Dagur - 19.11.1994, Blaðsíða 2

Dagur - 19.11.1994, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 19. nóvember 1994 FRÉTTIR Arangur þriggja ára rannsókna hjá Fiskeldi Eyjafjarðar hf.: Lúðuhrygningunni stýrt inn á mismun- andi árstíma - stefnt að matfiskeldi í Þorlákshöfn í byrjun næsta árs Davíð Jóhannsson hcldur á cinum af nýju krossununi scm fara til Kirkjugarða Reykjavíkur. Með honum á mynd- inni cr Valgarður Kðvaldsson, vclstjóri. Mynd: Robyn. Athyglisvert frumherjastarf hjá Plastiðjunni Bjargi á Akureyri: Framleiðir Ijósakrossa fyrir Kirkjugarða Reykjavíkur - eru að öllu leyti íslensk hugmynd, hönnum og smíði Jluthafafundur í Fiskeldi Eyja- ijarðar hf. ákvað í vikunni að iiefja matsfiskeldi og hefur sér- itaklega verið horft til Þorsláks- tafnar í því augnamiði. Þar var iður rekin fiskeldisstöðin Isþór íf. sem var nokkuð í umræð- tnni nýverið þar sem norska ýrirtækið NFO-Gruppen, sem <eypt hefur þrotabú Mikalax í Fljótum, hafði sýnt kaupum á stöðinni áhuga. A fundinum kom fram mikill áhugi á því að Fiskeldi Eyjaljarðar hf. hefji matfiskeldi í Þorlákshöfn og af því gæti orðið strax eftir næstu áramót með þá fiska sem stöðin á nú. A fundinum var sam- þykkt tillaga þar sem stjórninni er veitt heimild að auka hlutafé í fyr^ irtækinu um 135 milljónir króna. I því skyni verður einnig ieitað til nýrra hluthafa sem og þcirra sem fyrir eru. „Farið var yfir stöðu fyrirtækis- ins á fundinum og haldið á Hjalt- eyri og Dalvík þar sem fyrirtækið rekur Iúðueldisstöðvar og hluthöf- um og áhugasömum aðiium var sýnt það sem þar fer fram. Okkur miðar alltaf fram á við í lúðucld- inu og crum bjartsýnir á aö fijót- lega verói hafin framleiðsla á miklum fjölda seiða. Rannsókn- irnar á fiskinum á Dalvík sem staðið hafa í þrjú ár eru farnar að skila árangri en þar höl'um vió verið meó klakfiskrannsóknir í samvinnu við Hafrannsóknar- stofnunina í Bergen og Háskólann í Gautaborg. Þeir þrír hópar fiska sem vió erum með þar eru farnir að hrygna á mismunandi tímum árs. Hrygningin er hafin núna, um fjórum mánuðum fyrr en vcnju- „Heyin eru því miður ekki eins kraftmikil og menn voru að von- ast eftir, það eru rétt um 2 kg. í fóðureiningu,“ segir Benedikt Björgvinsson ráðunautur á Kópaskeri. Hann telur bændur á sínu svæði vel birga af heyjum en ásetningsskýrslur hafa þó ekki borist enn. Fyrir dyrum standa kosningar á fulltrúum Búnaðarsambands N,- Þing. á búnaðarþing sem haldið vcrður laugardaginn 26. nóv. Kosningin er óhlutbundin. „Það eru margir að velta fyrir sér hvað tekur við að loknum búvörusantn- ingi sem rennur út á mióju næsta kjörtímabili. Menn hafa áhuga á að heyra hvaö frambjóðendur flokkanna ætla að leggja til, enda hafa þingmenn verið nokkuó dug- legir að heimsækja okkur. Sutnir hafa einnig verið duglegir að koma þó langt væri í kosningar," sagði Benedikt, aöpurður hvaó efst væri á döfinni hjá bændum um þessar mundir. Gríðarlega mikil skerðing hefur legt er. Við crum því kömnir með hrygnandi fisk stóran hluta ársins. Það er mikilvægt atriði að geta stjórnað hrygningunni en það ger- ir okkur kleift að vinna aó rann- sóknum og framlciða seiöi mestan hluta ársins í staö takmarkaðs tíma. Þessi árangur lækkar fram- leiðslukostnaóinn í seiðafram- leiðslunni verulega,“segir Ólafur Halldórsson, framkvæmdastjóri Fiskeldis Eyjafjarðar hf. Gott samstarf hefur verið við Lýsi hf. í Hafnarfirði og