inn. Annars veró ég að viðurkenna að ég á oft bágt með mig, sem áhorfandi, þegar gam- anleikir cða hlutverk þar sem skopiö situr í fyrirrúmi eru annars vegar. Ef ég á að taka dæmi af mér sem áhorfanda í leikhúsi þá kom ég norður til þess að sjá Leðurblökuna í fyrra. I síðasta þætti - fangelsisþættinum var Þráinn Karlsson í hlutverki hins sífulla fangavarðar. Um lcið og hann birtist á svió- inu, skakkur og drukkinn með lyklakippuna hangandi við lærið og ntælandi óborganleg- an texta af vörum þá varó mér beinlínis illt í maganum af hlátri. En sem betur fór var ég aðeins áhorfandi. Eg hefði verió lengi að þjálfa mig í að hlæja ekki að þessu stórskop- lcga atriði. Þráinn naut sín þarna sem séní í gamanlcik og ckki er hann síöri í Operu- draugnum.“ Undir leikhúsgólfi Nú hel'ur Bergþór Pálsson tekið að sér að vera draugur undir leikhúsgólfinu og í horn- um Parísaróperunnar - nei, í Samkomuhús- inu á Akureyri er nær lagi því þar er verkið um Operudrauginn fært upp. Sýningin er hluti af þeirri venju sem skapast hefur að Lcikfélag Akureyrar setji óperusýningu cða söngleik á fjalirnar er líóur að lokum leikárs- ins. Þessi venja hefur mælst vel fyrir og er orðinn einskonar fastur þáttur í leikhúslífi bæjarins og raunar bæjarlífinu sjálfu. Berg- þór tekur undir þau sjónarmið að leikhúsið cigi ákveðinn þátt í að vekja athygli á Akur- eyri, aó fá fólk til að koma til bæjarins og eyða þar einhverjum tíma. Ef til vill helgi þar sem aðalerindið sé að fara í leikhús en njóta einnig annars sem bærinn og umhverf- ið hefur að bjóða. Ef til vill rennur honum þar hið hörgdælska blóð til skyldunnar. „Sýningin leggst vel í mig,“ segir hann. „Þetta er mjög góður hópur sem vinnur að uppfærslunni og ég er illa svikinn ef Akur- eyringar og aðkomumenn eiga ekki eftir að skemmta sér í leikhúsinu frameftir vori.“ ingar á Óperudraugnum í dag. Jú - þetta get- ur stundum veriö erilsamt og minnt á tilveru farandsöngvarans. Ég hef sjaldnast heilan dag fyrir sjálfan mig. Starl' söngvarans er stöðugt í fyrirrúmi og það er hcldur ekki unnið á vcnjubundnum vinnutíma eins og til dæmis starf skrifstofumannsins. Söngvarinn fer ekki heirn klukkan fimm á daginn eða á frí á laugardögum og sunnudögum. Þvert á móti eru þctta oft aðalvinnutímar hans. Lífi söngvarans svipar þannig til lífs leikara enda ekki alltaf langt á milli og mikill hluti af starfi lians fer fram í leikhúsi.“ Bergþór hugsar sig um og næstu spurn- ingu á hann sjálfur - spurninguna um hvað knýr leikhúsmanninn, í þessu tilviki söngv- arann, áfram. Knýr hann til að sinna köllun sinni þótt starfsvettvangurinn sé oft á tíðum bæði óöruggari, crilsamari og raunar erfiðari en ef hann hefói kostið sér önnur störf. „Maður verður að hal'a jákvæðar vænting- ar gagnvart sjálfum sér. Þá upplifir maður einnig jákvæðar væntingar frá öðrum; frá fjölskyldu, vinum og kunningjunt, frá fólki sem maður umgengst og tengist. Þetta þarf aó haldast í hendur, þarf að verða hringrás. Væntingar hafa mikió að segja og hafa mikið gildi í þessu starfi. An þeirra yrði árangurinn ekki sá sami. Þar er ekkert til sem heitir að treysta sér ekki. Ef ég tryði ekki á það sem ég er að gera starfaði ég ekki sem söngvari í dag." Allt snýst um Óperudrauginn - En snúum okkur að Óperudraugnum. Þcss- ari persónu sem læðist um skúmaskot lcik- hússins undir hljómum óperubókmenntanna með væntingar sem aldrei verða að veru- leika. Hvernig persóna er hann - er hann ólíkur þinni eigin persónu? „Hann er dularfull persóna, segir Bergþór og brosir. „Eins og þú segir, draugur sem læðist um en lætur vita af sér með reglulegu millibili. Hann er titilpersónan í verkinu þótt hlutvcrk annarra persóna séu að vissu leyti stærri. Þær standa meira á svióinu og eru augliti til auglitis við áhorfendur í lengri tíma. Hann er engu að síður persónan sem allt snýst um og þótt hann sjáist lítið á sviö- inu þá er hann þar í raun allt verkið í gegn. Ósýnilegur eins og draugar eiga að vera en lætur sífellt heyra til sín og hefur þannig áhrif á atburðarásina. Ræður henni næstum því hún helgast jafnan af tiltækjum hans og tilburóum til að láta á sér bera. Vera þátttak- andi í öllum hlutum. Um það snýst verkið. Þessi tregablandna gamansaga úr Parísar- óperunni. Nei - ég held að við séum ekkert ið mig það alvarlega sem óperusöngvari aó ég hafi hafnað aó syngja aðra tónlist. Ég tróð jafnvel upp meö rokkhljómsveitum og að undanförnu hef ég tckið upp á að sncrta djass. Ég held það hafi hjálpaó mér að ég var að fást við ólík vcrkefni. Síðan hel'ur þetta komið og aukist frá einurn tíma til annars." Bergþór kvaðst ekki geta tekið undir að hann liafi þurft að bcrjast meó kjafti og klóm fyrir vcrkefnum - fyrir því að koma sér áfram. Hann hafi fremur unnið hægt og sígandi að þessu markmiði og verið heppinn með verk- efni hér heima. Jákvæðar væntingar - Er ekki starf söngvarans erilsamt? Hann er á fcrð og fiugi á milli söngstaða og leikhúsa. Verður hann ckki stundum cinskonar farand- söngvari? Bcrgþór tckur undir þcssa spurningu og segir að á vissan hátt sé hann það. Oft fylgi mikil feróalög þessu starfi. Og hann tekur dæmi af einni helgi - nýliðinni helgi. „í dag er mánudagur - cftirmiðdagur. A laugar- dagskvöld var ég að syngja á Hvolsvelli og fór þaðan til Reykjavíkur um nóttina. A sunnudagsmorgun, þaó er að segja í gær, þá flaug ég til Húsavíkur þar sem ég var að syngja með djasstríói. Kom síðan hingað til Akureyrar í gærkvöld og hef verið við æf-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.