Dagur - 14.06.1994, Blaðsíða 7

Dagur - 14.06.1994, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 14. júní 1994 - DAGUR -7 Trópídeildin í knattspyrnu: Þórsarar enn án sigurs - eftir markalaust jafntefli við Stjörnuna á Þórsvellinum Einar velti Þórsarar eru sem fyrr í næst neðsta sæti Trópídeildarinnar í knattspyrnu eftir 5. umferð og hafa ekki unnið leik. Þeir fengu lið Stjörnunnar frá Garðabæ í heimsókn á föstudagskvöldið og urðu að sætta sig við markalaust jafntefli, þrátt fyrir að hafa verið sterkari aðilinn í leiknum og stanslausa sókn nánast allan síð- ari hálfleik. Fátt niarkvert gerðist iyrstu mínúturnar. Stjörnumenn lcku undan vindinum í fyrri hálíleik en Þórsarar áttu fyrstu alvarlcgu til- raunina til að skora. Júlíus Tryggvason skaut þá naumlcga fram hjá úr aukaspyrnu. Nokkru síðar átti Lárus Orri Sigurðsson skot að marki sem Siguðrður Guð- mundsson varói. A síðustu mínútu fyrri hálfleiks sluppu hcimamenn síðan með skrekkinn. Ingólfur Ingólfsson tók þá aukaspyrnu um 25 metra frá marki og glæsilegt skot hans glumdi í markslánni. Flciri marktækifæri litu dagsins ljós í síðari hálfleik og voru þau nánast öll í eigu Þórsara. A 52. mín. átti Lárus Orri skot fram hjá og Ormarr Orlygsson skömmu síðar. Þá var komið að Páli Gísla- syni sem skaut rétt yfir Stjörnu- markið. Besta marktækifæri leiksins kom á 65. mín. Guðmundur Bene- diktsson Þórsari fékk þá boltann við miðlínu vallarins. Lék upp völlinn vinstra megin og eftir stutt samspil við Vitorovich átti hann glæsilega sendingu fyrir. Þar var Bjarni Sveinbjörnsson í sannköll- uðu dauðafæri cn skaut í hliðar- netið. Þarna hcfðu Þórsarar svo sannarlega átt að gcra út um lcik- inn. Þórsarar héldu áfram að sækja án árangurs og á 85. mín áttu Stjörnumenn skyndisókn en Ing- ólfur Ingólfsson skaut fram hjá úr dauðafæri. Skömmu fyrir Ieikslok átti síðan Ormarr Örlygsson skot naumlega yfir markið. Þaó cru gömul sannindi cn ckki ný aó leikur vinnst ekki án þess að skoruð séu ntörk og það sýndi sig á föstudagskvöldið. Svo virtist sem hcrslumuninn vantaði hjá Þórsurum að kveikja þann neista sem þarl' til að klára leiki cins og þennan. Það cr umhugsunarefni fyrir lióið að þaó hcfur nú tapað 6 stigum á heimavclli gcgn liðum sem knattspyrnulega séó standa því altar. Þessu þarf að kippa í lió- inn fyrir næsta lcik sem er heima- leikur við Val nk. fimmtudags- kvöld, væntanlega á Akureyrar- velli. Lið Þórs: Ólafur Péiursson, Öm V. Amarson, Birgir Þór Karlsson, Lárus Orri Sigurósson. Páll V. Gíslason, Dragan Vitorovich, Guó- mundur Benediktsson, Júlíus Tryggvason. Bjami Sveinbjömsson. Þórir Áskelsson og Ormarr Örlygsson. Lið Stjörnunnar: Siguróur Guómundsson. Rögnvaldur Rögnvaldsson, Hermann Arason. Baldur Bjarnason. Lúðvík Jónsson, Leifur G. Hafsteinsson, Ragnar Gíslason, Heimir Erlingsson (Ottó Ottósson 92. mín.), Valdimar Kristófersson (Bjarni Sigurósson 78. mín.), Ingólfur R. Ingólfsson og Birgir Sigfússon. Dómari: Bragi V. Bergmann, góóur. Línuverðir: Pjetur Sigurósson