Dagur


Dagur - 11.06.1994, Qupperneq 10

Dagur - 11.06.1994, Qupperneq 10
10 - DAGUR - Laugardagur 11. júní 1994 MATARKRÓKUR „Afgangur úr ísskápn- um eftir helgina11 - og fleira gott frá Ólafsfírði Matarkrókurinn hefur að undanförnu verið í Ólafs- firði og svo er einnig nú. Kristín Anna Gunnólfsdótt- ir skoraði fyrir hálfum mánuði á Steinunni Gunn- arsdóttur, Ægisbyggð 5, og hún kemur hér með þrjár girnilegar uppskriftir. I fyrsta lagi býður hún upp á „Veislupasta“, íöðru lagi „Heitan eftirrétt“ og í þriðja lagi „Afgang úr ís- skápnum eftir helgina“. Við lesendur segjum við einfaldlega; verði ykkur að góðu! Veislupasta 250-300 g pastaskrújiír 1 bréfbeikon 1 bréfskinka 1 stk. paprika 200 g sveppir 3 geirar hvítlaukur Z lítri rjómi 1 box kryddostur salt grœnmetiskraftur söxuð steinselja Sjóöið pastaskrúfurnar í 8-10 mínútur. Saxið beikonið, skinku, papriku, sveppi og hvítlauk og brúnið á pönnu upp úr ólífuolíu. Bætið síðan rjómanum og krydd- ostinum út í og kryddið aðeins. Þykkið með sósujafnara og stráið saxaóri steinselju yfir. Borðið meó hvítlauksbrauði. Heitur eftirréttur 'A bolli púðursykur '/ bolli sykur 1 bolli hveiti 1 tsk. natron / tsk. salt Z dós ananas (ávextir) Setjið öll þurrefnin í skál og hrærið út meö ananassafanum. Brytjið ananasinn út í. Setjió allt í smurt, eldfast mót og stráið ör- litlu af púðursykri og kókosmjöli yllr. Bakið í 45 mínútur við 200 gráðu hita. Borðið með vanilluís. Afgartgur úr ísskápnum eftir helgina I bolli hrísgrjón 800 g ýsa 200 g sveppir 1 stk. laukur 1 stk. paprika 1 dós sveppa Campellssúpa 1 dós kajfirjómi (Campellsdós - aðeins meira en 1 lítil ferna af kaffirjóma) salt og Aromat Sjóðið hrísgrjónin í léttsöltu vatni og setjið í smurt eldfast mót. Raóið fiskinum ofan á og stráið salti og Aromat yfir. Saxið papriku, lauk og sveppi og brún- ið á pönnu. Stráið Aromat yfir. Setjið yfir íiskinn. Hrærið sveppasúpunni og rjómanum saman og hellið yfir. Bakið í 30 mínútur við 200 gráður. Borðið meö kartöflum og fersku salati. Svo er það bara stóra spurn- ingin: A hvern ætlar Steinunn að skora að leggja Matarkróknum til uppskriftir að hálfum mánuði liónum? Jú, Steinunn sagðist hafa ákveðið að rjúfa einokun Olafs- firðinga á Matarkróknum og senda hann til Siglufjarðar. „Ég ætla að skora á Karolínu Sigur- jónsdóttur á Siglufirði, ég veit að hún gerir góðan mat,“ sagöi Steinunn Gunnarsdóttir. óþh HRÆRINCUR STEFÁN ÞÓR SÆMUNDSSON ísblús og tragedía fyrír tvo Til eru þeir sem skera sig úr fjöldanum, eru öðruvísi en aðrir. Það getur bæói verió jákvætt og neikvætt, spurning um þor, upp- reisnargirni eóa hreina glópsku. Vissulega er auðveldast að hverfa í fjöldann, klæða sig eftir ákveón- um staðli, taka undir algengustu skoðanir, gera ekkert eða segja sem vekur hörð viðbrögó. Já, sigla lygnan sjó í lífinu, leynast bak vió grímu hins almenna, viðtekna, ásættanlega. Löngum hefur mér þótt gaman aó kynnast „öóruvísi'* fólki (ekki endilega „hinsegin") og þar kennir ýmissa grasa. Þótt úrvalið sé ef til vill ekki beysið á Akureyri er það þó ómaksins vert að setjast á þægilegan bekk á Ráðhústorgi og rýna í iðandi mannlífið á góðviðr- isdegi. ✓ Akaflega nettar um lær Þarna kemur grannholda gaur á fertugsaldi, í lopapeysu með tjásu- legt skegg og órætt blik í augum. Vió hlió hans trítlar ómáluð kona í lítt straujaðri mussu og klossum. Þetta fólk hefur ábyggilega ekki farið í kosningakaffi hjá D-listan- um. Það er oft fljótgert að stimpla fólk eftir klæðaburði. Ungur rnaður stendur á mióju torginu, voteygur með tunguna út á kinn, sífrandi „hallelúja". Fólk tekur sveig fram hjá honum. Sjálf- sagt er hann frelsaður, greyið. Skýrt dæmi um öðruvísi fólk í neikvæðum