Dagur - 19.03.1994, Blaðsíða 14

Dagur - 19.03.1994, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Laugardagur 19. mars 1994 MATARKRÓKUR Fiskuriiin í öndvegi - hjá Þórhildi Þorsteinsdóttur í Ólafsfirði „Er ekki tilvalið að matreiða úr fiski nú áður en páskahátíðin gengur í garð og við förum að borða steikurnar. Ég œtla að gefa ykkur uppskrift afmjög góðri fiskisúpu, innbökuðum fiski og svo sœtum og góðum eftirrétti til þess aðfullkomna máltíðina, “ segir Þórhildur Þorsteinsdóttir í Olafsfirði sem sér um matarkrók vikunnar að þessu sinni. Við vindum okkur strax í uppskriftirn- ar og byrjum á súpunni. Spari-fiskisúpa Þórhildur segir aö þessi súpa sé ekki eins flókin og hún líti út fyrir að vera. Ef súpan sé borin fram sem aðalréttur þá sé hún sériega góð með Orku- brauóinu frá Brauðveri í Olafsfirói og svo góðu hvítvíni. I súpunni er: 2- 3 laukar 2 hvítlauksrif 3 msk. matarolía / g safran (má sleppa) 1 msk. paprikuduft 2 msk. tómatmauk 1/ Ifisksoð (teningar) 3 dl þurrt hvítvín eða mysa 1 dós tómatar 1 lárviðarlauf salt, pipar 3- 400 g ýsu eða þorskflök 3-400 g smálúðuflök / dós krœklingur 2-300 g rœkjur sítrónusafi - steinselja Aðferð: Laukur og hvítlaukur saxaður smátt og látinn krauma í matarolíu þar til hann er mjúkur og glær. Paprikudufti og muldu safrani bætt í og látið krauma með í litla stund. Tómatmauki hrært saman við og þynnt út með soði, víni eða mysu og kræklingasoði. Tómatamir saxaðir í dósinni og öllu hellt útí ásamt kryddi. Soðið í 10-15 mín. Fiskurinn skorinn í frekar litla bita og soðinn í súpunni í 4-5 mín. Rétt áður en súpan er borin fram er kræklingum og rækjum bætt í og hún krydduð og bragðbætt meó sítrónusafa og steinselju stráð yfir. Innbakaður fiskur 400 g smjördeig 1,5 mm þunnt 800 g ýsa, lax, lúða eða hvaða fiskur sem er 1 poki hrísgrjón t.d. Success Rice brún villihrísgrjón 250 g nýir sveppir 1 meðalstór blaðlaukur 200 g gráðostur egg til penslunar Fylling: Sneiðið þunnt gráóost og grænmeti. Sjóóið hrísgrjónin. Smjörsteikið grænmetið og setjið í skál með grjón- um og gráðosti og örlitlu salti. Skerió deigið út í tvo eins fiska. Setjið helm- ing fyllingarinnar á annan fiskinn (skiljið 1 cm kant yfir), fiskflak ofan á, þá afganginn af fyllingunni og loks hinn smjördeigsfiskinn. Kanturinn er penslaður meó eggi áður en seinni fiskurinn er settur ofan á og þrýst vel saman með gaffli. Stingið nokkur göt í fiskinn og pensl- ió yfir með eggi. Bakiö fallega brúnt vió 220 gráð- ur í um 8 mínútur og lækkið þá hit- ann í 180 gráður og bakið í 10 mínút- ur. I þessa uppskrift má einnig nota kjöt sem fyllingu t.d. lamba- eða svínakjöt. Þessi innbakaði fiskur er sérlega góður. Og þá er komið að eftirréttin- um. Ferskjur í piparmyntulíkjör f-4 4 ferskjur úr dós ]‘Adl piparmyntulíkjör rjómi til skrauts súkkulaðispœnir og hnetuspœnir Aðferð: Hellið líkjömum yfir ferskjumar og látið þær standa í ísskáp yfir nótt. Þá er ein ferskja á mann sett á disk og penslað með líkjömum. Súkkulaði og hnetum stráð yfir og rjóma sprautað í kringum. Þar með er matseðill