Dagur - 08.10.1994, Blaðsíða 22
22 - DAGUR - Laugardagur 8. október 1994
POPP
MAÚNUS CEIR CUÐMUNPSSON
Itengslum við umfjöllun um
plötu Eric Claptons, From the
Cradle, hér annars staðar á
síðunni, er rétt að minna
hlustendur Rásar tvö á að Pétur
Tyrfingsson er aftur kominn á
stjá með blúsþáttinn sinn. Þessi
geðþekki og sérstaki útvarps-
maður er nú með þáttinn á
mánudagskvöldum kl. 20.30 til
22.00.
Fyrir rúmum mánuði síðan, í
byrjun september, var í frétt-
um flugslys nokkurt í Skot-
landi. Hrapaði þar bresk or-
ustuflugvél og fórust með henni
tveir menn, en fólk á Jörðu niðri
slapp með skrekkinn. Einn
þeirra sem nú hefur spurst að
hafi verið heppinn að verða ekki
fyrir vélinni, var meðlimur
Depeche mode, Alan Wilder,
sem var að aka í bíl sínum í að-
eins tæplega tvö hundruð
metra fjariægð frá þeim stað
sem vélin kom niður. Dreifðust
brot allt í kringum hann, en sem
betur fer varð hann ekki fyrir
neinu þeirra.
Hvað sem það svo kann að
þýða, hefur nú söngvari
Alice in chains, Layne
Staley, að sögn sett saman
nýja hljómsveit með fyrrum
bassaleikara Alice in chains,
Mike Starr. Hafa sögur gengið
fjöllunum hærra að þar með sé
Staley, sem hefur annars verið í
fréttum að undanförnu vegna
bágs heilsufars, hættur í Alice in
chains, en það hefur ekki fengist
endanlega staðfest. Starr hætti í
Alice in chains árið 1993, að
sögn vegna ofþreytu, en stofn-
aði ekki löngu síðar aðra sveit
sem kallaðist Sun red sun. Hafði
hún nýlokið við að taka upp
plötu þegar söngvarinn Ray Gil-
lenj, sem um tíma var í Black
Sabbath, lést á sviplegan hátt.
Kann þetta að renna stoðum
undir nýju sveitina hjá Starr og
Layne Staley. Meira verður
væntanlega að frétta af þessu
innan tíðar.
Fyrst nafn Black Sabbath ber á
góma, þá er það af hennl að
segja að enn eru vandræði
uppi á borðinu f samstarfinu.
Mun bassaleikarinn, Geezer
Butler, vera hættur vegna
ágreinings við hina í hljómsveit-
inni. Sá ágreiningur mun víst
hafa sprottið vegna afskipta
Butlers af plötunni Nativity in
black, sem gerð er til heiðurs
Black Sabbath. Er hún m.ö.o.
ein af „tribute" plötunum sem
nú eru svo mjög í tísku. Kemur
platan út nú eftir helgina og
meðal þeirra sem þar túlka lög
Sabbath eru Sepultura, Biohaz-
ard, White Zombie og Mega-
deth.
Snemma í sumar var sagt frá því
hér í Poppi að norskur djöfla-
rokkari hefði verið dæmdur fyrir
morð á öðrum slíkum. Vakti
þetta mál víða athygli og óhug,
ekki síst fyrir það að um unga
pilta var að ræða. Djöflarokkið
og annað neikvætt sem því
fylgir, er þó ekki bundið við
Noreg eingöngu. Voru nefni-
lega fyrir stuttu fjórir ungir
menn f Bretiandi, sem tengjast
einhverjum óþekktum djöfla-
rokkssamtökum, fundnir sekir
um að hafa valdið skemmdum á
kirkjum og svívirt grafir. Voru
þrír mannanna sendir í fangelsi,
en sá fjórði, sem var undir lög-
aldri, settur á betrunarhæli. -
Handbragð
hógværrar
snilli
Hvernig getur listamaður
sem öðlast hefur mjög
mikia viðurkenningu á
löngum ferli, eignast
óteljandi aðdáendur um
allan heim er dýrka
hann og dá fyrir snilli sína.
Hvernig getur slíkur maður
sannfært heiminn um að snilli
sína eigi hann, a.m.k. að hluta
til, öðrum meisturum að þakka.
Hvernig? Jú, hann gerir það
með þvf að votta lærimeisturum
sínum virðingu á sem bestan,
auðmjúkastan og vandaðastan
hátt. Það hefur einmitt Eric
Clapton gert með nýjustu
plötunni sinni From the cradle.
Clapton hefur nefnilega átt sínar
fyrirmyndir eins og aðrir, sem
mótað hafa hann og lagt grunn-
inn að velgengni hans, þótt
sumir aðdáenda hans hafi kosið
að líta framhjá því. Eins og fram
hefur komið áður, hafði Clapton
um nokkurt skeið gengið með
þessa plötu í maganum, þ.e.
plötu af blúsmeiði þar sem ræt-
ur hans lægju. Það var hins veg-
ar ekki gert ráð fyrir því að út-
gáfa yrði í bráð, en vegna
óvæntra vinsælda Unplugged,
opnaðist tækifæri á að gefa út
piötuna fyrr. Um „markaðsvæn-
ari vöru“ var orðið að ræða. Því
var ekkert því til fyrirstöðu að
vinna plötuna af alvöru og krafti
og hefur Clapton svo sannarlega
gert það með hjálp góðra
manna, þ. á m. trommarans
margreynda, Jim Keltner, sem
spilað hefur með fjölda frægra
tónlistarmanna og Dave Bronze
bassaleikara úr Dr. feelgood.