skilningi almennings. Annars veit ég ekki fyrir víst hvurslags fólk kallar á mestu and- úðina en frelsaóir, geðveikir, óhreinir, drykkfelldir, sakfelldir og listhneigðir hafa löngum verið í þcini hópi. Þctta er svo sem enginn góð- viðrisdagur og því harla lítió um frjálslega klætt kvenfólk á sveimi. Þær eru flestar í svokölluóum „leggings", níðþröngum teygju- buxum sem gerir þær allar ákaf- lega nettar um lær. Það er nú gott að þær eru komnar úr þessum rúllupylsum, hinum tröllríðandi snjógöllum. Og þarna er auðvitað nóg af frakkaklæddum mönnum á besta aldri, stresstaskan dinglar í takt vió bindið. Maður er jú staddur í hringióu viðskiptalífsins í bænum. Hamingjan holdi kiædd Skyndilega ristu skærir geislar sólarinnar alltumlykjandi skýja- þykknió á hol og seytluóu nióur á hellulagt torgið. Þá var eins og einhver hefði skipt um mynd, grá- myglan hvarf sem hendi væri veif- að og maður tók eftir grænurn sprotum allt í kring, ljósfögrum litum, birtu og yl. Og þarna birtist hún. Ekki sólin, ekki tálsýnin, ekki minningin heldur hún. Ut- geislunin var slík að ég varð að píra augun og gat ómögulega setió kyrr. Hún var sannarlega öóruvísi. Það var eitthvað svo rnann- eskjulegt við hana, kunnuglegt en þó framandi. Hamingjan holdi klædd. Drottning drauma minna. Og hún gekk til mín. Já, hún gekk til mín hröóum skrefum. „Hvaó á þetta að þýða, aó sitja hérna iðandi á bekk og píra augun á kvenfólkið?" gelti hún ólundar- lega. Ég rak upp veiklulegt mjálm. Sannarlega var hún ööruvísi. Hún var konan mín. „Ég var að horfa á þig, clskan,“ muldraði ég afsakandi. „Ég sá ekki sólina fyrir þér, ekki grasið sem sprettur hér iðjagrænt, ekki...“ „Það hefur ekki sést til sólar í ntarga daga, sauðurinn þinn,“ greip hún fram í fyrir mér, jafn ómstríð og áður. Lét mig dreyma um græna laut Það var þá scm ég leit til himins og sá að ekkert haföi rofað til. Ég tók líka eftir því að grái liturinn hafði enn yfirhöndina á torginu. Allt tal um sól og grænt gras var bull, eða öllu heldur „flash-back“. Ég kunni ekki viö að segja kon- unni aó mér hefði hlýnað svo um hjartarætur þegar hún birtist að þaö hefói verið eins og umhverfið hefði vcrið baðaö sólskini og lit- skrúðugum gróðri. Svona segir maður ekki án þess að vera álitinn fullur cða frelsaður. Hún horfói á mig, satt að segja býsna hvasst. „Af hverju ertu ekki að vinna? Okkur veitir ekki af peningunum eins og þú veist.“ Ég ók mér á bekknum. „Reyndar er ég í vinnunni. Eg er aó ná mér í innblástur fyrir mann- lífspistil úr mióbæ Akureyrar.“ „Huh!“ fnæsti hún. „Þér væri nær að skrifa um eitthvað sem máli skiptir eins og veró á.. Hún snarþagnaði og nartaði í neóri vörina. Eggjandi munnsvip- ur, hugsaði ég meó mér og lét mig dreyma um græna laut, en þá átt- aói ég mig á því hvað hún hafði ætlað aó segja. „Verð á hverju?“ spurði ég ísmeygilega. Konan roðnaði. Neðri vörin var horfin upp í hana. Sennilega hafði eitthvað fleira horflð upp í hana. Ég kom auga á hvítan blett á nef- broddinum. Hún virtist taka eftir augnráði mínu og tungan skaust upp og gljáfægði nefið. Ég glotti sigurviss. Nú var ég kominn með undirtökin. Staðin að verki. Hún hafði verið aö stelast til aó fá sér ís! Og ég sem hef margoft þusað urn það hvað það er hallærislegt að apa eftir öðrum og kaupa sér ís bara af því að það er sumar. Ég vil ekki vera eins og allir aðrir. Ég vil vera öóruvísi. Þess vegna er ég mótfallinn gegndar- lausu ísáti á sumrin, auk þess sem það er dýrt og fitandi. Hins vegar bið ég oft um mjólkurhristing í mestu frosthörkunum og bregst reiður við ef hann er ekki til. Já, hef ncfnilega kjark til að vcra öóruvísi.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.