Dagur - 17.12.1994, Blaðsíða 23

Dagur - 17.12.1994, Blaðsíða 23
 Laugardagur 17. desember 1994 - DAGUR - 23 POPP Eftir allt sem á undan var gengið vegna sviplegs dauða Kurts Cobain, söngvara og gítarleikara Nirvana í vor, var ekki skrýtið þótt menn hefðu uppi efasendir um gildið þegar það spurðist að út átti að koma ný plata í vetrarbyrjun, svo skömmu síðar. „Eins dauði væri annars brauð“ væri það sem gilti, að „hamra járnið meóan það væri heitt“, burt- séó frá tillitssemi, gæóum og öðru slíku hjali. Það er vissu- lega Ijóst aó Unplugged in New York, sem nú nýlega er komin út, er sett á markað svo fljótt til að græða sem mest á öllu uppnáminu og má um það deila. En hvað varðar gæði plötunnar, þennan MTV þátt í New York, þá eru þau ótvíræð og er það næsta víst að platan mun teljast þegar upp verður staðið, merkur minnisvarði um rokkstjörnu sem reis svo hratt og hátt, en slokknaði á þegar síst skyldi. Þegar horft var á þáttinn sjálfan í sjónvarpinu skömmu áður en platan kom út, voru efasendir reyndar áfram fyrir hendi um hvort um nógu góðan hlut væri að ræóa og þá kannski sérstaklega hvað varðaði söng Coba- ins, sem virkaði nokkuð blæbrigðalaus. Það sannaðist hins vegar eins og svo oft áður, að ekki er sama að hlusta á flutning í sjónvarpi og af hágæðaplötum. Lög- in á plötunni eru alls 14, þar af um helmingur eftir aðra og er þar um að ræða vel valin og túlkuð lög. Má þar Nirvana. Sagan sennilega öll með Unplugg- ed in New York. nefna sérstaklega Where did you sleep last night, eftir blús- og þjóðlagagoðið Leadbelly og Plateau, Oh me og Lake of fire, öll úr smiðju bræðranna Curt og Chris Kirkwood, sem starfrækja hina athyglisverðu sveit Meat puppets. Eru þessi lög og Nirvanalög á borð við Come as you are, something in the way, Polly og About a girl, dæmi um þá gullmola sem prýða Unplugged in New York, svanasöng rokkstjörn- unnar Kurts Cobain. Endalokin? Þær fregnir hafa síðan borist eftir útgáfu Unplugged in New York, að Dave Grohl, trommu- leikari Nirvana, hafi í hyggju að senda frá sér einherjaplötu. Tvennum sögum fer hins vegar af hversu langt hún er komin í vinnslu hjá honum. Þá hefur það líka frést, að Grohl muni að öll- um líkindum ganga til liðs við sjálfan Tom Petty í hljómsveítinni hans, The heartbreakers, í stað Stan Lynch, sem er hættur. Ef sú verður raunin er það al- veg Ijóst að Nirvana heyrir sögunni til. Hafa menn eftir fráfall Cobains velt því fyrir sér hvort þeir Grohl og Krist Novoselic bassaleikari hyggðust starfa saman áfram undir nafni Nirvana. Þaó virðist að þessu fengnu ekki vera ætlunin, hvað sem svo síðar kann að gerast. Bon Jovi frcgnir JLM %■ l I XlftLÍ * Bon Jovi. Tíðindaberar. l»að hefur ekki farió mikið wr iyi ii ica teiknaranurr laomiui iuiii yuua, og tónlistar- manninum Bjartmari Guð- laugssyni í seinni tíð. Hann sendi síóast trá sér plötuna Engisprettufaraidur, Haraldur árið 1992, s em var hin ágæt- asta, en hel á sér kræla ur síðan lítið látið . Er það af sem mikilla vinse um f fylgd n yai ojailiiicU ildul elda með plötun- neó fullorðnum og Með vottori 3 í leikfimi. Ekki lagt árar í bát, því nú hefur hann svo lít ið ber á, gefið út nýja plötu, sem einfaldlega ber heitió Bjartmar. Henni fagna örugglega einhverjir vel. Bon Jovi, rokksveitin frá New Jersey, sem notið hefur mikilla vinsælda að undanförnu meö safnplötunni Crossroads og smá- skífunni Always, er nú komin vel á veg með að fullvinna sína sjöttu hljóðversplötu, sem koma á út með næsta vori. Það er hins veg- ar að frétta af liðsskipan hljóm- sveitarinnar, aö hún hefur nú breyst í fyrsta skipti á um ellefu ára ferli. Bassaleikarinn Alec John Such hefur nefnilega af persónu- legum ástæðum sagt skilið vió fé- laga sína, en í hans stað til bráða- birgða er komin hljóóversspilarinn Huey McDonald. Spilar hann með á nýju plötunni, sem nú gengur undir nafninu Open all night. Það er svo að segja af Jon Bon Jovi söngvara sjálfum, að nú er ný- komið út jólalag með honum ein- um, Please come home for Christmas. Þá fer kappinn einnig með eitt aðalkarlhlutverkið í nýrri bíómynd sem kallast Moonlight and Valentino og verður frumsýnd næsta vor. Leikur