Dagur - 08.10.1994, Blaðsíða 11

Dagur - 08.10.1994, Blaðsíða 11
Laugardagur 8. október 1994 - DAGUR - 11 ■lí! kartöflur og bragöbætt meö því, þegar meira var haft við í matar- gerðinni. Eins og aö framan segir, þá er þaó þekkt staðrcynd að íslensk fjallagrös voru besti fjörefnagjafi forfeðra okkar. Fjallagrös eru auð- ug af mjölvi og mörgum bætiefn- um og margir sem vcilir hafa ver- ið í maga telja sig hafa læknast að miklu leyti meö notkun fjalla- grasa. Fróðustu menn fullyróa að í fjallagrösum sé meðal annars mik- ið af slímefnunt sem eru mjög mikilsverð fyrir starfsemi melt- ingarfæranna. Það er enginn vafi á aó slímið er ntaganum vörn gegn kvillum, enda voru magasjúkdóm- ar hér miklu sjaldgæfari áður fyrr. Það sem hér hefir verið skrifaö er tínt saman úr ýmsum áttum og haft eftir fólki sem alið er upp við fjallagrasatínslu og neyslu þeirra. Það vissi hvað það söng, gamla fólkið, í þessunt efnum sem öðr- unt; 1 allflestum matreiðslubókum, sérstaklega eldri útgáfum, er að finna allmargar uppskriftir af því hvernig matreiða skal holla og ljúffengi tjallagrasarétti lyrir sjúka og heilbrigða. Fyrst ég gaf mér tíma til að taka saman þennan pésa - mér til gamans - finnst þér þá ekki kom- inn tími til þess að þú fáir þér heilsubótarrölt fram á fjöllin - um eina eða tvær helgar til að tína grös og reyna uppskriftirnar? Fjallagrasaeggjamjólk 40 gfjallagrös 2 msk. sykur 2 dl vatn 1,5 / mjólk 1-2 egg 112 msk. sykur 1 tsk. kartöflumjöl vanilla Grösin þvegin úr köldu vatni. Sjóðandi vatni hellt yfir þau, tekin upp úr, þerruð á línklút og söxuð frekar gróft. 2 msk. af sykri brún- aður á pönnu. Grösin látin þar í og brúnuó jafnt, þar til byrjuð er aö koma hvít froða. Þá er 2 dl af sjóðandi vatni látnir á pönnuna og soðió í 2 mín. Hellt í pottinn með heitu mjólkinni og soðið í 2-3 mín. Eggin, sykurinn og kartöflu- mjölió þeytt vel í súpuskálinni. Vanillan sett í. Grasamjólkinni er nú hellt smátt og smátt út í eggin í súpuskálinni. Borið fram með tví- bökum ef vill. Fjallagrasaystingur 1 hnefi fjallagrös 1/4 l mjólk 1 l súrmjólk sykur og salt Grösin eru þvegin úr köldu vatni. Látin í ósúru mjólkina þeg- ar hún sýður. A sama tíma er súru mjólkinni hrært stöðugt volgri út í þar til hún sýður. Þá er grösunum blandað út í ásamt mjólkinni og soðið í 3-5 mínútur. Sykur og salt eftir smekk. Fjallagrasagrautur 60 gfjallagrös 1 1 vatn 1 l mjólk salt Grösin skoluö úr heitu og köldu vatni og síðan söxuð. Þegar mjólkin sýður eru grösin látin í og soðin við hægan hita í 2 klst. Salt- að. Þennan graut cr nauðsynlegt að sjóða svona lengi, því hann þykknar eingöngu af grösunum. Grauturinn er borðaður heitur eóa kaldur með rnjólk út á. Þessi grautur er sérlega heppilegur handa sjúklingum. Fjallagrasasaftgrautur 1 1 saftblanda 70 g fjallagrös 75 g sagógrjón sykur