Dagur - 19.11.1994, Blaðsíða 8

Dagur - 19.11.1994, Blaðsíða 8
8- DAGUR - Laugardagur 19. nóvember 1994 André og Asta fram- leiða náttúrulegar íslenskar snyrtivörur Þau komu til Akureyrar fyrir rúmu ári síðan staðráðin í að í þessum fallega bæ norðursins ætluðu þau að eiga heima og ala upp börnin sín. Þau komu sér notalega fyrir í Bjarmastígnum, þar sem íslenskar jurtir, viður og kertaljós mynda ramma um heimili þeirra og barnanna þeirra fjög- urra. Þau heita André Raes og Asta Kristín Sýrusdóttir. Ásta slcit barnsskónum í Kópa- vogi en André í flæmska hluta Belgíu. Þau rugluóu saman reitum sínunt fyrir nokkrum áruni og í síðustu viku ýttu þau úr vör eigin fyrirtæki, sem er cinstakt í sinni röð. Þcirn hefur tckist aó slá margar tlugur í einu höggi, aó nýta ís- lenska auðlind, gróður landsins, að framleiða íslenska vöru sem stenst samkcppnina við erlenda og að setja á markað náttúruafurð, sem getur hjálpað fólki að ná tök- um á ýmsum kvillum. Þau hafa stofnað fyrirtækið Pu- rity Herbs eða P.H. snyrtivörur og sett á markað 26 vörutegundir allt Eitt sinn snérist líf hans og atvinna um fótbolta en nú byggist það á íslenskum jurtum. André að taka til jurtir í eina af snyrti- vörunum 26. frá augnkremi yfir í slökunarolíu. André er eins og áður sagði Belgi, atvinnumaður í fótbolta um 15 ára skeið, en þá varð hann að hætta sökum meiðsla. André hefur mikinn áhuga á að starfa sem þjálfari en þrátt fyrir mikla reynslu hefur hann ekki fengió nema takmörkuð tækifæri á því sviði hér á landi. „Ég hef fengið tækifæri til að þjálfa á Austfjörðum og það hefur verið mjög gaman en hér hefur enginn áhuga á að nýta sér reynslu rnína. Auðvitað þykir mér það miður en það að ég fékk ekki starf viö þjálfun varð hinsvegar á óbeinan liátt til þess aó við fórum að vinna að snyrtivöruframleiðsl- unni,“ sagði André Það þarf mikla þekkingu til að nýta jurtir Það cr einmitt á kunnáttu André, sem framleiðsla Purity Herbs P.H. snyrtivörur- Purity Herbs Purity Herbs er snyni- vörulína sem hentar allri Qölskyldunni. Vörurnar eru framleiddar úr líf- rænum efnum þar sem hreinleiki íslenskra jurta skipar háan sess. Grunnkremin eru laus við efnafræðileg aukaefni og hafa staðist hin ýmsu ofnæmispróf. Aðeins náttúruleg rotvamar-, ilm-, litar- og bindiefni eru notuð. Snyrtivörurn- ar hafa ekki verið próf- aðar á dýrum og fram- leiðslan er utnhverftsvæn og handunnin. snyrtivaranna byggir. Hann hafði þegar í æsku mikinn áhuga á jurt- um. I Belgíu fékk hann eitt sinn heimilisgarö til ráðstöfunar, hreinsaði allan gróður úr honum og hóf ræktun jurta í lækninga- skyni og bjó til töflur úr afurðun- um. „Það gekk nú á ýmsu til að byrja með. Ég áttaði mig ekki á því þá hve mikla kunnáttu þarf til að vinna með jurtir og stundum fengu þeir sem tóku töflurnar mín- ar, sér til heilsubótar, magakveisu eða niöurgang, en það voru aðeins byrjunarerfiðleikar,“ sagði André. Hann hélt ótrauóur áfram og aflaði sér þekkingar á jurtum jaró- ar hvar sem mögulegt var með hjálp bóka víða að úr heiminum og vísra manna. Þegar hann kom hingað til Akureyrar komst hann í kynni við Steindór Steindórsson frá Hlöðum