Raunvís- indastofnun Háskóla íslands um seiðaframleiósluna og startfóðrun Iirfanna, þ.e. að búa til fyrsta fóðr- ið fyrir seióin. Mikil ánægja er með þetta samstarf og er það einnig aó skila umtalsveróum ár- angri. „Meiri þekking og kunnátta sem fylgir í kjöllarið mcð aukinni reynslu, fer að skila okkur aukn- um árangri og því er nú stefnt að því að hefja matfiskcldi. Mikil- vægt er aó byrja eldið sern fyrst því á því sviði eigum viö mest ólært. Okkar áætlanir, sem og Norðmanna, gera ráð fyrir að frá því aó seiðið cru 3 til 5 grömrn og þangað til það er um 5 kg matfisk- ur á borði ncytandans líði um þrjú ár,“ segir Ólafur Halldórsson. Hluthafar í Fiskcldi Eyjafjarðar hf. eru 63 talsins, og hlutafc sam- tals 105 milljónir króna en tíu stærstu hluthafarnir eru Byggða- stofnun, Útgerðarfélag Akureyr- inga hf„ Hafrannsóknarstofnun, Akureyrarbær, Arnarneshreppur, Umbúðamiðstöðin hf„ Samherji hf„ Kaupfélag Eyfirðinga, Iðnþró- unarfélag Eyjafjarðar hf. og DNG hf. GG orðið á framleióslurétti á svæðinu síðustu árin, en nær eingöngu er um fjárbúskap að ræóa í Norður- sýslunni. „Það hefur kannski bjargað svolitlu aó atvinnuástand hefur verió gott í þorpunum og fólk sem hel'ur aðstöóu til fær einnig vinnu við slátrun og fleira hjá fiskeldisstöðvunum Rifósi og Silfurstjörnunni. Talsverður hópur fólks vinnur alfarið hjá fiskeldis- stöðvunum auk aukafólksins sem kemur til íhlaupavinnu. Við höf- urn verið heppin hvað það er mikil atvinna hér, þó þctta séu ekki allt hálaunastörf,“ sagði Bcnedikt. Varðandi aukabúgreinar á svæðinu sagði hann að allmargir hefðu skapað sér einhverja vinnu viö ferðaþjónustu, en það taki all- ar nýjar atvinnugreinar einhvern tíma að skila hagnaði. „Menn reyna að bera sig vel, enda hjálpar of mikill barlómur ekki. Auövitað finna menn verulega fyrir sam- drættinum, sérstaklega í fyrra og svo aftur núna. Milli áranna ’92- ’93 var 20% skerðing, milli ’93- ’94 var rúmlega 9% skerðing og Fyrr í vikunni hófst all merkileg framleiðsla hjá Plastiðjunni Bjargi á Akureyri. Um er að ræða krossa með lýsingu fyrir Kirkjugarða Reykjavíkur sem settir eru á Ieiði fyrir jólin. Fyrir þessi jól er búið að panta 2000 krossa sem þurfa að vera tilbún- ir fyrir næstu helgi, en þá er fyrsti sunnudagur í aðventu. „Hugmyndin og hönnunin eru þróaðar hér innanhúss, teikningin er útfæró hjá Sveini Björnssyni hjá Blikk- og tækniþjónustunni á Akureyri og mótió, sem vegur um hálft tonn, er einnig smíðað á Ak- ureyri, hjá vélsmiðjunni Asverk, sem er nýjung því til þessa hefur það aóeins verió hægt erlendis," núna er skerðing um tæplega 3%. Ráðstöfunartekjurnar minnka hlutfallslega meira en bruttótekj- urnar þar sem fastir kostnaöarliðir minnka ekki allir með tninnkandi framleiðslu. En frá náttúrunnar hendi voru ágætar aðstæður til búskapar núna, gott sprettusumar og dilkar rneð þyngsta móti,“ sagði Bene- dikt. IM Um helgina setjast sveitarstjórn- armenn á Norðurlandi vestra á skólabekk á Blönduósi. Um er að ræða námskeið hjá Rekstri og ráðgjöf fyrir nýliða í sveitar- stjórnum, en slík námskeið eru jafnan haldin í kjölfar sveitar- stjórnarkosninga. Ágæt þátttaka er á námskeió- sagöi Davíð Jóhannsson, mark- aðsstjóri Plastiðjunnar Bjargs. Forsagan er sú að fyrir um 2 mánuóum hafði rafverktaki í Reykjavík, Kristján Jóhannesson, samband við Davíð og vildi fá Plastiðjuna Bjarg til að annast verkið. „Þetta hefur