Dagur - 19.11.1994, Blaðsíða 10

Dagur - 19.11.1994, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 19. nóvember 1994 Sendið vinum % og vandamönnum erlendis l gómsœta <0> (0) i^i <$> 0) Z KEA hangikjötið t um jólin Sendingaþjónusta Byggðavegi sími 30377 3Jp IHD í$j i® i$i i® iJj [01 35 i$id^ iffi *SD e® 28. ágúst voru gefin saman í hjónaband í Glerárkirkju af séra Gunnlaugi Garðarssyni brúö- hjónin Brynja Hcrgcirsdóttir og Sigmar Steingrímsson. Heimili þeirra er Keilusíða lOd, Akureyri. Ljósmynd: Norðurmynd/Ásgrímur verður spiluð í Hamri, félagsheimili Þórs, surmudagirm 20. nóvember kl. 20.00. Veglegir vinningar. Allir velkomnir. Hamar Sími12080 Kiwanisskákmótið 1994: Keppendur 98 í átta aldursflokkum Kiwanisskákmótið fór frani laugardaginn 12. nóvember sl. í Lundarskóla og voru keppend- ur 98 í átta aldurshópum. Mótið er orðið árlegur viðburður í skáklífinu á Akureyri en rétt til þátttöku eiga allir grunnskóla- nemendur á Akureyri. Það er Kiwanisklúbburinn Kaldbakur á Akureyri sem heldur mótið, veitir verðlaun til þeirra þriggja sem efstir verða í hvejum aldurshópi auk þess sem allir þátt- takendur fá viðurkenningarskjal vegna þátttökunnar. GG ÚRSLIT: 9-10 bckkur: Loftur Baldvinsson, Gagnfræðaskóli Ak. 6,5 Björn Finnbogason, Gagnfræðaskóli Ak. 6,0 Davíð Stefánsson, Gagnfræðaskóli Ak. 5,0 8. bekkur: Eðvarð Eðvarósson, Glerárskóli 3,5 Heimir Örn Jóhannesson, Gagnfræðaskóli Ak. 3,0 Karl Helgason, Glerárskóli 2,5 7. bckkur: Sverrir Arnarsson, Lundarskóli 6,0 Gunnar Valur Gunnarsson, Lundarskóli 5,0 Eggert Gunnarss., Barnaskóli Ak. 5,0 6. bckkur: Arni Már Haróars., Barnaskóli Ak. 6,0 Arnar Þór Sæþórsson, Lundarskóli 5,0 Atli Þór Ragnarss., Barnaskóli Ak. 5,0 5. bekkur: Halldór B. Halldórss., Lundarskóli 6,0 Páll Óskar Kristjánsson, Barnaskóli Ak. 5,5 Gunnar Þórir Björnsson, Barnaskóli Ak. 5,5 ,Á hann nokkurt svar cf ég lcik biskupnum til F5?“ í skagfírskum Sigurvcgarar í 5. bckk ásamt forsvarsmönnum mótshaldsins. F.v. Halldór B. Halldórsson scm varð í l.sæti, Páll Óskar Kristjánsson í 2. sæti og Gunnar Þórir Björnsson í 3. sæti. 4. bckkur: Gunnar Ingi Valdimarsson, Oddeyrarskóli 8,5 Jón Ámi Steingrímss., Lundarskóli 8,0 Árni Þór Sigtryggsson .Glerárskóli 6,5 1-3. bckkur: Jón Ingi Hallgrímsson, Barnaskóli Ak. 7,0 Matthías Arnaldsson, Barnaskóli Ak. 6,0 Ægir Garðarsson, Glerárskóli 5,0 Stúlknaflokkur: Þórhildur Kristjánsd., Glerárskóli 7,0 Stella Christensen, Barnaskóli Ak. 6,0 Anna Kr. Þórhallsdóttir, Barnaskóli Ak. 4,5 Stúlkum sem sífellt fjölgandi á Kiwanisskákmótinu. Leikfélag Sauðárkróks frumsýndi fyrra verkefni sitt á yfirstandandi starfsári miðvikudaginn 16. nóvem- ber. Þaö er barnaleikritió Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjörn Egner. Leikstjóri er Einar Þorbergsson og sviðsmynd eftir Gunnar Má Ingólfs- son. Það er ætíð þakkarefni, að leikfé- lög setji upp verk við hæfi yngstu kynslóðarinnar. Svo ríkur þáttur sem leikhúsið cr í menningu þjóöarinnar, má ekki láta undir höfuð leggjast, að þjóna einnig þeim, scm upprennandi cru og taka eiga við því merki, sem haldið er uppi af þeim, sem nú starfa að leiklist. Hinir ungu að árum eru leikhúsunnendur framtíðarinnar. Þá þarf að laóa að leiklistinni jafnt áhorf- endur sem þátttakendur. Fátt er hent- ugra í þessu augnamiói, en að flytja verk, sem höfða til barna og unglinga. Það er jákvæð viðleitni til þess að tryggja framgang starfsins á komandi árum og áratugum. Uppsetning Leikfélags Sauðár- króks á Dýrunum í Hálsaskógi er á margan veg metnaðarfull og vel unn- in. Þar ber hátt sviðsmynd Gunnars Más Ingólfssonar, sem er haglega hönnuð og nýtir vel svió Bifrastar, fé- lagsheimilisins á Sauðárkróki. Sviðs- myndinni er að mestu komió