Dagur - 19.11.1994, Blaðsíða 9

Dagur - 19.11.1994, Blaðsíða 9
Laugardagur 19. nóvember 1994 - DAGUR - 9 að nýta þær eins og hverja aðra auðlind en það skiptir auðvitað öllu að skenima ekki gróðurinn,“ sagði Ásta. Lokaðar dyr Það var svo fyrir rúmu ári sem sú hugmynd kviknaði að nýta þessa þekkingu André, scm lengi hafði búið til krem og fleiri vörur úr jurtum, til að skapa atvinnu fyrir hann og Ástu. Þá voru þau bæði á atvinnuleysiskrá en nú hafa þau vinnu vió Purity Herbs og hafa þegar ráðið tvo starfsmenn. André og Ásta sögðust hafa mætt stuðningi og velvild Ijölda fólks á þessu ári, sem þau hafa unnið að stofnun fyrirtækisins, en nánast hvergi hafi vcrið fjármagn að fá. Það hafi verið ótrúlega lok- aóar allar dyr þegar að því kom að leita styrkja vegna þessa nýsköp- unarverkefnis einmitt þegar þau atvinnulaus hafi verið að reyna að skapa sér vinnu. Þau fcngu þó 150.000 króna styrk úr svo köll- uðum Jóhönnusjóði, sem Jóhanna Sigurðardóttir kom á fót. Þessi styrkur passaði til að greiða hönn- un á vörumcrki fyrirtækisins, að- eins hönnunina á merkinu ekkert annaó. Ásta sótti námskeió hjá Iðnþró- unarfélagi Eyjafjaröar um rekstur smáfyrirtækja og í kjölfar þess fékk hún 150.000 króna styrk og að halda atvinnuleysisbótunum í sex mánuði til vióbótar, um aðra tjárhagslega fyrirgreiðslu var ekki að ræða. Hins vegar voru öll þau gjöld Þau eru mörg handtökin sem þarf áður en tága- mura, túnfífill, birki, hvít- smári, haugarfi, maríu- stakkur, blóðberg, einir, lyfjagras og fleiri systkini þeirra úr gróðurríki íslands verða að hágæða snyrti- vörum. Eins og skot „Margir þjást af mígreni og höfuð- verk. Þetta krem hjálpar til að létta þessar þjáningar. Nuddist lauslega í litlu magni á gagn- augun þar til krem- ið er horfið." Vöðvakrem „Krem sem nærir vöðv- ana. Gengur hægt en djúpt í húðina og undir- býr vöðvana fyrir átök. Jurtimar sem eru notað- ar hafa uppbyggjandi og slakandi áhrif. Sumar þeirra erta og hita húð- ina og auka blóóstreymi til hennar. Auk þess eru notaóar plöntur sem vemda og styrkja húð- ina og verja hana gegn ýmsum kvillum. Ásta, André og Böðvar Jónsson apótekari í Ak- ureyrarapóteki, en það var einmitt velvilji Böðvars sem reið baggamuninn. Það kemur í hlut Ástu að koma snyrtivörunum í hillur verslana, hér hafa þær fengið sinn sess í hillum Akureyrarapóteks og Ásta er að vonum hin kátasta með gang mála. scm lögð eru á fyrirtæki á íslandi fljót að banka á dyr Purity Hcrbs fyrirtækisins þegar það var orðió að vcruleika. í Akureyrarapótek Það var í raun röð tilviljana sem ýtti Purity Herbs boltanum af stað Ásta gaf konu krem frá André til aö bera á barnið sitt sent þjáðist af exenti. Hún reyndist vera dóttir Böðvars Jónssonar, apótckara í Akurcyrarapóteki. Hann sýndi kreminu strax áhuga og hvatti André til að framleiða krcm fyrir alntcnnan markað. „Hann bauð okkur aðstöóu í Apótckinu til að vinna krcmin og það var svo sannarlega einstakt og höfðinglegt tilboð, sem skipti sköpum fyrir okkur, þá fór boltinn að rúlla,“ sagði Ásta. 100% náttúrulegt grunnkrem „Það tók svo mánuði að leita hjá fyrirtækjum víðsvegar um heim inn að rétta grunnkreminu í snyrti vörurnar. Ég vildi