tekið talsvert á taugarnar, þurfti að gerast í nokkrum ílýti og vió vorum því í dálítilli tímapressu. Nú þegar þetta er komið af stað erum við tiltölu- lega ánægðir með okkur og mörg- um tonnum létt af hjartanu,“ sagði Davíð. Fyrstu krossarnir komu úr vél- inni þann 16. þessa mánaðar og þurfa að vera komnir með ljósi í Kirkjugarða Reykjavíkur annan sunnudag. Um tvær mínútur tekur að framleiða hvern kross og þá á eftir að líma hann saman og ganga frá honum. Davíð bjóst vió að krossarnir færu víðar á næstu ár- um, en sölumálin eru ekki í hönd- um Plastiðjunar Bjargs heldur ein- ungis framleióslan. Hins vegar eru uppi áform um dreifingu um allt land og jafnvel erlendis. Krossarnir eru steyptir í tvennu lagi og eru að sögn Davíðs afar nákvæm smíð. Samsetningin er síóan hentung starf fyrir starfsfólk Plastiðjunnar, sem flest er öryr- kjar. Tveir nienn sjá um að vera við vélina sem steypir krossana og 4-6 verða við samsetningu og frá- gang. Fleira á döfínni Þaó er fleira athyglisvert á döfinni þessa dagana. Megin uppistaðan í framleiðslunni eru ýmsar vörur til inu, sérstaklega úr þéttbýlissveit- arfélögunum. Tekið er á ýmsuni málurn sem varða grundvallar skipulag sveitarstjórnarmála og einnig er farið í ýmis hagnýt atriði er lúta að daglegum rekstri sveit- arfélagsins, eins og bókhald og fleira í þeim dúr. HA raflagna. „Við erum búnir að teikna rafmagnsdós sem er að fara í útboð í sambandi við mótasmíði þessa dagana og við þurfum helst að vera komnir með tilboð í móta- smíðina fyrir áramót. Þetta er mjög ánægjulegt skref þar sem fyrirtækið hefur ekki getað keypt sér mót sl. 15-20 árin. Pen- ingaskortur hefur staðið okkur fyrir þrifum því svona mót fyrir eina litla rofadós kostar um 2 milljónir,“ sagói Davíð. Hann sagði jafnframt að um nýja gerð af dós væri að ræóa sem væri hönn- uð samkvæmt óskum rafvirkja. Plastiðjan er einnig undirverk- taki fyrir hina og þessa, t.d. í sam- setningu króka fyrir DNG, og lökkun á burstum o.fl. fyrir Foldu. „Við erum að leita aó hentugri handavinnu fyrir okkar starfs- fólk,“ sagði Davíð. Starfsmenn eru 4 í fullu starfi og síðan skipta 14-16 öryrkjar með sér 7 stöóu- gildum og er fyrst og fremst verið að þjálfa fólk upp fyrir hinn al- menna vinnumarkaó. HA Ólafsfjöröur: Langur biölisti eftir læknisviötali Á fundi stjórnar heilsugæslu- stöðvarinnar á Dalvík 2. nóvem- ber sl. var tekið fyrir erindi frá Hirti Þ. Haukssyni, heilsugæslu- lækni í Olafsfirði, um aðstoð lækna á Dalvík til að stytta biðl- ista eftir læknisviðtali í Ólafs- firði. I brcfi Hjartar kemur fram að stjórn Hombrekku í ólafsfirði hafi samþykkt að leita eftir aðstoð lækna á Heilsugæslustöóinni á Dalvík til að „létta móttöku læknis á Ólafsfirði þar sem stjómarmenn telja biðlista eftir læknisviðtali á Ólafsfirði of langan eóa allt að 7 daga.“ Stjórn Heilsugæslustöóvarinnar á Dalvík lét bóka eftirfarandi um þetta mál: „Stjórn Heilsugæslu- stöðvar Dalvíkur samþykkir í samráði viö starfsfólk að bjóða að sjúklingum af téðum biðlista verði vísað til læknismeðferðar á Dal- vík, sem hægt yrði að veita sam- dægurs eóa daginn eftir.“ óþh Framleiðsluskerðing sauðfjárbænda í N.-Þingeyjarsýslu um 32% á örfáum misserum: „Erum heppin hvað atvinna á svæðinu er mikil“ - segir Benedikt Björgvinsson, ráðunautur á Kópaskeri Sveitarstjórnarmenn á skólabekk

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.