Þórhildar tæmdur. Hún skorar á Nönnu Ama- dóttur í Olafsfirói aó taka upp þráð- inn í næsta matarkrók. Sögum fari af snilli Nönnu í eldhúsinu þannig að við bíóum spennt. JOH Ný Biblíuþýðing á 1000 ára afmæli kristmtökunnar - rætt við Sigurð Pálsson, framkvæmdastjóra Hins íslenska Biblíufélags Sú nýbreytni var tekin upp á síðast- liðnu hausti að efna til fræðslu- kvölda í Safnaðarheimili Akureyr- arkirkju einu sinni í mánuði, þar sem Qallað er um ýmis málefni, er beint og óbeint tengjast kristinni trú og kirkju. A fræðslukvöldi í janúar var fjallað um stöðu fjöl- skyldunnar í nútíma samfélagi og stöðu kirkjunnar gagnvart velferð- armálum heimilisins. I febrúar sl. flutti Sigurður Pálsson, fyrrum námsstjóri í kristnum fræðum og núverandi framkvæmdastjóri Hins íslenska Biblíufélags, erindi um störf Biblíufélagsins og kynnti fræðslumyndband um Biblíuna er nefnist Biblían í brennidepli og var unnið í samvinnu við Námsgagna- stofnun. Sigurður Pálsson sagði í samtali við Dag að Hió íslenska Biblíufélag væri elsta starfandi félagið á Islandi, stofnaó 1815 en Hið íslenska bók- menntafélag væri árinu yngra, stofnaó 1816. A meðal þeirra verkefna sem Biblíufélagið stæði nú fyrir væri ný þýðing Gamlatestamentisins en þaó væri þýtt beint úr hebresku. Hin nýja þýðing væri kynnt almenningi jafnóð- um, og væri fyrsta kynningarritið þeg- ar komið út. Þaó hafi aó geyma nýja þýðingu Konungabóka, Rutarbókar, Esterarbókar og spádómsbókar Jónas- ar. Fyrir skömmu hafi Apokrýfar bækur Gamlatestamentisins einnig komiö út í nýrri þýðingu sr. Arna Bergs Sigurbjömssonar, sem hann hafi unnið í samvinnu vió Jón Svein- bjömsson prófessor og dr. Guðrúnu Kvaran orðabókarritstjóra. Sigurður sagði að þessi rit Gamlatestamentisins hefðu alla tíð verið í hávegum höfö meóal kaþólikka og einnig hluta mót- mælenda og hefðu verið í íslenskum Biblíum allt frá Guðbrandsbiblíu og fram á miðja síðustu öld, er hið Breska og erlenda Biblíufélag tók að kosta útgáfu íslensku Biblíunnar. Inn- an þess félags voru Kalvínistar áhrifa- miklir og var á þeim ámm neitaó að styrkja Biblíuútgáfur meó Apokrýfu bókunum. En nú er stefnt að því aó taka þær inn í íslensku Biblíuna að nýju. Fræðslumyndband um Biblíuna Þá er að koma á markað fræóslu- myndband um Biblíuna, sem nefnist Biblían í brennidepli. Þar er fjallað um tilurð hinnar heilögu ritningar, rit- un hennar og áreiðanleika. Sigurður sagói að myndband þetta væri einkum ætlað til nota í efri bekkjum grunn- skóla og í fermingarfræðslu, en henti einnig til almennrar safnaóarfræðslu og til heimilisnota. Hann sagði að myndband þetta, sem er enskt að upp- runa, sé gert með föstum myndum við skýringatexta en nú á öld tækninnar sé raunar næsta skref að gera lcikin myndbönd um Biblíuna - þar sem ákveóin atriói og sögur hinnar helgu bókar væru sögó í hreinu myndmáli: Menn yrðu að leita þeirra leiða er hentugastar væru á hverjum tíma til að koma hinu óbreytanlega orói til samtímans. Grunnur að Biblíueign frá 1814 Sigurður ræddi nokkuð um útbreisðlu Biblíunnar hér á landi í áranna rás og