Dagur - 20.12.1994, Blaðsíða 23

Dagur - 20.12.1994, Blaðsíða 23
Ólafur Guðmundsson, túlipanasmiður. Húsavík: Dreymir um ao selja túlipana til Hollands - segir Ólafur Guðmundsson, túlipanasmiður Ólafur Guðmundsson býr á landnámsjörð Húsvíkinga, Borgar- hóli, þar sem talið er að Garðar Svavarsson hafí reist sér bústað til vetursetu og væntanlega fyrsta hús á landinu. Ólafur hætti störf- um við kennslu árið 1992 af heilsufarsástæðum og hafði þá kennt handavinnu í 26 ár. Nú er Ólafur túlipanasmiður. lafur hætti ekki tóm- stundavinnunni sinni um leið og kennslunni. Sam- hliða kennslunni dundaði hann við eitt og annað og smíðaði þá allt frá bílum niður eða upp í blóm og hann heldur áfram að smíða blómin. „Eg hef alltaf haft yndi af aö smíða, fór ungur aö heiman og þurfti oft að hafa ofan af fyrir mér sjálfur. Ég hef líka málað myndir, en þær hverfa bara eins og skot og mest af þeim hef ég gefið.“ Túlipanasmíðin Óli hefur dittað að ýmsu og lagfært fyrir náungann, skeftað byssur og fleira. En nú smíðar hann túlipana. „Þessar viðgeröir eru leiðinda- verkefni, það er mikið skemmti- legra að smíða eitthvað frjálst. Mér finnst það svolítið hlálegt að ég sem var ungur húsasmíðameistari í Vestmannaeyjum, áður en ég tók kennaraprófið, sit nú norður á hjara veraldar og tálga túlipana. Ég byrj- aði á túlipanasmíðinni uppúr ára- mótunum. Systir mín, Stella, býr fyrir sunnan og er mikil blómakona. Það vildi svo til að ég þurfti til Reykjavíkur og tók með mér nokkra túlipana. Ég hringdi til hennar og sagðist ætla að heim- sækja hana og hún sagði mig vel- kominn hvenær sem væri. Ég sagð- ist vera með blóm til að færa henni og hún bað mig þá að koma strax svo hægt væri að koma þeim í vatn. Þegar ég kom til hennar með blóm- in horfði hún dágóða stund á þau og sagði svo: „Kvikindið þitt.“ Túlipanamir hafa verið vinsælir, fólki finnst þeir góðir til tækifæris- gjafa og ætli ég sé ekki búinn að smíða 3-400 stykki. Ef ég hamast við get ég smíðað túlipana á 45 mínútum en ef ég vinn þetta í róleg- heitunum er ég á annan tíma með hvem.“ - Er gaman að búa til svona fal- lega hluti? „Ég væri ekki að þessu annars. Ég er ekki að dunda við hluti sent mér finnst leiðinlegt að gera.“ Þetta hleðst ekki upp hjá mér - Eru þessi blóm alfarið þín hönn- un? „Já, ég hef hvergi séð svona blóm áður. Ég hef séð tréblóm cr- lendis frá en þau eru allt öðru vísi. Fólki finnst gaman að geta fengið svona öðmvísi blóm sem ekki þarf að vökva eða hugsa um. Oft er ég beðinn um ákveðna liti og hef mál- að túlipanana svarta, skaprgula og allt þar á milli. Ég hef ekkert þurft að gera í því að selja þetta, þeir hafa farið svona af sjálfu sér. Það er eins og fólk víða um land hafi frétt af þessum blómum og sýni áhuga á aö nálgast þau. Maður fyrir sunnan hringdi meira að segja í mig og spurði hvort ég þekkti þennan mann á Húsavík sem væri að smíöa túlip- anana.“ - Hefurðu ekki smíðað ýmislegt fleira af þessu tagi? „Ég hef rennt skálar, diska og smádót. Þetta hleðst ekkert upp hjá mér og ég gæti setið við slíka vinnu vikum saman þó aðeins séu örfá stykki eftir þegar ég stoppa. Ég hef alltaf haldið því fram að það þyrfti engum manni að leiðast er hann stæði upp frá sínu ævistarfi. Það hefur lengi blundað í mér að byrja á svona framleiðslu og ég hef stund- um sagt að ég heföi þurft að vera byrjaður fyrir löngu síðan. Það er sama hvað maður verður gamall, ef hendumar og höfuðið eru í lagi get- ur maóur alltaf eitthvað gert. Eg hef ekki komið öllu í verk sem mig langar til að gera, en ég held áfram. Sumir hafa keypt túlipana hjá mér til að senda vinum sínum erlendis og nú dreymir mig mest um að selja túlipana til Hollands.“ IM Þriðjudagur 20. desember 1994 - DAGUR - B 23 Sendum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum okkar bestu jóU- og nýársóskir bökkum viðskiptin á liðnum árum. VÁTR YGGINGAFÉLAG ÍSLAIMDS HF Akureyri - Sími 11800. H.L stöðin Bjargi sendir starfsfólki og viðskiptavinum innilegar jóU- og nýárstoeðjur H.L. stöðin Bjargi Bugðusíðu 1 -Sími 26888. Ágætu Norðlendingar! ÖugbciUr jóU nyársóskir Bestu þakkir fyrir skemmtunina á árinu sem er ai Sjáumst hress á nýja árinu. Hljómsveit Geirmundar Ifaltýssonar Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis óskar félagsmönnum sínum og velunnurum glcðilegra jóU og þakkar ómetanlegan stuðning á liðnu ári. 4> Krabbameinsfélagið

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.