hafa það algjör lega náttúrulegt án efnafræðilegr; rotvarnar- eða bindiefna. Þett; grunnkrent reyndist ekki vera til En fyrirtæki í Belgíu ákvað að reyna að framleiða það fyrir okk- ur. Að nokkrum mánuðum liönum tóks þeint þaó og nú framleiðii þctta fyrirtæki kremið eingöngt fyrir fyrirtækið okkar, Puritj Herbs,“ sagði André. Frábær viðbrögð „I vor keyptum við eitt tonn al glcrkrukkum, bárum þær hér inn hús og fórum svo til Djúpavogs Þar vann André við þjálfun í sum- ar og við týndum jurtir hvern ein- asta dag. I haust hófst svo fram- leiðslan og fyrir tíu dögum kom varan á ntarkað. Nú þegar höfum vió fengið pantanir frá Heilsuhús- inu í Reykjavík og Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli og móttökurn- ar eru ótrúlega góðar,“ sagði Ásta. André og Ásta eru nú að mark- aðssetja snyrtivörumar hér á landi en á Ákureyri fást þær í Akureyr- arapóteki og Galleríinu í Sunnu- hlíð, auk þcss verða þær seldar í heimakynningum. „Við ætlum fyrst og fremst að frantleiða l'yrir íslenskan markað en nafn fyrirtækisins Purety Herbs var þó að hluta til valið til að auð- veld hugsanlega markaðssetningu erlendis einhvem tímann í ófyrir- séðri framtíð. Við trúum því að vörur sem byggja á hreinni afuró íslenskra heiða og dala eigi fullt erindi á rnarkað hvar sem er,“ sögðu André og Ásta. KLJ Undrakrem „Yfir tuttugu sér- valdar jurtir eru notaðar í þetta krem. Frábært krem sem allir ættu að eiga. Hefur sérstök áhrif á þurra húð, sár, bruna, kláða og aðra húðertingu." háar vexti en borðið alls staðar jafn hátt. Það má heldur ekki gleyrna því aó mannskepnan er mismunandi vel af Guói gerð, þannig að líkant- leg vandamál veróa hjá sumum til á miklu lcngri tínta en hjá öðrum. Ekki má heldur gleyma hrcyfing- arleysi utan vinnutíma, en allfestir setjast inn í bíl aó loknum erfiðum vinnudegi og aka heim í stað þess t.d. að ganga eóa hjóla. Að kvöld- verði loknunt er svo sest fyrir frantan sjónvarpið. Fólk gerir oft ekkert í því að losa unt þá spennu sent safnast fyrir. Reynslan segir manni hins vegar að það eru vinnustaðir eins og frystihús og rækjuverksmiðjur sem framleiða vöðvabólgusjúklinga. Ég fæ flesta ntína sjúklinga þaöan enda eru þetta yfirleitt stærstu vinnustaðirn- ir í útgerðarbæjum eins og Dal- vík,“ segir Guðmundur Jónsson, sjúkraþjálfari. Guðmundur segir að strax í upphafi hafi verið miklu meira en nóg að gera á stofunni hjá honum og hann varla haft undan að sinna verkefnum cn segist vona að þeg- ar kona hans verði cinnig kornin til starfa ráði þau með sæmilegum hætti við verkefnin. Þá nýtist tím- inn einnig betur þcgar ekki þarf að aka til vinnu milli Akureyrar og Dalvíkur. GG Konur sem hafa fengið krabbamein í brjóst - hittast á mánudagskvöldið A ntánudagskvöldið verður hald- inn fræðslufundur í húsakynnum Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis, í Glcrárgötu á Akur- eyri, fyrir konur sent hala fengið krabbamein í brjóst. Að sögn Halldóru Bjarnadóttur framkvæmdarstjóra hjá Krabba- meinsfclaginu væntir hún þess að þcssi fundur verði upphafið að frekara samstarfi og samhjálp í fyrsta lagi ntilli kvennanna sent mynda þennan hóp og í öðru lagi ntilli þeirra og