Dagur - 09.08.1994, Side 4

Dagur - 09.08.1994, Side 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 9. ágúst 1994 LEIÐARI----------------------------- Tvær þjóðir í einu íandi ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1400 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), GEIR A. GUÐSTEINSSON, LJÓSMYNDARI: ROBYN REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Því hefur lengi verið haldið fram að í þessu landi séu tvær þjóðir, annars vegar sú þjóð sem búi við alls- nægtir og þurfi ekki að hafa áhyggjur af reikningum morgundagsins og hins vegar sú þjóð sem eigi vart fyrir salti í grautinn. Það er því miður staðreynd að launamunur í landinu er fáránlega mikill og svo hefur verið lengi. Á kvennaráðstefnunni Nordisk Forum í Finnlandi var upplýst að munur á launum karla og kvenna á ís- landi væri ennþá umtalsverður. Vissulega hefur bilið minnkað, en það er allt of mikið. Hin svokölluðu hefð- bundnu kvennastörf hafa verið skammarlega lágt launuð og nægir þar að nefna uppeldisstörf. Það virð- ist ætla að ganga seint að fá opinbera aðila til þess að snúa blaðinu við í þessum efnum. Á sama tíma og fréttir berast af hækkandi atvinnu- leysistölum og auknum framlögum sveitarfélaga til félagshjálpar, eru birtar í fjölmiðlum upplýsingar um laun forstjóranna og toppanna í þjóðfélaginu. Þessar upplýsingar eru unnar upp úr skattskránni og eiga að gefa rétta mynd af launakjörunum. Forstjórarnir með feitustu launaumslögin fá ríflega eina milljón króna í mánaðarlaun og virðíst engu skipta hvort fyrirtækin ganga vel eða illa. Launakjör toppanna eru þau sömu, hvort sem ársreikningamir sýna gróða eða halla. Að sjálfsögðu má halda því fram að ekkert sé við því að segja þótt einkafyrirtæki borgi stjórnendum sínum góð laun, þetta sé fyrst og fremst mál viðkom- andi fyrirtækja. Hins vegar má setja spumingamerki við launakjör ýmissa opinberra starfsmanna. Það má til dæmis spyrja sig þeirrar spurningar hvort eðlilegt sé að bankastjórar ríkisbankanna hafi ríflegri þóknun fyrir störf sín en forsætisráðherra landsins. Og það er lika vert að velta því fyrir sér hvort eðlilegt sé að bæjar- stjórar í tiltölulega fámennum bæjarfélögum hafi hærri laun en ráðherrar í ríkistjórn landsins. Fjölmennir hópar láglaunafólks í landinu horfa á launatölur toppanna með spurhingamerki í augum og þeim gremst. Verkalýðshreyfingin fer gjarnan í kjara- samningaviðræður með það að leiðarljósi að rninnka bil hinna lægst- og hæstlaunuðu. Takmarkaður árang- ur hefur þó náðst. Það er af hinu góða að fjölmiðlar upplýsi fólk um laun toppanna. Þessar tölur staðfesta að verkalýðshreyfingin hefúr á réttu að standa þegar hún ítrekað heldur því fram að launabilið í landinu sé óhóflegt. Gíslataka! * A ári fjölskyldunnar Þegar litið er til aðbúðar bama á Islandi og þess hvernig fjölskyldu- hagsmunir eru yfirleitt meðhöndl- aðir viö stjórnunaraðgcróir á opin- berum vettvangi fer etv. fleirum eins og mér að erfitt reynist aó halda depuröinni frá sér. Mér sýn- ist að þróun síóustu ára hafi orðið stöðugleika í sambúð fólks afar óhagstæó (sbr. skattakerfið) og sérstaklega hafí þó breytt skattastefna og viðtekin ráóstöfun opinberra fjármuna orðið börnum mjög óhallkvæm. Nýjar stéttir hafa svo sprottið upp sem baöa sig í lögvörðum forréttindum; - for- réttindum sem búa m.a. um sig í gríðarlegu launamisrétti, í sjálf- töku hvers konar og skattfríðind- um ríkisfólks. Að ekki sé nú minnst á þau endemislegu forrétt- indi sem kvótakerfið í sjávarútvegi hefur innleitt. Forréttindi skapast alltaf með einum eóa öðrum hætti á kostnaó einhverra og aö þessu leyti sýnist mér að það séu bömin og þeir sem eru umönnunarþurfi sem hafi orðió undir. Fámennir hópar en vel settir hafa hrifsað til sín miklar eignir og aðstöðu og skapað sér einokun sem í sjálfu sér leiðir til og byggist á útilokun ann- arra. Hér sýnist mér augljóst aó skort hafí tilfinnanlega á siðferói- lega ábyrgöarvitund ráðandi afla í samfélaginu. Vera kann að skýr- inga sé að leita í tilhneigingu valdsins manna í fámennissamfé- lagi kumpánaskaparins til að beita býsna þröngum