Dagur


Dagur - 20.05.1994, Qupperneq 4

Dagur - 20.05.1994, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Föstudagur 20. maí 1994 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1400 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: HALLDÓR ARINBJARNARSON (Iþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), GEIR A. GUÐSTEINSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: ROBYN REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 LEIÐARI------------------------ Ekki vonlaus barátta Óhugnanlega margii gieinast á ári hveiju með krabbamein. Nærri lætur að á ári greinist um 850 manns hér á landi með þennan illvíga sjúkdóm og er ekki teljandi munur á kynjum. Um helmingur krabbameinssjúklinga er kominn um eða yfir sjötugt. Samkvæmt tölum frá Krabbameinsfélagi íslands fá um eitt hundrað konur á ári brjóstakrabbamein og svipaður fjöldi karla fær krabbamein i blöðruhálskirtil. Níutíu manns á ári fá lungnakrabbamein, um sextíu manns magakrabba- mein og tæplega sextíu ristilkrabbamein. Umræðan um krabbamein hefur löngum verið á þeim nótum að lífslíkur þeirra sem fá þennan sjúkdóm séu nánast engar. Þetta er vitaskuld ekki rétt. Lífshorfur hafa batnað stórlega og til marks um það læknast nú 73% þeirra sem fá krabbamein innan við tvítugt samanborið við 20% um og eftir 1960. Læknavísindunum hefur fleygt fram á þessu sviði sem öðrum. Rétt er að hafa í huga að nú eru á lifi meira en fimm þúsund íslendingar sem hafa fengið krabbamein og rúmlega helmingur þessa hóps hefur lifað í fimm ár eða lengur. í athyglisverðri grein í nýjasta tölublaði Heilbrigðismála segir Jónas Ragnarsson að í baráttunni við krabbamein og útbreiðslu þess sé kynningarstarfið mikilvægt. Fræðslan um skaðsemi reykinga vegi þyngst og einnig skipti máli að benda á hvaða fæðutegundir séu hollari en aðrar. Jónas bendir réttilega á að margir vilji ekki tala um þennan erfiða sjúkdóm. Orðrétt segir hann: „Það er rétt að krabbamein er erfitt viðureignar en við verðum þó að þora að tala um það eins og hvern annan sjúkdóm og halda á lofti þeim sigrum sem unnist hafa. Krabbameinssjúklingar sem læknast verða að láta vita betur af þeim árangri sem hægt er að ná, til þess að breyta viðhorfi almennings til krabbameins og ekki síður til að gefa von þeim sem berjast við þennan sjúkdóra sem eitt sinn var mjög illvígur en þarf ekki alltaf að vera það." Þessi ábending Jónasar er hárrétt. Mun meira er talað um hinar neikvóeðu hliðar krabbameinsins. Hinu mega menn ekki gleyma að læknavisindin hafa náð undraverðum árangri í baráttunni við krabbameinið og lífshorfur fólks með krabbamein batnar ár frá ári. Það er mikilsverð stað- reynd. Nokkur orð í tíma töluð Nú þegar fara í hönd bæjar- og sveitarstjórnarkosningar og al- þingiskosningar á næsta ári, þykir mér tími til kominn aö láta í ljós mína skoóun á „fjölskyldumála- pakka" flokkanna. A yngri árum gekk ég hefó- bundinn menntaveg og bætti svo viö mig einum 2-3 prófskírteinum jafnfranrt senr ég stundaði at- vinnulífið meó og milli skóla. Eg þóttist aö vonum nokkuö góó með þetta en þó var þaó svo er ég fékk í hendur fyrsta barnið mitt aö þaó fór í gegnunr huga rninn aö auðvitaó var aóaltilgang- ur minn aó vernda og næra þenn- an litla einstakling. Síöan hef ég eignast tvö börn og verið heima- vinnandi í sex og hálft ár. Eg verö aó segja að þaö fer ósegjanlega í taugarnar á mér hvernig þetta þjóöfélag