Dagur - 17.12.1994, Blaðsíða 16

Dagur - 17.12.1994, Blaðsíða 16
16 - DAGUR - Laugardagur 17. desember 1994 Hvað fékkst þú í skóinn? Það er orðinn útbreiddur siður hér á landi aó jólasveinarnir þrettán gefi bömum í skóinn þegar þeir koma til byggða. Stekkjastaur reió á vaðið í upphafi vikunnar og einn og einn tínast þeir til byggða allt þangaó til kertasníkir, sem rekur lestina, hef- ur haft sig yfir fjöllin og aö bamsskónum glugganum. En hvenær skyldi þessi siður hafa verið tekin upp? Víða í norð- lenskum sveitum var þessi sióur ekki við lýði fyrir þremur til fjórum áratugum en mun þá hafa verið far- inn aö breiðast aó einhverju marki út í þéttbýli. í bókinni Saga daganna segir Ami Bjömsson að þessi siður hafi breióst út eftir miðja öldina, hratt í Reykjavík en síðan í öörum kaup- stöðum. Elsta bókfesta dæmið um þennan sið hérlendis segir Arni vera kvæði Ragnars Jóhannesson- ar, „Níu litlir jólasveinar,“ frá ár- inu 1938: Þeir láta stundum tíeyring í litla barnaskó sem liggja frammi á gangi er sofa menn í ró. Skyldu mörg börn fá tíeyring í skóinn nú til dags? I Sögu daganna segir enn frem- ur: „Siðurinn varð hinsvegar mjög hamslaus á Islandi fyrst eftir 1950. Sumir byrjuðu strax í upp- hafi jólaföstu eóa 1. desember, og stundum komu stórar fjárfúlgur í skóinn. Olli slíkt bæði metingi og sárindum þegar börnin báru sig saman í skóla, og leiðindum fyrir alla uppalendur. Ekki var neitt skipulagt átak til að hamla gegn þessum ófögn- uði. Fóstrur og ömmur leituóu þó ráða hjá þjóð- háttadeild Þjóð- minjasafnsins, og af hennar hálfu var fjallaó um málið í Ríkisút- varpinu. Arang- urinn varð sá að upp úr 1970 tókst smám saman að innræta þá cðli- legu meginreglu að ekkert kæmi í skóinn fyrr en fyrsti jólasveinninn kemur til byggða 13 eða 9 nóttum fyrir jól og ekki væri annað en smáræði í skónum.“ Samkvæmt lauslegri athugun blaðamanns er algengt aó nútíma jólasveinar setji epli, kókómjólk- urfernu, kerti, köku, spil, appels- ínu, sokka, skrautlegan blýant, smá Ieikföng og happaþrennur í skóinn. Alltaf læðist ein og ein kartafla í lítinn skó, svona rétt til að minna á alvöru leiksins. í nótt kemur hurðaskellir hvað skyldi vera í pokanum hans? KLJ „Af hverju er jólasveinninn inni en ég fyrir utan? Er það ekki hann sem á að vera fyrir utan gluggann minn? Nei bíddu, ég veit, þetta cr ekki alvöru jólasveinn, eins gott!“ Það á að gefa bðroum brauð að bíta í á iólunum Vegna lítillar kornræktar og tak- markaðs innflutnings á korni voru brauð, grautar og annar mjölmatur lengst af af skomum skammti hér á landi. Jóla- grautur og laufa- brauð var því munaður sem tengdist hátíó jól- anna þegar öllu var tjaldað sem til var. Jólagrauturinn var ýmist banka- byggsgrautur meó sírópsmjólk eða grjónagrautur með rúsínum. Fyrstu heim- ildir um laufa- brauð eru frá fyrrihluta 18. ald- ar og þá er því svo lýst: „Laufótt brauð, sem hnoð- að er úr hreinu hveiti, en þunnt og útskorið með margvíslega lög- uóum myndum, smurt meó smjöri og soðið yfir eldi.“ Eftir miðja 19. öld virðis laufa- Laufabrauð getur geymst vel. Þetta fallcga jólatrc var skorið í kökuna á fyrri hluta aldarinnar. Laufabrauðsmunstur, skammdegis- sói og bóndaskurður. brauðið mjög bundió við norðan- og norðaustanvert landið, frá Austur-Húna- vatnssýslum austur í Múla- sýslur. Eftir miðja 20. öld fór laufabrauð hins- vegar að tíðkast víðar en hvergi er jafn rík hefð fyrir því að bera fram háa hvíta laufa- brauðsstafla meö jólahangikjötinu eins og noröan- lands. Upphaflega er talið að laufa- brauðið hafi ver- ið haft svo þunnt sem raun er á vegna mjölskorts. Með því að skera hrá- efnið við nögl var unnt að gefa fleiri munnum að smakka lostætið og útskurðurinn gerði kökurnar girnilegri. KLJ Heimild: Saga daganna, Arni Bjömsson. OAMLA MYNDIN M3-1503 Ljósmynd: Hallgrímur Einarsson og synir/Minjasafnið á Akureyri H H ELGARllEILABROT Umsjón: GT 14. þáttur Lausnir á bls. 20 Dr. Bjami Benediktsson Ólafurjóhannesson Dr. Gunnar Thoroddsen Hvaða borg í Danmörku er vinabær Húsavíkur? I Álaborg Wi Árósar Randers Hvað eru mörg grömm í cinni únsu? ■■ 0,03527 28,3495 50 Hvenær sögðu Norðmenn skilið vlð Svía og konung þeirra? 1814 C9 1905 1914 Hver gefur út Morgunblaðið? ■ Árvakur hf. Félag íslenskra stórkaupmanna Styrmir Gunnarsson Hvaða bók var efst á llstanum yflr mest seldu bækur á Dags-listanum í síðustu viku? 1 Fólk og firnindi KJI Saga Akureyrar II WM Sniglaveislan Hver hlaut I. sætið f prólkjörl Framsóknarflokksins i Reykjaneskjördæmi um síðustu helgi? I Drife Sigfúsdóttir B9 Hjáimar Árnason Qj Siv Friðleifsdóttir Hvaða tungumál hefur lengl verið alþjóðlegt póstmál? I Enska Franska Þýska Hvert er n 900 kr. 1.800 kr. 3.950 kr. Hver er rafmagnskostnaður við Ijós og öll hcimilistaeki á meðalheimili á dag? I U.þ.b. 20 kr. Qj U.þ.b. 70 kr. U.þ.b. 170 kr. Hver er algeng dagleg orkuþörf fullorðinna karla sem vinna kyrrsotustörf? I 2.700 hitaeiningar R9 3.100 hitaeiningar 3.400 hitaeiningar Hver sagði eitthvað á þcssa lelð: Sá sem þarfnast einskls getur öðlast allt ? I Fran^ois d Assise RM Karl Marx Jesús Kristur Hver var ástæða þess að víða var flaggað á íslandi hlnn 6. desember 1970? Afmælisdagur forsern RM Lát forsætisráðherra Þjóðhátíðardagur Finna Hver kannast við fólkið? Ef lesendur Dags þekkja einhvern á þeim myndum sem hér birtast eru þeir vinsamlegast beðnir að snúa sér til Minjasafnsins, annað hvort með því að senda bréf í pósthólf 341, 602 Akureyri eða hringja í síma 24162 eða 12562 (símsvari).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.