skilningi á hinu lýðræðislega meirihlutavaldi. Þaó er amk. ljóst að vinatengslin og flokkshagsmunirnir hafa stundum borið skynsemina ofurliði og leik- reglur lýósræóisins hafa gleymst um stund. Tiltölulega fámennur valdakjarni hefur þannig tekió sína þröngu hagsmuni fram yfir fram- búðarhagsmuni Lýðveldisins Is- lands sem sjálfbjarga ríkis í samfé- lagi meðal þjóóa. Hér hefur hinn veikari verið malaður undir vald- boði og fámennisákvörðunum. Að mínu mati er í nefndum þáttum um að ræða raunverulega ógnun við lýðræðislega stjórnskipan og jafn- ræði þegna samfélagsins. I eftirfarandi greinaflokki mun ég fjalla um þessa þætti eins og þeir snúa við mér sem áhuga- manni um viðgang lýðræðislegra stjórnarhátta, valddreifmgu og jafnræði þegna í nútímalegu sam- félagi. Greinarnar bera yfirskrift- ina „Gíslataka.“ Titillinn á að vísa til þess aó í mínum huga hefur aukin mióstýring í stjórnkerfínu, vaxandi ójöfnuður, og græðgi fá- menns frekjuliðs leitt til þess að framtíðar viðgangur samfélagsins er í gíslingu skammtímahagsmuna forréttindaliðsins. Þetta sjónarmiö er fram sett ef það kynni að draga athygli einhverra að því hvað er í húfi fyrir lífsafkomu uppvaxandi Islendinga til lengri tíma litið. Á kostnað fjölskyldna ogbarna A Islandi er varið miklum mun minni fjármunum til menntunar heldur en nokkurs staóar í ná- grannalöndum. Það hefur margsinnis komið fram síóustu mánuði aó Islendingar verja til allrar menntunar einungis um 4% af þjóðarframleiðslu (GNP) sem er álíka og Portugalar og Italir á móti 5-7% (GNP) sem er algengt meðal nágrannaþjóða (Félagsblað BK, 9. tbl., okt. 1993). Miðað við samsetningu menntunarfjárlaga Islenska ríkisins má áætla aó til raunverulegrar almennrar mennt- unar (til 18 ára aldurs) sé varið innan við 3% af vergri þjóðar- framleiðslu. Sambærilegar stærðir fyrir nokkur lönd í nágrenninu eru frá 4,5-6% af vergri þjóðarfram- leiðslu. Á það er einnig aö líta að samsetning þessarra framlaga er óhagstæðari börnum í dag heldur en hér var fyrir 15-20 árum og mun verri heldur en hjá öórum þjóðum. Utgjöld ríkisins til allra menntamála hafa reynst stöóug sem hlutfall af ríkisreikningi sl. 20-30 ár; - þetta 13-16%, - en samsetning þessa kostnaóar hefur á sama tíma breyst gríóarlega. Fyrir 20 árum var allt að 60% af gjöldum til menntamála varið til barna- og gagnfræðaskóla, en árin 1990-1993 erhlutfall skyldunáms- skóla oröið nærri 30%. Einungis tiltölulega lítill hluti af þessarri breytingu skýrist af því aö greiósluskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga hefur verið raskað á síóustu 25 árum. Samanburður við nágrannalönd verður auðvitað einnig að taka mið af því að ríki og sveitarfélög á Islandi ráðstafa um 18% af þjóðarframleióslu á móti yfir 30% í Danmörku og Sví- þjóð (sbr. skýrslu Sveitarfélaga- nefndar Félagsmálaráðherra 1992). Þannig er þetta hlutfall okkur ennþá óhagstæðara en hráar tölumar benda til. Benedikt Sigurðarson. Fyrsti hluti Að styðja foreldra til uppeldis og umönnunar - eða ekki! Viö skattlagningu eru víða notaó- ar víðtækar millifærslur til barna- fjölskyldna. Fjölskyldubætur og umönnunarstyrkir tíókast í mörg- um nágrannalöndum og einnig og ekki síður sú aðferð að undan- þiggja t.d. bamavörur frá sölu- skatti og heimila fjölskyldum að draga menntunarkostnað og dag- vistarkostnað frá tekjuskatti. Slík- ar aðferðir skipta raunverulegum sköpum fyrir aíkomu margra fjöl- skyldna. Hérlendis eru matvörur aftur á móti langtímum saman skattlagðar eins og hver annar lúx- us og alls konar (miðaldra-) karlar ætluðu vitlausir að verða sl. vetur þegar samið var um að lækka mat- arskatt úr 24,5% í 14%. Náms- kostnaður og dagvistarkostnaður er aldeilis ekki undanþeginn skött- um hér og allar breytingar í opin- berum rekstri virðast beinast aó því að flytja meiri kostnað af upp- eldi og menntun ungmenna á herðar fjölskyldnanna. Skólagjöld í einhverju formi eru tekin upp í framhaldsskólum, innritunargjöld í háskólum og sértækari menntun eins og tónlistarnám og listnám al- mennt eru dýrari en nokkru sinni fyrr með minnkandi styrkjum frá opinberum aðilum; sem auðvitað dregur þá úr jafnrétti þegnanna. Á sl. ári samþykkti svo t.d. Trygg- ingaráð að fella niður rétt foreldra „Tilhögun skattlagningar er í grófum dráttum þannig að með því að gera virðisaukaskattinn að mikilvægasta hluta tekna ríkisins og gera staðgreiðslu (og þar með útsvarið) flatan pró- sentuskatt að mikil- vægsta beina skattstofni lendir láglaunað barna- fólk í þeim ósköpum að geta ekki komist hjá því að greiða verulega skatta þrátt fyrir að allir viti að gjaldþol þeirra er lítið.