Dagur - 19.11.1994, Blaðsíða 11

Dagur - 19.11.1994, Blaðsíða 11
Laugardagur 19. nóvember 1994 - DAGUR - 11 Hversu stór verður 'ann? Tvöfaldur fyrsti vinningur á laugardag! Leikfélag Dalvíkur sýnir söngleikinn Land míns föður eftir Kjartcm Ragnarsson Tónlist eftir Atla Heimi Sveinsson Leikstjóri: Kolbrún Halldórsdóttir Tónlistarstjóri: Gerrit Schuil 6. sýning laugardag 19. nóvember kl. 21 7. sýning sunnudag 20. nóvember kl. 21 8. sýning þribjudag 22. nóvember kl. 21 9. sýning föstudag 25. nóvember kl. 21 10. sýning laugardag 26. nóvember kl. 21 11. sýning sunnudag 27. nóvember kl. 15 Sýningar eru í Ungó og hefjast kl. 21 Mibasala kl. 17-19 sýningardaga í Lambhaga, sími 61900, og í Ungó eftir kl. 19 fram að sýningu Tekið við pöntunum í símsvara í sama númeri allan sólarhringinn ◄ Sigmundur Guömundsson á skrifstofu sinni. Mynd: Halldór. Útibússtjóri Landsbankans á Sauðárkróki: Mannlíf og atvinnu líf á góðu róli Sigmundur Guðmundsson er útibússtjóri Landsbankans á Sauðárkróki. Hann kom upphaf- lega frá Hofsósi og starfaði hjá Samvinnubankanum þar til hann sameinaðist Landsbankan- um. í starfi sínu hefur hann gott yflrlit yfír mannlífíð á Sauðár- króki og ekki síður atvinnulífið. Að sögn Sigmundar hafa við- skipti Landsbankans á Sauðár- króki einkum verið við einstak- linga og minni fyrirtæki, en í bankanum vinna 6 manns. Sá sern kemur til Sauðárkróks tekur strax eftir að þar er mikill kraftur í fólki og mikið um fram- kvæmdir. „Vió höfum verið mjög vel sett hér, miðaó vió t.d. Akur- eyri og staðina hér í kring. Það hefur kannski ekki verið mikil þensla, en allt á sæmilega góðu róli þannig að bakslagið hefur ver- ið lítið.“ - Það er verið að byggja mikið? „Já, það er rétt. Hins vegar er þetta talsvert mikið einingahús og þannig ekki verið jafn mikil vinna fyrir iðnaðarmenn hér á staðnum, en þctta virðist vera ódýrasti bygg- ingamátinn í dag. Atvinnuástand hjá byggingamönnum hefur samt verið mjög þokkalegt.“ - Hvernig gengur fólki á Sauð- árkróki að standa í skilum? „Eg held að þaó gangi svipað og annarsstaöar. Maður er talsvert í því þessa dagana að skuldbreyta og lengja lán. Þó ekki hafi verið mikið atvinnuleysi þá hefur yfir- vinna minnkað og því erfióara aó kljúfa alborganir. Það hefur þyngst talsvert síðastliðin tvö ár. Fólk viróist hafa treyst á þær tekjur sem það var með og sumir verið búnir að spenna bogann talsvert hátt. Síðan þegar fólk lendir á eftir meö lán er dæmió fijótt að vinda upp á sig.“ Að sögn Sigmundar stefnir í að Skagafjörður verði allur eitt at- vinnusvæói. Samgöngur fara sí- fellt batnandi og mikió um að fólk úr sveitunum í kring sæki vinnu til Sauðárkróks. „Það sést best ef maður er að fara til Akureyrar snemma að morgni. Þá er bíla- straumurinn á móti manni.“ Sig- mundur, sem sjálfur er aðfluttur, sagðist telja sig Sauðkræking eftir áralanga búsetu á'staðnum. „Þessir „einu og sönnu Sauðkrækingar“ telja mann sjálfsagt alltaf aókomu- mann, cn það er nú eins og það er.“ HA Kaffihlaðborð alla sunnudaga Lindin við Leiruveg AKRA FLJÓTANDI S M 1 O R l Nýr og spennandi möguleiki í alla matargerð ' • Inniheldur hollustuolíuna, rahsolíu Þœeilevt beint úr BBB SMJÖRLÍKISGHRÐ AKUREYRI i n a a ð m & t b ú a Hft t M) AUaíSINGtóTOM/

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.