Dagur - 31.03.1994, Page 8

Dagur - 31.03.1994, Page 8
8 - DAGUR - Fimmtudagur 31. mars 1994 Bifreiðaverkstæðið Þórshamar hf. 50 ára Stiklað á stóru í sögu Þórshamars: Þegar gera þurfti við bflana eftir hveija Reykjavíkurferð - rætt við Sigurð Jóhannesson, stjórnarformann Bifreiðaverkstæðið Þórshamar hf. á Akureyri er 50 ára um þessar mundir, nánar tiltekið 28. mars sl. Það er sjálfsagt orð- ið með rótgrónari verkstæðum landsins því miklar sviptingar hafa orðið í rekstri bifreiða- verkstæða og mörg hafa horfið af sjónarsviðinu en færri komið í staðinn. Þórshamar er öflugt nafn, enda vísar það til hamars l>órs, þess fræga Mjölnis. Reyndar er Þórshamar líka tákn fyrir sérstakan galdrastaf en varla hafa stofnendur fyrir- tækisins verið með galdra í huga í marsmánuði 1944. Þó má segja að það sé göldrum líkast hvernig bílarnir hafa breyst og tækninni hefur fleygt fram á þessum 50 árum sem Iiðin eru frá stofnun Þórshamars hf. og íslenska lýðveldisins. Þaó voru 10 einstaklingar sem stofnuðu Þórshamar í mars 1944 og meóal þcirra eru tveir enn á lífl, þeir Gísli Olafsson, síóar yfir- lögregluþjónn, og Guðntundur Benediktsson. Hlutafé var 70 þús- und krónur, sem voru miklir pen- ingar á þeirn tíma. Fyrst var Þórs- hamar til húsa vió Strandgötu en um áramótin 1946-47 sameinaóist þaó Mjölni, bifreiðaverkstæói á Gleráreyrum og þar var fyrirtækið síöan til húsa. A ýmsu gekk fyrstu árin og ekki voru allir hluthafarnir vióloó- andi fyrirtækið í langan tíma. Eftir stórbruna 1951 var framtíð Þórs- hamars óráóin og hálfgert upp- lausnarástand ríkti en í janúar 1953 kom Kaupfélag Eyfiróinga inn í reksturinn sem stór hluthafi og Samvinnutryggingar og Olíu- félagió bættust við nokkru síðar, þannig að fyrirtæki tengd sam- vinnuhreyfingunni eignuóust meirihluta í fyrirtækinu. Næsta breyting varð sú aö Jó- hann Kristinsson og Magnús Jóns- son, sem voru meö bifreiðaverk- stæöiö Víking og Volvo umboóið, geröust hluthafar í Þórshamri hf. og Jóhann varö framkvæmdastjóri og Magnús aóalverkstjóri. Þórs- hamar haföi áóur vcrió meö Volkswagen umboöiö en áriö 1962 yfirgaf hópur starfsmanna Þórshamar með Volkswagen um- boöið í farteskinu og stofnaði Baug. Nokkru síðar hætti Jóhann Kristinsson og stofnaði Víking á nýjan leik og byrjaói með Peugeot umboðið. Flutningurinn í nýja húsið minnisstæðastur Þaó var einmitt um þetta leyti, 1962, sem Siguröur Jóhannesson, aöalfulltrúi Kaupfélags Eyfirðinga og stjórnarformaóur Þórshamars, kynntist bifreiöavcrkstæðinu af eigin raun. Hann fór að fást við bókhald fyrirtækisins samhliða störfum sínum hjá KEA og 1968 varð hann framkvæmdastjóri Þórshamars og gegndi því starfi til 1979. Frá þeim tíma hefur hann verið stjórnarformaður fyrirtækis- ins og má því segja að hann hafi komió nálægt rekstri Þórshamarc síðustu 30 árin. „Mér er auðvitað minnisstæð- ast þegar við fiuttum úr gamla húsnæðinu á Gleráreyrum, skammt austan við verksmiðju- byggingar Sambandsins. Þetta er mesta byltingin í sögu Þórs- hamars. Hafist var handa um byggingu hússins vió Tryggva- braut árið 1969 og aðeins níu mánuóum síöar, á fyrri hluta árs 1970, var fiutt inn í nýtt og fullbú- ið verkstæði. Það gekk geysilega vel að fiytja og aðstaðan varð allt önnur og betri. Þama var mjög gott athafnasvæði fyrir bifreiða- verkstæðið og smurstöðina sem kom síóar og á þessum tíma var Þórshamar eitt best búna bifreióa- verkstæðið á landinu, sérstaklega fyrir stóra bíla,“ sagói Sigurður þegar hann var beöinn að líta um öxl. Mun minna um bilanir og viðgerðir Siguróur sagði aó Þórshamar heföi þjónustað vöru- og fiutn- ingabíla Kaupfélagsins, Péturs og Valdimars og fleiri stórra aðila og umsvilln hcfðu verið mikil á þess- um