Dagur - 08.10.1994, Blaðsíða 13
Laugardagur 8. október 1994 - DAGUR - 13
Kvikmyndaklúbbur Akureyrar:
Kryddlegin hjörtu
sýnd í Borgarbíói
Kvikmyndaklúbbur Akureyrar
sýnir í Borgarbíói á Akureyri á
morgun, sunnudag, kl. 17 og
mánudags-, þriðjudags- og mið-
vikudagskvöld kl. 19 stórmyndina
Kryddlegin hjörtu.
Myndin er frá Mexíkó og er
eftir skáldsögu Laura Esquirvel
sem komið hefur út á íslensku.
Leikstjóri er Alfonso Arau og í
Bandaríkjunum hefur þessi mynd
hlotið meiri aðsókn en nokkur
önnur erlend kvikmynd til þessa.
Kryddlegin hjörtu endurspeglar þá
miklu uppsveiflu sem einkennir
mexíkóska kvikmyndagerð um
þessar mundir og hefur unnið til
a.m.k. 18 alþjóðlegra verðlauna.
Myndin er ástar- og fjölskyldu-
saga meö sterkum suður- amerísk-
um einkennunt og byltingin í
Mexíkó 1910 notuð sent bak-
grunnur. Kvikmyndin tekur á há-
alvarlegum viðfangsefnum með
glitrandi húmor og sjóðheitri
erótík sem fær útrás í elda-
mennsku aðalpersónunnar, Tító.
Allir eru velkomnir á sýningar
Kvikmyndaklúbbsins á Krydd-
legnum hjörtum. Almennt miða-
verö er kr. 550 en námsfólk borg-
ar 450 kr.
Akureyri:
Nýliðastarf Hjálpar-
sveitar skata
Þriðjudaginn 11. október nk. verð-
ur haldinn kynningarfundur um
starf Hjálparsveitar skáta á Akur-
eyri í ntáli og myndum. Fundurinn
er öllum opinn sem áhuga hafa og
eru orðnir 17 ára.
I framhaldi af fundinunt verður
síðan haldin sérstök þjálfunardag-
skrá fyrir þá sem vilja starfa á
vegum sveitarinnar. Fundurinn
verður haldinn í húsi Hjálparsveit-
ar skáta, Lundi við Viðjulund, og
hefst kl. 21.00.
Fréttatilkynning.
I tilefni þessa merka áfanga höfum við ákveðið að hjóða öllum
að lita inn og skoða aðstöðu okkar að Frostagötu 6a, Ákureyri,
laugardaginn 8. októberfrá kl 10.00 til 16.00
Boðið verður upp d veitingar í tilefni dagsins
VÉLSMIÐJA STEINDÓRS HF.
STOFNUÐ 1914
FROSTAGÖTU 6A 603 AKUREYRI SÍMI 23650
Forlagið gefiur út
Tundur duflið
Tvílýsí
Thors Vil-
hjálmssonar
Mál og menning hefur gefíð út
skáldverkið Tvílýsi, myndir á sýn-
ingu eftir Thor Vilhjálmsson. Hér
er um að ræða sjálfstæða prósa-
þætti sem spinnast smátt og smátt
saman í heild, sögu.
Thor Vilhjálmsson er löngu
þjóðkunnur l'yrir stílgaldur sinn og
frásagnartækni, sem ef til vill eru
nátengdari tónlist í Tvílýsi en í
fyrri skáldverkum hans.
Bækur Thors eru nú farnar að
konia út víóa erlendis, einkum á
Noróurlöndunum og í Frakklandi,
en verðlaunasagan Grámosinn
glóir er sú bóka hans sem víóast
hcfur farið hingaö til.
Tvílýsi, rnyndir á sýningu er
140 bls., unnin í Prentsmiðjunni
Odda hf. Kápumynd gerði Ingi-
björg Eyjólfsdóttir. Veró kr. 2980.
mundu!
■ “1 si!L
Tilkynning til allra fyrirtækja!
Bókaútgáfan Forlagið hefur gefið
út bókina Tundur dufl - erótískar
sögur. I þcssari bók eru 13 sögur
eftir jafnmarga íslenska höfunda
sem allar eru samdar sérstaklega
fyrir bókina.
I kynningu útgefanda segir:
„Hvað er erótík? Reynsla eóa
draumur? Orð eða skynjun?
Astríða? Forvitni? Bragð, ilrnur,
sncrting? Eitthvað fallegt? Eitt-
hvað ljótt? Eitthvaó forboðið?
Eitthvaö frelsandi? Eitthvaö kitl-
andi? Eitthvað klúrt? Höfundar
nálgast viðfangscfnið hver með
sínum hætti.
Sögurnar skrifa: Auður Har-
alds, Arni Bcrgmann, Berglind
Gunnarsdóttir, Einar Kárason,
Guðbcrgur Bergsson, Guðrún
Guðlaugsdóttir, Hallgrímur
Hclgason, Kristín Omarsdóttir,
Nína Björk Arnadóttir, Ragna Sig-
urðardóttir, Sjón, Súsanna Svav-
arsdóttir og Úlfhildur Dagsdóttir.
Tundur duíl er 174 bls. aó
stærð í stóru kiljubroti. Kápu
gerði Erlingur Páll Ingvarsson og
Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði.
Bókin er nú boóin með 30% af-
slætti sem Bók mánaóarins í októ-
ber og kostar þá kr. 1750 en frá 1.
nóvember hækkar hún í 2490 kr.
Mál og menning:
Geftir út
Þann 3. júní 1995 verða öll almenn símanúmer á landinu sjö stafa. Á
höfuðborgarsvæðinu verða nýju sjö stafa símanúmerin tekin í notkun
1. desember n.k., en jafnframt verður hægt að velja gömlu síma-
númerin samhliða þeim nýju fram til 3. júní 1995.
Á Norðurlandi Eystra er breytingin þannig að 46 bætist framan við
. Ekki þarf lengur að velja svæðisnúmer og þegar hringt er frá út-
löndum verður sjö stafa númerið valið strax eftir landsnúmerið.
Dœmi um þaö hvemig númer á Noröurlandi Eystra breytist:
hringt innan svæðis 30600 verður 463 0600
hringt frá öðrum svæðum 96 30600 verður 463 0600
hringtfrá útlöndum 354 6 30600 verður 354 463 0600
Fyrirtækjum, sem eru að huga að útgáfu bréfs-
efna, bæklinga, fréttabréfa o.þ.h., er bent á að
kynna sér nýútsendan bækling þar sem gerð
er nánari grein fyrir breytingunum.
PÓSTUR OG SfMI
BELTIN
" ^UMFERÐAR