Dagur - 17.12.1994, Blaðsíða 6

Dagur - 17.12.1994, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 17. desember 1994 Er hægt að ná tökum á jólakflóunum? Teygt aftan á læri: Sctjið annan fótinn upp á stól, eða annað sem hentar betur, slakið á í hnjánum og teygið ykkur fram með beint bak. I>egar þíi kemur inn eftir gönguferöina eða skokkiö skaltu niuna aö teygja. Jólamaturinn er gómsæt- ur og kökurnar, sælgætið og allt hitt sem fyllir ís- skápa og búr ekki síðra. A næstu vikum samein- umst við um að borða, meira, feitara og sætara en aðrar vikur ársins. Enda jólin að ganga í garð og sjálfsagt að bera bestu krásir á borð og njóta þeirra. Svo líða ára- mótin og hversdags- Ieikinn tekur við með aukakílóum, sem kalla á sultardaga, kál og megr- un, eða hvað? Heilsuræktin Stúdíó Púls á Ak- ureyri er ein þeirra líkamsræktar- stööva, sem taka að sér að aðstoóa fólk við að brenna burt óvelkomn- um fellingum og koma lagi á skrokkinn. Þar var árangursríku fitubrennslunámskeiði að ljúka og enginn vafi er á að eftirspurnin eftir slíku námskeiði verður næg eftir hátíðarnar. Anna María Guð- mann (AMI) íþróttakennari, og Lína Þorkelsdóttir leióbeinandi eru kjarnakonurnar sem taka á móti þeim sem vilja brenna fituna burt, ráðleggja, leiðbeina, kenna æfingar og hoppa og öskra ef meó þarf. Hér sjáum við, svart á hvítu, ráð þeirra stallsystra til okkar nú skömmu áður en dagar ljúffengra rétta ganga í garð? „I fyrsta lagi ráðleggjum við okkar fólki að borða ekki of mik- iö, ekki „stútfylla sig“ í einni eða tveimur stórum máltíðum á dag. Það er miklu betra aó borða oftar og minna í einu, borða fimm sinn- um á dag, tvær stærri máltíóir og tvo- þrjá millibita, og borða sig hæfilega saddan. Hverjum líður vel pakksöddum eftir risamáltíð? I öðru lagi er það hreyfingin sem gildir. Það er til dæmis auð- veld leið að fara út aó ganga. Það er best að gönguferðin taki 40 mín. eða meira hverju sinni. Góð- ur göngutúr endurnærir bæói lík- ama og sál, hreinsar hugann og losar um stressið. Besta ráðið núna yfir hátíðamar er aó fara út að ganga á hverjum degi. Oft reynist auðveldast að drífa sig fyrri hluta dagsins, því á þessum Sýslu- og sóknalýsingar Þingeyjarsýslna Skrifaðar á síðustu öld að beiðni Hins íslenska Bókmenntafélags Nú í aðgengilegri bók frá Góðu máli hf. „Af 100 manns sem em í prestakallinu yfir 16 ára eru 10 skrifandi, sá elsti afþeim um sjötugt en yngsti um tvítugt. Fáir af hinum 90 get eg sagt að skrifi lœsilega nafn sitt. “ „Síveðrasamt er í sveit þessari aföllum áttum, stórbylja- samast af landsuðri, en stormavindasamast afaustri og norðvestri, eins á öllum tímum ársins. “ „Helstu viðloðandi sjúkdómar eru: Sú banvcena og skað- væna barnaveiki (andateppuveiki) og fljótaveiki (neðan- spýja) v[el\ kólera, sem lœknirinn ræður bót með útlendum meðölum eftir megni og þó með heppni. “ Skemmtileg og óvenjuleg bók Fæst í bókabúðum Teygt innan á læri: Athugiö að hné fari ekki fram fyrir tær á fætinum sem staöið cr í, þunginn á að vera á hælunum. Myndir: Robyn. Fyrirsæta: Guðrún Gisladóttir leiðbeinandi í Stúdíó Púls. hátíðisdögum er ýmislegt sem kallar á þegar líður á daginn. Það er ágætis viðmiðun aö ganga það hratt aó það taki töluvert á en samt á fólk alltaf að eiga auðvelt meó að tala saman á meðan