Þegar saftblandan sýður eru fjallagrösin skoluð og látin út í ásamt sagðgrjónununt. Soðið þar til grjónin eru glær. Borðað meö rjómablandi. Fjallagrasamjólk 40 g fjallagrös 1,51 mjólk 1 tsk. salt 1 msk. púðursykur Grösin þvegin úr köldu vatni. Þegar mjólkin sýður eru grösin látin út í. Soðið í 5 mínútur og saltaó eftir smekk. Það bætir ntjólkina að láta ofurlítinn sykur í hana. Einnig má sjóða í 2 klst., veróur hún þá þykk, límkennd og svolítill sætukeimur af henni. Lystugt er að borða súran blóðmör með fjallagrasamjólk. Fjallagrasavellingur 1 1 mjólk 112 l vatn 30 gfjallagrös 25 g haframjöl eða grjón púðursykur og salt Þegar mjólkin og vatnið sjóða er haframjölið eða grjónin sett út í og soðið í 5 mínútur ásamt grös- unum, sem eru þvegin. Salt og sykur eftir smekk. Fjallagrasahrísgrjónarófu- vellingur 1 l mjólk 112 l vatn 40 g hrísgrjón 1-2 rófur 1 hnefi fjallagrös 1 tsk. salt Þegar mjólkin og vatnið sjóða eru hrísgrjónin sett út í og soðið í 20 mínútur. Þá eru gulrófubitamir settir út í og soðið í 10 mínútur. Síðast eru fjallagrösin sett út í og vellingurinn soðinn eftir það í 5- 10 mínútur. Saltaður. Fjallagrasarjómabúðingur 25 gfjallagrös 114 l rjómi 112 msk. sykur 3 bl. matarlím 2 msk. vatn 2 msk. ávaxtamauk Sjóðandi vatni er hellt á grösin og látið bíða í 2 klst. Tekin upp úr og þerruð með líndúk og söxuð smátt. Matarlímið er lagt í kalt vatn í 10 mínútur, kreist upp úr og brætt yfir gul'u. Þá eru 2 msk. af köldu vatni látnar í það og kælt. Rjóminn þeyttur. Þar í er blandað sykrinum og síðast grösunum. Hrært hægt í búðingnum, þar til hann er orðinn þykkur. Maukið er sett á botninn í skálinni - þar ofan á búðingurinn, sem er skreyttur með mauki áður en hann cr borö- aður. Fjallagrasagrautur 50 gfjallagrös 1 l saftblanda 75 g sagógrjón kanelstöng, salt og sykur Fjallagrösin eru þvegin úr köldu vatni. Sett út í heita saft- blönduna. Þegar sýóur eru kanel- stöngin og sagógrjónin látin út í. Hrært í þar til sýður aftur og þá er salt og sykur látin í eftir smekk. Soðið þar til grjónin eru glær. Hellt í skál og sykri stráð yfir. Grauturinn borðaður kaldur með sykri og rjómablndu eða eggja- mjólk. Fjallagrasablóðmör 7 dlblóð 3 dl vatn 3/4 kg rúgmjöl 100 gfjallagrös 100 g haframjöl 1 msk. salt 1,5 kg mör Fjallagrösin eru sett í kalt vatn. Þvegin og tínd vel, skorin eóa söxuð. Gott er að þau þorni svolít- ió aftur. Blóðið er sigtaó og vatni og salti blandaó í það. Rúgmjölinu og fjallagrösunum hrært saman við og hinum brytjaða mör bland- að í. Sett í þéttsaumaða keppi, sern látnir cru ofan í saltvatnið sem sýöur. Það má ekki pikka þá alveg strax. Gætió þess að láta ekki keppina ofan í í einu. Að öðru leyti soðið eins og venjuleg- ur blóðmör. Fjallagrasakaremellu- búðingur 25 gfjallagrös 75 g sykur 114 l rjómi 3 bl. matarlím 2 msk. kalt