og Magni Bjömsson. Torfæran á Hellu: Hæfileikamótun á Húsavík Kins og Iram hcfur komið hratt knattspyrnusamhandið af stað átaki scm kallast hæfilcikamótun KSÍ cn það felst í að þcfa upp efnilcga knattspyrnumenn og reyna að rækta hæfileika þcirra á sem bcstan hátt. Um hclgina var Ásgcir Klíasson, landsliðsþjálfari, staddur á Húsavík þar sem hann skoðaði norðlcnska knattspyrnumenn á aldrinum 15-18 ára og var trúnaðarmanni KSÍ á Norðurlandi, Iiinriki Þórhallssyni, til halds og trausts. Á myndinni má sjá Ásgcir ásamt knattspyrnuhetjum framtíðarinnar. Mynd: KK - en er enn efstur íslands- og bikarmeistarinn Gísli G. Jónsson varð efstur í flokki sérútbúinna bíla í tor- færukeppni Flugbjörgunarsveit- arinnar á Hellu uni hclgina. Ak- ureyringurinn Einar Gunnlaugs- son mátti sætta sig við þriðja sætið en er þó í efsta sæti stiga- keppninnar. Einar velti strax í fyrstu braut og átti í erfiðleikum cftir það. „Ég reiknaði ckki alvcg rétt og því varð þetta slys. Ég var bara býsna ánægóur mcð aó ná þó þriðja sæt- inu eftir þcssi vandræði. Eftir velt- una lenti ég aftur fyrir í röðinni með mínusstig, komst ekki á rétt- um tíma í næstu þraut og þar frarn eftir götunum," sagói Einar. Hann cr í efsta sæti með 32 stig en Gísli í öðru með 26. Einar er jafnframt efstur í Noröurlandamótinu. Urslitin uröu þau að í fiokki sérútbúinna sigraði Gísli með 1365 stig og hlaut jafnframt til- þrifaverðlaunin. Haraldur Péturs- son varö annar með 1197 og Einar þriðji með 1160 stig. 1 fiokki götubíla sigraði Ragnar Skúlason meö 1725 stig, Kjartan Guðvarðarson varð annar með 1450 stig og Arni Pálsson þriðji með 1215 stig. Kjartan hlaut til- þrifaverólaunin. JHB Þórsarinn Guðmundur Bcncdiktsson í baráttu við Stjörnumanninn Birgi Sigfússon Fyrir aftan þá scst Baldur Bjarnason. Guðmundur lagði upp bcsta færi Þórsara á glæsiicgan hátt cn allt kom fyrir ckki. Mynd: Robyn. 1. deild kvenna: Einstefna í Kópavoginum Topplið Breiðabliks átti ekki í miklum vandræðum með Dal- víkinga þegar liðin mættust í 1. deild kvenna í Kópavogi á laug- ardag og sigurinn var sannfær- andi, 9:1. Það er lítið um lcikinn að segja annað en að hann var cinstefna allan tímann. Liö Breiðabliks er öfiugt og Dalvíkingar áttu einfald- lega viö ofurefii að ctja. „Þær spil- uóu mjög vcl og við aó sama skapi mjög illa. Mér fannst þó sig- urinn hcldur stór miðaó við gang leiksins cn það er ckkcrt við þcssu að scgja," sagði Þórunn Sigurðar- dóttir, þjálfari Dalvíkinga. Bryndís Sigurðardóttir, leik- maður Dalvíkurliðsins, fékk slæmi högg á legg í leiknum og var borin af leikvelli. Meióslin rcyndust þó ekki mjög alvarleg og vcröur hún væntanlega orðin góð innan skamms. Hclga Björk Eiríksdóttir skor- aði mark Dalvíkur í fyrri hálfleik cn staöan í lcikhléi var 4:1. Olga Færscth skoraði þrennu fyrir Breiðablik, Kristrún L. Daðadóttir tvö og Margrét Olafsdóttir, Erla Hcndriksdóttir, Vanda Sigurgeirs- dóttir og Katrín Jónsdóttir eitt hvcr. " JHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.