Dagur - 19.11.1994, Blaðsíða 12

Dagur - 19.11.1994, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - Laugardagur 19. nóvember 1994 Starfsfólk Icikskóla á Akureyri hlýðir á fræðsluerindi Rögnu Lóu á Lcikskólanum Flúðum. Ragna Lóa lcikskólakcnnari. 10 mínútur á dag „Nú stendur yfir í Bretlandi mjög merkileg rannsókn á hreyfingu bama og áhrifum hreyfingarleysis á hjartaö. I þessari rannsókn kom í ljós aö yfir 95% barna ná ekki nauð- synlegri lágmarks hreyfingu sem er markviss hreyfing í 10 mínútur á dag. Eg hvet foreldra til að hugsa sinn gang og hreyfa sig meö bömunum sínum. Hver og einn verður að velta því fyrir sér hvort bamið hans fái lágmarkshreyfingu á hverjum degi. Foreldrar verða að hreyfa sig með bömunum sínum, ekki fara í heita pottinn í sundlauginni heldur hreyfa sig með bömunum." - Er þetta eitt af vandamálum nú- tíma þjóðfélagsmynsturs? ,Já, reynslan sýnir aó dagamir líða án þess að böm hreyfi sig. Alla þessa virku daga eru bömin keyrð frá einum dyrum að öðrum. Tímam- ir hafa svo sannarlega breyst hratt og það er staðreynd að börn í dag kunna mjög fá útileiki sem krefjast hreyfingar og fara því eðlilega ekki í þá.“ Hver kennir þeim? „Eldri böm kenna ekki þeim yngri því þau kunna ekki heldur leikina. Einhvers staðar er týndur hlekkur og þess vegna er það okkar fullorðna fólksins að byrja upp á nýtt, kenna ungu bömunum leiki og hjálpa þeim aö átta sig á því hvað frjáls hreyfing er nausynleg og skemmtileg þannig að þegar þau stálpast geti þau kennt sér yngri krökkum,“ sagði Ragna Lóa. " KLJ Fær bantið þitt lágmarks hreyfingu? hald eða þor til að ná lágmarkshrcyf- ingu á hverjum degi. Eg hvet starfs- fólk leikskólanna til að hreyfa sig með bömunum fara í leiki og vinna markvisst með þeim í útivistinni." Það verður að nýta útivistartíma leikskólanna betur „Surnir leikskólar hafa einnig tæki- færi til að auka leiki sem byggja á hreyfingu inni en það er útivistar- tíminn fyrst og fremst sem ég tel nauðsynlegt að nýta betur. Börn nú- tímans kunna yfirleitt mjög fáa úti- leiki og til að bæta úr því er nauð- synlegt að þeir sem fullorðnir em kenni þeim leiki. Þaö hefur enginn gaman af því aó fara í fjörugan leik úti sem veit ekki einu sinni aó hann er til! Þess vegna er nauðsynlegt að leikskólakennarar nýti útivistartím- ann markvisst til að fara rneð böm- unum í leiki og kenna þeim ýmis konar leiki sem byggja á hreyfingu. Mér finnst starfsfólk leikskóla hér á Akureyri hafa tekið sérstaklega vel í þetta og ég vona svo sannarlega að á lóðum leikskólanna í bænum verði líf og fjör í vetur.“ Foreldrar þurfa að hreyfa sig með börnunum sínum - En ef við snúurn okkur nú að for- eldrum, hvaóa ráð viltu gefa þeim? „Allir foreldrar ættu að velta því fyrir sér hvort barnið þcirra fái næga hreyfingu á hverjum degi. Eg vil benda foreldrum á það til dæmis að hvert bam veróur að fá lágmarks áreiti á hjartavöðvann á hverjum einasta degi til að hann þroskist. Ef aldrei reynir á hjartavöðvann, hvcrj- ar verða þá afleiðingamar?" 