Dagur - 19.03.1994, Blaðsíða 6

Dagur - 19.03.1994, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 19. mars 1994 Hann er kominn. Óperudraugurinn á fjalirnar. Raunar býr hann að mestu undir leiksviðinu, það er að segja leiksviðinu í Parísaróperunni í verki Ken Hill, sem frumsýnt verður á vegum Leikfélags Akureyrar í Sam- komuhúsinu undir brekkunni næstkomandi föstudag. Þrátt fyrir að þrífast í felum; að vera eins konar neðanjarðarpersóna, þá lætur draugurinn engu að síður til sín heyra. Hann minnir stöðugt á tilvist sína því hann á ýmsu ólokið áður en hann hverfur af sjónarsviðinu ef hann vill þá yfirgefa þann skemmtilega vettvang sem hann hefur aðsetur á. Fyrir honum er Parísaróperan þó ekki ætíð skemmtun því hann er beiskur og beygður; hann hefur raunar aldrei fengið neinar óskir sínar uppfylltar. Allar götur í lífi hans hafa reynst blindgötur og hann er svekktur og sár og persónuleiki hans hefur beðið verulegt tjón af öllu því mótlæti sem heimurinn hefur fært honum í fang. Af þeim ástæðum grípur hann inn í uppfærslur í óperuhúsinu á sinn átt. Hann kemur óboðinn og óvænt við sögu og oft með ófyrirséðum afleiðingum. Jafnvel prímadonnan er honum ekki heilög eftir að hún hefur verið raddlaus í einn dag og þurft að láta kórstúlku annast sönginn. Þannig er óperan honum vettvangur til að minna á sig og þá drauma sem aldrei hafa ræst, þar sem hans verður vart úr flestum hornum og skotum eins og drauga er siður. Söngleikurinn Óperudraugurinn byggist á sögunni um draug nokkurn í Parísaróperunni en í umgjörö þessarar sorglegu gamansögu hljóma ýmis af þekktustu stefum óperubók- menntanna. Draugurinn er ágætlega raddfær og því illskiljanlegt að hann skuli þurfa að hafast viö í skúmaskotum óperuhússins en þannig er sagan; ævintýrið um þessa merku óperupersónu sem best er að eftirláta leik- húsgestum að fræðast frekar um þegar til sýninga leikfélagsins kemur aó viku liðinni. Röddina fær Óperudraugurinn hins vegar úr barka Bergþórs Pálssonar, óperusöngvara, sem varó ljúfmannlega við þeirri ósk að spjalla um stund um þessar tvær annars ólíku persónur, sem sameinast í hinum þjáða, ill- kvittna en stundum gamansama draug í óperuuppfærslu Leikfélags Akureyrar; það cr að segja sjálfan sig og Operudrauginn. Hálfur Hörgdælingur Þótt Bergþór sé nýlega kominn norður yfir heiðar til starfa með Leikfélagi Akureyrar cr bærinn og hin eyfirska byggó honum ekki með öllu ókunn. Hann er hálfur Hörgdæling- ur. Móóir hans er fædd og uppalin þar, nánar tiltekið frá Þúfnavöllum, þar sem forfeður hans bjuggu og frændur hans búa enn. Hann kvaó tónlistarrætur sínar einnig eiga nokkurn uppruna úr Hörgárdalnum því Baldur afi hans, bróðir Eiðs Guðmundssonar, bónda og hreppstjóra á Þúfnavöllum, hafði mikinn áhuga á tónlist og lék vel á orgel. Til marks bjarma. Tónlistaráhuginn lét mig samt ein- hvem veginn aldrei í friði og ég ákvaö loks að láta undan þessum löngunum og innritað- ist í tónmenntakennaradeildina við Tónlistar- skólann í Reykjavík. I Tónlistarskólanum kynnist ég meðal annarra ágætum söngvur- um á borð við Elísabetu Erlingsdóttur, Sieg- linde Kahlmann og Rut Magnússon, sem reyndu að telja mér trú um aó ég væri ekki á réttri braut í tónmenntafræðunum. Mín braut væri söngurinn. Eg ætti að veröa söngvari og ekkert annaó. Um svipað leyti bauð Sveinn Einarsson, þáverandi þjóðleikhússtjóri, mér lítið hlutverk í Meyjaskemmunni, sem verið var að færa upp í leikhúsinu. Og ekki er að orðlengja það að þetta litla hlutverk kveikti söngáhugann í mér fyrir alvöru. Eg fann að ég var ég kominn inn í veröld sem ég vildi engan veginn hverfa frá. Eg hafði farió yfir þröskuld og áttaði mig á að ekki yrói aftur snúið. Eg var búinn að finna mér framtíðar vettvang. Eg varó aó læra að syngja.