Dagur - 09.08.1994, Side 14

Dagur - 09.08.1994, Side 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 9. ágúst 1994 VEIÐIKLOIN MITCHELL j^Abu Garcia Daiwa Veiðileyfi Laxá í Aöaldal Múiatorfa Staöatorfa Fnjóská Eyjafjarðará Hörgá Reykjadalsá Húseyjarkvísl Presthvammur Fljótá, lax og silungur Veiði í Veiðivötnum á Mallandi á Skaga, Skagafirði Opið á laugardögum 'Æ sporthf. mÆ Kaupvangsstræti 21 Sími 96-22275 Hölkná í Norður-Þingeyjarsýslu: Eðlilegt hlutfall af smánski í sumar - veiðin þó mun minni en í fyrra Eins og aðrar laxveióiár á Norður- landi hefur smáfískinn vantað í árnar í Norður- Þingeyjarsýslu. Eina undantekningu er þó aó finna, þ.e. í Hölkná þar sem smá- fiskur er eðlilegt hlutfall af veið- inni þó svo að heildarveiðin mætti vera mun meiri. Veíðistaður vikunnar: Svartáog Svartár- kotsvatn Svartárkotsvatn er nokkuö stórt vatn í Bárðdælahreppi í Suður-Þingeyjarsýslu. Úr vatn- inu rennur Svartá í Suóurá og þaóan í Skjálfandafljót. A síðustu öld mun þáver- andi bóndi í Svartárkoti hafa flutt Mývatnsbleikju í vatn sitt sem þá var fiskiaust. Síðan hefur rnikil blcikja vcrið í vatninu. Bílfær vegur er aó Svartárkotsvatni. Svartáin er nokkuð vatns- mikil á og þykir minna nokkuð á Laxá í Aðaldal. í ánni cr að- allega urriói sem getur orðió nokkuð vænn. Bleikja er einnig í ánni, bæði stór og smá. Rólegt hjá Svisslendingunum María Jóhannsdóttir á Alandi seg- ir að veiðin hafi brugðist framan af sumri en síðusta hálfan mánuð- inn hafa tvö holl fengiö samtals 28 laxa, sem þykir þokkalegt. „En smáfiskurinn er eólilegt hlutfall á móti stóra fiskinum og innan um er að finna mjög vænan og falleg- an fisk,“ segir María. Leigutakar í Hölkná, sem og í Ormarsá, Deildará og Hafralónsá, eru svissneskir og fyrst og fremst þarlcndir veiöimenn á ferðinni. Heildarveiðin í ánum hefur verið mun lélegri það sem af er sumri heldur en t.d. í fyrra og má til dæmis benda á Deildará. Jóhann Hólmgrímsson í Vogi segir að komnir séu á milli 80 og 90 laxar úr ánni og það sé snöggtum minna en í fyrra. „Ég hugsa að þá hafi verið komnir töluvert á þriðja hundraó fiskar úr ánni á sama tíma. Og nú er ekkert sem bendir til að svipaðri veiði veröi náö eins og þá, ekki síst vegna þess hve lít- ið hefur rignt að undanfömu,“ sagói Jóhann. Hann bendir á að vegna þeirra væntinga sem gerðar voru til sumarsins séu vonbrigðin enn meiri þó alltaf sé haldió í von um að lokaspretturinn verði betri en þaó tímabil sem er að baki. Um 500 í Laxá á Ásum Kristján Sigfússon, bóndi á Húns- stöðum, segir aö veiðin í Laxá á Asum sé ákaflega döpur þessa dagana og aðeins eru komnir um 500 laxar á land. Kristján segir að sömu sögu sé að segja af öllum ám þar í kring. Hann segir aö mió- að við reglubundnar sveiflur hafi mátt reikna með nálega helmingi meiri veiöi í Laxá á Asum en orð- in er þannig að augljóst sé að sumarið í sumar valdi vonbrigð- um. JÖH Nú skal hann taka! Laxá í Aðaldal: Veíðin hefiur ekki áhrif á hrygningarstofhinn — __ lf! sftlf;...... Þar sem leitin byrjar og endar - segir Jón Helgi Björnsson, líffræðingur á Laxamýri Jón Helgi Björnsson, líffræðingur á Laxamýri í Aðaldal, er ekki sammála orðum Birgis Stein- grímssonar í Veiðiklónni í síðustu viku þar sem Birgir velti upp mögulegum ástæðum fyrir daufri veiði í ánni í sumar. Vegna þess hve seiði gengu seint niður í fyrra sagðist hann vænta þcss að sntálax gangi talsvert l'ram eftir hausti í ána og spáir hann 1400-1500 laxa veiði í ánni, sem ekki sé svo slæmt þegar borið sé saman við meöalveiöi undangenginna ára en ekki ef menn kjósi að bera saman við þau ár þegar veiöin var mjög góð. Jón Helgi segir ekkert skrýtið þótt eldisseiöin skili sér ekki eins mikið tveggja ára og eins árs. Skýringin sé einfaldlega sú að eld- isseióin séu stærri þegar þau fara út og verði því fyrr kynþroska og Daiwa Esso Allt fyrir veiðimanninn 1 -• og alla hina líka ISTIN þar af leiðandi komi meirihlutinn af þeim eins árs. „Þetta er ekkert einkcnnilegt heldur aðeins iíf- fræðileg staðreynd. Við höfurn reynt að laga þetta með því aö hafa seiðin heldur rninni og þetta árið er mun stærra hlutfall af tveggja ára fiski sem er úr sjógöngusleppingum,“ sagði Jón Helgi. Um þá skoðun að þörf sé á meiri hrygningarfiski í Laxá í Að- aldal segir Jón Hclgi að allar at- huganir sem gerðar hafi verið í litlum ám á landinu bendi til að veiðimenn nái í mesta lagi 70% af þeim fiski sern gangi í þær. „Mín persónulega skoðun er sú aó það sé ótrúlegt aó menn nái meiri ár- angri í Laxá, jafnvel þó að þar séu færir veiðimenn. Til að sýna hversu mikil firra þaó er að veiðin hafi áhrif á hrygningarstofninn þá ættu þau seiði sem áttu af fara nið- ur á síðasta ári og koma sent smá- lax núna aö koma frá árgangi sem gekk í ána áriö 1990. Þaö var mjög gott veiðiár þar sem veidd- ust 1100 tveggja ára fiskar í Laxá. Þumalputtareglan er sú að þegar vel veiðist þá er mikið af fiski eft- ir í ánni og svo var haustið 1990 en samkvæmt kenningunni ætti þá að vera bullandi smálax í ánni núna en svo er ekki,“ sagði Jón Helgi og bætti við að hann teldi að veiðimenn ættu að geta veitt ró- i legir álram án þess að sú veiði breyti nokkru urn hrygningar- stofninn. „Já, ég held að þeir geti rólegir veitt í þeirri fullvissu að þeir séu ekki að gera ánni neitt illt,“ sagði Jón Helgi. JÓH Jón Helgi Björnsson.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.