'íWg6 KörlufeiuitMsdeildar Þórs Ú Úþróííahöílinni Sunnudaginn 20. nóuember ki 16.00 Úmal glœsilep uinningn íra Radiónausí 28" Samsung síereo sjónuarp, hljómÍŒfejasamsíœða, GSm farsími, myndbandsuppíöfeuDéÍ, saumauél, myndbandsÍŒfei og margí margí fleira. Vinningar uerða íil sýnis í Radiónausí 14. nóu, íil 19, nóu, , VCCrtÓh Iw UV Kynnir verður Karl E. Pálsson, WW^V útvarpsmaður. Markmið með hreyfingu er: - aó efla hjá bömum alhlióa líkamsþroska og gera þau meóvitaöri um lík- ama sinn. - aö auka samhæfingu augna og handa - aó efla félagsþroska, vitsmunaþroska og sjálfsmynd - aö auka sköpunargáfu, frumkvæói - aó auka viö hugtakaskilning og rúmskynjun - aó auka þol, þrek, styrk og lióleika - aö auka gleði og vellíðan meó því aö reyna á sig líkamlega - aö auka hreyfifæmi ag heilbrigói Úr bæklingnum: Hreyfing til frambúöar. Ragna Lóa leikskólakennari starfar hjá íþróttasambandi ís- lands að átaki sem nefnist „Hreyf- ing til frambúðar.“ Með átakinu hefur verið skorin upp herör gegn hreyfingarleysi barna í nútíma- þjóðfélagi. Ragna Lóa sækir heim leik- skóla víðs vegar um landið og fræðir starfsfólk þeirra um nauð- syn þess að börn fái næga hreyf- ingu og bendir á leiðir til að svo megi verða. í vikunni hélt Ragna Lóa fyrirlestra í leikskólum á Ak- ureyri og að hennar sögn voru við- brögð starfsmanna leikskólanna þar einstaklega jákvæð. En það að börn fái næga hreyf- ingu er sannarlega ekki fyrst og fremst mál leikskólanna. Ábyrgðin er, númer eitt, okkar foreldra barnanna sem haldið er á út í bfl og úr bflnum og inn á leikskólann dag hvern. Blaðamaður Dags hitti Rögnu Lóu að máli og fékk aó heyra nokkra fróðleiksmola og hvatningar- orð úr fyrirlcstri hennar. „Þetta átak, „Hreyfing til fram- búðar“, hófst í sumar og markmiðið er að hvetja og styðja starfsfólk á leikskólunt til að auka hreyfingu bamanna á meðan þau dvelja þar og benda á leiðir til úrbóta." - Hreyfa böm á leikskólaaldri sig sem sagt of lítið? ,dá, því miður, það eru fleiri og fleiri böm scm greinast með lélega hreyfifæmi og skerta afkastagetu. Þau hafa hvorki þol né þrek til að hreyfa sig. Hreyfifæmi er undirstaða fjölmargra annarra þátta í þroskaferli einstaklingsins og því er slök hreyfi- fæmi eitthvað sem svo sannarlega dregur dilk á eftir sér.“ Ekki setja barnið þitt framan við sjónvarpið eða tölvuna á meðan þú stundar þitt eigið trimm. Taktu barnið þitt með þér og njóttu markvissrar hreyfíngar með því. Þann- ig slærðu tvær flugur í einu höggi, átt samveru- stund með barninu þínu og gefur ykkur báðum betri heilsu. Fær barnið þitt lágmarksheyfingu á hverjum einasta degi? „Það eru margir samverkandi þættir sem valda þessari þróun. Nútíma þjóðfélag hefur einfaldlega skapað mynstur sem veldur því að flest böm ná ekki lágmarks hreyfingu dag hvem. - Hvaða leiðir bendir þú starfs- fólki leikskólanna á til úrbóta? „Eg bendi sérstaklega á útiveru barnanna sem ég tel að sé stórlega vannýttur tírni á leikskólum. Það er stór hópur bama á hverjum leikskóla sern hreyfir sig ekki af sjálfsdáðum í útivistinni. Þeim börnum líður illa í útivistinni, þau hafa ekki þrek, út- A - --- ==fr Leiðalýsing St. Georgsgildið stendur fyrir leióalýsingu í kirkju- garðinum eins og undanfarin ár. Tekió á móti pönt- unum í símum 22625 og 21093 fram til laugardags- ins 10. des. Verð á krossi er kr. 1200. Þeir sem vilja hætta tilkynni það í sömu símum. ----------------- y

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.