Dagur - 06.04.1994, Side 10
10 - DAGUR - Miðvikudagur 6. apríl 1994
ENSKA KNATTSPYRNAN
ÞORLEIFUR ANANÍASSON
í vikunni
Úrvalsdeild
Aston Villa - Everton 0:0
Shefllcld Wcd - Chelsea 3:1
Ipswich - Manchestor City 2:2
Shef.Utd-WestHam 3:2
Wimbledon - Blackburn 4:1
Mauchcster Utd - Liverpoo 1 1:0
Newcastle - Norwich Southampton - Oldham 3:0 1:3
1. deild
Barnsley - Sunderland 4:0
Bolton - Wolves 1:3
Grimsby - Middlcsbrough 1:1
Oxford - Birmingham 2:0
Peterborough - Cryst. Pal. 1:1
Tranmere - Derby 4:0
Leicester - Portsmouth 0:3
Millwall - Luton 2:2
Nottingham For - Watford 2:1
Southend - Notts County 1:0
Stoke City - Bristol City 3:0
WBA - Charlton 2:0
Á laugardag Úrvalsdeild
Arsenal - Swindon 1:1
Blackburn - Manchester Utd 2:0
Chelsea - Southampton 2:0
Coventry - Wímbledon 1:2
Leeds Utd - Newcastle 1:1
Liverpool - Sheff. Utd 1:2
Mpn. City - Aston Villa 3:0
Norwich - Tottenham 1:2
Oldham-QPR 4:1
ShcfBeid Wed - Everton 5:1
West Ham - Ipswich 2:1
1. deild
Birmingham - Stoke City 3:1
Bristol City - WBA 0:0
Charlton • Southcnd 4:3
Crystal Palace - Oxford 2:1
Derby - Barnsley 2:0
Luton - Petcrborough 2:0
Middlesb. - Nottingham For 2:2
Notts County - Grimsby 2:1
Portsmouth - Miiiwail 2:2
Sunderiand - Bolton 2:0
Watford - Leicester 1:1
Wolves - Tranmere 2:1
Á mánudag Úrvalsdeild
Aston Villa - Norwich 0:0
Everton - Blackburn 0:3
Ipswich - Coventry 0:2
Manchester Utd - Oldham 3:2
Newcastlc - Chefsea 0:0
QPR - Lceds Utd 0:4
SheCfield Utd - Arsenal 1:1
Southampton - Man. City 0:1
Swindon - ShefBeld Wed 0:1
Tottenham - West Ham 1:4
Wimbledon - Liverpool 1:1
1. deild
Barnsley - Notts County 0:3
Bolton - Portsmouth 1:1
Grimsby - Luton 2:0
Nott For - Bristoi City 0:0
Oxford - Wolves 4:0
Stoke City - Charlton 1:0
Tranraere - Middlcsbrough 4:0
WBA - Birmingham frestað
Staðan
Úrvalsdeild:
Man. Utd 362310 3 72:36 79
Blackburn 36 23 7 6 57:29 76
Ncwcastlc 36 19 8 9 69:34 65
Arscnal 36 1615 5 48:2163
Lecds 36 1514 7 52:34 59
SheftWed 36 14 1210 64:4954
Liverpool 37 15 9 13 55:49 54
Wimbledon 36 14 lð 12 43:46 52
Aston VUIa 36 13 1211 39:36 51
QPR 34 14 8 13 53:50 50
Norwich 3711 151158:5348
Coventry 36 1111 14 37:42 44
West Ham 35 11 1113 38:49 44
Chelsea 35 11 915 39:44 42
lpswich 37 9 14 14 33:4941
Tottenham 36 9 121547:52 39
Manch. Cíty 37 8 1514 32:43 39
Everton 37 10 7 20 37:5637
Oldham 35 910 16 37:5637
ShefT.Utd 37 61714 35:44 35
Southampton 36 9 6 21 34:52 33
Swíndon 37 4 14 19 41:87 26
Frábær leikur og góður sigur
Blackbum á Man. Utd.
Liverpool liðsins og Jostein Flo
skoraði tvívegis með skalla fyrir
Sheff.Utd. og tryggði liði sínu
þrjú mikilvæg stig.
■ Swindon situr eitt á botninum
þrátt fyrir jafntefli á útivelli gegn
Arsenal þar sem Alan Smith kom
heimamönnum yfir strax í upp-
hafi. Paul Bodin jafnaði úr víta-
spymu fyrir Swindon og þrátt fyr-
ir nokkra yfirburði náði Arsenal
ekki aö komast yfir að nýju.
■ Manchester City náöi loks að
vinna leik er nýbakaðir Deildabik-
armeistarar Aston Villa komu í
heimsókn. Peter Beagrie skoraði
fyrst fyrir City úr aukaspymu á
14. mín. og á eftir fylgdu mörk frá
Paul Walsh og Uwe Rösler án
þess leikmenn Villa næðu aó
svara fyrir sig.