og hann var óþreyt- andi aó veita honum upplýsingar um íslenskar jurtir og benda hon- um á heimildir unt þær. Um holt og móa að safnajurtum „Það var mikil upplifun fyrir André að geta gengið á vit ís- lenskrar náttúru og tínt sjálfur jurtir og valið þær í stað þess að kaupa þær á mörkuðum erlcndis. Þegar við André tínum jurtir umgöngumst við náttúruna af stakri viróingu og tökum aðeins þann hluta plöntunar sem við ætl- um að nota. Jurtirnar vaxa aö nýju hvert vor og okkur finnst sjálfsagt „Vinnustaðir eins og frystihús og rækjuverk- smiðjur framleiða vöðvabólgusjúklinga“ - segir Guðmundur Jónsson, sjúkraþjálfari á Dalvík Guðmundur Jónsson, sjúkraþjálf- ari, hóf'rekstur eigin sjúkraþjálf- unar í Heilsugæslustöðinni á Dal- vík í janúarmánuði 1992, en áður starfaði hann í Endurhæfingar- stöðinni í Glerárgötu á Akurcyri. Sjúkraþjálfun er fjögurra ára nám við Háskóla íslands og fyrsta árið eftir að hann útskrifaðist starfaði hann á endurhæfingarstöóinni á Bjargi. Fyrst eftir aö hann opnaði stööina á Dalvík var hann áfram búscttur á Akureyri, cn ók milli Akureyrar og Dalvíkur. Guð- mundur mun llytja starfsemina úr Heilsugæslustöðinni í nýtt og glæsilcgt húsnæöi í sundlaugar- byggingunni á Dalvík um næstu áramót. Þcgar blm. leit nýlega við hjá Guðmundi var Sigrún Frióriks- dóttir, 3ja ára Dalvíkingur, í með- ferð hjá honum en hún er fædd mcð klofinn hrygg. Börn sem þannig er ástatt fyrir þurfa reglu- lega aö leita til sjúkraþjálfara, það er þó einstaklingsbundió hversu mikió. Önnur börn sem haldin eru t.d. vöóvasjúkdómum af einhverju tagi koma kannski ekki ncma tvisvar á ári, þó e.t.v. allt að mán- uð í senn. Ánnars eru vcikindi þeirra sem leita til sjúkraþjálfara af ýmsuni toga, m.a. heftarlömum, en þeir sem bera hana koma m.a. í teygjur til aó koma í veg fyrir krcppur. Börn geta t.d. verið með vistþroska, þ.e. þau eru á eftir sín- um jafnöldrum í þroska fram eftir aldri og er þá hreyfiþroski áber- andi. Einnig verða þau á eftir í skóla en meö æfingum getur námsþroski þeirra aukist, stundum til mikilla muna. Kona Guðmund- ar, Ósk Árnadóttir, mun taka það atriði að mestu leyti á sínar herðar en hún er einnig lærður sjúkra- þjálfari. Hún hefur undanfarin ár eingöngu unnið meó börn á endur- hæfingarstöðinni á Bjargi á Akur- eyri en kemur á næstunni til með að flytja sína starfsemi til Dalvík- ur og vinna á stofunni með eigin- ntanninum. Hefur sérhæft sig í útlimum og baki „Ég hef hins vcgar reynt að sér- hæfa mig í útlimum og baki enda Guðmundur Jónsson ásamt ciginkonunni Ósk Árnadóttur, scm cinnig er lærður sjúkraþjálfári og dótturinni Bergþóru Iijörk. Sigrún Friðriksdótttir, 3ja ára, scm fæddist með klofinn hrygg, sést hcr ganga um með aðstoð sérstakra búkka. Myndir: GG eru algengustu kvillarnir vöðva- bólga, en því fylgja m.a. verkir í herðum, baki og höfuóverkur. Stærsti aldurshópurinn eru konur á aldrinum 35 til 50 ára. Orsaka- valdurinn er í langflestum tilfell- um langvarandi vinnuálag í ein- hæfri vinnu og stundum vinna t.d. nokkrir tugir kvenna við sama vinnuborð, konurnar misjafnlega

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.