Dagur - 29.03.1994, Page 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 29. mars 1994
FRÉTTIR
Akureyri:
Framboðslisti Alþýðubandalagsins samþykktur
Alþýðubandalagið á Akureyri
gekk á félagsfundi í gærkvöldi
frá framboðslista sínum vegna
bæjarstjórnarkosninganna á
Akureyri á komandi vori. Sig-
ríður Stefánsdóttir, bæjarfull-
trúi, skipar efsta sæti listans,
Heimir Ingimarsson, bæjarfull-
trúi, annað sætið og í þriðja sæti
er Sigrún Sveinbjörnsdóttir, sál-
fræðingur.
Skipan listans aó öóru leyti er
eftirfarandi:
4. Þröstur Asmundsson, kenn-
ari, 5. Svanfríður Ingvadóttir, aö-
stoðarmaður tannlæknis, 6. Hilmir
Helgason, vinnuvélstjóri, 7. Sig-
fús Ólafsson, nemi, 8. Kristín
Hjálmarsdóttir, formaður Ióju, 9.
Logi Einarsson, arkitekt, 10. Vig-
dís Steinþórsdóttir, hjúkrunar-
fræðingur, 11. Hrefna Jóhannes-
dóttir, fóstra, 12. Guðmundur
Friðfinnsson, húsasmióur, 13.
Guðmundur Armann Sigurjóns-
son, myndlistarmaður, 14. Lilja
Ragnarsdóttir, verslunarmaóur,
15. Pétur Pétursson, læknir, 16.
Sigrún Jónsdóttir, fóstra, 17. Jón-
steinn Aðalsteinsson, leigubif-
reiðastjóri, 18. Kolbrún Geirsdótt-
ir, húsmóðir, 19. Geirlaug Sigur-
jónsdóttir, húsmóðir, 20. Þráinn
Karlsson, leikari, 21. Hrafnhildur
Helgadóttir, iðjuþjálfi, 22. Pétur
Gunnlaugsson, múrari.
Talsverð endurnýjun hefur orð-
ið á framboðslista flokksins frá
síðustu kosningum því alls eru 10
ný nöfn á honum miðað viö list-
Sigríður Stef-
ánsdóttir, bæj-
arfulltrúi, leiðir
nú lista AI-
þýðubanda-
lagsins í þriðja
sinn.
„Af okkar
hálfu snúast kosningarnar urn aó
sameina sókn og vörn. Verja það
sem er til og við viljum hafa
áfram í þessum bæ og hins vegar
snúast þær um sókn til framtíðar.
Aó mínu áliti er þetta líka ákveöið
jafnvægisspil, aö sýna ákveðna
ábyrgð í fjármálastjórn og annarri
stjórn bæjarins en jafnframt að
Heimir Ingi-
marsson var
einnig í öðru
sæti lista Al-
þýðubandalags-
ins í síðustu
tvennum kosn-
ingum og hefur
því verið bæjarfulltrúi í tæp 8
ár.
„I kosningunum verður kosið
um störf þess meirihluta sem setið
hefur á kjörtímabilinu. Þessi
meirihluti hefur átt við marga erf-
iðleika að stríða og hefur tekist
bærilega aó hafa hendur á þeim.
Sigrún Svein-
björnsdóttir
skipaði 3. sæti
á lista Abl. við
síðustu kosn-
ingar líkt og
nú.
„Það er ljóst aö atvinnumálin
eru efst á baugi hjá okkur. I þeim
efnum er hræðilega erfitt ástand
hjá okkur og allir verða aö
leggjast á eitt um að bæta þar úr.
Eg geri því ráð fyrir að sá mála-
flokkur verði veigamikill í kosnin-
gaumræðunni. Eg legg líka
ann 1990.
Alþýðubandalagið er nú í
meirihlutasamstarfi með Sjálf-
stæðisflokknum í bæjarstjórn Ak-
ureyrar. Flokkurinn fékk 1000 at-
kvæði í síðustu kosningum eða
14,2% fylgi og tvo menn kjörna.
