Dagur - 06.04.1994, Síða 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 6. apríl 1994
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222
ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1400 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR.
RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.),
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
AÐRIR BLAÐAMENN:
GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavikvs. 96-41585, fax 96-42285),
STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON
LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARDUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Áfall á Grenivík
Atvinnulífið í íslenskum sjávarplássum snýst fyrst
og síðast um fiskvinnslu. Gjarnan eru eitt eða tvö
fyrirtæki sem bera uppi vinnsluna á þeim afla sem
berst að landi. Fyrirtækin veita þá oftast þorra íbúa
vinnu og þar með er rekstur þeirra snar þáttur í af-
komu hverrar fjölskyldu. Þegar málum er svo hátt-
að er það ólýsanlegt áfall fyrir byggðarlag þegar
gjalþrot ríður yfir lykilfyrirtækin, því slíkt ógnar af-
komu fólksins sem þar býr. Þessar aðstæður sköp-
uðuðust á Grenivík fyrir páska þegar frystihúsið
Kaldbakur var lýst gjaldþrota.
Frystihúsið Kaldbakur var dæmigert burðarfyrir-
tæki atvinnulífsins á Grenivík. Fyrirtækið hafði
starfað í 28 ár og sá langi starfstími undirstrikar
hversu mikið áfall gjaldþrotið er fyrir byggðarlagið.
Eigið fé fyrirtækisins hefur verið neikvætt um
nokkurra ára skeið og baráttan hefur verið hörð við
að halda því gangandi. Síðast í fyrra voru gerðir
nauðasamningar sem áttu að hjálpa Kaldbaki út úr
vandanum en því miður reyndist sú aðgerð ekki
næg, forsendur breyttust með lækkandi afurða-
verði og hækkuðu hráefnisverði og áfram tapaðist
fé á rekstrinum. Gjaldþrot varð því ekki umflúið.
Þessi raunasaga Kaldbaks á sér því miður hlið-
stæður í útgerð og fiskvinnslu. Skerðing aflaheim-
ilda á síðustu árum, fyrst og fremst skerðing þorsk-
veiðiheimilda, hefur leikið sjávarútvegsfyrirtæki
grátt. Skerðing aflaheimilda hefur komið sérlega
illa við rekstur Kaldbaks, enda þorskurinn uppi-
staða í þeim afla sem unninn var hjá fyrirtækinu.
Tíðindin frá Grenivík þurfa ekki að koma á óvart
þegar haft er í huga að þorskkvóti Grenvíkinga er í
dag aðeins 1200 tonn. Hefði hins vegar ekki komið
til skerðingar á liðnum fjórum árum væri þorsk-
kvótinn allt að 4500 tonn. Hver fyrirtækjastjórn-
andi getur sett sig í þau spor hvernig hægt er að
bregðast við slíkum samdrætti og verja reksturinn.
Atburðarrásin á Grenivík undirstrikar skýrt og
greinilega að ekki er annað ásættanlegt en staða
sjávarútvegsfyrirtækjanna og útgerðarinnar um
allt land verði skoðuð gaumgæfilega. Hjálparað-
gerðir sem ríkisvaldið áformar mega ekki bara snú-
ast um Vestfirði af því að athyglin beindist þangað
fyrst. Ef á annað borð á að veita einhverjum ein-
stökum fyrirtækjum og byggðarlögum aðstoð þá
verður að gera það að undangenginni skoðun á
stöðu fyrirtækjanna hringinn í kringum landið.
Gjaldþrot Kaldbaks sýnir að það voru full rök til
þess hjá forsvarsmönnum útvegsmanna á Norður-
landi að áminna stjórnvöld þegar umræðan kom
upp um aðgerðir á Vestfjörðum. Samdráttur í fisk-
veiðunum við landið kemur við alla og því er sið-
ferðileg skylda að tekið sé á vanda heildarinnar,
ekki bara sumra. Gjaldþrot fyrirtækja, með öllum
þeim sárum sem þeim fylgja, verða vonandi aldrei
sjálfsögð í þessu þjóðfélagi og því verður að reyna
allt til að forðast þau. Ríkisstjórn á hverjum tíma
gegnir þar stóru hlutverki.
Fyrir íbúa Grýtubakkahrepps er mikilsverðast að
tilraunir til endurreisnar fiskvinnslunnar takist
þannig að stoð verði rennt undir byggðina á ný.
Fátt er verra en óvissan og eitthvað sem heitir
gjaldþrotastefna hljómar hjákátlega þegar horft er
til þeirrar stöðu sem byggðarlag er í þegar hjarta
atvinnulífsins hættir að slá.