berst um á hæl og hnakka til aö ná yfirráðum yfir þeirn einstaklingum sem guó fól okkur foreldrunum. Fóstrur, svo ágætar sem þær nú annars eru, telja sig eiga oróiö aó hafa hönd í bagga með uppeldinu og hafa nú gefiö út sérstaka upp- cldisáætlun leikskólabarna. Eins og þróunin hefur veriö þá verður þaö brátt skylda okkar forcldra aö láta börnin okkar í leikskóla svo að þau liljóti eitthvert uppeldi blessuð skinnin. Því þó þaö sé nú ekki orðió aö lögum ennþá, er ekki laust vió aö þess tóns sé farið að gæta hjá ýmsum stofnunum sem hafa meö börn aö gera og nefni ég þar t.d. Ungbarnaeftirlit- ió. Nýjasta nýtt er svo einsetinn skóli. Þaö er sko toppurinn á til- verunni aö mati pólitíkusanna. En einsetinn skóli er ekkert annaó en framtíðar „fangelsi“ fyrir börnin okkar. Ef þaó væri tryggt aö börn- in þyrftu bara aö vera í skólanum 4-5 tíma á dag, þá væri þaö nú hlutur sem væri í lagi. En mér er sem ég sjái kennara láta sér lynda svo stuttan vinnudag nema aö fá greitt fyrir hann allan. Og mér er sem ég sjái ríkið eða sveitarfélög- in gera þaö. Nei, afleióingin veró- ur óhjákvæmilega sú aó þegar litlu börnin okkar byrja í skólan- um eftir nokkur ár, þá vcrða þau þar í 6-7 klukkustundir á hverjum degi frá ágúst til júní. Og hver á íslandi þekkir ekki til þess vanda- máls aó fara í skólann á góöum vordögum þegar bömin vilja vera úti að leika sér? Er þaö þetta sem við foreldrar viljum? Erum vió svo þreytt á börnunum okkar aó viö viljum sem minnst af þeim vita? Hvers vegna vorum viö þá að eignast þau? Er til of mikils mælst að viö fómum einhverju af „Nýjasta nýtt er svo einsetinn skóli. Það er sko toppurinn á til- verunni að mati pólitíkusanna. En einsetinn skóli er ekkert annað en framtíðar „fang- elsi fyrir börnin okkar.“ tíma okkar fyrir börnin? Væri ekki nær fyrir pólitíkus- ana aó gera sér grein fyrir því aó fengju fjölskyldurnar kaup sem þær gætu lifaö af, þá yrói atvinnu- leysið úr sögunni? Væri ekki nær aö forcldrar gætu átt þess kost aö skipta meö sér vinnudeginum svo þeir báöir ættu þess kost aö vera heima og þá þyrfti heldur ekki hafa skólann svo langan? Væri ekki nær að létta skattpíningunni af fjölskyldunni svo hún ætti þess einhvern kost að búa sér bctri hag? Er ekki korninn tími til stefnubreytingar og að fjölskyldan og þá sérstaklega börn séu virt? Fól ckki guó okkur þessi börn til þess aö annast þau? Eru þetta kannski allt einhver „líkamsfræðileg slys“ scm bara eru til óþurftar og þvælast fyrir okkur? Er tilgangurinn meö upp- eldinu aó gera börnin öll eins þannig að þau segi öll „já“ og „nei“ á réttum stöðum þegar mi- svitrir nrcnn krefjast þess? Eöa hvcrnig fer meó þann scm hefur aöra skoöun cn kennarinn eöa fóstran og öskrar „nei“ þegar hann á að segja „já“? Haldiö þið aö sú skoðun sé virt? Kæru pólitíkusar! Gefið okkur foreldrunum færi á að njóta þcss aö ala upp okkar börn. Gefiö okk- ur tíma til þess aó elska og viröa börnin okkar. Það cr hagur allra í þjóöfélaginu. Dýrleif Skjóldal. Höfundur cr húsmóðir ú Akurcyri. Eru litlu málin staerri en okkur grunar? Löngum hefur þaö veriö svo, að ekki þyki nógu mcrkilegt að hafa lítil mál á sinni könnu. Afhroð stórfyrirtækja eöa sjálfskipaðir bjargvættir byggðarlaga eru nógu stórir bitar fyrir flesta að smjatta á. En litlu málin snerta okkur öll á sinn hógværa hátt. Vió sem stönd- um að D-Iistanum á Húsavík höf- urn leitast viö að finna lausnir á aóskiljanlegustu málum