Bon Jovi þar á móti Elisabeth Perkins, „skvís- unni“ úr Flintstonesmyndinni vin- sælu. Tvöfaldur dans Árió 1994 hefur verið mikió dans- poppár og plötur af því taginu hafa verið mjög vinsælar. Má segja að Reif í skeggió/Dans(f)árið ’94 kór- óni útgáfuna í ár hér á landi, en þar er á ferðinni tvöföld geisla- plata, sem kom út í byrjun mánað- arins. Inniheldur Reif... 17 ný danslög sem til alls eru líkleg, en seinni platan geymir eins og nafnió bendir til úrval af .vinsæiustu lög- unum í ár. Alls 15 lög. Er þetta greinilega útgáfa sem fallið hefur í góðan jarðveg, því samkvæmt könnun Dags var hún strax orðin sú söluhæsta hér norðan heiða, nokkrum dögum eftir að hún leit dagsins Ijós. Hljómsveitin JJ lengst til vinstri). Soul. (JJ II IV Tónlistarfólki af erlendum upp- runa hefur alltaf annað slagið skotið upp ( Islensku popplífi og orðið býsna áberandi I gegnum tíóina. Dæmi um það eru Bobby Harrison, sem m.a. vann það sér til frægðar að vera meðlimur í Procul Harum, Jón Kjell, lagasmiðurinn og upptðkumaðurinn norski með meiru, og söngkonurnar Shady Owens og Janis Carol. Um nokkurt skeió hefur verið bú- settur hér á landi breskættaður náungi sem kallar sig JJ Soul. Er hann söngvari og ásláttar- leikari og hefur ( um eitt ár starfrækt hljómsveit undir slnu nafni (með m.a. Ingva Þór Kor- mákssyni). Kom út nú fyrir stuttu plata með hljómsveitinni sem nefnist Hungry for news. Inniheldur hún 12 lög og er tónlistin einhvers konar bræð- ingur af djassi og blús f vand- aðari kantinum. Þess má svo geta, að JJ Soul hefur m.a. áð- ur unnið sér það til frægðar að hafa trommað með söngkon- unni þekktu Dusty Springfield. Raufarha£narlætin - konan flutti vegna ótta við ónæði Húsráðandi á Raufarhöfn hafði sam- band við Dag og þótti staðreyndir um drykkjulæti þar sl. laugardags- kvöld hafa raskast á Ieið til blaðsins. Lögregla stendur við ummæli sín. I frétt Dags sl. mánudag kom fram að kona á níræðisaldri hefði flúið íbúð sína vegna drykkjuláta hjá nágrönnum og lögregla hefði síðar um nóttina verið kölluð í umrædda íbúð vegns slagsmála. Húsráðandi sagði að í fyrsta lagi væri umrædd kona á áttræðisaldri og í öðru lagi hefði hún flutt að heiman og á gisti- heimili vegna þess að henni hefði verið tilkynnt með fyrirvara um að I—7----------------------------- afmælisveisla yrði haldin í húsinu um nóttina. Konan hefði því farið áður en veislan byrjaði. Lögreglan hefði ekki verið kölluð í íbúðina vegna slagsmála, eins og lögreglan hefði haldið fram, heldur til að aka gestkomandi manni þaðan heim. Lögreglan á Raufarhöfn sagði rétt að gamla konan væri á áttræðis- aldri og hún hefði yfirgefið heimili sitt um leió og hún hefði heyrt gesti koma í afmælið um kvöldið. Lög- regla hefði aldrei farið í húsið bara til að keyra mann heim, heldur vegna þess að kona hefði hringt vegna slagsmála. IM A ♦ nn Id ♦ i f ÍJ Spoon kl. I6 ( ^ Jet Black Joe kl. 17 HEILDSALA I SMASALA RdDIO i mm m mm. i............. GEISLAGÖTU 14 • SÍMI 96-21300 • 600 AKUREYRI • FAX 96-21302 GEISLAGOTU 14 • SIMI 96-21300 • 600 AKUREYRI • FAX 96-21302 ■á*'ÆrÆrjrÆ'ÆrÆrÆr^ÆrÆrÆrÆTÆrÆrjrjrjr^ÆrÆrA Flugbjörgunarsveitin Akureyri lólatré og grcinar Jólatréssala Flugbjörgunarsveitarinnar er að Glerárgötu 32. Mikið úrval: Normannsþinur - Rauðgreni - Blásreni Opið virfca daja frá kl. 19 til 18. Lausardas frá kl. 10 til 99. Sunnudas frá kl. 19 til 19. Frí heimsendins. Pöntunarsími 985-23452. Ritari óskast á lögmannsstofu sem fyrst. Umsóknir er greini aldur, menntun, fyrri störf og annað er máli kann að skipta, leggist inn á afgreiðslu Dags, merkt: „Ritari 95“ fyrir 23. desember næstkomandi. Rafeindavirki óskast til starfa sem fyrst. Upplýsingar í síma 96-71323. Rafbær, Siglufirði Áreiðanlegur starfsmaður óskast til afgreiðslustarfa Tungumálakunnátta er nauðsynleg og æskileg er ein- hver reynsla í ferðamálum. Upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á Umferðamið- stöðinni milli kl. 8.30 og 12, virka daga. Umsóknarfrestur er fram að jólum. , ZM. UMFESÐAKMIDSTÓD RIJR TFRMINAI BUS TERMINAL Hafnarstræti 82, Akureyri, sími 96-24442. Fax 11817. i

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.