Dagur - 08.10.1994, Blaðsíða 7
Laugardagur 8. október 1994 - DAGUR - 7
- Hvaó ertu lengi aö smíða einn
hnakk?
„Ég er nú oft spuróur aö því og
ég hef spurt aóra söðlasmiói aö
þessu sama, sumir nefna fimmtíu
klukkustundir aörir þrjátíu. Ég
slcpp oft með rúma þrjá daga i
hvcrn hnakk.
- Hvaó kosta hnakkar í dag?
„Allslausir kosta þeir um 50 þús-
und en þegar ístöð, reiði og gjörð
eru komin á bætast um það bil tíu
þúsund við, hráefnió er svo dýrt.“
Skagfirðingarnir kjósa
mýktina
- Hafa hnakkarnir ekki breyst
töluvert í tímans rás?
„Jú, sérstaklega löfin, þau hafa
færst aftar og svo eru hnjápúðarnir
mun stærri en eitt sinn tíðkaðist.
Svo eru allir hnakkar nú til dags
spaóahnakkar. Svokallaðir stutt-
hnakkar sjást ekki lengur.
Ég smíða einkum tvær gerðir
hnakka, annars vegar með plast-
virki, sem sonur minn Skarphéð-
- í heim-
sókn hjá
Sigtryggi í
Göngu-
staðakoti
inn, sem býr á Akureyri, steypir,
og hins vegar með hefóbundnum
innfluttum virkjum úr brennikross-
viði. Hnakkarnir meó plastvirkinu
eru léttari og þeir hafa líkað sér-
staklega vel fyrir börn og unglinga.
Þegar við Skarphéóinn hönnuð-
um plastvirkin lagði ég áherslu á
að þau væru steypt í heilu lagi,
spaðarnir með.
Hnakkarnir eru ýmist með yfir-
dýnu eða ekki. Skagfirðingar vilja
allir yfirdýnu en þeir hnakkar sem
ég sendi suður eru allir án yfir-
dýnu.
Mínir hnakkar eru allir djúpir
og mjúkir og þess vcgna eru þeir
eftirsóttir í ferðalög og smala-
mennsku. Mýkstir eru þeir sem eru
með yfirdýnu.“
Að hugsa vel um
hnakkinn sinn
- Hvað cndist hnakkur lengi?
„Ég hef nú séð rnjög mikið not-
aðan þrjátíu ára hnakk, sem var
eins og nýr, en líka fjögurra ára
hnakk nánst ónýtan. Það er með-
ferðin sem skiptir öllu, að þeir séu
ekki geymdir í raka og að þess sé
ávallt gætt að bera vel á þá strax ef
þeir blotna mikið, annars harönar
leðrið og saumarnir springa. Það
margborgar sig að hugsa vel um
hnakkinn sinn nenta menn séu
þeim mun ríkari,“ sagði söðlasmið-
urinn í Göngustaðakoti.
Söðull Sóleyjar
í vinnustofu söðlasmiðsins
er forkunnar fagur söðull.
Hann er handverk bóndans
á bænum, Sóleyjar, dóttur
Sigtryggs.
- Smíóar þú hnakka, Sóley?
„Já, ég hef aðeins fengist við
það. Ætli ég hafi ekki smíðað tíu
til tuttugu hnakka. Það er gott að
geta gripið í þetta og smíðað
einn og einn hnakk meö bú-
skapnum, cnda er alltaf verið að
skerða sauðfjárkvótann, en ég er
ekki meó nein réttindi. Hins
vegar viróist fólk fást við allt
mögulegt í dag án þess. Það má
ef til vill scgja að ég sé hand-
vcrkskona í söðlasmíöi.
Ég hef líka gaman af því aö
vinna trémuni. Eg hef til dæmis
smíðaö og skorið út píska og
aska," sagði Sóley.
Hulda gefur herrunum
sínum brjósl
Minnsti herrann lætur í sér hcyra
og Hulda segir hann svangan og
gefur honum brjóst.
Hún er með alla strákana á
brjósti og þeir hafa aðeins nærst á
brjóstamjólk. Hulda segir þá röska
að drekka og gjafirnar ganga vel en
auðvitað taki þær sinn tíma. Hún
sagði aó sig hefói ekki grunað að
hún gæti verið mcð alla strákana
þrjá á brjósti cn svo hefói það
gengið eins og í sögu. Hinsvegar
væri vissara fyrir hana að gæta
þess að boróa vel milli gjafa.
„Ég gef þeim á þriggja tíma
fresti á daginn og hver gjöf tekur
röskan klukkutíma. Þá ntiða ég við
að ég hafi aóstoðarmann við gjöf-
ina. Ég gef þeim að drekka og svo
sér Svanur um að láta þá ropa og
skipta á þeim, annars tæki þetta
Þrír litlir prinsar, Haukur,
Hafstcinn og Hinrik.
auðvitað miklu lengri tíma,“ sagði
Hulda.
Oneitanlega breyttar
aðstæður
- Þú hel'ur að sjálfsögðu tekið þér
frí þegar þú fékkst hópinn heim,
Svanur?
„ Já, ég tók mér mánaðar leyfi
enda erum við núna að kynnast
strákunum og þessum nýju aðstæð-
um. Ég hef búið hér einn síóan
Hulda fór suður í sumar en nú er-
um vió fimm og þaó eru óneitan-
lega viðbrigði.“
- Fáið þió einhverja utanaó-
komandi aðstoð vió strákana?
„Vió getum fengið heimilisað-
stoð í fjóra tíma á dag annað hvort
fyrir eða eftir hádegi næstu sex
mánuðina. Nú erum við að velta
því fyrir okkur hvort sé hentugra
að fá þessa aðstoð fyrri eða seinni
part dagsins," sagói Hulda.
Það er ekkert sjálfgefið
„Þeir eru ofsalega værir í það
minnsta ennþá. Þeir sváfu til dæm-
is í alla nótt. Annars erum við enn
að kynnast þeim og koma reglu á
þá.
Það er alveg einstakt að eignast
heilbrigt barn, hvað þá þrjú í einu
og við erum mjög þakklál. Enda er
það svo sannarlega ekkert sjálfgef-
ið að eignast börn hvað þá þrjú
heilbrigð,“ sögðu hinir nýbökuðu
foreldrar. KLJ