Um skipan framboðsmála
bæjarstjómarflokksins
og prófkjör sjálfstæðismanna
Áður en fjallað verður um van-
mátt bæjarstjórnarklúbbsins á Ak-
ureyri og gæluverkefni hans, þá er
ekki úr vegi að skrifa dálítið um
þær aógerðir sem stjómmálaflokk-
amir nota til þess að velja fram-
bjóðendur á framboðslista sína.
Skoðanakannanir
flokkseigendafélaganna
Framsóknarmenn, alþýðuflokks-
menn og alþýðubandalagsmenn
virðast hafa þann háttinn á að
flokksbundnir (flokkseigendur)
eru beönir að gefa til kynna með
einhverjum hætti hverjir það eru
sem þeir telji þóknanlega í efstu
sæti á framboóslistum flokkanna.
Segja má að þetta geti verið
eðlileg aðferð við val frambjóó-
enda en frá mínum bæjardyrum
séð þá held ég að með þessu verði
dálítil hætta á að unga fólkið geti
orðió undir í samkeppninni.
Flokkseigendur hafa nefnilega til-
hneigingu til íhaldssemi í þessum
efnum og það er helst ef sitjandi
bæjarfulltrúar gerast þreyttir á að-
gerðarleysi sínu í bæjarstjóminni
að þeir ákveóa aó hætta og víkja
fyrir öðrum.
Þessar svokölluðu skoðana-
kannanir flokkseigendafélaganna
eða forval hafa þann ókost að
yngri liðsmenn eiga erfitt upp-
dráttar og hætta er á að forpokaðir
en tryggir flokksfélagar eigi frekar
upp á pallborðið hjá flokkseigend-
um en þeir sem hafa róttækari
skoðanir og taka stórasannleik
flokksins ekki alvarlega.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
stundum haft annan hátt á. Þar
hefur flokkseigendafélagió efnt til
prófkjörs og hafa menn á þeim bæ
þá skoðun að slíkt fyrirkomulag sé
ákaflega lýðræðislegt. Mín
skoðun er sú að alveg opió próf-
kjör megi teljast lýðræðislegt enda
hafi þar allir rétt til þátttöku, hvort
sem eru flokksmenn eða ekki.
Þetta hljómar ef til vill undarlega
en ég vil benda á að í slíku próf-
kjöri skal þaó vera öllum ljóst að
allir frambjóðendur eru flokks-
bundnir sjálfstæðismenn. Hví
skyldu liðsmenn annarra flokka
ekki geta haft áhrif á val þeirra
karla og kvenna sem setjast munu
í bæjarstjórn og fjalla munu um
sameiginleg málefni bæjarbúa
hvar í flokki sem þeir standa?
Prófkjör
Sjálfstæðisflokksins
Hér á Akureyri höfðu sjálfstæðis-
menn prófkjör í nóvembermánuði
Pétur Jósefsson.
síðastliðnum. Prófkjör þetta fór
fram meö þeim hætti að skipuð
var einskonar prófkjörsnefnd sem
auglýsti eftir fólki sem áhuga
hefði á að fara í prófkjör.
Einhverjir virðast hafa látið
skrá sig en eitthvað vantaði því að
prófkjörsnefndin kvaóst ætla aó fá
fleira fólk til þátttöku. Þegar listi
yfir þátttakendur síóan birtist, þá
voru þar nöfn ellefu manna og
kvenna og þar á meðal nafn eins
bæjarfulltrúa sem áður hafði lýst
því yfir að hún ætlaði ekki að
sækjast eftir endurkjöri!
Hvað gerðist síðan? Nokkrum
vikum eftir aó prófkjörsnefnd
hafði safnað saman þessu fólki,
sem vildi taka þátt í prófkjörinu,
þá fór það fram. Maður skyldi nú
ætla að þessar ellefu persónur,
sem vildu fara á framboóslista
flokksins til bæjarstjórnar, hefðu
uppi einhverja kynningu á þeint
sjálfum með fundahöldum eða
blaóaskrifum um þær hugmyndir
sem þær hefðu og vildu hrinda í
framkvæmd ef þær yrðu valdar á
framboóslista flokksins. Onei,
ekki einn einasti frambjóðandi í
prófkjörinu skrifaði stafkrók til
kynningar á sjálfum sér eða hug-
myndum sínum. Maóur fékk þó
veður af því aó Þórarinn B. Jóns-
son væri Þórsari cn Þórsarar hafa
verió fúlir vegna þess hve KA
hefur gengið vel að krækja í pen-
inga í gegnum áhrif sín í bæjar-
stjórninni til gerðar íþróttamann-
virkja en sú saga er tilefni til ann-
arrar greinar.
