Dagur - 17.12.1994, Blaðsíða 17

Dagur - 17.12.1994, Blaðsíða 17
UTAN LANOSTEINANNA Laugardagur 17. desember 1994 - DAGUR - 17 UMSJÓN: SÆVAR HREIPARSSON Hclcna Christianscn hefur um langt skcið vcrið í hópi tekjuhæstu fyrirsætna hcims og skal cngan undra þcgar hún sýnir slíka tilburði. SHERIFF'S DEPT. KALAMAZOO, MICH. Hrædd við hjónaband Leikkonan LROOKE SHIELDS hefur verið mikið í fjölmiðlum undanfarið ár eftir að spurðist um ástarsamband hennar við tenniskappann AMDRE AGASSl. Að undanförnu hafa verið sögur á kreiki um væntanlega giftingu þeirra um jólahátíðina og samkvæmt „áreiðanlegum“ heimildum hafði stúlk- an þegar mátað brúðarkjólinn, sent út boðskort og pantað brúðkaupsferðina. Nú virðist hún hins vegar hafa fengið kvíðakast og er hætt við brúðkaupið. Hún er sögð óttast að hjónaband muni eyðileggja fyrir frama hennar en um þessar mundir er hún í að- alhlutverki í söngleiknum Grease á Broadway og telur það vera stóra tækifærið til að slá í gegn á ný. Brooke heldur því þó fram að brúðkaup hafi aldrei verið á döfinni. „Viö erum ástfangin en ekki einu sinni trúlofuó," segir leikkonan kokhraust þrátt fyrir aó mamma hennar, Teri, hafi að undanfömu átt í samningaviðræðum við hin ýmsu blöð víðs vegar um heiminn um sölu á giftingarmyndum. Andre er sagóur vera nióurbrotinn maður eftir að kella hætti við en þetta mun vera í fjórða sinn sem hún skilur menn eftir eina við altarið. Fyrir þremur árum skart- aði hún glæsilegum trúlofunarhring, sem leikarinn Liam Neeson gaf henni en stuttu síðar slitnaöi upp úr sambandinu. Síðan var það milljónamæringurinn Kelly Gaines og ástralskur sjónvarpsfréttamaður, Richard Wilkins, sem töldu hjónaband innan seil- ingar áður en hún hætti við. Hefur nokkurn tíma sést gervilegra bros cn hjá þeim Andre Agassi og Brookc Shieids. Sncmtiu bcygist ktvkuritm Danska ofurfyrirsætan HELEMA CHRISTIAMSEM byrjaöi snemma aó sitja fyrir léttklædd. „Þegar ég var aóeins tveggja mánaða byrjaói mamma aó fara meó mig til ljósmyndara fyrir bleiuauglýsingar og þess háttar og hún segir að ég hafi haft mjög gaman af því. Það er því ekki aldeilis rétt sem margir segja að ég hafi fyrst verió uppgvötuó þegar einhver vinur minn sendi myndir af mér til Elle tímarits- ins,“ segir Helena, sem nú er í hópi tekjuhæstu fyrirsætna heims og hefur verið ástkona tónlistarmannsins Micha- el Hutchence um langt skeió. „Þegar ég var oróin tólf ára var ég búin að fá ógeð á því aó sitja fyrir. Bekkjarbræður mínir komu ióulega með auglýsinga- bæklinga meó myndum af mér með sér í skólann og hlógu dátt. Það var mjög vandræðalegt,“ sagói Helena og ekki leió á löngu þar til hún hætti aó sitja fyrir og ákvað aó hún skyldi aldrei leggja þetta fyrir sig. „Eftir aö ég lauk menntaskóla tók ég mér frí frá námi og ferð aðist á puttanum í sex mánuði um strendur æt Astral- Þegar maður hefur prófað svoleiðis ferð líður manni eins og hippa og þegar ég kom heim til Danmerkur vissi ég ekkert hvað ég ætti aö aó gera af mér. Þá birtist skyndilega umboðs- maður frá París og vildi fá mig til