Dagur - 11.06.1994, Side 18

Dagur - 11.06.1994, Side 18
18 - DAGUR - Laugardagur 11. júní 1994 POPP MAGNUS 6EIR GUfJMUNDSSON ♦ ♦ SJOLA6ASIOUR - HJA DO$ PILA5 Fljótlega eftir að Jet black Joe lét að sér kveða, fyrst með laginu Rain og síðan með sinni fyrstu byrjendasmíð í fullri lengd, fylgdu fleiri slíkar sveitir í kjölfarið, sem síóan hafa látið meira og meira að sér kveða. Sú sem lengst hef- ur komist og orðið einna mest áberandi er höfuöborgarsvæð- issveitin Dos pilas, en hún mun nú bráðlega fagna tveggja ára afmæli sínu. Frek- ari samleið með Jet black Joe nema ungan aldur meðlim- anna fimm, þeirra Jóns „juníor“ Símonarsonar söngv- ara, Davíð Þórs Harðarsonar söngvara og gítarleikara, Sig- urðar Gíslasonar gítarleikara, Ingimundar Ellerts Þorkels- sonar bassaleikara og Heiðars Kristinssonar trommuleikara, á þó Dos pilas vart. Er tónlist þeirra meira melódískari og aó mestu laus við sýru, öfugt við það sem er hjá Jet black Joe, þó vissulega sé hún líka sótt í gamlan arf á stundum. ST\C AF 5TI6I Þaó má segja um vöxt og við- gang Dos pilast hingað til að hljómsveitin hafi tekið eitt skref í einu frá því að hún kom sér á framfæri fyrir um ári síóan. Að þróunin hafi gerst stig af stigi. Það fyrsta sem kom frá hljómsveitinni var lagið Better times á safnplötunni Bandalög 6 - Algjört skronster, sem vakti strax athygli sem þrosk- uð og góð lagasmíð. (Ballaða, sem minnir um margt á þær sem kenndar eru við Suður- ríkjarokkstílinn bandaríska.) Fljótlega í kjölfarið komu svo tvö lög frá Dos pilas á rokk- safnplötunni góðu Grensan, Out of crack og My reflection, sem sýndu áframhaldandi þroska og líka fjölbreytni í sköpuninni. (Hið fyrrtalda kröftugt rokk í anda sveita á borð við Rage against the machine, hið síðara mýkra og melódískara, en kröftugt líka.) Fjórða lagið, rokkballaðan Hear me calling, kom síðan út á þriðju safnplötunni, Algjört möst, fyrir síðustu jól, sem treysti sveitina enn frekar í sessi. FJ06UR PLUS ÞRJU Frá því Hear me calling kom út gerði Dos pilas hlé á útgáfu nýrra laga til vetrarloka, en einbeitti sér þess í stað að semja ný með það í huga að senda frá sér geislaplötu í fullri stærð. Sú hugmynd kom hins vegar upp að betra væri að koma með eitthvað nýtt í sum- ar til að halda aðdáendum „heitum" og við efnið, því plat- an stóra liti ekki dagsins Ijós fyrr en um næstu jól. Þar sem um nóg nýtt efni var að ræða hjá þeim Dos pilas félögum, var ákveðið að gefa út „mini“ plötu með þremur nýjum lög- um og svo eldri lögunum fjór- um, sem þótti tilhlýðilegt að hafa með. LOFAR MJÖ(i CÓÐU Kom platan, sem einfaldlega ber heiti hljómsveitarinnar, út nú fyrsta þessa mánaðar og verður ekki annað sagt en að hún lofi mjög góðu um fram- haldið. Um fjögur lögin sem þegar höfðu komið út, þarf ekki að fjölyrða, þau eru hvert öðru betra, en þau nýju eru Dos pilas. Ein bjartasta vonin í ís- lensku rokki. heldur ekkert slor. Reyndar er eitt þeirra ekki beint nýtt, held- ur Charlie Daniels band kántrí- slagarinn The devil went down to Georgia, sem vinsæll varó og það vel fyrir u.þ.b. 15 árum síðan. Túlkun Dos pilas er hins vegar í hressilegum rokk- stíl, sem aldeilis setur nýjan svip á lagió og er þeim félög- um til sóma. Nýju lögin tvö eft- ir þá sjálfa, Land of dreams og Trust, eru síðan góðar smíóar og þá sérstaklega það síóar- nefnda, sem hefur mikið ris. Er þessi sjö laga plata sigur fyrir unga og metnaðafulla hljóm- sveit, sem hvetur hana til enn frekari dáða. ENDURVINNSLA - JET BLACK JOE HY6GUR Á LANDVINNINGA ERLENDIS Fyrir síóustu jól sendi ein efni- legasta hljómsveit landsins, Jet black Joe, frá sér sína aðra plötu, You ain’t here. Hafði hún eins og kunnugt er slegið í gegn með jómfrúar- verkinu samnefnda og var ekki búist við öðru en að þeir myndu fylgja því vel eftir. Það fór hins vegar svo að You ain’t here seldist ekki nema til um hálfs á við fyrstu plötuna, hverju svo sem þar var um að kenna, og þó hún hefði fengið jákvæða dóma gagnrýnenda. En þrátt fyrir þetta bakslag hér heima hefur Jet black Joe nú náð svo langt aó komast á framfæri erlendis. Spilar þar eflaust stóra rullu aó hljóm- sveitin kom nokkrum sinnum fram erlendis á síóasta ári, m.a. á Hróarskelduhátíöinni, sem oft hefur reynst góður vettvangur að koma sér á framfæri. UTCAFAITIU LÖNDUM Þessa dagana er að koma út með Jet black Joe endurunn- in útgáfa af You ain’t here í hvorki fleiri né færri en tíu löndum í