Krabbameinsfé- lagsins. Samkvæmt upplýsingum Krabbameinfélagsins fær tólfta hver kona brjóstakrabbamcin og því er hópurinn stór sem á við þcnnan sjúkdóm að stríða. Brjóstakrabbamein cr nálega fjórðungur af öllurn krabbameins- tilfellum hér á landi. Halldóra Bjarnadóttir hvetur allar konur sem hafa fengiö krabbamein í brjóst, bæði konur sem hafa fengið sjúkdóminn ný- lega og konur sem hafa yfirstigið sjúkdóntinn til að koma og hittast og miðla hvor annarri af eigin reynslu. „í fyrsta lagi verður flutt ntjög athyglisvert fræðsluerindi á fund- inunt á mánudaginn en auk þess ætlum við að kynna þá starfsemi sem fram fer hjá Krabbameinsfé- laginu Viö viljunt benda konum sem hafa fengið þennan sjúkdónt á að það cr opin leið að hafa sam- band við okkur til að leita upplýs- inga og aðstoðar,“ sagði Halldóra. I sumar tók Brynja Óskarsdótt- ir, félagsráógjafi, til starfa hjá Krabbameinsfélaginu og vill hún bjóða konur sem hafa fengið krabbamein í brjóst og fjölskyldur þeirra sérstaklega velkomnar. „Það cr alltaf ntikið áfall fyrir alla í fjölskyldunni þegar kona fær krabbamein í brjóst og það getur skipt sköpum að fá örlitla aðstoð. Ég get sótt fjölskyldur heim eða tekið á móti þeini hér, hvort scnt er einum einstakling úr fjölskyld- „Allar konur ættu að skoða brjóstin viku eftir tíðir, það á að vera fóst regla í lífi hverrar konu,“ segir Halldóra Bjarnadóttir hjúkrunar- fræðingur hjá Krabbamcinsfclag- inu. unni eða öllunt fjölskyldumeólim- um. Ég get nefnt það sem dæmi aö unglingur sem á móðir sem fær brjóstakrabbamein getur átt mjög erfitt og þá er nauðsynlegt að hann fái aðstoð til að vinna með eigin tilfinnigar en þær séu ekki dæmdar sem einhverskonar ung- lingavandamál. Eiginntenn þurfa líka á upplýsingum og stuðningi að halda og ég vil benda á að hér ríkir algjör trúnaóur," sagói Brynja. Halldóra vildi undirstrika að starfsfólk Krabbanteinsfélagsins væri bundið þagnareiði eins og annað starfsfólk í heilsugæslu og að hjá Krabbanteinsfélaginu væru ekki varðveitt nein gögn um ein- staklinga. Hinsvegar hefði starfs- fólkið á takteinunum allar hugsan- legar upplýsingar um leiðir og lausnir í santbandi við það ferli sem konur með krabbamein þurfa að ganga í gegnum. Það cr Yvette Lau hollenskur sjúkraþjálfari sem starfar á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri sent ætlar að halda fyrirlestur fyrir konur sem hafa fengið krabba- mein í brjóst á ntánudagskvöldið. Yvette ætlar að kynna hvernig megi bregóst við bjúg á handlegg, unt sogæðanudd og annaó sem kemur konum sem misst hafa brjóst að gagni. Yvette segir mjög nauðsynlegt að allar konur sem eru í þessari stöðu átti sig á hvem- ig best er að bregðast við bjúg á handlegg og einmitt það að bregð- ast strax við þeint vanda sé mjög mikilvægt. „Konur sem misst hafa brjóst og fá bjúg eru í algjörum forgangi hjá okkur, því fyrr sem þær koma til rnín í meðferó því betra,“ sagði Yvette. Hún benti á að það væri mikilvægt tækifæri fyrir allar konur sem hefðu fengið brjóstakabbamein að sækja þenn- an fund og vonaðist til að sent flestar konur á Norðurlandi sæju sér fært að mæta. KLJ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.