Dagur


Dagur - 09.08.1994, Qupperneq 10

Dagur - 09.08.1994, Qupperneq 10
10- DAGUR - Þriðjudagur 9. ágúst 1994 MANNLÍF Svissnesku gestirnir nutu veitinganna á Hótel Húsavík þar sem var hlaðborð með svissneskum skreytingum fyrir þá og aðra gesti hótelsins. Hótel Húsavík: Þjóðhátíðardags Sviss mínnst með brennu og flugeldum Það voru 45 ferðamenn frá Sviss sem héldu þjóðhátíðardag sinn hátíðlegan á Húsavík 1. ágúst. Kvöldverður var snæddur á Hótel Húsavík, þar var hlað- borð með svissneskum skreyt- ingum, bæði fyrir hótelgesti og hóp svissneskra ferðamanna. Að loknum kvöldverði hélt fólk- ið í skrúðgöngu niður í fjöru þar sem tendraður var bálköstur og kveikt á flugeldum. Svisslendingarnir voru afar ánægðir með þjóðhátíðardaginn á íslandi, að sögn Páls Þórs Jónssonar, hótelstjóra, sem stóð fyrir þessari uppákomu Páll sagði það sið að vera með brennu á þjóðhátíðardaginn í Sviss. Hann sagðist mjög þakk- látur öllum sem aðstoðað hefðu við að gera gestum sínum þessa tilbreytingu, en starfsmenn Húsavíkurbæjar hefðu hlaðið bálköstinn að beiðni bæjarstjóra og Sveinbjörn Lund, slökkviliðs- stjóri hefði tekið að sér að slökkva í honum á eftir. Sagði Páll að gestunum hefði þótt mikið til koma að slökkviliðið gerði sér það ómak að drepa í brennunni sem gerð var þeim til gamans. IM Svisslendingarnir sungu ættjarðarlög í tilef'ni dagsins. Tendraður var bálköstur í fjörunni enda mun það siður í Sviss að kveikja í brennu á þjóðhátíðardaginn. Að sjálfsögðu var bökuð terta í tilefni dagsins, prýdd svissneska fánanum. Hér sker einn Svisslendinganna tertuna með bros á vör.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.