Blekking!
Það eina sem birtist var eins konar
auglýsingabæklingur um fram-
bjóðendur, sem flokkseigendafé-
lagið lét gera og prentaöi þar all-
góðar myndir af þátttakendum í
prófkjörinu ásamt upplýsingum
um aldur og fyrri störf. Eftir þessu
að dæma sýndist manni að farið
væri fram á aó kandídatar á fram-
boóslista yrðu valdir eftir hárafari,
nefstærð eða snoppufríðleik eða
öðrum upplýsingum sem birtust á
myndunum í téðum auglýsinga-
bæklingi prófkjörsncfndar Sjálf-
stæðisflokksins eða þá eftir aldri.
Allt um það. Niðurstöður urðu
í þessu prófkjöri. Þekktustu andlit-
in urðu ofan á og allir voru sáttir
að lokum, nema einn, sem hætti
við að vera á framboðslistanum
enda þótt hann fengi bindandi
kosningu, en þaó er önnur saga.
En Akureyringar voru litlu nær.
Hvaða fólk hafði valist til forystu
hjá Sjálfstæðisflokkum? Hvaða
hugmyndir hafði það um framtíó
bæjarins, atvinnusköpun, þjón-
ustuhlutverk bæjarins, upplýsinga-
skyldu bæjaryfirvalda gagnvart
bæjarbúum? Svona mætti lengi
telja. Sannleikurinn er sá að hið
svokallaða prófkjör sjálfstæðis-
manna var ómark, tilgangslaus
leikur sem engu máli skiptir, -
blekking.
Marklaust brambolt
Prófkjör sem þetta á ekkert skylt
við Iýðræði. Þetta var aðeins
sýndarmennska hugmyndalausra
ílokkseigenda, marklaust bram-
bolt í bæjarfélagi sem þarf á öllu
sínu að halda til þess að snúa þró-
uninni við, - þetta er bæjarfélag
sem þarf duglegt og áhugasamt
fólk með hugmyndir og atorku.
Akureyringar þurfa fólk sem hefur
áhuga á skapandi starfi í bæjar-
stjórn og nefndum, ráðum og
stjórnum á vegum bæjarfélagsins.
Akureyringar þurfa fólk sem getur
og vill tjá sig, er ekki hrætt við aó
veróa ósammála einhverjum eða
jafnvel öllum, er óhrætt vió að láta
í ljós óvenjulegar cða jafnvel bylt-
ingarkenndar skoóanir og berjast
fyrir þeim, - fólk sem segir mcin-
ingu sína óhrætt jafnvel þótt ein-
hverjir mosavaxnir kerfiskallar
eóa einhverjir aðrir guðjónar
móógist í bili.
Eg held að unnt sé að fá svona
fólk til starfa á opinberum vett-
vangi. Til þess þarf umfram allt
vilja til þess að sækja það. Það er
nefnilega áreióanlega til.
Pétur Jósefsson.
Höfundur er sölustjóri Fasteigna- og skipasölu
Noróurlands á Akureyri.
Millifyrirsagnir eru blaósins.
Ritstjóraskipti
Eins og fram kemur í frétt
hér í blaðinu í dag hefur
verið gengið frá ráðningu
ritstjóra að dagblaðinu
Degi, þar scm fyrrverandi
ritstjóri Bragi V. Berg-
mann lét af störfum að
eigin ósk um síðastliðin
mánaóamót.
Það eru tveir blaóa- Bragi
menn við Dag, þcir Jóhann Ólafur
Halldórsson og Óskar Þór Hall-
dórsson, sem hafa verió ráónir rit-
stjórar Dags frá 1. apríl sl. að
telja.
Þeir Jóhann Ólafur og Óskar
Þór hafa starfið sem blaðamenn
hjá Degi í 6-7 ár vió góðan orðstír
og eru því vel undir það búnir að
takast á við hið nýja starf.
Ég vil bjóða hina nýráðnu rit-
stjóra velkomna til starfa og áma
þeim allra heilla í störf-
um sínum.
Við starfslok fyrrvcr-
andi ritstjóra Braga V.
Bergmann vil ég færa
honum þakkir fyrir það
samstarf scm við höfurn
átt, þau tæplcga fimm ár
sem ég og flestir núver-
andi stjórnarmcnn höfum
setið í stjórn Dagsprents hf., og
óska honum heilla og hamingju í
framtíóinni.
Sigurður Jóhannesson,
formaður stjórnar
Dagsprents hf.