“ mikið veikra barna til umönnunar- styrks; - í sparnaðarskyni auðvit- að. Stytting skólatíma hjá 9-16 ára grunnskólanemendum hefur verið forgangsmál hjá sitjandi mennta- málaráðherra og virðist helst vera mætt af hálfu opinberra aðila (td. í Reykjavík) með því að leyfa for- eldrum að borga fyrir að fá aó hafa börnin sín í skólahúsnæði til loka venjulegs vinnudags; - vit- andi þó að þeir sem mest eru þurf- andi hafa ekki peninga aflögu til að greiða fyrir slíka vistun. Islensk börn 6-8 ára eru einu börnin í okkar heimshluta sem verða að sæta því að hafa einungis tæplega hálfan vinnudag í skóla - og þaó síðdegis eftir að ferskasti tíminn til náms og leikja er liðinn hjá. Okkar börn fá líka styttra skólaár en nokkurs staðar þekkist meðal menningarþjóða. Víöa er skólahúsnæði allt of þröngt þó glæsilegt virðist á að sjá og rnikil mannvirki hafi verió reist td. fyrir íþróttaiðkun sem alltof oft koma þó börnunum aó takmörkuðu gagni þar sem þau eru jafnvel meira og minna skipulögð með hagsmuni fámenns hóps keppnis- íþróttamanna í huga. Skattastefnu beint gegn fjölskyldunni Fólk í sambúð sætir því að geta ekki fullnýtt persónuafslátt sinn nema báðir séu fullvinnandi. Langir biðlistar eru eftir (dýru) leikskólaplássi og einnig er svo víöa að aðgangur að 6-8 klst. dag- vistun er mikils til einangraður við börn einstæðra foreldra, náms- manna eða fatlaða einstaklinga sem þarfnast sérstaks uppeldis- stuðnings; svokallaðra „forgangs- hópa“. Aðgangur að skóladag- heimilum fyrir 6-8 ára börn er að- eins sums staðar í boði og þá bara fyrir börn einstæðra foreldra, námsmanna og öryrkja. Þannig fengu cinungis 68 börn úr 1.-4. bekk á Akureyri aðgang aó skóla- dagheimilum af þeim 860 sem voru á þessum aldri sl. vetur - þ.e. einungis forgangshóparnir. Kostn- aður bæjarins af vistun þessarra 68 barna er hins vegar ekki minni en sá kostnaöur sem næmi leng- ingu kennslutíma allra nemenda í bænum, en slík lenging mundi auðvitaó gera flestum fjölskyldum kleift að taka sjálfar ábyrgó á for- svaranlegri umönnun bamanna. Tilhögun skattlagningar er í grófurn dráttum þannig að með því aó gera virðisaukaskattinn að mikilvægasta hluta tekna ríkisins og gera staðgreiðslu (og þar með útsvarió) flatan prósentuskatt aö mikilvægsta beina skattstofni lendir láglaunaó barnafólk í þeim ósköpum að geta ekki komist hjá því að greióa verulega skatta þrátt fyrir að allir viti að gjaldþol þeirra er lítið. Hérlendis er 24,5% virðis- aukaskattur á barnavörum og nú um sinn 14% skattur á matvöru sem er hærri skattlagning á nauð- synjum en við finnum víðast hvar í nágrenninu. Barnabætur og/eða endurgreióslur á td. tekjuskatti og sjúkrakostnaði til láglaunafjöl- skyldna eru hér ekki til raunveru- legrar hjálpar eins og í mörgum öðrum löndum. Hinir sem eru án framfærslubyrði og með meira gjaldþol eiga aftur á móti kost á því að sleppa við skattgreiðslur ma. með því að leggja peninga fyrir og hiróa af þeim skattfrjálsa vexti til sinnar neyslu fyrir utan það að dvelja langdvölum og versla erlendis; -TAX-FREE. Ég er kunnugur nokkrum fjölskyldum sem greióa nánast engan virðis- aukaskatt til íslenska ríkisins af fatnaði og margvíslegri annarri vöru svo sem snyrtivörum og skartgripum, geislaplötum, ljós- myndavörum og þvílíku. Benedikt Sigurðarson skólastjóri Höfundur er uppeldisfræóingur aó mennt og er aó Ijúka meistaraprófi í stjómun menntakerfa (Educational Administration) frá háskóla (UBC) í Vancouver í Kanada. Hann er áhuga- maóur um þjóófélagsmál og hefur skrifaó fjölda greina í blöó og tímarit.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.