vatn Grösin eru rifin mjög smátt í sundur, sykur settur á heita, þurra pönnu - þar í blandað grösunum - pannan hrist svo sykurinn og grös- in blandist sent best og nú er hrært í þar til sykurinn er orðinn aó karamcllu, en vió og viö er pannan tckin af eldinum, svo grösin brúnist sem best án þess að sykurinn brenni. Þegar hvít l'roða byrjar að koma er það sett á bök- unarplötu. Þegar það er oróið hart og kalt er allt mulið með kefli mjög smátt. Matarlímið er sett í kalt vatn í 10 mín. Kreist upp úr og brætt yfir gufu. Út í það er hrært 2 msk. af köldu vatni. Mat- arlímið er mátulega kalt þegar ekki finnst velgja. Rjóminn er þeyttur, karamellumylsnunni blandað í hann - þar næst er hrærðu matarlíminu rennt yfir í mjórri bunu. Hrærist hægt og gætilega fram og aftur þar til búð- ingurinn er orðinn þykkur. Settur í skál. Skreyttur og lagaður til með rjóma og karamellu. Fjallagrasate 15 gfjallagrös 6-8 bollar sjóðandi vatn Lagaó eins og venjulegt útlent te. Ketillinn hafður yfir gufu eða heitri plötu og hitaður í 5-10 mín. Nota ntá rnjólk eða rjómablöndu út í. Gott er aó gera teið sætt meö hunangi eða púðursykri. Gjafir til bamadeildar FSA Barnadeild Fjórðungssjúkrahúss- ins á Akureyri hafa borist góðar gjafir á undanförnum mánuðum frá Kiwanisklúbbnum Kaldbak, Umhyggju, félagi til stuðnings sjúkum börnum, og síðast cn ekki síst Kvenfélaginu Hlíf og Minn- ingarsjóði þess. Kann starfsfólk þessum aðilum bestu þakkir fyrir. Einnig er kornið á framfæri sér- stöku þakklæti til allra barna á Akureyri sern hafa safnað fé með tombólum til styrktar barnadeild- inni. Cork 27. nóv. -1. des. Á þessu hausti fylkja bændur liði til Cork, hinnar fögru borgar á Suður-írlandi. Gist verður á góðu hóteli í 4 daga. Farið verður í fróðlegar og skemmtilegar skoðunarferðir um þessa einstöku borg. Staðgreiðsluverð aðeins28.970 Rr. ámann miðað við gistingu í 2 manna herbergi. Innifalið í verði: Flug, skattar og gjöld, fararstjórn, gisting í 4 nætur með morgunverði, skoðunarferðir um Cork og nágrenni, til Killarney, Tralee og um Dingle-skagann og ferð frá Corktil Dublin. Hafið samband við Agnar eða Halldóru hjá Stéttarsambandi bænda í síma (91) 630 300. Samviniiiilerliir-Laiiilssni wkr Roykjaylk: Austurstirti 12 • S. 91 - 69 1010 • tnnanlanðstarðir S 91 - 69 10 70* Simbrít 91 - 2 77 96 / 6910 95 • Tetex 2241 • HótelSðQuv(ðHagatorg• S.91 -62 22 77• Simbrét91 -62 24 60 Hatnart|6r»ur:Bajarhrauni 14• S 91 -65 11 55• Simbrtt91 • 65S355 _ Katlavlk: Hatnaroötu35• S 92• 13400• Simbrét 92• 13 490 Akranat:Braiðargðtu 1 • S.93-1 3386• Simbrét93 -1 11 95 VtSA ° Akarayil: Réðhustorgi 1 • S. 96 • 27200* Simbrét 96 -1 10 35 VMba«nMy|ar. Vastmannabraut 38 • S. 98 • 112 71 • Simbrét 93 • 1 27 92 ■• • »-»»CAF»D. VIS / OIS0H V1|AH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.