Dagur - 17.12.1994, Blaðsíða 5

Dagur - 17.12.1994, Blaðsíða 5
i Laugardagur 17. desember 1994 - DAGUR - Jólafardinn - gyllt augnlok og súkkulaðibrúnar varir Vel snyrt er konan ánægð, stendur einhverstaðar. Ekki skal lagt mat á það hvort vara- litur og púður geti fært kon- um hamingju en flestar vilja þær skarta sínu fegursta á jólunum, vera vel til hafðar, greiddar og snyrtar. En hvaða stíll er í tísku í andlits- förðun í vetur, hvernig er jóla- snyrtingin ár? Nanna G. Yngvadóttir snyrtifræð- ingur, sem rekur snyrtistolúna Nönnu á Akureyri, varó fyrir svörum. „I vetur eru allir litir mjög dökkir. Augnfarðinn er út í vín- rautt, jarðarbrúnt, fjólublátt og jafnvel bleikt og gull og silfur augnskuggar eru notaðir til að setja punktinn yfir Iið. Hlýju lit- imir eru þá notaóir saman til dæmis gyllt meó brúnu og silfrað með fjólubláu. Skyggt er með dökku litunum í endann og upp að augnbeini og síðan er notaður gull- eða silfurlitur augnskuggi beint framan á augnlokið og einnig er haft ljóst undir auga- brúninni. Þessi litur ætti að vera meó örlítilli „sanseringu.“ Augn- blýanturinn er mjög dökkur, helst svartur blýantur alveg í kringum augun. Auðvitað eru ungu stúlkumar djarfastar í þessari dökku línu en hún er skemmtileg sem kvöld- farði fyrir alla. Hver og ein kona finnur þá tóna sem henni henta best og eldri konur velja sér mildari liti. Það má einnig geta þess að nú er svokallað „kisulook“ að koma aftur, möndlulaga augnsvipur, þá er augnskuggalínan dregin upp á við, upp að augna- brún í endann til aó fá þenn- an svip fram. Varalitirnir eru einnig mjög dökkir, sérstaklega hjá yngstu kynslóð- inni. Dökk súkkulaðibrúnt, kirsu- berjasvart, kaffibrúnt og dökkvín- rautt og naglalakk í stíl. Kinnalit- irnir eru áberandi í tískunni núna og þeir eiga að vera í stíl við vara- litinn. Auk þessa eru allir rauðir litir í tísku í varalitum allt frá bleikum tónum yfir í appelsínu- gult eftir því hvaða tónn hentar hverri konu. Meö dökku varalitun- um er nauðsynlegt að nota glært gloss, til að gera þá léttari, það er sett yfir litinn en þessir dökku litir eru yfirleitt alltaf „sanseraðir.“ Þessir dökku litir eru tískan í dag en að sjálfsögðu velur hver kona liti innan þessa ramma,“ sagði Nanna. KLJ Viking Brugg hradsveitakeppni BA: Sveit Gylfa sigraði - jólatvímenningur næsta þriðjudag Sveit Gylfa Pálssonar sigraði í Viking Brugg hraðsveitakeppni Bridgefélags Akureyrar, sem lauk sl. þriðjudagskvöld. Sveitin hlaut 1098 stig en auk fyrirlið- ans, spiluðu Helgi Steinsson, Sverrir Þórisson og Ævar Ár- mannsson með sigursveitinni. Sveit Hermanns Tómassonar varð í öðru sæti meó 1088 stig og sveit Sigurbjörns Haraldsssonar í þriöja sæti með jafn mörg stig. Hermann náði öðru sætinu þar sem hann náði betri árangri í inn- byrðis viðureign vió Sigurbjörn. Sveit Ormars Snæbjömssonar varð í fjóróa sæti með 1078 stig og sveit Grettis Frímannssonar í fímmta sæti með 1068 stig. Sveit Hermanns Tómassonar náði bestum árangri á síðasta spilakvöldi keppninnar sl. þrióju- dag og hlaut samtals 274 stig. í ööru til fjórða sæti uróu sveit Gylfa Pálssonar, Grettis Frí- mannssonar og Páls Pálssonar, með 273 stig og í fimmta sæti sveit Stefáns Vilhjálmssonar með 262 stig. Jólatvímenningur verður spil- aður í Hamri þriðjudaginn 20. desember nk. kl. 19.30 og eru menn beðnir að mæta tímanlega til skráningar. I Sunnuhlíðarbridds á sunnu- daginn urðu tvö pör efst og jöfn með 248 stig, Hróðmar Sigur- björnsson og Soffia Guðmunds- dóttir annars vegar og Jón Sverris- son og Sigurbjörn Haraldsson hins vegar. Orn Einarsson og Tryggvi Gunnarsson hlutu 244 stig og Una Sveinsdóttir og Pétur Guðjónsson 243 stig. KK Akureyrska myndin: Neglí þig næst Á morgun, sunnudag, gefst þeim Akureyringum, sem enn hafa ekki séó myndina „Negli þig næst“, kostur á að sjá hana í 1929. Sýn- ingin hefst klukkan 21.00 og verð- ur myndin sýnd ásamt heimildar- mynd við tökur hennar og nokkr- um myndböndum. Myndin hlaut mikla aðsókn síóasta vetur þegar hún var sýnd í Borgarbíói og vegna fjölda áskorana var ákveðið aó bæta við þremur sýningum. Búið er að sýna myndina í flestum nærliggjandi byggðarlögum við mikla hrifningu áhorfenda. Mynd- in verður sýnd sunnudag, mánu- dag og þriðjudag í 1929 eins og áður segir og miðaverð er aðeins 400 krónur. (Fréltalilkynning) Herradeild 2.990 fyrir 4 you flauelsbuxur. 50% afsláttur af úlpum. 40% afsláttur af peysum og polobolum. Dömudeild 40% afsláttur af peysum og vestum. 30% afsláttur af Cero buxum. Undirföt 30% afsláttur af Ballet satínundirfötum í svörtu og rauðu. Barnadeild 40% afsláttur af Pels úlpum. 30% afsláttur af vörum úr Línu 1 frá Steffens. Snyrtivörur 50% afsláttur af Liz Claiborne dömu- og herrailmum. Óvænt gjöf fylgir öllum Guerlain snyrtivörum. Búsáhöid 40% afsláttur af lituðum glösum. 40% afsláttur af eldföstum formum. 40% afsláttur af Jule leirtaui. Vefnaðarvara 30% afsláttur af flísefnum. 30% afsláttur af jólaköppum. Jólatilboðin gilda laugardaginn 17. og sunnudaginn 18. desember. rJ ■uu Dnnnimn innnnnn 1D» 1£U Miðstöð hagstæðra viðskipta Opið laugardag kl. 10-22 Sunnudag kl. 1 3-1 7. rri

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.