■ Mörk Chelsea í 2-0 sigri liðsins
á Southampton skoruðu þeir John
Spencer og Erland Johnsen.
■ Wimbledon vinnur nú hvern
leikinn af öörum, nú síóast gegn
Coventry á útivelli. Peter Ndlovu
skoraði mark heimamanna, en
þeir Stewart Castledine og Dean
Holdsworth tryggðu sigur Wim-
bledon með tveim mörkum.
■ Tottenham hefur nú endurheimt
Teddy Sheringham eftir meiösli
og hann náói forystu fyrir liðið á
útivelli gegn Norwich. Chris Sut-
ton jafnaði síðan fyrir Norwich,
en sjálfsmark Colin Woodthorpe
varð síðan til þess að Tottenham
fór heim meö öll stigin og veitti
ekki af.
■ Oldham vann góðan sigur gegn
Q.P.R. þar sem Richard Jobson,
Darren Beckford, Sean McCarthy
og sjálfsmark Alan McCarthy
tryggðu Oldham 4-1 sigur. Eina
mark Q.P.R. skoraði Les Ferdi-
nand.
■ Sheffield Wed. tók leikmenn
Everton til bæna og burstaði þá 5-
1. Tony Cottee skoraði eina mark
Everton, en fyrir Sheff. Wed.
gerði Mark Bright tvö mörk og
þeir Ryan Jones, Chris Bart-Willi-
ams og Nigel Worthington sitt
markið hver. Þ.L.A.
Nú þegar dregur að lokum
deildakeppninnar á Englandi
æsist leikurinn og ekki vantaði
spennuna og fjörið í leiki laug-
ardagsins. Liðin í fallbaráttunni
berjast nú uppá líf og dauða
fyrir hverju stigi og barátta
Man. Utd. og Blackburn á toppi
deildarinnar verður sífellt harð-
ari. En þá eru það leikir laugar-
dagsins.
■ Stórleikur dagsins var sýndur í
sjónvarpinu, en þar mættust
Blackbum og Man. Utd. Fyrir
leikinn hafði Man. Utd. sex stiga
forskot á Blackbum liðið og allt
annað en sigur heimamanna í
leiknum hefði farið langt með að
tryggja Man. Utd. titilinn. Fyrri
hálfleikurinn var frekar bragð-
daufur þrátt fyrir mikla baráttu, en
strax í fyrstu sókn síðari hálfleiks
náði Blackbum forystunni með
glæsilegum skalla Alan Shearer
eftir góða sendingu Tim Sher-
wood. Við markið færðist mikið
fjör í leikinn sem hafði uppá allt
að bjóða sem menn sækjast eftir í
einum knattspymuleik. Góðan
samleik, mikla baráttu og hæfi-
lega hörku, eitthvað annaó en
spaghettifótboltann á Stöð 2 á
sunnudögum. Paul Ince átti skot í
stöng tyrir Utd. og Tim Flowers í
marki Blackbum varði mjög vel.
En er 15 mín. voru til leiksloka
gerði Shearer útum leikinn með
öðru marki sínu er hann slapp inn-
fyrir Gary Pallister eftir frábæra
sendingu Stuart Ripley og skoraði
með þrumuskoti, óverjandi fyrir
Peter Schmeichel í marki Man.
Utd.
■ Leeds Utd. og Newcastle skildu
jöfn á Elland Road þar sem Andy
Cole náði forystu fyrir Newcastle
strax á 3. mín. eftir að John Lukic |
hafói hálfvarið skot frá Scott Sell-
ars. En leikmenn Leeds Utd. áttu !
bókstaflega leikinn, en gekk bölv- j
anlega að skora þar sem klaufa-
skapur og óheppni réð ríkjum hjá
þeim. Það var ekki fyrr en á síó-
ustu mín. leiksins að Chris Fa-
irclough náði að jafna fyrir Leeds
Utd. með skalla eftir homspymu.
■ Matthew Rush og Trevor Morl-
ey náðu tveggja marka forystu
fyrir West Ham í leiknum gegn
Ipswich. Það dugði liöinu til sig-
urs því eina mark Ipswich í leikn-
um skoraði Paul Mason með
skalla er 3 mín. voru til leiksloka.
■ Sheffield Utd. vann frækinn
sigur á útivelli gegn Liverpool
þrátt fyrir að Ian Rush næði for:
ystu fyrir Liverpool á 4. mín. I
síðari hálfleiknum hrundi leikur
Alan Shearer skoraði bæði mörk Blackburn í lciknum gegn Manchester
United.