á göngunni stendur, ekki ganga hraðar en það. Allar gönguferóir eiga svo að enda með teygjuæfingum, þær eru alveg nauðsynlegar. Auðvitað getur fólk valið aðra leið til að hreyfa sig en göngu- ferðir en þær eru aógengilegar og kosta ekkert nema hugsanlega Teygt framan á læri: Styðjið ykkur við vegg, athugið að ýta hné aftur og mjöðmum fram. Gkki fetta bak- ið, gott að spcnna kviðvöðvana á móti. góða skó. Víða eru sundlaugar og hverskyns leikfimisalir opnir flesta daga í desember og hver veit nema einnig verói hægt að fara á skauta eða skíði.“ ✓ Ijanúar „Ef fólk vill taka upp breytta lifn- aðarhætti á nýju ári og byrja að hreyfa sig markvisst sér til heilsu- bótar þá má benda á að það er miðað við að markviss hreyfing þrisvar í viku haldi fólki við. Með markvissri hreyfingu fjórum sinn- um í viku nærðu árangri, fimm sinnum í viku nærðu hámarks ár- angri, sex sinnum í viku er slysa- hættan orðin umtalsverð og sjö sinnum í vikur verður slysahættan enn meiri. Það er rétt aö minna á að það sem skiptir máli er að vera vel á sig komin bæði andlega og líkamlega. Ef svo er skiptir ekki máli hvort fólk er í kjörþyngd eða ekki, þaó er ekki aóalatriðið í líf- inu.“ Ekki borða of lítið „Við viljum benda á að sam- kvæmt reynslu okkar af starfi með fjölda kvenna í fitubrennsluhópum þá er það staóreynd aó meirihluti kvenna fitnar vegna þess að þær borða of lítið en ekki vegna þess að þær borða of mikið. Flestir karlmenn fitna hinsvegar vegna þess að þeir borða of mikið. Ef ekkert er borðað í morgun- mat og nánast ekkert í hádegismat þá hægist svo á brennslu líkamans því líkaminn reynir að halda í sem flestar hitaeiningar til að mæta til- vonandi svelti og bæta þeim á fituforðann. Það er alveg nauðsyn- legt að venja sig á að boróa oftar, fimm sinnum á dag, en hóflega.“ Amí og Línu er þökkuð góð ráð. KLJ Káifateygja: Hæiinn í gólf, hafið beina línu úr hnakka og niður í hæl, ekki fetta bakið. Gullkom • Drekkió 6-8 glös af vatni á dag. Vatnió skapar líkamanum gott umhverfí til aö brenna fitu ef ekki er nóg af vatni þá gengur verr aó brenna fitunni. • Setjió sömu reglur fyrir ykkur eins og börnin ykkar, hafíð „nammidag“ einu sinni í viku. Lítió á sætt kex og kökur sem sætindi eða sælgæti. • Allir sem stunda einhverja hreyftngu eru íþróttamenn á sinn hátt hvernig sem hreyfíngin er. • Borðið meira af grænmeti og ávöxtum. • Borðið 4-5 litlar máltíóir á dag, það eiga aó líða þrjár til fjórar klukkustundir á milli mála. • Lífið er hreyfmg og hún örvar líf á sama hátt og hreyfing- arleysi veikir vefi líkamans. • Ekki sleppa morgunverðinum. Með því aó boröa morgun- mat heldur þú meltingunni vakandi. • Ekki borða of lítið því þá hægir líkaminn á grunnefna- skiptunum til að spara varaforóann sem hann hefur í formi fitu. • Geföu þér tíma til að bæta eigin heilsu. Hverju getur þú bjargað ef hún bregst? • Þó þú borðir óhóflega mikió af hitaeiningum í nokkra daga yfir jólin er þaö ekki eins varasamt eins og öll smá- atriðin alla hina daga ársins. Allar litlu kexkökumar, kleinumar, smjörió, rjómaslettan og karamellumar verða aó þungum kílóum sé þeirra neytt oft í viku hverri. • Mundu aö samviskubit bætir ekki líóan þína. KLJ Einstakur fróðleikur um liðna tíð!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.