Dagur - 20.12.1994, Blaðsíða 32

Dagur - 20.12.1994, Blaðsíða 32
32 B - DAGUR - Þriðjudagur 20. desember 1994 Miriam Óskarsdóttir leiðir starf Hjálpræðishersins á Akureyri. Hún er nú um stundir búsett á Akureyri en hefur verið með ríflega annan fótinn suður í Reykjavík á þessu hausti, bæði vegna náms hennar í spænsku, norsku og sænsku í Háskóla íslands og ekki síður vegna útgáfu geisladisks Hjálpræðishersins, sem ber nafn hennar, „Miriam“. Hún kemur enda mikið við sögu á diskin- um, syngur öll lögin nema eitt. Undirritaður hitti Miriam að máli á dögunum í Hjálpræðishershúsinu við Hvannavelli og forvitnað- ist um starf hennar í Hjálpræðishernum. Það gerðist eitthvað óútskýranlegt „Ég er alin upp innan Hjálpræðis- hersins. Þegar ég var fjórtán ára tók ég á móti Jesú Kristi - ég frelsaðist. Aður hafði ég fengið nóg af starfi Hjálpræðishersins. Mér fannst for- eldrar mínir alltaf vera að vinna fyrir Herinn og við yrðum útundan. Én sem sagt, ég frelsaðist og það var einstök upplifun. Ég baö Guð um að fyrirgefa mér syndir mínar og vera Drottinn í lífi mínu og þá átti sér stað eitthv.ið sem ég get ekki skýrtnít með góðu móti. I kjöl- farið fór ég að lesa Biblíuna og allt í einu var boðskapur hennar lifandi fyrir mér.“ Eftir grunnskólanám fór Miriam í menntaskóla og að honum lokn- um hafði hún í hyggju að fara í ein- hvers konar uppeldisnám eða jafn- vel hjúkrunarfræðinám. „En nióur- staðan varð sú aö ég innritaðist til náms 19 ára gömul í'foringjaskóla Hjálpræðishersins í Englandi þar sem ég lærði guðfræði, félagsfræði, sálgæslu og margt fleira. Að þess- um skóla loknum var ég send til Noregs þar sem ég var í eitt ár. Síð- an kom ég heim og dvaldi í eitt ár í Reykjavík.“ í tungumálanámi í Háskóla Islands „Ég hafði alltaf haft löngun til að dvelja á vegum Hjálpræóishersins í fjarlægum löndum og það varð úr að ég fór til Panama og starfaði þar í samtals átta ár. Að þeim tíma loknum kom ég heim til Islands og innritaðist í spænsku sem aöalgrein og norsku og sænsku sem auka- greinar í Háskóla íslands. Þessu námi rnun ég væntanlega ljúka á þessu skólaári. I Panama talaði ég auðvitað Miriam Oskarsdóttir með kafTiboil- ann í íbúð sinni í Hjálpræðishers- ^ húsinu við HvannavcIIi á Akur- ^ eyri. Mynd: óþh spænsku en hins vegar vantaði mig málfræóina og önnur undirstöðuat- riði. Þess vegna fór ég í HI.“ Miriam neitar því ekki aó hún hugsi þetta spænskunám sem grunn að frekara starfi erlcndis, en hún segir ekkert ákveðið um hvað taki við að námi loknu. Arin í Panama Miriam segir að árin í Panama hafi verið afar lærdómsrík. Fyrstu þrjú árin starfaði hún á upptökuheimili. „Húsið var mjög lélegt á íslenskan mælikvarða og ég viðurkenni að mér brá töluvert þegar ég kom þama í fyrsta skipti. Móðir mín sagði áður en ég fór frá Islandi að ég myndi koma heim með fyrsta flugi, en ég er svo þrjósk að ég ákvað að ég skyldi láta mig hafa þetta. Þetta var í raun eins og stórt heimili, þama vom böm sem mörg bjuggu við afar erfiðar aðstæður. I sumum tilfellum höfðu þau misst annað foreldri og í öðmm tilfellum var um aö ræða böm sem bjuggu úti í sveit og höfðu ekki möguleika á að sækja skóla. Þama voru líka götuböm sem leiðst höfðu út í smá- glæpi. Þetta var sem sagt mjög blandaður hópur og aðstæður þess- ara bama voru misjafnar. En þetta gekk yfirleitt vel og við lentum í óverulegum erfiðleikum." Eins og áður segir starfaöi Miri- am á upptökuheimilinu í þrjú ár og síóan tók hún að sér safnaðarstarf á vegum Hjálpræðishersins í tvö ár. „Til að byrja með gáfum við börn- unum að borða tvisvar í viku í há- deginu og ég veitti því strax athygli að bömin úr sveitinni í nágrenninu vom vannærð. Við tókum síðan upp það fyrirkomulag aó