Evrópu, Þýskalandi, Hollandi, Belgíu, Lúxemborg, Sviss, Austurríki, Svíþjóð, Noregi, Danmörku og Finn- landi, auk þess sem plötunni er dreift hér á íslandi. Af henni munu svo líklega þegar þetta er ritað vera komin út tvö lög á smágeislaplötu, titil- lagið You ain’t here og This side up, sem er nýtt lag. Aðr- ar breytingar eru þær að nú eru heilar þrjár útgáfur af lag- inu Summer is gone, partar eitt til þrjú, í stað tveggja og á plötunni nú er að finna nýja útgáfu af laginu Freedom, sem Sigríður Guðnadóttir söng með Jet black Joe til mikilla vinsælda síðasta sum- ar og kallast það nú Fly away. Þá hefur lagið Nothing verið tekið út á nýju útgáfunni auk þess sem sum önnur lög hafa verió unnin upp á nýtt. Loks hefur svo útliti plötunnar líka verið breytt á allan hátt. CÆTl CENOIÐUPP Má líklega segja að í heild séu þessar breytingar á þlötunni til góós. Er This side up allavega að mínu mati mun betra lag heldur en Not- hing ásamt því sem þriöji parturinn af Summer is gone er skemmtilega rokkaður. Þá er nýja útgáfan af Freedom, sem hér nefnist Fly away, hin ágætasta viðbót. Það var reyndar mat sumra að mistök hafi verið að láta svo vinsælt lag ekki vera með á fyrri út- gáfunni, platan sjálfsagt selst betur meó þaó innanborðs. Er erfitt að fullyrða um það, en Ijóst er að lagið styrkir nýju út- gáfuna töluvert í sínum nýja og öllu þéttari búningi. Gæti vel svo farið að dæmið gengi bara nokkuð vel upp hjá Jet black Joe með þessa endur- gerð af þlötunni. Að minnsta kosti virðist ekkert lát á að nýjar sýrurokkssveitir slái í gegn. Og hví þá ekki hafn- firsku drengirnir frá íslandi í Jet black Joe líka? Jet black Joe hafa burði til að gera það gott erlendis. HATIDAR HVAÐ? Nú þegar hálfrar aldar af- mælisdagur lýðveldisins okkar er óðum aó nálgast, eiga menn ekki að vera annaó en glaóir og fullir til- hlökkunar. En því miður er alitaf hægt að finna eitthvað til aó fetta fingur út í og það gildir um eitt atriði tengt lýð- veldisfagnaðinum, hinu svo- nefnda þjóðhátíðarlagi. Það vantar ekki að sigurlagið eftir Valgeir Skagfjörð, Fagra ísland, sé fallega sungið og með góðum texta, svo er vissulega, en lagið sjálft er vægast sagt litlaust og þaó sem verra er, greinilega samið upphaf- lega til að taka þátt í júróvi- síon (til þess bendir a.m.k. útsetningin augljóslega). Valgeir hefur gert góða hluti áður, t.d. söngleikinn Ættar- mótið og fleira, en þetta er ekki til fyrirmyndar. Fí rank Black, sem áóur kallaði sig Black Francis þegar hann var söngvari og gítarleikari í Bostonsveitinni frægu Pixi- es, hefur nýlega sent frá sér sína aóra einherjaplötu eftir lok Pixies og kallast hún Teenager of the year. Þá hefur Black fyrir skemmstu tekið upp fjögur lög fyrir vin- sælan útvarpsþátt í Bret- landi í félagi við skosku hljómsveitina góðu Teen- age fanclub. Er þar annars vegar um að ræða tvö ný lög eftir Black, sem verða þó ekki á nýju plötunni, en hins vegar tvö lög eftir aðra. Annaó þeirra er Del Shann- on slagarinn Sister Isabelle. RAPPARAUTÚAFUR Fönkrappsveitin margrómaóa Arrested Development hefur að undanförnu haldið nokkra leynitónleika í heimalandinu Bandaríkjunum, þar sem hún Public Enemy (Chuck D). hefur kynnt lög af sinni nýjustu plötu sem nú er rétt komin út. Mun platan nefnast því tor- kennilega heiti Zingalanaduni, sem er víst úr einhverri afrískri mállýsku og útleggst á ensku believe culture (trúarmenning eða eitthvað í þá áttina). Munu lögin á henni vera um fimmtán talsins. Önnur rappsveit og raunar mun frægari, Public En- emy, er líka að senda frá sér nýja plötu, en útgáfa hennar er þó öllu óvissari. Er að vísu víst að hún kemur út í Bandaríkjun- um á þjóðhátíðardegi þar- lendra 4. júlí, en útgáfan í Evr- ópu er ekki ennþá ákveðin eftir því sem best er vitað. Á gripur- inn að heita Muse sick n hour mess age (Music and our message á venjulegu ritmáli) og veróur fyrsta almennilega hljóðversverk Chuck D og fé- laga í Public Enemy í um þrjú ár. Fyrirætlan hljómsveitarinnar aö kynna plötuna á tónleikum Arrested Developement. fóru hins vegar út um þúfur fyr- ir skömmu þegar skífuþeytari hennar til langs tíma, Termina- tor X, slasaðist illa í mótor- hjólaslysi. Braut greyið víst á sér báöa fæturna, þannig aó hann gerir engar rósir á næst- unni. Þrátt fyrir þetta áfall ætlar sveitin þó að vera með ein- hverja viðburði seinna á árinu, en ekkert er ákveðið um þaó ennþá.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.