Dagur


Dagur - 21.04.1994, Qupperneq 6

Dagur - 21.04.1994, Qupperneq 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 21. apríl 1994 Þökkum frábæra verslun í vetur og óskum ykkur öllum glcðilegs sumars Blómabúðin Laufás Hafnarstrœti 96, sími 24250 Sunnuhlíð 12, sími 26250 Skipagata 16 - 600 Akureyri ■ Sími 96 - 23520 Æ Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegs sumars með þökk fyrir veturinn Skóverslun M.H. Lyngdal Hafnarstrœti 103, sími 23399 J> HVAÐ ERAÐCERAST Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegs sumars með þökk fyrir veturinn |ÉjÉL GPeátGmyndif? 3 Skátamessa í Akureyrarkirkju Að venju veróur skátamessa á Ak- ureyri í dag, sumardaginn fyrsta, og veróur hún að þessu sinni í Ak- ureyrarkirkju. Skrúðganga verður frá ráðhúsi bæjarins við Geisla- götu og gengið í gegnum miðbæ- inn, upp Gilið og til kirkju. Lagt veröur af stað í skrúðgönguna kl. 10.30 og guósþjónustan hefst kl. 11. Allir eru velkomnir. Boðió verður upp á léttan hádegisverð l'yrir cldri skáta í Safnaöarheimili Akureyrarkirkju að guðsþjónustu lokinni. Söngskemmtun Mánakórsins Mánakórinn heldur söngskemmt- un í Hlíóarbæ sunnudaginn 24. apríl kl. 21 og í hliðarsal Glerár- kirkju þriðjudaginn 26. apríl kl. 21. Fjölbreytt efnisskrá. Stjórn- andi er Michael Jón Clarke en um undirleik sér Guðný E. Guð- mundsdóttir. Galgopar og Diddú í Samkomuhúsinu Fjörkálfarnir í sönghópnum Gal- gopum ásamt Sigrúnu Hjálmtýs- dóttur, Diddú, efna til tónleika og prófkjörs í Samkomuhúsinu á Ak- ureyri í kvöld, sumardaginn fyrsta, kl. 21. Fyrirlestur um heilabilun FAASAN - félag áhugafólks og aðstandenda sjúklinga með Alz- heimersjúkdóm og skylda sjúk- dóma á Akureyri og nágrenni, heldur fræðslufund í dvalarheimil- inu Hlíö laugardaginn 23. apríl kl. 13. Gunnar Þór Gunnarsson, læknir, heldur erindi um heilabil- un. Talið er að um 60% af þeim sem þjást af heilabilun séu haldnir Alzheimersjúkdómi. Nýlega kom fram aó nýtt lyf, „Cognex'", sé væntanlegt á markaðinn, sem gæti hjálpað takmörkuðum hluta Alz- heimersjúklinga. Allir þeir sem áhuga hafa að fræðast nánar um þennan sjúkdóm eru hjartanlega velkomnir. Aukasýningar á Stútungasögu Leikfélagið Búkolla í S-Þing. veróur með tvær aukasýningar á leikritinu Stútungasögu að Ydöl- um í Aðaldal í kvöld, sumardag- inn fyrsta, og nk. sunnudagskvöld kl. 20.30. Miðapantanir eru í síma 43592. Hætta varð sýningum fyrr í vetur l’yrir fullu húsi áhorfenda vegna óviðráöanlegra aðstæðna. I tilefni af 50 ára afmæli lýðveldis- ins og sumarkomunni fá allir sem rnæta á þessar sýningar í íslensk- um þjóðbúningi ókeypis aðgang. Leikfélagið Búkolla vill með þessu taka undir orð þeirra sem hvatt hafa til aukinnar notkunar á íslenska þjóóbúningnum. J HITA- OG VATNSVEITA AKUREYRAR Utboö Hita- og Vatnsveita Akureyrar óskar eftir tilboðum í lagningu aðveituæðar frá dælustöð á Laugalandi á Þelamörk í dælustöð við Austursíðu á Akureyri. Lögnin er rúmlega 10.000 metrar af 175 mm. stálröri í 315 mm. plastkápu. Á lögnina koma nokkur úttök, af- loftanir og tæmingar. Reiknað er með að verkið geti hafist fyrir miðjan maí og skal því lokið 30. sept. 1994. Útboðsgögn fást hjá Verkfræðistofu Sigurðar Thorodd- sen Glerárgötu 30, Akureyri, gegn 10.000,- kr. skila- tryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu HVA við Rangárvelli, Akureyri þriójudaginn 3. maí 1994 kl. 11.00 aó við- stöddum þeim bjóðendum er þess óska. Vortónleikar söngdeíld- ar Tónlistarskólans Fyrstu vortónleikar söngdeildar Tónlistarskólans á Akureyri verða á sal skólans í dag, sumardaginn lyrsta, kl. 17. Þar koma fram söngkonurnar Elma Atladóttir, sópran, Jóna Fanney Svavarsdótt- ir, sópran, Ragnheiður Ólafsdóttir, mezzosópran, og Þuríður Vil- hjálmsdóttir, mezzosópran. Píanó- leikarar eru Guðrún A. Kristins- dóttir og Gerrit Schuil. Flutt verða verk eltir Brahms, Donizetti, Mozart, Scarlatti, Hjálmar H. Ragnarsson, Þorkel Sigurbjörns- son o.fl. Þórey Magnúsdóttir. Listakona frá Akureyri sýnir í Reykjavík Akureyrska listakonan Æja, eða Þórey Magnúsdóttir réttu nafni, opnar sýningu á verkum sínum í Galleríi Sævars Karls, Banka- stræti 9 í Reykjavík, á morgun, föstudag. Þetta er fyrsta einkasýn- ing Æju og ber hún heitió „Hrif“. Þar sýnir Æja skúlptúra unna í leir, járn, stein, rekavið og gips, sem ntálaðir eru með jarpikment- litum. Öll verkin voru unnin á ár- unum 1993-1994. Um er að ræða sölusýningu sem stendur yfir frá 22. apríl til 20. rnaí og verður hún opin á verslunartíma á virkum dögum og laugardögum milli kl. 10 og 14. Fyrirlestur um dulvitund mannsins Annað kvöld, föstudag, heldur Sigurður B. Stefánsson, læknir, crindi á vegum Guðspekifélagsins á Akureyri. Erindið tjallar um dul- vitund ntannsins og nefnist Óvætt- urinn Balrog. Allir eru velkomnir á fundinn sem er ókeypis og fer frant í húsnæði lélagsins aó Gler- árgötu 32, 4. hæð. Tónlist, kaffi- vcitingar og umræóur. Hvað ætlarðu að gera á sumardaginn fyrsta? Spurníng viktmnar — spurt á Akureyrí Marvín Haukdal Einarsson: „Ég ætla að keppa á Andrésar andar leikunum á Akureyri." Páll Indriðason: „Ég fer austur í sveit því mamma og pabbi ætla að keppa á blakmóti á Húsavík." Sigurður Heiðar Davíösson: „Ég ætla að slappa af í veður- blíðunní - ætli verði annars ekkí gott veður?" Ellen Sæmundsdóttir: „Ég ætla að sofa út og hafa það reglulega gott." Karl Guðni Hreinsson: „Ég ætla að fermast í Sval- barðskirkju á sumardaginn fyrsta."

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.