Dagur - 20.12.1994, Blaðsíða 14
14 B - DAGUR - Þriðjudagur 20. desember 1994
Hvernig verð þú frístundum þínum? Ert þú ef til vill í ört vaxandi hópi þeirra sem kjósa að nýta frí-
tíma sinn, á einn eða annan hátt til útivistar, þeirra sem halda á vit íslenskrar náttúru og sækja
þangað andlegan og líkamlegan styrk til að takast á við hversdaginn. Hjónin Sverrir Thorstensen og
Þórey Ketilsdóttir nýta frístundir sínar til að sinna slíku áhugamáli en það eru íslensku fuglarnir sem
eiga hug þeirra allan. Sumar eftir sumar ferðast þau um „svæðið sitt“ og sækja heim fleyga vini og
kunningja, merkja, telja, skrá og skoða.
.
Sverrir er borinn og barn-
fæddur í Reykjavík en
hann hefur haft báða fætur
á norólenskri grund síóan
Þórey, sem er fædd og
uppalin á Halldórsstöðum í Báró-
ardal, vísaói honum veginn á vit
þingeyskra heiða og dala.
Þau hjónin luku kennaraprófi
úr Kennaraskóla Islands árið
1970. Sverrir bætti viö sig einu
námsári til vióbótar í Kennara-
skólanum og svo héldu þau noró-
ur, heim í Halldórsstaói. Sama ár
fóru þau að kenna í Stórutjarna-
skóla, sem þá var í byggingu, en
skólinn tók ti! starfa síðla hausts
árið 1971.
Arin á Stórutjömum uröu tutt-
ugu, Þórey og Sverrir störfuðu
bæói þar sem kennarar og Sverrir
síðar um árabil sem skólastjóri.
Svo stokkuðu þau hjónin upp
spilin, fóru í eins árs námsleyfi til
Danmerkur og fiuttu síðan til Ak-
ureyrar. Nú kennir Þórey í Valsár-
skóla á Svalbarðsströnd og Sverrir
í Glerárskóla á Akureyri.
En það er áhugamál þeirra
hjóna númer eitt, tvö og þrjú sem
þau ætla að segja okkur frá. Hvað
fær þau til þess aö hlaupa út um
holt og móa á eftir fiðruðum
hnoörum? Hvenær kviknaði þessi
mikli áhugi þeirra á fuglum?
Hreiðurmálafélagið
Þórey: „Þegar ég var bam var
töluvert mannmargt á Halldórs-
staðaheimilunum á sumrin og
jafnan nokkur hópur aðkomu-
krakka í sveit. Við krakkarnir
stofnuðum ýmis félög á sumrin og
þar á meöal var hreiðurmálafélag-
ið. Félagar í því fóru um landar-
eignina og skráóu niður öll hreið-
ur sem fundust. Svo fylgdumst við
með hreiórunum og ef það var fúl-
egg í hreiðrinu þá tókum við það
og komum okkur þannig upp vísi
að eggjasafni.
Jóhannes Sigfinnsson, sem bjó
á Grímsstöðum í Mývatnssveit en
er nú látinn, smíðaði svo handa
mér forláta kistu undir eggjasafn-
ið. Kistan er fagurlega skreytt
enda var Jóhannes listmálari og
fuglaskoðari. Hann og bróóir hans
Ragnar, sem enn býr á Grímsstöð-
um, voru lengi einir ötulustu
fuglamerkingamenn landsins.
Þetta eggjasafn var svo eitt af
þeim djásnum sem ég sýndi bónda
mínum með stolti þegar við
kynntumst."
Sverrir: „Eggjasafnió í kistunni
Sverrir kominn í Breiðafjarðareyj-
ar til að smella hring á fót, hér
^ er það lundi sem fær merkingu.
Langar þig að
ættleiða álft?
Allar álftir scnt cru mcrktar eru
myndaðar á þennan hátt. Þessar
myndir eru af pari sem bjó við
Engivatn á Fljótsheiði síðastlió-
ió sumar. Fólki finnst álftir ailar
vera cins en þær hafa hvcr sitt
mynstur á ncfinu. Ef myndimar
prentast vel má sjá mismuninn. í
Bretlandi er hægt að „ættlciöa"
álftir og þá l'á þcir sem taka álft í
fóstur senda svona andlitsmynd
af henni. Síðan er „fósturforeidr-
unum“ sendar upplýsingar um
feróir álftarinnar gegn greiðslu.
Þcssar „ættleióingar“ hafa aukist
mikið á síðustu árum og nú hef-
ur fjöldi fólks ættleitt álfL
var heimanmundurinn hennar Þór-
eyjar.