sagöi að Ebeneser Henderson, er dvaldi hér á landi í því skyni að út- breiða Biblíuna á árunum 1814 og 1815, hafi gert nánast kraftaverk í því efni. Þá hafi verið mikill skortur á Biblíum í landinu - svo verulegur aó til hafi verið bæði kirkjur og prestar er I Sigurður Pálsson. ekki hafi haft eintak af henni til af- nota. Hann sagði að til marks um þetta væri saga í endurminningum Hendersons er hann hafi orðió að ganga til sátta á milli Grímseyjar- prests og sóknarprests á fasta landinu þar sem þeir hafi deilt um Biblíu sem sá fyrmefndi hafi fengió að láni hjá starfsbróður sínum í landi. Grímseyj- arprestur hafi neitað að skila hinni helgu bók þar sem hann átti enga slíka sjálfur né væri hún ti! í Miðgarða- kirkju. Ný Biblíuþýðing á þúsund ára afmæli kristnitökunnar Að sögn Siguróar Pálssonar er unnið að því að nýrri Biblíuþýðingu verði lokið á þúsund ára afmæli kristnitök- unnar árið 2000. Verkið sé kostnaðar- samt en þýóingin hafi notið framlaga á fjárlögum. Sigurður benti á að þótt stöðugt væri unnið að ýmsum verk- efnum á vegum Hins íslenska Biblíu- félags þá léki fréttaljós fjölmiðlanna ekki ætíð um þau. Mikilvægt væri þó aö huga að á hvern hátt vió horfum til nýrrar aldar. Hvers við getum vænst af heimilum og skólum í framtíðinni varðandi kristið uppeldi og fræðslu. Þessar spurningar reyni hann meðal annars að reifa og leita svara við á þeim fræóslufundum sem hann el'ni til á vegum Hins íslenska Biblíufélags. ÞI Samkomur á Sjónarhæð: Tom Roberts boðar fagnaðarerindið Frá fimmtudegi til sunnudags, 24.-27. mars n.k. mun Tom Roberts frá Ba- hamaeyjum, boða fagnaðarerindið á samkomum á Sjónarhæð, Hafnarstræti 63. Samkomurnar verða kl. 20, nema á sunnudaginn kl. 17. Einnig mun sönghópurinn „Dupult kvartettinn", syngja, sem er tvöfaldur kvartett frá Færeyjum. Allir eru velkomnir og eru hvattir til að koma. Tom Roberts er 58 ára gamall og er fæddur og uppalinn á Bahamaeyjum. Hann snéri sér til drottins á þrítugsaldri. Hann fór til Bandaríkjanna til þess að læra til verkfræðings, en þegar hann dvaldist þar kallaði drottinn hann í fulla þjónustu við aó boða fagnaðarerindió. Hann var síðan 4 ár í bíblíuskóla, sem kenndur er við Emm- aus og að prófi loknu hóf hann þjón- ustu sína í frjálsum kristnum söfnuð- Tom Roberts. um á Bahamaeyjum, þar sem hann hefur starfað í um 30 ár og ferðast milli hinna mörgu eyja. Einnig hefur hann farið til annarra landa með fagnaóarerindið, m.a. til Bandaríkjanna, Jamaica, Bermuda og í mörg ár hefur hann heimsótt Færeyj- ar þriðja hvert ár og jafnan dvalið þar tvo mánuði í senn. Mikil blessun hef- ur fylgt öllum hcimsóknum hans til Færeyja, þar sem margir hafa fundið frið í Drottni vegna þjónustu hans. Hann hefur einnig haldið samkom- ur í Bretlandi, Danmörku og Austur- Evrópu. Þetta er í fyrsta skipti, sem hann heldur samkomur á íslandi. Tom er framúrskarandi ræðumaóur og boðun hans einkennist af hlýleika, en um leið skýrum og einföldum boó- skap, sem nær til allra þeirra, sem hlusta á hann.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.