Dagur - 20.12.1994, Blaðsíða 22

Dagur - 20.12.1994, Blaðsíða 22
—i II imiii !■ > miw n ■iiwi 22 B - DAGUR - Þriðiudaqur 20. desember 1994 fxvsxXt komAnði xv Pökkum viðskiptin á árinu sem er að líða Tollvörugeymslan Hjalteyrargötu 10 - Sími 21727 Endurskoðun Akureyri Glerárgötu 24 - Sími 26600 Olíufélagið Skeljungur Sími 22850 Fiskiðja Raufarhafnar Raufarhafnarhreppur Bólstrun Björns Sveinssonar Sími25322 Geislagötu 1 Möl og sandur hf. Sími 21255 Skíðaþjónustan Fjöinisgötu 4b - Sími 21713 Alprent Glerárgötu 24 - Sími 22844 Bifreiðaverkstæði Bjarnhéðins hf. Fjölnisgötu 2a - Sími 22499 Bifreiðaverkstæðið Bláfell Draupnisgötu 7a - Sími 21090 Biómabúðin Laufás Hafnarstræti 96 & Sunnuhlíð 12 Símar 24250 & 26250 Auðveltað kynnast Akureyringum Hún heitir Ceniza íris Baldursson og kemur frá Filippseyjum. Ár- ið 1985 var maður hennar, sem var lögreglumaður, skotinn til bana við skyldustörf. Á þessum tíma ríkti mikil óöld á Filippseyj- um og mikið um glæpi. Ceniza var skilin eftir með ijögur ung börn á sínu framfæri. Fyrir rúmum fimm árum kom hún til íslands og var tilgangurinn fyrst og fremst að heimsækja fii- ippíska vinkonu sína sem bjó á Akureyri. Cenizu leist það vel á land og þjóð að hún ákvað að setjast hér aó. Nú býr hún á Akureyri meö íslenskum manni sínum, Þorsteini Baldurssyni, og tveimur yngstu börnum sínum frá fyrra hjónabandi, þeim Izaar Arn- ari Þorsteinssyni, 9 ára og Ævan Ivari Þorsteinssyni 12 ára. Höfundur þessarar greinar er Guðbjartur Finttbjörnsson, nem- andi í hagnýtri fjölmiðlun við Há- skóla Islands. Guðbjartur er 33ja ára. Hann útskrifaðist úr Kennarahá- skóla íslands vorið 1988. „Akureyringar tóku mér virki- lega vel og hef ég aldrei orðið vör við nokkra fordóma hjá þeim í minn garó, eóa annarra Filippsey- inga sem búa hér,“ segir Ceniza. Sagóist hún hafa átt í miklum erf- iðleikum meö íslenskuna í byrjun og fyrstu samskiptin við Islend- inga voru ýmist á fingramáli eða ensku. Hún gafst þó ekki upp, skellti sér á íslenskunámskeið og var óhrædd við að spyrja. Núna talar hún og skilur vel íslenskuna. Auk þess talar hún ensku, spænsku og þrjú af 114 tungumál- um sem töluð eru á Filippseyjum. Ceniza segir ísland vera allt öðruvísi en Filippseyjar. „Lífið er allt miklu betra hér. Það var mikil fátækt á Filippseyj- um og mikið um glæpi. Fyrri maður minn vann hjá lögreglunni og var hann í einu glæpahverfinu að rannsaka mál þegar hann var drepinn. Morðingjamir hafa aldrei fundist," segir Ceniza. Þetta var á valdatíma Marcosar, fyrrum ein- ræðisherra. Það var mikill órói í landinu á þessum tíma og ntorð algeng, ekki síst á laganna vörð- um. Ceniza heldur áfram: „Mér fínnst ég vera örugg hér á Akur- eyri. Hér óttast maður ekki aó ein- hver gangi að manni með byssu og ræni, jafnvel drepi. Á Filipps- eyjum eru stór skil á milli ríkra og fátækra. Það eru margir ótrúlega ríkir en einnig margir ótrúlega fá- tækir. Ég fór heim í fyrsta skiptið nú í sumar og þá fannst mér ástandið vera miklu betra en þegar ég flutti þaðan. Meiri atvinna og meiri bjartsýni á framtíðina. Ég var þar í sex vikur en var þá kom- in með heimþrá til Islands. Það vár samt gaman að sjá fjölskyldu mína aftur. Sérstaklega móóur mína, sem er oröin 80 ára, og tvö eldri börn mín sem búa cnn á Fil- ippseyjum.“ Ceniza segist hafa átt frekar erfitt með að venjast veðrinu á Is- landi og að ekki sé hægt að líkja veðurfarinu hér og á Filippseyjum saman. „Ég kom hingað snemma vors og var þá snjór enn yfir öllu. Það var mjög skrýtin tilfmning því þetta var í fyrsta skiptið sem ég sá snjó.“ Henni fínnst íslensk náttúra vera alveg stórkostleg og hefur ferðast mikið um íandið. Hér sá hún einnig hraun í fyrsta skipti. Cenizu fannst ekki erfitt að kynnast Islendingum, enda ekki feimin að eðlisfari. „Ég hef eign- ast marga vini hér. Þó fínnst mér íslenskir karlmenn vera frekar feimnir. Fólkið sem ég vinn með í þvottahúsinu á sjúkrahúsinu tók mér sérstaklega vel. Ég fékk vinnu þar fljótlega eftir að ég kom hingað,“ segir hún. „Islendingar borða mikið kjöt, en aðaluppistaðan í matnum hjá okkur á Éilippseyjum er grænmeti og hrísgrjón. Mér fmnst hangikjöt mjög gott og harðfiskur hreint sælgæti." Ceniza segist aldrei hafa séð eftir að flytja til Islands. Það komi þó fyrir að hún sakni Filippseyja og þá sérstaklega fjölskyldunnar. En það sé ekki á döfinni að fara aftur til Filippseyja, nema þá ef til vill í heimsókn. Hér finnst henni virkilega gott aó vera. Strákarnir hennar hafa aðlagast mjög vel og líkar vel á Akureyri. Hér á hún heima. Fjölskylda Ccnizu hcima í stofu í Stapasíðu 10 á Akureyri. Frá vinstri: Ivan ívar Þorsteinsson, Þorsteinn Baldurs- son, Ccniza íris Baldursson, Izaar Þorsteinsson og María Ivy Munoz. Mynd: Robyn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.