fyrir á snúanlegum palli. Þetta fyrirkomulag gefur kost á fljótlegum, fjölbreyttum sviðskiptum. Form og litir eru vel við hæfi og njóta sín skemmtilega í lýs- ingunni, sem er í höndum Atla Þor- bergssonar og Ama Bjömssonar. Leikstjórinn, Einar Þorbergsson, hefur aö mörgu lcyti unnið verk sitt vel. Hreyfing er yfirleitt góð á sviðinu og notkun svalanna meðfram áhorfendasvæðinu kcmur vel út. Því miður koma fyrir heldur stöö atriði, þar sem einstakir flytjendur eru of kyrrstæðir og vandræðalegir og virð- ast einna helst bíða þess, að aftur komi aó þeim að gera eða segja eitthvað. Þessa gætti hvað mcst í nokkrum hópsenum, en henti einnig víðar. Að hluta má væntanlega um kenna talsveróum þrengslum á svið- inu. Takmarkanir þess, til dæmis hvað lofthæð snerti, gerðu einnig nokkur atriði torveld úrlausnar. Ekki er auðséð hvaða lausnir hefðu verið betri þeim, sem notaðar voru, þó þær kæmu ekki alveg nógu vel út. Tónlistarflutningur er ein sterkasta hlið uppsetningar Leikfélags Sauðár- króks á Dýrunum í Hálsaskógi. Þar á Hilmar Sverrisson, tónlistarstjóri verksins, stærstan hlut að máli. Hann Ieikur undir á píanó á sýningum og gerir það á líflegan og fjörlegan hátt og styður söng flytjendanna á sviðinu. Að sjálfsögðu eru raddir misgóðar til söngs, en í sem næst öllum tilfellum hefur vel tekist að ná vióeigandi blæ. LEIKLIST HAUKURÁCÚSTSSON SKRIFAR Hann skiptir höfuðmáli í verki sem þessu, þar sem ekki er stefnt að fagur- söng, heldur túlkun, sem fellur að per- sónunni, sem í hlut á. Kristján Gíslason fer með hlutverk Mikka refs. Hann á verulega góða spretti, ekki síst í sungnum atriðum og nær iðulega góðu sambandi við áhorf- endur. Persónusköpun hans er talsvert vel samfelld og fas hans almennt í góðu samræmi við skolla gamla. Lilla klifurmús leikur Páll Frið- riksson. Hann er lipurlegur og fjörleg- ur í hlutverki sínu og nær góðu sam- bandi við áhorfendur. Söngur hans og fas fellur vel að persónunni. Samleik- ur Páls og Kristjáns er almennt vel unninn og iðulega skoplegur. Marteinn skógarmús er leikinn af Styrmi Gíslasyni. Hann er nokkuð mistækur í hlutverki sínu: Gerir ióu- lega vel, en er ekki alveg nógu lífleg- ur í nokkrum tilfellum. I hlutverki Bangsamömmu er Halldóra Helga- dóttir. Hún gerir vel og skapar skemmtilega pesónu. Hið sama er um Kristján Örn Kristjánsson í hlutverki Hérastubbs bakara. Sérlega vel tekst honum í sungnum atriðum. Pálmi Helgason í hlutverki Bangsapabba á góða hluta, en er tæplega nógu sam- felldur í túlkun sinni. I Dýrunum í Hálsaskógi er mikill fjöldi smárra hlutverka, sem hér yrói of langt aó telja. Ymsir geróu vel, svo sem María Gréta Ólafsdóttir í hlut- verki Húsamúsarinnar og ekki síst þau Elva Björk Guómundsdóttir og Gunn- ar Bragi Sveinsson í hlutverkum Kon- unnar og Mannsins, en þau sýndu verulega skemmtilega takta í persónu- sköpun sinni. Aðrir voru margir hverj- ir ekki nógu vel með í því, sem fram fór. Þeim hefói leikstjóri mátt sinna betur og nýta þá til þess að skapa meiri hreyfingu og líf til dæmis í hóp- senum. Hinir ungu áhorfendur í salnum í Birfröst virtust skemmta sér vcl og fylgjast af áhuga með því, sem fram fór á sviðinu. Þeir svöruðu þeim spurningum, sem til þeirra var beint og tóku þannig þátt í ævintýrinu í skóginum, sem töfraður hafði verið fram í svipsmyndinni. Til ungu kyn- slóðarinnar er höfóaó með sýningunni og til hennar er náð. Það er vel. Leiðrétting í Degi í gær var farið rangrmeð nafn eins þriggja listamannanna sem opna myndlistarsýningu í Listhúsinu Þingi í dag. Hann heitir Jóhann Nói Ingimarsson en ekki Jóhann Óli eins og misritaðist í blaðinu. Beðist er velviröingar á þessuni mistökum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.