JÓH
sýna metnað og þora að taka
áhættu. Þetta á við t.d. í atvinnu-
málunum en við höfum verið tals-
menn þess að bæjarstjórn láti sig
þau varða.
Ekki síst snýst þetta um
hverjum verður sýnt traust. Þar
verður okkar sóknarbarátta og við
ætlum okkur að fá að minnsta
kosti þrjá bæjarfulltrúa. A listan-
um er fólk sem unnið hefur saman
á undanförnum árum, hefur
reynslu í ýmsum málaflokkum og
að auki er nýtt fólk sem komið
hefur til liðs við llokkinn. Eg tel
því aö þetta sé góð blanda.“
JÓH
Þar eru atvinnumálin efst á baugi
og væntanlega verður lagt undir
mæliker hvort bæjarstjórn sú sem
nú situr hafi haldið svo í horfi sem
hægt er og hvort finnist einhver
ný sóknarfæri. Sennilega er eng-
inn bær í landinu sem er „sósíals-
eraóri“ nú um stundir.
Hvaó lista okkar varóar þá legg
ég fyrst og fremst áherslu á það
jafnvægi sem efstu sætin sýna.
Þarna er teflt fram mjög reyndu
fólki, hópi sem líklegur er til að fá
traust til aó vinna ál'ram aö mál-
efnum bæjarins." JÓH
áherslu á félagslegu þjónustuna
sem ég hef unnió aö. Um hana
þarf aö standa vörð, ekki síst á
crfióum árum eins og nú, og hana
þarf aó halda áfrarn aó byggja upp
til styrktar bæði fjölskyldunni og
einstaklingnum.
Mér líst mjög vel á listann.
Framvarðasveitin hefur átt gott
samstarf, við crum ckki lík en
okkur líður mjög vel í samstarfi.
Því komum vió samhent fram.
Svo kemur fullt af nýju fólki til
samtarfs vió okkur og þaó er mjög
gleðilegt og hleypir nýju blóði
bæói í umræðuna í bænurn og lífið
og starfið í flokknum." JÓH
Tvö útköll að
Skíðastöðiim
Tvö óhöpp urðu á skíðasvæðinu
í Hlíðarfjalli í gær. Ekki var um
alvarleg meiðsl að ræða.
Aó sögn varóstjóra hjá slökkvi-
liðinu á Akureyri hefur sjúkrabíll
verið kallaður að Skíðastöóum
nokkrum sinnum síðustu daga. I
flestum tilfellum hefur verið urn
beinbrot að ræða cn engin alvar-
legri óhöpp. JÓH
• Stuðningur við skulda-
jöfnunaraðgerðir
Fulltrúaráð Sambands ís-
Icnskra sveitarfélaga lýsir yf-
ir stuðningi við samkomulag
um aðgerðir til að jafna
skuldastöðu sveitarfélaga
vegna sameininga. Fulltrúa-
ráðið mótmælir þvl harðlega
að ofangreint samkomulag
skuli vera tengt frumvarpi til
laga um ráðstafanir til að
sluðla að stækkun atvinnu-
og þjónustusvæða á Vest-
fjöröum í kjölfar samdráttar
í þorskafla og prentað sem
fylgiskjal ineð frumvarpi.
Samkomulagið sem stjóm
sambandsins er aðili aö, var
gert áður en fmmvarpið var
lagt fram og er byggt á ákvæð-
unt svcitarstjórnarlaga og laga
um tckjustofna svcitarfélaga og
er gerl til aó stuðla að samcin-
ingu sveitarfélaga hvar sem er
á landinu, með því aö stuðla að
því aö jafna skuldastööu þeirra.
Samkomulagið á ekkert skylt
við sérstakar ráðstafanir ríkis-
sjóðs á lilteknum landssvæöum
í kjölfar samdráttar í þorskafla.