“ Hef verið heppinn - Og þú lést þar með hugsunina um lífsvió- urværi lönd og leið og gekkst á vit sönggyðj- unnar? „Já - ég gerði þaö beinlínis því haustið eftir hélt ég til Bandaríkjanna þar sem ég dvaldi næstu fimm árin viö söngnám vió Há- skólann í Indiana. Að því loknu lá leiðin til Þýskalands þar sem ég starfaði vió óperuhús í nokkur ár. A þessum tíma kom brestur í hjónaband mitt og ég skildi vió konu mína, Sólrúnu Bragadóttur, óperusöngkonu. Skiln- aðurinn sem slíkur varð þó ekki orsök þess aö ég kaus að flytjast heim til Islands. Hann fór fram í mestu vinsemd og við héldum áfram að vinna saman um tíma eftir að hjónabandinu lauk. Við lékum meðal annars hjón á leiksviði eftir að við hættum að búa saman. Eg held þaó hafi orðið okkur til góðs því við fengum þannig góðan tíma til að vinna vcl úr okkar málum og ég tel að það hafi lagt grundvöll að áframhaldandi vináttu okkar. Við eigum saman dreng og strax og við komum til Þýskalands varð ljóst að hann myndi ekki una sér í nýjum hcimkynnum. Hann hal'ði að mestu alist upp vestanhafs og kunni til dæmis ekki orð í þýsku og flutti hann því hcim til ömmu og afa á Islandi. Eft- ir nokkur ár varð niðurstaðan hjá okkur því sú að ég llytti hcim til Islands, að minnsta kosti um tíma, en ég gæti þá farið út aftur cf hann vildi koma mcð þcgar hann yröi stærri. Auðvitaó renndi ég nokkuð blint í sjóinn mcð verkefni þegar hcim var komið, vissi raunar ekki hvort ég gæti skapað mér lífsvið- urværi við sönginn þótt þaó hafi alltaf um tónlistaráhuga hans fór hann, aóeins 18 ára að aldri, til Akureyrar þeirra erinda að kaupa orgel. Ferðin var farin um um vetur og Baldur lagði orgelið á sleða og dró það þannig heim í Þúfnavelli, um 30 kílómetra leið frá Akureyri. „Afi minn spilaði mikið á orgel og var organisti, meðal annars við kirkjurnar á Bægisá og aó Bakka meðan hann bjó í Hörg- árdalnum. Er hann var kominn á efri ár flutli hann til Reykjavíkur og þá spilaði ég oft á orgelið fyrir hann, einkum eftir að hann hætti að geta spilað á það sjálfur. Og þcss má geta að nú er þetta orgel gamla mannsins í minni eigu - orðið einskonar ættargripur.“ Eg varð að læra að syngja - Tónlistin hefur því kviknað snemma í brjósti þínu? „Eg ólst vissulega upp vió tónlist. Margt tónelskt fólk er einnig að fmna í föðurætt minni, sem er úr Borgarfirði og vissulega ólgaói löngunin til aó fást við tónlistina alltaf í blóðinu. Ég lagði stund á fiðluleik og tón- list af öllu tagi átti hug minn þegar ég var strákur. En ég hugsaði mér þó aldrei á þeim árum að leggja hana fyrir mig sem atvinnu. Ég ákvaó ekki sem ungur drengur að ég ætl- aói veróa óperusöngvari og ekkert annað. Ég streittist fremur á móti þessum kenndum því mér fannst aó tónlistin væri ekki vænlegur vegur til að skapa mér lífsvióurværi þótt ég sæi þaö ef til vill í einhverjum fjarlægum segir Bergþór Pálsson, óperusöngvari, sem fer með hlutverk óperudraugsins í samnefndu verki sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir næstkomandi föstudag vcrið draumur minn að starfa scm söngvari á Islandi." Bcrgþór þurl'ti þó ckki að kvíða iöjulcysinu lcngi því iljótlcga el'tir að hann kom licim fékk hann ýmis tilboó um vinnu. „Ég lckk strax nóg aó gera. Ég vcit ckki til fulls hvaða skýringar cru á því. Stundum tcl ég mér trú um aó ég láti alltaf skcika að sköpuöu. Vió nánari umhugsun hcld ég aö í undirmcðvitundinni lcynist foróabúr. Sá scrn vill fá tækifæri, verður að trúa því að þau séu á næsta lciti og það cr ckki nóg að scgja: Mikið væri gaman, hcldur: Ég er sannfærður um þaó. Ég býst við að ég hafi dálítið af þcssu hugarfari cn trúlega hcl'ur hcppni ráðiö einhverju þar um. Ég fékk vcrkefni scm urðu til þess að boltinn fór að rúlla. Fyrsta hlut- verk mitt var í Töfraflautunni cftir Mozart cn sú ópera er vcl þckkt hér á landi og nýt- ur mikilla vinsælda. Eg hcf heldur aldrci tek-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.