Dagur - 06.04.1994, Page 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 6. apríl 1994
VINNINGAR J FJÖLDI | VINNINGSHAFA UPPHÆÐÁHVERN VINNINGSHAFA
1. 5aí5 0 2.175.215
Z. 4af5'l ffi 4 94.569
3. 4af5 88 7.415
4. 3af5 3.261 466
Heildarvinningsupphæö þessa viku:
4.725.637
BIRGIR
upplýsinqar:símsvari91 -681511 lukkulIna991002
Ráðhústorgi 5, 2. hæð
Gengiö inn frá Skipagötu
Sími 11500
Á söluskrá
Skarðshlíð:
3ja herb. Ibúð á 2. hæð um 87 fm.
Áhvllandi 40 ára lán um 3,5 millj. Skipti
t.d. á 4ra-5 herb. raðhúsi aeskileg.
Víðilundur:
3ja herb. endalbúð á 3. hæð um 78 fm.
Eign I ágætu lagi. Laus strax.
Hjallalundur:
2ja herb. (búð á 3. hæð um 54 Im. í
mjög góðu lagi.
Stapasíða:
Gullfallegt raðhús á tveimur hæðum
um 140 fm. Hagstæð húsnæðislán.
Síðuhverfi:
Mjög falleg 2ja herb. Ibúð á 3. hæð um
68 fm. Áhvllandi 40 ára lán um 4 millj.
Laus fljótlega.
Víðilundur:
2-3ja herb. Ibúð á 3. hæð um 78 fm.
Ástand mjög gott. Laus strax.
Norðurbyggð:
Raðhús á tveimur hæðum ásamt lítilli
(búð I kjallara samtals um 167 fm.
Ástand gott.
FASTEIGNA & ffe
SKIPASALA3KT
NORÐURLANDS *l
Ráöhústorgi 5, 2. hæö
gmgli inn frá Skipagötu
Opið virka daga
frá kl. 9.30-11.30 og 13.15-17.
Sölustjóri:
Pétur Jósefsson
Lögmaöur: jm
Benedikt Ólafsson hdl. ||"
HEILRÆÐI
HESTAMENN! HJÁLMUR ER JAFN
NAUÐSYNLEGUR OG REIÐTYGIN.
SLYSAVARNAFÉLAGÍSLANDS
RAUDI KROSS ÍSLANDS
MANNLÍF
Sveinn Heiðar
Jónsson 50 ára
Sveinn Heiöar Jónsson, byggingameistari á Akur-
eyri, hélt upp á hálfrar aldar afmæli sitt laugar-
daginn 26. mars sl. á veitingahúsinu Fiólaranum.
Hátt í 300 manns sóttu afmælisbamið heim.
Afmælisbarnið ásamt eiginkonu sinni, Erlu Eggerts Oddsdóttur.
Sigurður Hannesson, múrarameistari, Magnús Stefánsson, bóndi í Fagra-
skógi, og Halldór Karlsson.
Tómas Ingi Olrich, alþingismaður, og Valdimar Gunnarsson, umbúðafræð-
ingur, ásamt konum sínum.
Jón Hlöðver Áskelsson, mágur af-
mælisbarnsins og forsöngvari í af-
mælishófinu, og Ragnheiður Ólafs-
dóttir.
Skógarbændur
funda
Félag skógarbænda viö Eyjafjörð
heldur aðalfund sinni í Blóma-
skálanum Vín í kvöld. Auk venju-
bundinna aóalfundarstarfa flytur
Helgi Þórsson, skógfræðingur,
fræósluerindi. Aðalfundurinn
hefst kl. 21.
Sveinn Jónsson.
Miðstöð fólks í atvinnuleit:
Sveinn gestur
ídag
Opiö hús verður í dag kl. 15 í
Miðstöð fólks í atvinnuleit í Safn-
aóarheimili Akureyrarkirkju.
Gestur verður Sveinn Jónsson, at-
hafnamaóur á Arskógsströnd, og
mun hann m.a. ræóa atvinnumálin
frá ýmsum hliðum. Sem fyrr er
öllum opinn aðgangur.
„Einsetmn skóli og/eða heilsdagsvistun“ í grunnskólum:
Opínn fræðslu- og um-
ræðufundur á Akureyri
Undanfarið hefur verið nokkur
umræða í gangi hér á landi um
skólamál og þá m.a. um einsetn-
ingu í skólum og „heilsdags-
skóla“ eða „heilsdagsvistun“ í
grunnskólum. A nokkrum stöð-
um hérlendis hafa undanfarið
verið gerðar tilraunir með mis-
munandi fyrirkomulag á slíkum
þjónustutilboðum hjá sveitarfé-
lögum.
Skólanefnd Akureyrar, í sam-
ráói við fulltrúa starfsfólks skól-
anna og foreldrafélög grunnskóla-
nemenda, hefur ákveöið að boða til
fræðslu- og umræðufundar um
þessi mál. Hann fer fram í Safnað-
arheimili Akureyrarkirkju laugar-
daginn 9. apríl nk. og hefst kl.
13.30.
A fundinum verður m.a. kynnt
tilraunastarf í Fossvogsskóla í
Reykjavík, úttekt á „heilsdagsvist-
un“ í skólum í Reykjavík og hlið-
stæöar tiltraunir á Seltjarnamesi,
Hafnarfirði, Garðabæ, Mosfellsbæ
og Keflavík. Einnig verður kynn-
ing á skóla- og vistunarmálum í
Noregi.
Þá munu fulltrúar frá ýmsum
aðilum veita upplýsingar og kynna
viðhorf sín. Má þar nefna fulltrúa
foreldrafélaganna, kennara, skóla-
dagheimila og íþrótta- og tóm-
stundaráðs. Það er von undirbún-
ingsnefndar fundarins að sem flest-
ir sjái sér fært að koma á fundinn
Og kynna Sér málin. Fréllalilkynning.
SYSLUMAÐURINN
HÚSAVÍK
Utankjörfundar-
atkvæðagreiðsla
Utankjörfundaratkvæðagreiösla vegna sveitarstjórnar-
kosninga sem fara fram 28. maí n.k. hefst 5. apríl .
Fyrst um sinn verður kosið á skrifstofu embættisins að
Útgarði 1, Húsavík alla virka daga frá kl. 9.30-12 og
13-15.
Kosið er hjá hreppstjórum eftir samkomulagi við þá.
Sýslumaðurinn Húsavík.