vettvangi. Nýbyggingin við Tryggvabraut kom í góðar þarfir cn húsnæðió var síóan stækkaó 1980 upp í samtals um 1900 fermetra. Eign- Stórbruni varð á Þórshamri 1951 og þá var framtíð vcrkstæðisins í mikilli óvissu um skeið, en ákvcðið var að cndurbyggja það og nýir hluthafar komu inn. Loftmynd af iðnaðarhvcrfinu á Gleráreyrum 1969 eða 1970. Þarna er grunnurinn að nýbyggingu Þórshamars kom- inn og eins og sjá má hefur margf breyst á þessu svæði. Gamli Þórshamar. Vcrkstæði, bcnsínafgreiðsla og smurstöð. síðar verslunarstjóra, og ficiri. Þarna hafa unnið margir traustir starfsmenn og sumir lcngi, eða allt frá fyrstu árum fyrirtækisins,“ sagði Sigurður. Aðspurður sagði hann að rekst- ur Þórshamars heföi verið erfiður síðustu 10-15 árin og endurspegl- aði það ástandið í greininni. Mörg gamalgróin bifreiðaverkstæði og bílaumboð hefðu orðió gjaldþrota og slæm staða í járniðnaði al- mennt kæmi líka fram á bifreiða- verkstæðunum. Nú væri vcrkstæð- ió ekki fullnýtt og starfsmönnum hefði fækkað á síðustu árum. „Það varð þó vcruleg brcyting á rekstri Þórshamars 1. rnaí 1990 þcgar fyrirtækið var samcinað Véladeild KEA. Við þctta jukust umsvif Þórshamars um allt að helming. Sameiningin gekk vel og má segja aó góð reynsla hafi orðið af henni. Aukning varð á vcrkefn- um og nýtni á vcrkstæði batnaði. Við sameininguna yfirtók Þórs- hamar þau umboð sem áður til- heyróu Véladeildinni,“ sagói Sig- urður. Hinn I. nóvembcr sama ár opn- aði Þórshamar hf. bílasölu aó Glerargötu 36 þar scm scldir cru nýir og notaðir bílar. Þórshamar var lcngi vcl með þjónustuumboó fyrir bíla frá Gen- cral Motors en svo cr ckki lcngur. „Nei, við sjáum óncitanlega mikið eftir General Motors umboöinu því það hafði vcrið tengt KEA og Þórshamri um nær hálfrar aldar skeið,“ sagði Siguróur. „Þcgar Sambandið hætti starfsemi á þessu sviði lcnti umboðió í höndum ann- arra. Þórshamar er þó með stcrk umboð frá Brintborg, Volvo og Daihatsu, einnig Honda og umboð frá Bifreiðum og landbúnaðarvél- um, Lada og Hyundai, svo og MAN-vörubíla,“ sagði stjórnarfor- maóurinn að lokum. SS Sigurður Jóhanncsson hcfur verið stjórnarformaður Þórshamars hf. frá því hann lét af starii framkvæindastjóra fyrirtækisins 1979. Mynd: Robyn. araðildin hefur líka breyst. KEA, Olíufélagió hf. og Samvinnu- tryggingar áttu um 90% í fyrirtæk- inu en Kaupfélagið keypti síðan hlut Olíufélagsins og nokkurra smærri hluthafa en Vátryggingafé- lag íslands hélt hlut Samvinnu- trygginga. Þórshamar rak um tíma þrjár bensínstöðvar, þ.e. Esso-stöðvarn- ar Veganesti, Krókeyri og bensín- stöðina við gamla Þórshamarshús- ið á Gleráreyrum. En fyrirtækió lét þennan rekstur frá sér, enda nóg að gera á bifreiðaverkstæóinu. „Já, þetta hefur breyst verulega frá því sem áður var. Bílarnir end- ast mun betur í dag, það er minna unt bilanir og viðgerðir og algeng- ara að skipt sé um varahluti í stað þess að gera við þá gömlu. Malar- vegirnir fóru mjög illa með bílana. Ég man cftir því að það þurfti oft að taka Kaupfélagsbílana inn á verkstæði eftir eina ferð suður, skipta um blað í fjöóur cða annað slíkt, en nú cndist þettá árurn sam- an. Endingin á höggdeyfum hefur líka stóraukist mcð bættum veg- um,“ sagöi Sigurður. Reksturinn erfiður síðustu 10-15 árin Hann rifjaði líka upp að í fyrstu snjóum hefði alltaf komið heil- mikil törn við að setja kcðjur und- ir bílaflotann, en þetta hefur breyst eins og svo margt annað. „Ég á margar góðar endur- minningar frá því ég vann á Þórs- hamri og ég kynntist mætum mönnum eins og Guðmundi Jóns- syni, sem var stjórnarformaður fyrirtækisins um langt skeið, Magnúsi Jónssyni, verkstjóra og

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.