Dagur - 21.04.1994, Side 8

Dagur - 21.04.1994, Side 8
8 - DAGUR - Fimmtudagur 21. apríl 1994 Óskum viðskiptavinum okkar gleðílegs sumars með þökk fyrir veturinn Kajfibrennsla Akureyrar Tryggvabraut 16, sími 23800 ■*<£ J Gleðilegt sumar! Þökkum viðskiptin í vetur Hafnarstræti 108 • 602 Akureyri • Rósthólf 660 • Sími 96-22685 3 r Oskum starfsfólki okkar og viöskiptavinum gleðilegs sumars med þökkfyrir veturinn WA HITA- OG VATNSVEITA AKUREYRAR Rangárvöllum, símar 22105 & 12110 r Oskum starfsfólki okkar og viðskiptavinum gleðilegs sumars með þökkfyrir veturinn pobi Tryggvabraut 18-20, sími 22500 Óskum viðskiptavinum okkar gleðílegs sumars með þökk fyrir veturinn BIF5EIÐAVERKSTÆÐIÐ PORSHAMAR HF. TRYGGVABRAUT 600 AKUREYRI S. 22700 Fax. 27635 Sumardagurínn fyrsti Frá fomu fari hefur sumardagurinn fyrsti verið mikill hátíðisdagur á Is- landi og í ýmsum heimildum er hans getið sem hátíðar seni gekk næst jólum og nýári. Sumargjafir eru þekkt fyrirbrigði og þær munu vera eldri en jólagjafir. I eftirfarandi samantekt skoðum við ýmsar hliðar á sumardeginum fyrsta og styðjumst að verulegu leyti við bók Áma Bjömssonar, Sögu daganna. Mikil hátíð Um miðja síðustu öld, þegar byrjað var skipulega að safna heimildum um þjóðsiði, voru menn sammála um að sumardagurinn fyrsti hafi verið mesta hátíð á íslandi næst jól- um. Dagurinn var helgur á sinn hátt og gert var vel við heimilisfólk í mat og drykk. Algengt var að færa bömum og gamalmennum mat í rúmið að morgni dags, en aðalmál- tíð dagsins var borin fram síðdegis. Hangikjöt var algengur matur á borðum á sumardaginn fyrsta, en einnig magálar, lundabaggar, rik- lingur, bringukollar, svið, blóðmör, kæfa, rafabelti og hákarl. Kaffi var drukkið svo og kakó eða súkkulaði. Heimildir greina svo frá að um norðvestanvert landið hafi gjaman verið bakaðar sérstakar sumardags- kökur. Þetta voru stórar og þykkar eldbakaðar flatkökur úr rúgi sem einnig kölluðust hlemmsur vegna stærðar. Heimildir vitna um að víða á Norðurlandi og Fljótdalshéraði hafi þótt sjálfsagt að karlmenn hefðu vín um hönd á sumardaginn fyrsta. Sumargjafír Sumargjafir eru mjög gamalt fyrir- brigði og samkvæmt könnun þjóð- háttadeildar Þjóðminjasafnsins árið 1969 og 1975 má ætla að þær hafi verið algengastar í Skagafirði, Eyja- firði og á Fljótsdalshéraði. Algeng- ast var að foreldrar gæfu bömum sínum gjafir og hjón hvort öðru. Einnig voru þess dæmi að húsbænd- ur gæfu vinnuhjúum sumargjafir. Vitað er að margir foreldrar gefa bömum sínum sumargjafir enn þann dag í dag, en svo mikið er víst að þessi ágæti siður er á undanhaldi. Leikdagur barna Sumardagurinn fyrsti er almennur frídagur á almanakinu og þess vegna er það gjaman svo að efnt er til ýmiskonar mannfagnaða á þess- um degi. Hér á árum áður fóru börn gjaman í leiki á sumardaginn fyrsta, en fátítt var að efnt væri til viðamik- illa samkoma. Ámi Bjömsson segir í Sögu daganna að helst hafi það verið Eyfirðingar sem efndu „til gleðifunda á Grund með íþróttum, gripa- og tóvinnusýningum, hluta- veltu, sjónleikum, söng og dansi.