Dagur


Dagur - 29.03.1994, Qupperneq 11

Dagur - 29.03.1994, Qupperneq 11
Þriðjudagur 29. mars - DAGUR - 11 Draugagangur hiá L.A. Mikill dagur var hjá Leikfé- lagi Akureyarar föstudag- inn 25. mars. Þá var frumsýníng á gamanóperunni Óperudraugn- um eftir Ken Hill. Leikstjóri upp- setningarinnar er Þórhildur Þor- leifsdóttir, en tónlistarstjóri Gerrít Schuil. Óperudraugurinn er byggöur á skáldsögu eftír Fransmanninn Gaston Leroux. Skáldsagan er hryllingssaga um draugagang í Parísarópemnni, sem er sér- kennileg og stórfengleg bygging á allan hátt. Gerð þessa mikla húss er mikilvægt atriði í jafnt bókinni sem gaman- óperunni. Innan veggja þess gerist verkið að stærstum hluta. Stórfeng- legar vistarverur og aörar fullar óhugnaðar og diunga rísa á sviði leík- hússins og virðist fátt tíl sparaö. Hönnun leikmyndar og bún- inga er verk Sigurjóns Jóhanns- sonar. Honum hefur tekist vel aö skapa híö rétta andrúmsloft og tíöum með snjöllum hætti. Þar hefur hann notiö góöra verka smiðanna, Hallmundar Kristinssonar, Erlings Vilhjálms- sonar og Þorleifs Jóhannssonar og málaranna, þeirra Ólafar Sig- urðardóttur og Laufeyjar Mar- grétar Pálsdóttur. Þá hefur það hæfa fólk, sem séð hefur um saumaskap ekkí legiö á liði sínu; þær Hildur Gunnarsdóttir, Ragna Aðalsteinsdóttir og Sigrún Linda Kvaran. Leikhljóð eru sérlaga vel unn- in, en þar á Gunnar Sigurbjörns- son heiöur að. Hófsemi í þessu efni er dyggö og kemur víða fram, af hvílíkri natni hefur verið unniö, svo sem í fínlegri blönd- un hljóöa í senunni í stöðuvatns- kjallara óperuhússins og hóf- samlegri notkun þyts í miö- stöðvarsenunni. í báðum þess- um tilfellum sem og öðrum nýt- ast hljóð sérlega vel til þess að mynda þann anda, sem við hæfi er. Lýsing er aö vanda verk hins fjölhæfa ljósameistara Leikfélags Akureyrar, Ingvars Björnssonar. Einnig hér er sérlaga fagmann- lega og vel að verki staðið. Hver senan af annarrí er Iýst svo sem við á til þess aö undirstrika sem best þann brag, sem fellur að framgangi verksins. Leikstjórinn, Þórhildur Þor- Ieifsdóttir, hefur unniö verk sitt af mikílli alúð. Helst er að sjá, að sem næst ekkert atriði hafi sloppið framhjá vökulum aug- um hennar. ÖIl sviösferð er góð og hnökralaus. Hæfilegur farsa- bragur er á fasi Ieikenda og of- gerir sem næst enginn, heldur heldur hver maður þeim hætti, sem fellur að túlkuninni, sem eftir er Ieitað. Flutningur máls jafnt í tali sem tónum er yfirleitt í mjög góöu lagi, þó að reyndar lítils háttar út af bregöi í þessu efni í fáeinum tilfellum. Uppstill- ingar hópatriöa ganga vel upp og sú deyfð, sem víll koma yfir leikendahópa, þegar flutt eru sungin atriði, kemur sem næst ekki fyrir. Flutningur tónlistarinnar er meö ágætum. Unníð hefur verið af vandvirkni með söngvurum, enda þar vanur og hæfur maður víð verk, þar sem er Gerrit Schu- il. í þessu efni var svo til feyru- Iaust öryggi helsta einkennið á allri framkvæmd. Innkomur voru vissar jafnt í hljómsveit sem á sviöi og þáttur hljómsveit- arinnar góður og mjög við hæfi jafnt hvað snertir styrk sem blæ. Tónlistin í Óperudraugnum er fengin aö lání úr ýmsum óper- um Offenbachs, Gounouds, Verdís, Boitos, Bizets, Webers, Donizettis og Mozarts. Við söngverkin hafa veriö settir nýir textar, sem falla að verkinu. Þýðing Óperudraugsins er verk Böðvars Guðmundssonar. Talaður texti er lipurlega þýddur og fer vel í munni leikenda. Hann er víða skemmtilega hnytt- inn og vel í anda verksins. Að jafnaði er eins um söngtexta. Þó kemur fyrir, að ekki er með öllu hnökralaus samfella viö iaglínur og áherslur tónlistarinnar. Það er lítílsháttar lýti á verkinu. Draugurinn sjálfur er leikinn Haukur Ágústsson skrífar og sunginn af Berþóri Pálssyni. Hann kemst vel frá hlutverkí sínu ekki síst í söngatriöum, sem hann leysir fallega af hendi. Flutningur hans á töluðu máli er hins vegar nokkuö líflítill t.d. í kapellunni meö Mörtu G. Hall- dórsdóttur. Marta G. Halldórsdóttir fer með hlutverk Cristinu Daeé og gerir víöast mjög vel jafnt í söng sem leik. Hún virðist í lítilsháttar vandræöum með aríuna Hátt fyrir ofan eftir Verdi í seinni hluta. Þráinn Karlsson Ieikur leik- hússtjórann, Richard, og fer víöa á kostum. Honum tekst vel að gæða persónuna flumbrugangi hins alvalda en fávísa og nær tíðum aö draga fram skoplega þætti úr hinu smáa. Aöstoðarmann leikhússtjór- ans, Rémy, leíkur