Dagur


Dagur - 11.06.1994, Qupperneq 3

Dagur - 11.06.1994, Qupperneq 3
FRETTIR Laugardagur 11. júní 1994 - DAGUR - 3 Hótel í Kjarnarlundi formlega opnað á sunnudag Nú í vikunni var lögð síðasta hönd á verkið fyrir opnun sumarhótels í hluta þess húsnæðis sem Náttúru- lækningahreyfíngin hefur komið upp við Kjarnaskóg. Hótel Harpa hefur tekið hluta hússins á leigu og mun Náttúrulækningafélag Akureyrar af- henda húsið formlega á sunnudag- inn. Af því tilefni mun félagið vera með kaffisölu og fleira í hótelinu milli kl. 14 og 17 og gefst fólki þá kostur á að skoða þetta glæsilega hús. Skrifað var undir leigusamning í febrúar s.l. og mun hann standa til næstu 16 mánaða. Af því tilefni tók Dagur þá Guðmund Amason, hótelstjóra á Hörpu, og Vilhjálm Inga Ámason, rekstarstjóra Kjarnalundar, tali. Að sögn Guðmundar, mun verða dæmigerður sumarhótelrekstur í húsinu næstu þrjá mánuðina, en leigusamning- ur yfir vetrarmánuðina væri með öðru sniði og rekstur þá mánuði enn sem komið er óskrifað blað. Matsalur, önn- ur salarkynni og fúndarherbergi gefa þó góða möguleika á ráðstefnuhaldi yfir vetrarmánuðina en stefnt er á að reyna að laða að ráóstefnur og námskeið, þar sem andleg og líkamleg heilsa verður í fyrirrúmi. Fyrsta reyklausa hótelið á landinu Varðandi sérstöóu hótelsins sagði Guð- mundur að öll herbergin 30 talsins með um 50 rúmum hefðu baðaðstöðu, en reynslan hefði sýnt að skortur væri á slíkum herbergjum yfir sumartímann, þar sem það væri sívaxandi krafa í dag hjá ferðamönnum að baðaðstaða fylgdi herbergjunum. Aó því leyti bætir Kjamalundur úr mikilli þörf. Það var fljótlega ákveðið að hafa hótelið reyk- laust, og verður því fylgt eftir, eftir því sem við verður komið. Guðmundur kvað það einnig hafa komið til tals að bjóða fólki upp á sérstakt heilsufæði en það væri allt á umræóustigi enn sem komið væri. „Hvað varðar undirtektir ferðaskrifstofa og aðila sem skipuleggja hópferðir erlendra ferða- manna, hafa þær verió góðar og eru bókanir það sem af er mjög vel viðun- andi. Það sem gerir síðan útslagið er „Iausatraffikin“ þar sem Islendingar - í framtíðinni mun þar verða starfrækt heilsuhæli ættu að vera í meirihluta," sagði Guð- mundur. Nánast allt starf kringum bygginguna unnið í sjálfboðavinnu og húsið nánast skuldlaust Vihjálmur kvað húsið hafa verið í byggingu í 15 ár og væri það metið á um 300 milljónir. „Það er mikil upp- hæð þegar haft er í huga að mest allt starf hér hefur verió unnió í sjálfboða- vinnu, bæði hvað varöar vinnu við bygginguna sjálfa og söfnun fjár til efn- iskaupa. Félagsmenn Náttúrulækninga- félagsins hafa safnað fé með kaffisölu, tombólum, hlutaveltum, happdrættum og þvíumlíku. Þegar Náttúrulækninga- félag Islands seldi Sogn fengum við 30 milljónir til þessara framkvæmda, en auk þess hafa margir einstaklingar gef- ið stórar upphæðir í húsið, sem er ómetanleg aðstoð. Við eigum þetta hús Vilhjálmur Ingi Árnason, rekstrarstjóri Kjarnalundar, og Guðmundur Árnason, hótelstjóri Hótel Hörpu, fyrir framan hús Náttúrulækningaféiags- ins í Kjarnaiundi. Vest Norden ferðamálanefndin: Auglýst eftir Islendingum til þátttöku í spennandi verkefni Dagana 5.