Dagur - 17.12.1994, Blaðsíða 15

Dagur - 17.12.1994, Blaðsíða 15
Laugardagur 17. desember 1994 - DAGUR - 15 Eru íslenskír bændur kóngar í ríki sínu eða kotkarlar? í Landamótsseli í Ljósa- vatnshreppi búa hjónin Helga Erlingsdóttir og Þórhallur Bragason. Þórhallur er kennari við Stórutjarnaskóla en Helga tók í vor við embætti oddvita Ljósa- vatnshrepps og hefur auk þess verið, ásamt fleiri konum, í forsvari fyrir hópinn, Hand- verkskonur milli heiða. Heima bíða þeirra hjóna kindur við garða, hross við stall og hefðbundin sveitastörf. Helga og Þórhallur fluttu í hreppinn fyrir tíu árum en áður bjuggu þau á Akureyri. Þau hafa því möguleika á að bera saman annars veg- ar lífsmynstur þéttbýlis- búans og hins vegar þeirra sem búa í sveitum landsins. Hvernig tekst bænd- unum, sem yrkja Island, að takast á við lífsbar- áttuna þegar tekjurnar dragast saman ár frá ári vegna framleiðslutak- markana? Hver eru áhrif sam- dráttarins á mannlífíð í sveitinni? Helga og Þórhallur féllust á að spjalla við blaðamann Dags um daglegt Iíf og starf í Landamótsseli. Heimreiðin er löng og nokkuð brött upp túnið undir Krossöxl- inni. Blaðamanni kemur í hug að oft kosti það rugg og útsjónarsemi að komast heim að loknum vinnu- degi þegar snjórinn er margfalt meiri en í dag eða svell hylja leið- ina. Það er bjart á hlaðinu og yngsta heimasætan á bænum lýkur upp útihurðinni og býður kornu- ntanni til bæjar. Bóndi, kennari, oddviti Þegar Helga og Þórhallur íluttu í Landamótssel og tóku þar við búi foreldra Þórhalls var faðir hans, Bragi Benediktsson, látinn fyrir ári en móðir Þórhalls, Anna María Valdimarsdóttir, er enn til heimilis að Landamótsseli. Helga og Þór- hallur bjuggu eins og áður sagði á Akureyri þar sem Þórhallur var héraósskjalavörður Akureyrarbæj- ar og Eyjafjarðarsýslu. Helga var hins vcgar ritari á skrifstofum Sambandsverksmiðjanna á Akur- eyri. Þegar þau hjónin koniu í Landamótssel hóf Þórhallur þegar kennslu við Stórutjarnaskóla en Helga fór að vinna í sparisjóði sveitarinnar, sem þá var til húsa heima hjá sparisjóðsstjóranum og hét Sparisjóður Kinnunga. Nú heitir sparisjóðurinn Sparisjóður Suður-Þingeyinga og er til húsa á Fosshóli en í sumar var Helga kjörin oddviti sveitarinnar og lét þá af störfum í sparisjóðnum. Að sjá á eftir unglingunum sínum Heimásæturnar í Landamótsseli, Vala, Anna María og Þórunn, cru í vetur dreifðar um landið. Vala er í Kennaraháskólanum í Reykja- vík, Anna María í Menntaskólan- um á Akureyri og Þórunn er í Stórutjarnaskóla. Þannig tvístrast systkinahóp- arnir í sveitum landsins og nánst án undantekningar verða foreldrar og börn að horfast í augu vió það að við 16 ára aldur þurfi börnin að heiman til náms. Þau hverfa burt til dvalar í framhaldsskóla og verða að takast á við nýtt um- hverfi og skóla án stuðnings frá heimili sínu og fjölskyldu. Þessar aðstæður eru vissulega gjörólíkar þeim aðstæðum sem ungmenni búa við í þéttbýli, þar sem boðið er upp á framhaldsnám á heima- velli. Það er kostar sitt að búa í dreif- býli og senda börnin sín frá sér til náms þegar við 16 ára aldur. Þór- hallur bendir á að fjögura ára framhaldsskóladvöl kosti lauslega áætlað 300.000 til 450.000 þúsund á ári eftir því hve dýrt húsnæðið er sem bamið hefur. „Það segir sig því sjálft að sauðfjárbóndi sem hefur orðið fyr- ir