Dofri Her- mannsson. Dofri kemst vel frá þessu hlutverki og nær víða nán- um samleik viö Þráinn í hóflegu en skoplegu atferli. Ragnar Davíösson fer meö hlutverk Raouls, sonar Richards. Þaö er hlutverk hins ástfangna, sem af riddaralegri háttprýði leit- ast við að bjarga ástinni sinni, Christinu, úr klóm myrkranna. Ragnar nær góðum tökum á persónunni innan marka hennar og gerði söngatriðum sínum góð skil. Þó skorti nokkuð á þunga í flutníngi aríunnar Hún dirfist eftir Verdi í fyrri hluta verksins. Madame Giry er leikin af Ágústu Sigrúnu Ágústsdóttur. Hún nær góðum tökum á þess- ari köldu persónu, sem ekki mildast fyrr en lítillega í lokin og spáir alla tíö óhöppum og slys- um. Ágústa Sigrún kemst nokk- uð vel frá söngatriöum sínum, en röddin er dálítið fyllingarlítil. Sigurveig Jónsdóttir fer með hlutverk Debienne, starfsmanns í óperunni. Þetta er kómískt hlut- verk, sem fellur vel að Sigur- veigu. Hún kemst vel frá því og nær víöa að draga fram skop- lega þætti jafnt í fasi sem mæltu máli. Sunna Borg fer með hlutverk hinnar hnígandi söngstjörnu, La Charlotte. Sunna gerir mjög vel og mótar skoplega ímynd prímadonnunnar, sem ekki vill viðurkenna, að ferill hennar er á enda. Már Magnússon fer með hlut- verk óperusöngvarans, sem fer með hlutverk Fausts, en það er óperan, sem verið er að setja upp í óperuhúsinu. Már nær vföa góðum tökum í þessu hlut- verki og hefur greinilega auga fyrir því skoplega í kringumstæð- um persónunnar. Hann kemst allvel frá söngatriðum sínum, sem hann flytur í anda verksins. Aðalsteinn Bergdal fer með þijú hlutverk í uppsetningu Leik- félags Akureyrar á Óperudraugn- um: Mefistofeles, hestasveíninn og prestinn. Aðalsteinn gerði vel í öllum þessum hlutverkum, en þó best í hinum tveim síöar- nefndu. Söngatriði flutti Aðal- steinn af öryggi og víða meö glæsibrag, svo sem í arfu hesta- sveinsins Seint í gaerkvöld gekk ég niöur, eftir Boito. Rósa Guðný Þórsdóttir fer meö hlutverk ballerínunnar, Jammes. Hlutverkiö gerir ekki kröfu til mikilla átaka í Ieik, en persónan þarf aö fara vel á sviði. Það gerir Rósa Guðný svo sann- arlega og setur góðan brag á uppfærsluna fyrír sitt leyti. Gestur Einar Jónasson fer með hlutverk Persans og gerir vel. Ingibjörg Gréta Gísladóttir Ieikur Dominique, Lisettu, kór- stúlku og konu í stúku og Sig- urþór Albert Heimisson fer með hlutverk grafarans, gamals manns og Mauclairs. Bæðí kom- ast meö prýði frá túlkun sinni á öllum þessum pesónum. Það er ekki blöðum um það aö fletta, að þessu Ieikári Leikfé- lags Akureyrar lýkur með glæsi- brag. Á fjölunum hjá leikfélaginu em núna tvær vel heppnaöar uppsetningar, Bar-par og Óperu- draugurinn. Hin síöarnefnda á reyndar eftir að sanna ágæti sitt hvað aðsókn snertir, en á óvart kemur, ef hún verður ekki sótt og þaö vel. Óperudraugurinn er sérlega vel unnin sýning jafnt hvað snertír umbúnað allan, tónlistar- flutning og leik. Ljóst er, að starfað hefur veriö af þeim metnaði og þeirri natni, sem við á í alvöru leikhúsi. Þar eiga margír hlut að, því að leiksýning er náin og natin samvinna margra, þar sem einn vinnur með öörum og styður hann og gætir ekki síst þeirrar tillitssemi, að ekki skyggí eitt á annaö og spilli þannig þeirri samfellu, sem góð uppsetning verður að vera. Þetta hefur náðst á sem næst öllum stigum í Óperudraugnum. Hann er góð uppsetning og Leik- félagi Akureyrar til sóma. RARIK RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS ÚTBOÐ Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfar- andi: RARIK-94005 132 kV útibúnaöur. RARIK-94006 40 MVA, 132/66 kV aflspennir. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með þriðjudegi 29. mars 1994 og kosta kr. 2000.- hvert ein- tak. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkis- ins, Laugavegi 118, fyrir kl. 14.00 þriðjudaginn 17. maí 1994. Verða þau þá opnuð að viðstöddum þeim bjóð- endum sem þess óska. RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Laugavegi 118,105 Reykjavík. Hh ¥ þar sem geisladiskar eru gersemi Hafnarstræti 98 • 600 Akureyri • Sími 12241 AUGLYSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*) Á KR. 10.000,00 1980-1 .fl. 15.04.94- 15.04.95 kr. 351.662,40 *) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, mars 1994. SEÐLAB ANKIÍSLANDS

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.