-11. júlí mun Vest Norden ferðamálanefndin standa fyrir vinnuferð fær- eyskra, grænlenskra og íslenskra ungmenna á söguslóðir í Skaga- firði. Fimm sjálfboðaliðar koma frá hverju þessara landa og hefur skrifstofa Ferðamálaráðs á Akur- eyri auglýst eftir áhugasömu fólki á aldrinum 17-21 árs til aó taka þátt í verkefninu. Þeir sem geta gert sig skiljanlega á norðurlanda- máli ganga fyrir vió val á þátttak- endum. Umsóknir þarf að senda til Ferðamálaráðs á Akureyri eigi síðar en nk. fimmtudag, 16. júní. Fyrir liggja drög að dagskrá vinnuferðarinnar og er óhætt að segja að hún sé mjög áhugaverð. Meðal annars verður unnið við stígagerð að Örlygsstöðum og í minningarlundi um Bólu-Hjálmar og unnið að uppbyggingu gamalla sjóbúða aö Reykjum á Reykja- strönd. Farið verður heim að Hólum, út í Drangey, farið á hestbak, í sund, farið á sýningu um sögu ís- lenska hestsins, farið til Akureyrar og ýmislegt gert þar til skemmtun- ar og margt fleira. óþh Samband noiö- lenskra kvenna 80 ára - ársfundur um helgina Vegvísar JC-Akureyri að fara upp: Skráningu þjónustu aðila að Ijúka JC-Akureyri er um þessar mundir að ljúka við uppbygg- ingu á Vegvísum félagsins, sem eru staðsettir við Drottningar- braut, við tjaldstæði Akureyrar- bæjar og við Hörgábraut. Um er að ræða ratskilti sem eiga að leiðbeina gestum sem Akureyri sækja heim, á sem flesta þjón- ustuaðila, auk skýringa á starfs- eðli þeirra. Á hverju skilti er að finna veg- legt götukort þar sem fram kemur staðsetning þjónustuaðila, auk annarra merkinga, s.s. akstursleið SVA, áhugaverða skoðunarstaði, söfn, sundlaugar, kirkjur o.fl. Báðum megin við götukortið sjálft er að finna textasvæði sem inni- heldur upptalningu á þjónustuaðil- um þeim sem eru staðscttir inn á götukortinu sjálfu. I hverri texta- línu verður að finna firmamerki aðila, skráningarnúmer, litapunkt sem auðkennir starfseðli hans svo og texta á íslensku, ensku og þýsku. Skiltin verða tengd við götu- ljósakerfi bæjarins og eykur þessi tilhögun notkunargildi skiltanna verulega mikið. Miðað er við að skiltin verði fullfrágengin fyrir hálfrar aldar afmælishátíð lýð- veldisins 17. júní nk. Skráningum á skiltin lýkur eigi síðar en 13. júní nk. Nánari upplýsingar veita Egill Örn Arnarson í símum 31236 eða 31286 og Ármann Sverrisson í síma 24561. Samband norðlenskra kvenna heldur ársfund sinn nú um helg- ina á Löngumýri í Skagafirði. Sambandið var stofnað árið 1914 og á því 80 ára afmæli í ár. í tilefni afmælisins kemur út á næstunni afmælisrit sambands norðlenskra kvenna, þar sem birt er efni frá félagskonum af ýmsum toga. Gerður Pálsdóttir á Vallartröð í Eyjafjarðarsveit, ritari sambands- ins, sagði í samtali við blaðið að samtökin hefðu verið stofnuö sem bandalag kvenfélagasamtaka á Norðurlandi. „Þetta var fyrsta samband kvenfélaga á íslandi, stofnað að tilhlutan Halldóru Bjarnadóttur, langlífustu konu á landinu svo vit- aó sé, en hún náði 108 ára aldri. Hún vann alla tíð að málefnum kvenna, og vildi með samtökunum sameina krafta þeirra, til að auð- velda þeim að koma sínum málum á framfæri. Fyrsta kvenfélagið á Islandi og líklega í öllum heimin- um, var hinsvegar stofnað árið 1868 aö Ási í Hegranesi. Eins og flestir vita er kvenfélögunum fátt mannlegt óviökomandi og hafa þau lagt mörgum málefnum lið í gegnum tíðina. Samband norð- lenskra kvenna vann til aó mynda ötullega að því að koma á stofn berklahæli hér norðanlands á sín- um upphafsárum. Stóð sambandið að mikilli söfnun frá 1918-1926 og safnaðist fé sem samsvarar 50 milljónum króna í dag. Samband- ið stendur enn í dag að slíkum söfnunum og hafa lagt mörgum stofnunum lið auk þess sem kven- félögin