yfir 40% tekjusamdrætti og á tvö börn í framhaldsskóla stendur ansi höllum fæti,“ sagði Þórhallur. Helga: „Þaö má samt sem áður ekki gleyma því að það hefur líka kosti að búa í sveit. Til dæmis höfum við ágætan grunnskóla, þar er samfelldur skóladagur og mötu- neyti fyrir nemendur og starfsfólk. Auk þess er tónlistarskólinn í grunnskólanum og þarf því ekki að sækja hann sérstaklega. Þetta eru einmitt þær aðstæður sem for- eldar barna á grunnskólastigi í þéttbýli eru að berjast fyrir börn- unum sínum til handa.“ Það er liðin tíð að bændur séu kóngar í ríki sínu - Þarna erum við þegar búin að koma auga á aóstöðumun þeirra sem búa í svcitum og bæjurn. Þið fluttuð hingaö fyrir tíu árum. Finnst ykkur samfélögin ólík, Ljósavatnshreppur og Akureyri? Þórhallur: „Já, ég held að það sé engin spuming, þau eru gjör- ólík. En ef til vill á annan hátt en almennt er álitið. Það sem kom okkur mest á óvart þegar við flutt- um hingað var að þaó voru cngin rólegheit í sveitinni. Það er miklu meiri erill á hér en meóan við bjuggum á Akureyri. Hér crum vió á vissan hátt í tvöföldu hlutverki, annars vegar í vinnunni, rétt eins og fólk í þétt- býli, og hins vegar aö sinna búinu þó það sé ekki stórt. Auk þess þarf hver einstaklingur til sveita að taka að sér ýmis störf sem falla til í samfélaginu, það eru færri herð- ar til að axla ábyrgðira og fjöl- þættari verkefni sem koma í hlut hvers og eins. Samfélagið er ekki síður flókið þó út í sveit sé kontið og margir persónulegir og félags- legir erfiðleikar verða enn erfiðari í nándinni og fámenninu." Helga: „Ég held að fólk til sveita vinni mikið og sé býsna stressaö ef svo má segja. Svo bæt- ast fjárhagserfiðleikar við, mjög víða, vegna samdráttar og slíkar áhyggjur eru mjög slítandi. Þessi samdráttur setur mark sitt á samfélagið. Þegar alltaf er und- anhald og eðlilegt viðhald og framþróun á bæjunum getur ekki orðið, markar þaó djúp spor. Margir bændur verða að horfa upp á að þeir geta varla haldið í horf- inu og það er á vissan hátt liðin tíð að bændur séu kóngar í ríki sínu.“ Þórhallur: „Þetta er mjög áber- andi í þeim sveitum þar sem margir búa meó sauðfé og skerð- ingin hefur orðið mikil, staðan cr ekki eins slæm hjá kúabændum. Hér voru rnjög fá stórbú, fiestir voru með bú sem hæfðu heimilinu til framfærslu og þegar tekjur þess eru skertar um meira en 40% verður ansi lítið eftir. Kostnaður- inn dregst hins vegar ekki saman nema að litlu leyti. Hvaðan koma tekjur til sameiginlegra þátta? Helga: „Það er líka spuming hvaðan tekjurnar eiga að koma í sveitarsjóð til að borga sameigin- legan kostnað þegar margir í hreppnum eru með lágmarkstekjur eða minna en þaö. Samhliða þess- um samdrætti fjölgar verkefnum sveitarfélaganna til dæmis hvað varðar náttúruvemd, umhverfis- mál, félagslega þjónustu og væntanlega grunnskólann. Ekki bætir úr ef ríkið stendur ekki við sitt.“ - Ykkur líst sem sagt ekki vel á að sveitarfélögin taki við rekstri grunnskólans? Þórhallur: „Nei, ég er alfarið á móti því. Það að fella niður þessa sameiginlegu ábyrgð á grunn- skólahaldi samhliða tekjusam- drætti fólks víða í dreifbýlinu hlýtur að leiða til ójafnaðar. Það eykur í það minnsta ekki jöfnuð í þjóðfélaginu. Mér finnst að ef fólk vill yfir höfuð hafa einhverja þætti sameiginlega ætti það að vera ábyrgðin á því aö mennta æsku landsins.