“ Þjóðtrúin Enn þann dag í dag taka veðurspá- mannslega vaxnir menn eftir því hvort vetur og sumar frjósi saman. Margir sögðu að ef það gerðist væri það fyrirboði þess að nytin úr lamb- ánum yrði kostgóð og fitumikil. Aðrir sögðu að mjólkin yrði mikil ef rigndi fyrstu sumarnótt, en mjólkin yrði að sama skapi ekki kostgóð. Hátíð í bæ Þótt með árunum hafi sumardagur- inn fyrsti ekki hlotið þá virðingu og sess sem hann hafði hér á árum áð- ur, þá er sem betur fer tæplega að búast við því að fólk hætti að fagna sumarkomunni. Þetta er gamall og góður siður sem full ástæða er til að viðhalda, enda er það nú svo að sumrin á Islandi eru stutt og því fyllsta ástæða til að fagna þeim. Það er svo annað mál að oftar en ekki er síður en svo sumarlegt veður á sum- ardaginn fyrsta. En kannski tekur maður frekar eftir veðrinu sumar- daginn fyrsta vegna þess að þá væntir maður sólar og hlýinda? óþh Óður Matthíasar tíl sumarsins Sumarkoman og sumarið hefur löngum ver- ið skáldum verðugt yrkisefni. Sálmaskáldið frá Sigurhæðum á Akureyri, Matthías Joc- humsson, orti eftirfarandi ljóð um sumar- daginn fyrsta fyrir rúmri einni öld, árið 1891. ★ Kom heitur til míns hjarta, blœrinn blíði! Kom blessaður í dásemd þinnar prýði! Kom lífsins engill nýr og náðarfagur, í nafni Drottins,fyrsti sumardagur! ★ Vorgyðja Ijúfí Ijóssins hlýju sölum, þú Ufs vors lífíþessum skuggadölum, öll skepnan stynur enn við harðar hríðir og hljóðar eftir lausnarstund um síðir! ★ Eg sé þig sjálfa, dísin dýrðarfríða! Frá dyrum lífsins skín þín engilblíða; ég sé þitt hús við sólar skýjarofin, ég sé þinn ársal rósaguðvef ofinn! ★ Þú komstfrá lífsins háa helgidómi, en hollvin áttu’ í hverju minnsta blómi: í hverju foldarfræi byggir andi, sem fæddur var á ódauðleikans landi! Þú kemur - fjallið klökknar, tárin renna: sjá klakatindinn roðna, glúpna, brenna! Kom, Drottni lík, í makt og miklu veldi, með merkið sveipað guðdóms tign og eldi! ★ Kom, líknardís, og tín upp allt hið týnda, hið tvista, gleymda, hrakta, spillta, pínda! nærkona, kom og legg nú lausnarhendur við lífsins mœður:fjöll og höfog strendur! ★ Kom til að lífgaffjörga, gleðjajœða, og frelsa, leysa, hugga, sefa, grœða. I brosi þínu brotnar dauðans vigw; í blíðu þinni kyssir trúna sigur! ★ Kom, vek mér lífúr þessum þurru greinum og þíddu korn úr jökulrunnum steinum! Og eitt er enn: hin djúpa dulargáta: lát Dauðann tala, Helju sjálfa gráta! ★ Það kanntu ei. En kann ég rétt að biðja? Eg krjúpa vil að fótum þínum gyðja! Um eilífð vari æska þín og kraftur, þótt aldrei mína rós þú vekir aftur. ★ Eg fagna þó; ég þekki, hvað er merkast, og þykist sjá, hvað drjúgast er og sterkast, að það, sem vinnur, það er ást og blíða. Hafþökk míns hjarta, sumargyðjan fríða!

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.