gefa krökkunum morgunmat á sunnu- dagsmorgnum og höfðum sunnu- dagaskólann á eftir. Einnig gáfum við bömunum súpu tvisvar í viku, grænmetissúpu eða kjúklingasúpu. Þegar upp var staðið vorum vió því Óskum viðskiptavinum okkar gkðilcarA jóU EIMSKIP Akureyri - Sími 96-24131. Óskum viðskiptavinum okkar svo og öllum landsmönnum glcðilcgra jóU og farsæls komandi árs. Prentsmiðjan ^ rrernsmi Jmii Höfðabakka 3-7, Reykjavík Sími 91-873366. Sendum öllum viðskiptavinum okkar svo og öllum landsmönnum bestu Þökkum viðskiptin á árinu Trésmiðja Dalsbraut 1 - Sími 11188. Óskum viðskiptavinum okkar bökkum fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða ASBYRGIHF. Vörudreifing Akureyri - Símar 96-23280 & 96-11155. með heitan mat fimm sinnum í viku.“ Miriam segist hafa orðið áþreif- anlega vör við pólitískan óróleika í Panama á þessum tíma. Noriega hershöfðingi riðaði til falls og vöruskorts tók að gæta. Banka- reikningum var lokað og þjóðfélag- ið var lamað. Þetta ástand segir Miriam aö hafi gert þeim mjög erf- itt fyrir með safnaðarstarfið og matargjafimar, en sem betur fer hafi fundist lausn og hægt hafi ver- ið að koma í veg fyrir algjöra neyð. Hreinlæti ábótavant Hjálpræðisherinn er með starfsemi víða í Panama og Miriam flutti sig enn á nýjan stað. Nú lá leiðin til bæjar þar sem gífurlegt atvinnu- leysi var og mikil örbirgð. „Þar veiktist ég og þau veikindi má lík- lega rekja til þess að þrifnaði var mjög ábótavant. Til dæmis rann skolpió meðfram götunum og fýlan var óbærileg. Gífurlega heitt var í veðri og hitinn magnaði upp iykt- ina.“ Þama var Miriam meó safnaðar- starf og auk þess starfrækti hún for- skólá og fyrsta bekk í bamaskóla. Síóustu tvö árin í Panama fór Miriam víöa um og skipulagói æskulýðsstarf. „Þetta fólst m.a. í því að skipuleggja Biblíulesdag, íþróttamót eða námskeið," segir Miriam. Starf Hjálpræðishersins á Akureyri Frá því í ágúst á liðnu sumri hefur Miriam leitt söfnuð Hjálpræðis- hersins á Akureyri, en hann er til húsa að Hvannavöllum 10. Þar hef- ur Miriam til umráða rúmgóða íbúð og jafnframt því að vera yfir starfi Hjálpræðishersins er hún húsvörð- ur. „Ég ber ábyrgð á starfi Hjálp- ræðishersins á Akureyri og hér fer fram fjölbreytt starf, bæði fyrir böm og fullorðna. Hér eru reglu- lega samkomur, sunnudagaskóli er starfræktur, nýlega var kórstarfi ýtt úr vör og svona mætti áfram telja.“ Söngkonan Miriam Miriam Oskarsdóttir hefur haft meira en nóg aö gera á þessu hausti. Auk þess að hafa yfirum- sjón með starfi Hjálpræðishersins á Akureyri hefur hún verið á fullu í námi sínu í Háskóla Islands, kennt norsku í Gagnfræóaskóla Akureyr- ar og ekki má gleyma útgáfu geisladisks Hjálpræðishersins, sem kom út á dögunum, en hann heitir einmitf„Miriam“. Geisladiskurinn er gefinn út í tilefni þess að í maí á næsta ári verða 100 ár liðin frá því að starf Hjálpræðishersins hófst á íslandi. A diskinum em tólf lög og Miriam syngur þau öll nema eitt. Frændi hennar, Akureyringurinn Óskar Einarsson, sem líka tekur þátt í starfi Hjálpræðishersins, kemur einnig mikið við sögu. Hann stjórn- aði upptökum og sá um útsetningar auk þess sem hann samdi eitt lag á diskinum. Miriam segir aö útgáfa disksins og öll vinna sem tengdist henni hafi verið hreint ævintýri. Allt frá blautu bamsbeini hefur Miriam haft unun af söng, en hún segist hins vegar ekki hafa farið í söngnám, ekki enn sem komið er. Þó sé aldrei að vita hvað hún geri. En það er með sönginn eins og framtíóina. Það er aldrei að vita hvað Miriam gerir næst. Að ári liðnu verður hún kannski á nýjan leik í framandi menningarheimi - að rétta þeim hjálparhönd sem hjálparþurfi em? Hver veit? óþ*h

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.