Dagur - 11.06.1994, Side 7

Dagur - 11.06.1994, Side 7
Laugardagur 11. júní 1994 - DAGUR - 7 ■ ■ Viðtal: Stefán Þór Sæmundsson Mynd: Robyn Redman Bæjarstjórafjölskyldan í blokkinni. Jakob og Linda ásamt syninum Sverri hcima í Tjarnarlundi. Þar kunna þau ágætlega við sig og bæj- arstjórinn verðandi segir það ekkert á döfínni að fjár- festa í cinbýlishúsi þótt ný virðingarstaða sc í höfn. Hins vegar býst hann við talsverðum breytingum á högum fjölskyldunnar vegna anna og ábyrgðar í starfi. Fullt nafti: Jakob Björnsson Fœðingarstaður og ár: Vopnaljörður, 27.04.1960 Hæð og þyngd: 1,96 cm -118 kg Eiginkona: Linda Björnsson Börn: Sverrir 17 ára Heimili8fang: Tjarnarlundur 2j Bifreið: Chevrolet Monza árg. 1988 Menntun: Samvinnuskólinn á Bifröst, Norski samvinnuskólinn Starf: Bókhaldari l\já Skinnaiðnaði hf. - Veröandi bæjarsijóri Akureyrar Félagsmál: Framsóknarfélag Akureyrar, Lionsklúbburinn Hængur markaðir og ekki tímabært að vera með ná- kvæmar útlistanir. Helstu áherslubreytingar koma ekki í ljós fyrr en við gerð fjárhags- áætlunar næsta árs. Viö viljum líka efla tengsl við bæjarbúa, t.d. í samvinnu við fjölmiðla, svo við getum komið því betur frá okkur hvað er að gerast. Ég hef áhuga á því að gefa meira færi á mér, rækta sambandið við hinn almenna bæjarbúa sem vill koma sjónarmiðum sínurn á fram- færi. Það er reyndar margt reynt til að koma upplýsingum á framfæri. Bæjarstjórnarfundir eru opnir almenningi, bæjarfulltrúar cru með viðtalstíma og Bæjarpósturinn er geftnn út, svo eitthvað sé nefnt. Þá er töluvcrð umfjöll- un um bæjarmálin í Degi og Svæðisútvarp- inu, en samt virðist þetta ekki vcra nóg og ég er að velta því fyrir mér hvort við verðum að finna nýtt fornt á þessum samskiptum. Fólk virðist alltaf tilbúið að spjalla cf maður hittir það á förnurn vegi og rnér finnst sjáifsagt og nauðsynlegt að hlusta á skoóanir almenn- ings.“ Kunnum vel við okkur í blokkinni - Nú veróa brcytingar á högurn þínum. Fjöl- skyldan býr í blokkaríbúó og þú færð væntanlega ágæt laun sem bæjarstjóri, eruð þið ekki farin að leita að einbýlishúsi? „Nci, við kunnum ákaflega vel við okkur í blokkinni og höfum engin áform uppi um þaó að flytja, a.m.k. ekki út af starfínu. Við leituöum að einnar hæðar raðhúsi á sínum tíma þegar við keyptum þessa íbúð og það er ekki loku fyrir það skotið að við flytjum ein- hvem tíma, en það hefur ekkert með bæjar- stjórastarfið að gera.“ - Bæjarstjórastarfið er virðingarstaða, áttu von á því að verða undir smásjánni hjá bæjarbúum? „Já, hjá því vcrður ekki komist en von- andi þarf ég ckki að brcyta miklu í daglegu framferði svo þaó teljist ásættanlegt. Hitt er alveg ljóst aó starfinu fylgir viss ábyrgð og nraður verður að haga sér samkvæmt því. Ábyrgðin ielst líka í því að það er ætlast til þess að maður sé tiltækur fyrir utan skrif stofutíma og óneitanlega hefur það einhver áhrif á fjölskyldulífið og frístundimar. Þetta cr opinber staða og ntaður er nánast á vakt allan sólarhringinn. Síðan fylgja starfinu móttökur, ferðalög og ýmislegt og ég vonast til að geta skilað þcini þáttum sómasamlega. Viljann vantarekki.“ - Að lokum, Jakob. Þú kemur fyrir sem jarðbundinn maður, en áttu þér draum í bæj- arstjórastarfinu? „Ég vonast til að þcgar tíma mínum í starfinu lýkur geti ég horft til baka og sagt að ég hafi lagt rnig frarn og unnið vel. Eg vona að ég bcri gæfu til að ná góóri samvinnu á manneskjulegum grunni viö það fólk sem ég vinn meö og þar meö bæjarbúa alla, þar sem heiðarleiki og hreinskipti eru að leiöarljósi. Annars er ég lítið fyrir stóryrtar yfirlýsingar og vil frckar láta verkin tala, cn ég vil að menn geri sitt besta og vinni heiðarlega. Hvort það er svo nóg verða aðrir að dæma um en ég sjálfur.“

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.