“ Kvenkyns oddviti í karlaveldi - Helga þú varst kosin oddviti Ljósavatnshrepps í vor. Hvernig atvikaðist það að þú fórst að starfa að sveitarsjómarmálum? „Þaó fór bara svona. Fljótlega eftir að ég fiutti hingað valdist ég til starfa í skólanefnd og var for- ntaður hennar í fjögur ár. Þegar þessi ár voru liðin var ég kosin í ◄ Þórhallur og Helga láta fara vel um sig við eldhúsborðið í Landa- mótsseli. hreppsnefnd og hætti þá að starfa í skólanefnd.“ - Hefur oddvitastarfið í þessari sveit áóur komið í hlut konu? „Nei, ég er fyrsta konan sem gegni þessu starfi hér í hreppnum og eins og er er ég eina konan sem er oddviti í Suóur-Þingeyjarsýslu. Það er enn þann dag í dag ekkert vanalegt, að kona sé oddviti og ég er eina konan í Héraðsnefnd og héraðsráði. Á þessu má sjá að enn er mikið karlaveldi í sveitum landsins og langt í land að konur gegni stjómunarstörfum til jafns við karla.“ - Hvað búa margir í Ljósa- vatnshreppi? „Um síðustu áramót bjuggu hér 236 manns og íbúamir eru eitt- hvað fleiri í dag. Hins vegar hefur orðið fólksfækkun í hreppnun á síðustu árum. Nú er hins vegar, ef til vill, svo komið að þó fólkió vildi flytja burtu er ekki aó mörgu að hverfa og ekki fæst sannvirói fyrir eignimar í sveitinni. Það er helst kvótinn sem gefur eitthvað í aðra hönd.“ Þórhallur: „Verðlagið á kvótan- um er eitt af því sem stendur sveitunum fyrir þrifum, það er óeðlilegt, allt of hátt og úr öllu samræmi við raunveruleikann. Það veldur því að nýtt fólk hefur ekki bolmagn til að setjast að í sveitunum og starfandi bændur hafa ekki möguleika á að kaupa kvóta til að vega upp á móti skerðingu og auka þannig tekjurn- ar á ný. Verðlagið á kvótanum verður líka til þess að bændur sem eru aó bregða búi kjósa fremur að selja kvótann og sitja áfram á jörðun- um. Þar með leggst jörðin af sem bújörð og byggingar, ræktun og önnur verðmæti verður einskis- virói.“ Handverkskonur milli heiða Helga: „Tekjurýmum heimilanna í sveitinni átti sinn þátt í að ýta konum á þessu svæði af stað í handverksiðnaói til að reyna aó afla tekna og nýta dauða tímann á vetuma. Við vorum þrjár sem ýttum fé- laginu, Handverkskonur milli heiða, úr vör, Hólmfríður á Foss- hóli, Jóhanna á Stóruvöllum og ég. Við boðuðum til fundar og áhuginn reyndist geysilegur, miklu meiri en okkur hafði grun- að. Nú eru Handverkskonur milli heiða 99 talsins í Bárðdæla-, Háls- og Ljósavatnshreppi." Goðafossmarkaður, Hand- verkskvenna milli heiða, hefur starfað í þrjú sumur og það hefur oróið söluaukning á hverju ári. Nokkrar konur á svæðinu hafa töluverðar tekjur af sölu á mark- aðnum en margar nokkurn auka- pening. Helga: „Ég tel að þessi hand- verksvakning, sem hefur orðið á síðustu árum, muni þróast þannig að sumir hóparnir og einstakling- arnir nái rótfcstu en aðrir gufi upp. Hópur Handverkskvenna milli heiða tel ég aó sé virkari en víða annarstaðar vegna þess hve tekj- umar hafa dregist saman á þessu svæði þess vegna er þörfin svo brýn. Einnig er markaðshúsið okkar við Goðafoss vel staðsett, þangað kemur mikill fjöldi ferða- lolks yfir sumarið.“ Kertið er brunnió aó ósi og nóttin hei'ur kvatt dyra, blaðamað- ur kveður og heldur niður heim- reiðina, margs vísari um lífsbarátt- una í Ljósavatnshreppi. KLJ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.