og þá líka í litlu málunum. Trjáflísunarvél Nokkur slík mál eru mér sérstak- lega hugleikin. Fyrst vil ég nefna þar til litla vél sem bæjarfélagió þarfnast. Trjáflísunarvél heitir gripurinn og er nýttur til aó flísa niður timbur. Fáir gera sér grein fyrir, aö til fellur timbur í tonnavís á hverju ári, sem er annaóhvort brennt eða urðað meö ærnum til- kostnaói. Þessi litla vél, sem kost- ar um þaö bil átta hundruð þúsund krónur, gæti gert þetta úrkasttimb- ur að verómætum. Flísar og fiögur úr slíkri vél eru nýttar í göngu- og reiðstíga sem og í beð, og slær öllu vió til slíkra nota. Vinna viö trjáflísunarvél er hentug og göfg- andi fyrir vinnuskóla og verkefnin eru ærin. Við verðum aö skilja aó vinnuskóli verður að standa undir nafni og mesta vandamál vinnu- skólans hér er aö finna verkefni við hæfi. Hljóðkerfi í samkomuhús Nýtt hljóðkerfi í samkomuhúsið er „Svo virðist sem við- skiptasiðferði og stjórnun fyrirtækja fari þannig eftir öðrum lög- málum á Húsavík en um heimsbyggðina alla. Er það miður og okkur til vansa og þar gæti verið skýringu að finna á hrakandi gengi fyrir- tækja okkar og efna- hag“. annað lítið mál sem snertir ótrú- lega marga bæjarbúa. Hljóókerfi bíósins er komið aö fótum fram og endurnýjun þess þjónar einnig leikfélaginu. Hreyfimyndir eiga vaxandi vinsældum aó fagna og aó horfa og hlusta á góöa kvik- mynd er menningarneysla svo að ég minnist nú ekki á leikfélagiö okkar og þess afuröir. Rúmlega sex þúsund manns koma árlega í samkomuhúsið okkar og ef bæjar- félagið ætlar að reka þaö hús skul- um við gera þaö með sóma. Hljóðvarp af bæjarstjórnar- fundum Löngum kvarta bæjarbúar yfir litl- um tengslum viö fulltrúa sína í bæjarstjórn. Engir mæta á fundi bæjarstjórnar nema tilneyddir og Sigurjón Benediktsson. fundargeröir af fundum þessum segja harla lítiö um málefni og umræður. Því er það þjóöráö aó láta útvarp framhaldsskólanema útvarpa af fundum bæjarstjórnar. Von væri þá til þess aö bæjarfull- trúar vönduðu mál sitt og styttu. Væri þaö mesta kjarabót sem hægt væri aö veita þcim aumu þjónurn samfélagsins. Skiltin við Laxamýri Eitt lítió mál verö ég aö minnast á, sem viö verðum að leysa. Þaó eru endemis skiltin viö Laxamýri. Þar eiga að heita upplýsingaskilti frá Vegageróinni til aóstoðar villtum og vcgmóóum feröalöngum. Á þessum skiltum er Húsavík cins og hangandi hor út í horni á ööru skiltanna, cn auóvitað ckkcrt sagt af þjónustu á þcim aunra staö. Þarna vantar eitt skilti scm tckur yfir svæöiö frá Laxamýri austur aö Ásbyrgi. Þaö vcröur sctt upp eftir sex vikur, cf ég fæ nokkru um það ráöið. Önnur „smámál“ Vart tckur því aó vcra aö minnast á smámál cins og vanhæfi og hagsmunatengsl og þvílíkt scm skcrðir vit manna til réttlátrar ákvarðanatöku. Slíkir þverbrcstir breyta cngu um framgang mála á Húsavík norður. Svo viröist sem viöskiptasiöferöi og stjórnun fyr- irtækja fari þannig el'tir öórum lögmálum á Húsavík cn um hcimsbyggöina alla. Er það miður og okkur til vansa og þar gæti ver- iö skýringu að finna á hrakandi gcngi fyrirtækja okkar og cfnahag. Að lokum Viö á D-listanum erum vissulega tilbúin aö takast á viö stóru niálin cn litlu nrálin mega ekki glcymast í sjálfumglöóu tali stjórnmála- manna fyrir og eftir kosningar. Sigurjón Benediktsson. Höfundur skipar efsta sætió á lista Sjálfstæóis- flokksins á Húsavík vió kosningarnar 28. maí nk.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.