Ekki má svo gleyma munn-
hörpuleikaranum Jerry Portroy,
sem tók þátt í Chicagoblús-
sprengingunni kringum Muddy
Waters.
Stílhreint og fágað
Með litlum sem engum tilfær-
ingum, yfirtökum og þess hátt-
Blúsgrlpur með glans frá Erlc Clapton.
ar, spilaði Clapton og söng inn á
From the Cradle ásamt félögum
sínum og var um „lifandi" upp-
töku að ræða í hljóðverinu eins
og kallað er. Það þýðir að allir
spila í einu þegar tekið er upp.
Þetta finnst sumum líklegt til
hroðvirkni, en það er öðru nær í
þessu dæmi. Allt er hér svo stíl-
hreint og fágað, handbragðið
afburðagott, eins og reyndar við
mátti búast og fer ekkert á milli
mála að verkið hefur verið
vandlega undirbúið. Hljómurinn
í hverju einasta lagi er t.d. „ná-
kvæmlega" eins og hann á að
vera. „Gamall“ er rétta orðið til
að lýsa honum, sem svo tilfinn-
ingarík túlkun Claptons og þá
ekki síður í söngnum en gítar-
leiknum, speglast gegnum. I'm
tore down eftir Freddy King,
sem heyra hefur mátt nokkrum
sinnum í útvarpi að undanförnu,
Reconsider baby eftir Lowell
Fulson, Five long years eftir pí-
anóleikarann Eddie Boyd og
Standin’ around cryin’ eftir
Muddy, eru aðeins fjögur dæmi
um frábærar túlkanir. Væri í raun
hægt að nefna öll lögin 16 á
From the Cradle. Er platan enn
ein rósin í hnappagat snillings-
ins hógværa Eric Claptons.
Hvort sem sumum líkar
það betur eða verr, er
danstónlistin, reiftónlist-
in, eða hvað sem menn
vilja kalla þetta tækni-
lega tónlistarfyrirbæri,
líklega vinsælli nú en nokkru
sinni fyrr. Segir það alla söguna,
að hvar sem borið er niður á
listum yfir vinsælustu lögin, er
a.m.k. eitt af þremur vinsælustu
lögunum danspoppsættar, ef þá
ekki bara öll. ísland er engin
undantekning í þeim efnum,
sem best sést á því að á tón-
leika hinnar bresku sveitar Pro-
digy í Kaplakrika í Hafnarfirði
Shed seven er eln afþelm friskustu nú I Bretlandl.
________________________________
Andrea og horvaldur BJarnl, sem Tweety, elga eltt lag á safnplötunnl
Relf í sundur.
fyrir hálfum mánuði, mættu
3000-4000 manns. Komust þar
víst færri að en vildu. Annað
sem svo sýnir glöggt dans-
poppáhugann hér á landi er út-
gáfan, en hún hefur verið býsna
mikil á síðustu árum og gengið
ansi vel. Hefur að líkindum ver-
ið sú arðvænlegasta upp á síð-
kastið og þá sérstaldega í formi
safnplatna, sem seint ætla að
fara úr tísku.
Númer sjö
Nú er nýkomin út enn ein safh-
platan af danspoppsgerðinni,
Reif í sundur, og er hún sú sjö-
unda í röðinni, sem Spor hf.
sendir frá sér. Inniheldur hún
eingöngu evrópska flytjendur
og eru þar af sex þeirra íslensk-
ir. Eru þrjú laganna ný. Ekkert
mál með Tweety, sem nú hefur
breyst úr dúett yfir í kvintett,
Stars með Pís of keik og I need
you með Assj, en hin þrjú eru
hins vegar eldri í nýjum bún-
ingi. Eru þetta lögin Garden
party með Mezzoforte, Can you
see me með Pís of keilc og
Swingurinn með Sálinni, sem
áður varð vinsælt undir nafninu
Krókurinn.
a y aij
Meðal erlendu laganna eru
síðan mörg athyglisverð lög,
sem að undanförnu hafa verið
ein þau vinsælustu víða um
heim. Má þar nefna meðal ann-
arra hið gríðarlega vinsæla lag
Saturday night með hinni 24 ára
dönsku fyrirsætu og nú söng-
konu Wigfield, sem hefur m.a.
farið á toppinn í Bretlandi. Hefur
eins og sjálfsagt reifaðdáendur
vita orðið til sérstakur dans við
þetta lag, sem náð hefur gífur-
legum vinsældum. Önnur lög
sem nefna má eru Rythm of the
night með Corona, sem einnig
hefur náð miklum vinsældum
og Yeah, yeah, sem 17 ára
norsk stúlka að nafni Stella Getz
flytur.
Til viðbótar Oasis, sem eitt frís-
kasta nafnið í framsæknu rokki
í Bretlandi, er fjögurra manna
hljómsveitin Shed seven. Er
hún frá Yorkshire og var ails
óþekkt fyrir nokkrum mánuðum, en
hefur nú skotist með hraði upp á
stjörnuhimininn. Fyrsta platan þeirra
Change giver, sem kom út iyrir
stuttu, fór beint í átjánda sæti breska
sölulistans og verður að teljast ágæt
byrjun. hykir Shed seven svipa
nokkuð til Suede og Auteurs.
J
Reif og
aftur reif