Allt vitlaust er Man. Utd. sigraði Oldham
Það var leikin heii umferð í Úr-
valsdeildinni á öðrum degi
páska þar sem Manchester liðin
bæði unnu mjög mikilvæga
sigra. City nánast tryggði
áframhaldandi veru sína í deild-
inni með góðum útisigri, en Utd.
heldur þriggja stiga forskoti á
toppnum eftir nauman og um-
deildan sigur á heimavclli gegn
Oldham. En lítum þá á leiki
mánudagsins.
■ Ekki er langt síðan Man. Utd.
átti sigurinn vísan í Úrvalsdeild-
inni, en nú er annað uppá teningn-
um og Blackbum liðið er til alls
líklegt. Eftir að hafa sigrað Man.
Utd. á Iaugardag fóru leikmenn
Blackbum Iétt með Everton á úti-
velli og sigruðu 3-0. Fyrrum Ever-
ton leikmaður Mike Newell skor-
aði tvívegis fyrir Blackbum og Ja-
son Wilcox gerði þriöja markið.
Everton er að komast í alvarlega
stöðu í deildinni og ljóst að liðið
mun berjast fyrir lífi sínu þar í síö-
ustu umferðunum.
■ Man. Utd. og Oldham mættust í
sögulegum leik á Old Trafford, en
þessi sömu lið munu leika undan-
úrslitaleik í FA-bikamum á
sunnudaginn. Ryan Giggs náði
forystu fyrir Man. Utd. með skalla
á 18. mín., en Sean McCarthy
jafnaói fyrir Oldham í upphafi síð-
ari hálfleiks. Dion Dublin náði að
nýju forystu fyrir Utd. aðeins 3
mín. eftir að hann kom inná sem
varamaður og tæpri mín. síðar
bætti Paul Ince við þriðja marki
Utd. eftir sendingu Giggs. Leik-
menn Oldham mótmæltu kröftug-
lega þar sem þeir töldu Giggs hafa
verið kolrangstæöan og það þurfti
lögreglu til að koma Joe Royle
stjóra Oldham í sæti sitt að nýju.
Graeme Sharp náði að skora ann-
að mark Oldham og liðið sótti
mjög undir lokin, en heimamenn
héldu út og náðu að innbyrða
þennan mikilvæga sigur og halda
því enn þriggja stiga forskoti í
deildinni.
■ Þjóðverjinn Stefan Karl tryggði
Man. City mjög mikilvægan sigur
á útivelli gegn Southampton meö
eina marki leiksins er 2 mín. voru
til leiksloka. Möguleikar Sout-
hampton aó halda sæti sínu í
deildinni minnkuóu verulega við
ósigurinn.
■ Tottenham steinlá fyrir West
Ham á heimavelli sínum þrátt fyr-
ir að Teddy Sheringham skoraði
Steve McMahon og félagar í Man.
City björguðu sér væntanlcga frá
falli með sigrinum á Southampton.
fyrir lióið, nú úr vítaspymu. Tre-
vor Morley skoraði tvívegis fyrir
West Ham þar af annað úr víti og
þeir Steve Jones og Mike Marsh
skoruóu sitt markið hvor fyrir lið-
ið.
■ Sheffield Utd. er einnig í bráðri
fallhættu, en lióið gerði jafntefli
við Arsenal. Paul Rodgers skoraði
markið fyrir Sheffield lióið, en
Kevin Campbell svaraði fyrir Ar-
senal.
■ Newcastle varó að láta marka-
laust jafntefli duga á heimavelli
gegn Chelsea, en Newcastle berst
fyrir sæti í Evrópukeppni og hefói
ekki veitt af öllum stigunum.
■ Það varð einnig markalaust
jafntefli í leik Aston Villa og Nor-
wich, en þessi lið sigla lygnan sjó
í deildinni.
■ Leeds Utd. vann óvæntan stór-
sigur á útivelli gegn Q.P.R. þar
sem David White skoraði tvívegis
fyrir Leeds Utd. Rodney Wallace
og „töframaðurinn“ Brian Deane
gerðu hvor sitt markió fyrir Leeds
Utd. Deane hefur fengið viður-
nefnið fyrir að sjást ekki heilu
leikina sem er vel af sér vikið af
svo stórum manni.
■ Sean Flynn og Peter Ndlovu
skoruðu mörk Coventry í góðum
útisigri liðsins gegn Ipswich.
■ Wimbledon og Liverpool gerðu
1-1 jafntefli í leik sínum þar sem
Gary Elkins skoraði fyrir Wim-
bledon, en Jamie Redknapp svar-
aói fyrir Liverpool.
■ Nú er fátt sem komið getur
Swindon til bjargar eftir 1 -0 tap á
heimavelli gegn Sheff. Wed. Það
var Gordon Watson sem skoraði
sigurmark Sheffield liðsins og
möguleikar Swindon á að halda
sæti sínu í úrvalsdeildinni eru nán-
ast engir. Þ.L.A.