Eg ólst upp í hálfgerðri sveit í
Reykjavík, það cr að segja í Laug-
ardalnum. Þar voru á mínum
æskuárum sveitabýli og fram-
kvæmdir við fyrstu íþróttamann-
virkin í dalnum voru rétt að hefj-
ast. Þetta var landareign okkar fé-
laganna í hverfinu og þarna leituó-
um við að hreiðrum en áhugi
minn á fuglum kom í ljós strax
þegar ég var smá polli.“
Göngum upp í gilið
Þegar Þórey og Sverrir voru sest
að á Stórutjörnum byrjuóu þau að
skoða varpstaði fugla í nágrenn-
inu.
Þórey: „Þegar við vorum búin
Synir Þóreyjar og Sverris, þeir
Kristján Oli og Sigurður Reynir,
koma að landi á „Svandísi“ með
fullfermi, álftahóp sem þeir hand-
sömuðu á Sandvatni á Mývatns-
heiði. Aðspurðir sögðust þcir bræð-
ur reyna að komast sem oftast með
forcldrum sínum í merkingarferðir
enda væru þcssir túrar bráð- ^
skemmtilcgir. ^
Ættbók og saga þingeyskra álfta:
Þau hafa merkt
þúsundir fugla
- Sverrir og Þórey tekin tali
að stikla með krökkunum í
kennslustofunni veturlangt þá fór-
um vió að fara í skipulagðar
gönguferóir í stórbrotin gil sem
eru í Ljósavatnsskarði og Bárðar-
dal. Oftast nær var krummi orpinn
og þaó voru fyrstu hreiðrin sem
við skráðum hjá okkur en þá vor-
um við ekki farin að merkja fugla.
Við fórum í býsna marga svona
leiðangra og tókum yfirleitt ein-
hverja af nemendum okkar meö.
Þetta voru skemmtilegar ferðir
sem eru mörgum nemendanna
minnisstæóar.“
*
Ur myndum í merki
- Hvenær byrjuðuð þið á því?
Svcrrir: „Við veröum ekki hel-
tekin af fuglaáhuganum fyrr en
laust fyrir 1980 en þá komst ég í
samband vió Náttúrufræðistofnun
og vió hófum fuglamerkingar.“
- Hvernig vildi það til að þið
fóruð að merkja fugla á vegum
Náttúrufræðistofnunar?
Sverrir: „Það var sérkennileg
röð af tilviljunum. Þannig var aö
vorið 1978 höfðum við Þórey
fundið tvö músarrindilshreiður í
grenitrjám í Vaglaskógi en þá var
varla þekkt aó músarrindill verpti
í grenitrjám. Eg var þá nýlega bú-
inn aó festa kaup á ljósmyndabún-
aði til að mynda fugla og tók
nokkrar myndir af fuglunum og
hreiðrinu. Skömmu síðar fórum
við til Reykjavíkur á kennaranám-
skeió. Strákarnir okkar þrír voru
með í för og fengu að skoóa
skjaldbökur í einkagarði í Reykja-
vík og ég myndaði þá með skjald-
bökurnar. í kjölfar þessarar
myndatöku bauó eigandi skjald-
bakanna mér að hitta Grétar
Eiríksson ljósmyndara, sem var
þekktur fuglaljósmyndari. Eg ját-
aði því eðlilega enda hafói ég haft
það í huga að gaman væri að hitta
einhvern af þessum þekktu fugla-
ljósmyndurum og fá ráð.
Ég sagði honum meðal annars
frá myndatökum mínum í Vagla-
skógi. Samdægurs hringdi Ævar
Petersen fuglafræðingur í mig,
hann vildi fá að tala nánar við
þennan mann sem þóttist hafa
fundið músarrindilshreiöur í
grenitré. Við mæltum okkur mót
og niðurstaðan varð sú að Ævar sá
einhverja ástæðu til að reyna að
virkja þennan mann að norðan og
bauó mér aó merkja fugla. Því má
segja að upphafið aó fuglamerk-
Hér eru þeir allir í röð ungar a
frjósömustu álftar, sem vitað ^
cr um á íslandi, sjö taisins. Álfta-
mamman liggur lengst tii hægri en
hcimili fjölskyldunnar er við Vest-
mannsvatn í Áðaldal.
ingum okkar Þórcyjar hafi verið
músarrindilshreiður eða áhugi
strákanna á skjaldbökum.“
22.000 fuglar
- Þá byrjuðuð þið að merkja fugla
og hafið gert það síðan. Er um
sjálfboðaliðastarf að ræða og hvaó
hafið þið merkt marga fugla á
þessum 16 árum?
Þórey: „Lang flcstir fuglamerk-
ingamenn á landinu vinna þetta
sem ólaunað áhugastarf. Það eru
líklega um sextíu aðilar sem hafa
merki en það eru ekki nema innan
við tíu á landinu öllu sem merkja
90% af öllum þeim fuglum sem
eru merktir.
Við höfum merkt fugla
eingöngu ánægjunnar vegna en í
ár unnum við að sérstöku álfta-
verkefni scm hafói hlotið styrk.
Því var ekki eingöngu um sjálf-