ein og sér hafa styrkt mörg málefni í sínum byggðarlögum,“ sagði Geröur. ÞÞ Michael Jón Clarke syngur með Sinfóníunni í september Michael Jón Clarke, baritón- söngvari á Akureyri, hefur í mörg horn að líta á næstu vik- um og mánuðum. f næstu viku syngur hann með Módettukór Hallgrímskirkju úti í Vín og í september syngur hann með Sinfóníuhljómsveit íslands á tónleikum í Háskólabíói. Michael Jón sagöi í samtali við blaðið að hann færi með Módettu- kór Hallgrímskirkju til Vínar í næstu viku þar sem kórinn mun við upphaf lista- hátíðar flytja sálumessu Duruflés. Auk Michaels Jóns syngur Rann- veig Fríða Bragadóttir ein- söng með kórnum. I september, nánar tiltekið 22. septembcr, mun Michael Jón nánast skuldlaust, enda hafa engin lán verið tekin fyrr en nú á síðustu metrun- um þegar við tókum smá framkvæmda- lán til að koma húsinu í gagnið fyrir sumarið," sagði Vilhjálmur. Verður starfrækt sem heilsuhæli að tveimur árum liðnum „Við reiknum með að geta hafió hér rekstur heilsuhælis innan tveggja ára og verður þá aðstaða fyrir 48 gesti í einu. Með því að leigja út gistinga- og veit- ingahlutann, getum við staðið straum af kostnaði við bygginguna og klárað þann hluta hússins sem hefur með með- feró vistmanna að gera. T.d. er inni- sundlaug í meðferðarhlutanum sem ekki er komin í gagnið og nýtist hún því hótelgestum Hörpu ekki. En einnig em ráðgerðar tvær útisundlaugar og er það næsta verkefnið hjá okkur - að koma upp annarri sundlauginni. Frá upphafi hefur verið ráðgert að reka hér heilsu- hæli svipað og starfrækt er í Hvera- gerði, en vegna niðurskurðar hjá hinu opinbera var okkur tilkynnt á loka- sprettinum að ríkið mundi ekki kaupa af okkur þjónustu. Það setti því töluvert strik í reikninginn, heilsuhælið mun þó áfram fyrst og fremst vera hugsað fyrir Islendinga, en þróunin sýnir að mögu- leikar em fyrir okkur á erlendum mörk- uðum,“ sagði Vilhjálmur. Guömundur sagði í þessu sambandi að meó þessum hótelrekstri Hörpu, sem kæmi til með aó þjóna erlendum ferða- mönnum að miklu leyti, gæfist í leið- inni kostur á auglýsingu og kynningu á hótelinu sem heilsuhóteli í framtíðinni. Hingað koma fararstjórar, fulltrúar ferðaskrifstofanna og gestir þannig að hér verður um ágætis kynningu að ræða. Guðmundur tók þó fram að þótt draumurinn um alþjóðlegt heilsuhæli blundi að sjálfsögðu í mönnum, væri mikil vinna eftir til að svo gæti orðið. ÞÞ syngja einsöng með Sinfóníu- hljómsveit íslands í flutningi nýs verks fyrir einsöngvara og hljóm- sveit eftir sellóleikarann Oliver Kentish. Oliver samdi verkið við ljóð Jóhannesar úr Kötlum, Mitt fólk. Verkið er gjöf frá bresku þjóðinni til Islendinga á 50 ára lýðveldisafmæli. Michael Jón sagöi að þetta væri afar skemmti- legt verkefni og mikill heiður að fá tækifæri til að taka þátt í flutn- ingnum. óþh KYNNING pro max ambassadeur *Abu Garcia Nú gefst lax- og silunasveibimönnum tækiræri að kynnast besta Ambassadeur veiðihjóli sem hefur verib smíbab. Kynning á Abu Garcia ogfagleg ráðgjöf um val á veiðivórum um helgina. Húsavík. Við Naustagil, laugardag kl. 14 - 17 á vegum bensínafgreiðslu Esso og Kaupfélags Þingeyinga. Akureyri. ÁTorfunefsbryggju og síðan í húsakynnum KEA, laugardag kl. 20 - 22:30 á vegumVöruhúss KEA. Dalvík. Við syðri hafnargarðinn og síðan í Sæluhúsinu, sunnudag kl. 14 - 17:30 á vegum verslunarinnar Sportvík.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.