• Reynslusveitarfélög
verði 12 í stað 5
Fulltrúaráðið telur að stofn-
un reynslusvcitarfélaga geti
verið mikilvægur undirbún-
ingur að því að flytja fleiri
verkefni frá ríki til sveitarfé-
laga, efla sjálfstæði þeirra og
styrkja sveitarstjórnarstigið.
Fulltrúaráóið telur rnikil-
vægt aó í lögum um rcynslu-
svcitarfélög verði heimild til
að velja 12 sveitarfélög til þátt-
töku í tilrauninni í staö 5 eins
og samþykkt þingsályktun ger-
ir ráð fyrir. Lagt er til, aó öðru
jöfnu, að nú samcinuð sveitar-
félög haíl forgang aö þátttöku í
tilrauninni en jafnframt er lögö
áhersla á aó fjölmennir kaup-
staðir eigi líka kost á því að
veróa reynslusveitarfélög. Þá
cr Alþingi hvatt til að sam-
þykkja sem l'yrst lög um
reynslusveitarfélög.
• Áfram verði unnið
að stækkun og eflingu
sveitarfélaga
FuIItrúðaráðið telur að sú lýð-
ræöislega leið, sem farin var
við kosningarnar um samein-
ingu sveitarfélaga 20. nóv. sl.
haíi verið rétt og að áfrain
beri að vinna að stækkun og
eflingu sveitarfélaga með
þeim hætti. FuIItrúaráðið
leggst á þessu stigi gegn því að
sameining svcitarfélaga verði
framkvæmd með því að
hækka lágmarksíbúatölu í
hverju sveitarfélagi.
í lramhaldi kosninganna
hafa þegar allmörg sveitarfélög
tekið ákvörðun um sameiningu
og samciningarumlciUinir cru í
athugun og umræðu á nokkrum
svæðum. Niðurstaða kosning-
anna sýnir að meirihluti lands-
manna er fylgjandi sameiningu
sveitaríclaga og umræðan um
hlutvcrk sveitarstjórnarstigsins
og framtíðarskipan stjórnsýsl-
unnar í landinu mun halda
álram.
Aðalfundur
Ferðamálafélags S.-Þing.
veróur haldinn að Rauðuskriðu þriðjudaginn 5. apríl
kl. 21.00.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Önnur mál.
Nýir félagar velkomnir.
Stjórnin.
Hagsmunaaðilar
í ferðaþjónustu
Morgunfundur á Súlnabergi miðvikudag 30.
mars kl. 8.30. Mætum öll.
Stjórnin.
AKUREYRARB/CR
Sumarstörf 1994
Laus eru til umsóknar fyrir 17 ára og eldri sumar-
störf hjá deildum og stofnunum Akureyrarbæjar
sumarið 1994.
Einnig er unglingum fæddum 1978 - 16 ára gefinn
kostur á að sækja um 6 vikna vinnu í sumar 7 tíma á
dag samtals 210 vinnustundir.
Umsóknareyðublöð fyrir ofangreind störf fást í starfs-
mannadeild Akureyrarbæjar Geislagötu 9 og skal skila
öllum umsóknum þangaó.
Umsóknarfrestur er til 13. apríl n.k.
Vinna unglinga 14 og 15 ára verður með sama hætti
og sl. sumar og veróa störfin auglýst sérstaklega síðar
í vor.
Starfsmannastjóri.
Opið yfir páökana:
Skírdagur...........kl. 10-22
Föstudagurirm langi .Lokað
Laugardagur.........kl. 10-22
Páskadagur...........Lokað
Annar í páskum......kl. 10-22
Geislagötu 12, sími 25356.
Sigríður Stefánsdóttir:
Stefiium á þriðja Mtrúann
Heimir Ingimarsson:
Kosið um störf meiriMutans
Sigrún Sveinbjörnsdóttir:
Atviimumálin efst á baugi