aö sitja fyrir á ný og eftir þaö var ekki aftur snúið,“ segir Helena um upphafið að frægðinni. Hún er nú farin að und- irbúa sig undir þann tíma sem hún verður ekki jafn eftirsótt fyrir- sæta og segist í framtíðinni vilja gefa út ljósmynda- bækur en hún hefur verió að fikta við myndavélar síð- ustu átta ár. Andrew Strong rcynir nú að byggja upp tónlistarferil sinn frá grunni. Monthani H á hausnum ann var 16 ára og á allra vörum. Hann var ókurteis óþekktar- ormur sem átti í erfiðleikum með aukakílóin en rödd hans þótti himnasending þegar hann sló í gegn í myndinni The Commit- ments. ÁNDftEW STRONG skaust upp á stjömuhimininn og Ray Charles, Stevie Wonder og Elton John vildu ólmir vinna með honum. Plötuútgefendumir MCA borguðu honum 50 milljónir króna fyrir plötusamninga og fluttu hann frá fábromu lífi í Englandi til borgar stórstjamanna, Los Angeles. Nú er fjársjóðurinn að mestu uppurinn og í stað þess að gista á glæsihótelum sefur Andrew með félögum sínum í hljómsveitarrútunni. „The Commitments gerðu mig of fljótt að stór- stjömu,“ segir Andrew sem nú er 21 árs og lítur út fyrir að vera mörg- um árum eldri. „Ég byrjaði efst og féll niður á botninn. Nú fer ég mér hægar,“ segir Andrew. „Þegar ég var 16 ára var ég mesti monthani sem um getur. Ég hafði verið í vinsælli bíómynd og fólk kyssti á mér afturendann. Allir héldu að ég gæti samið vinsæl lög en ég var bara stráklingur. Það var eins og að biðja mann sem aldrei hafði flogið að íljúga þotu,“ segir Andrew um væntingamar sem til hans voru gerðar. A síðustu fjórum árum hefur hann einungis gefið út eina plötu. Hún tók tvo mánuði í upptöku og í kjölfarið fylgdi sjö mánaða tónleikaferð. „Hin þrjú árin hef ég dundað mér við aö eyða peningum plötufyrirtæk- isins. Ég ætla ekkert að skafa utan af því, þetta er sannleikurinn," segir Andrew, sem loksins virðist vera að fullorðnast. Sjónvarpsþættirnir Home Improvement, eða Handlag- inn heimilisfaðir, eins og þeir heita á Islandi, hafa verið í efsta sæti áhorfendalista vestan hafs um langt skeið og aðalleik- arinn, TIM ÁLLEM, er með þeim vinsælli í bransanum. Lífið hefur þó ekki alltaf leikið við kappann og áður en hann sló í gegn sem skemmtikraftur sá hann sér far- borða með eiturlyfjasölu. Hon- um tókst þó ekki eins vel upp í því starfi og sat um skeið bak við lás og slá í Kalamazoo-fang- elsi í Michigan-fylki. „Maður varð að haga sér vel, ekki hafa hátt og gera það sem manni var sagt til þess aó fá einkaklefa. Það var mikils virði að fá sinn eigin klefa vegna þess að þá fékk maður sitt eigið klósett. Ég hringdi heim á Þakkargjörðardag og sagði mömmu stóru tíðindin og hún varð yfir sig hrifin. „Dave útskrifaðist úr Michigan- háskóla, Jeff er í Evrópu og Tim fékk sinn eigin klefa,“ kallaði hún til pabba gamla, stolt af strákunum sínum,“ sagði Tim Allen, en hann hefur nú náð að bæta stöðu sína svo um munar. Tim Allen, cða fangi no. 18959- 1002, eins og hann var þekktur ^ á sínum yngri árum. W Handlaginn 1 fangelsi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.