Dagur - 20.12.1994, Blaðsíða 25

Dagur - 20.12.1994, Blaðsíða 25
i Þriðjudagur 20. desember 1994 - DAGUR - B 25 m Arnar á sviðinu í Samkomu- ^ húsinu á Akureyri. Það hefur margt á daga hans drifið á þeim ijórum áratugum scm liðnir eru síð- an hann lék þar fyrst með LA. Mynd: Robyn. þrjú af fimm börnum okkar til Spánar. Þar dvaldi ég þangað til í haust að ég flutti til Þýskalands. Ég sótti síðan um starfslaun til ýmissa verkefna og fékk þau til þriggja ára. Núna er ég því laus og liðugur þannig séð.“ Aftur til LA - Hvcrnig kom það svo til að þú kemur til LA? „Þeir höfðu samband viö mig Viðar Eggertsson og Hallmar Sig- urðsson og buðu mér þetta hlut- verk Goole rannsóknarlögreglu- manns í Ovæntri heimsókn. Mér- fannst þetta eiginlega fráleit hug- mynd til að byrja mcð, en viö nán- ari skoðun og hvatningu frá kon- unni minni, þá hugsuðum við dæmið upp á nýtt, aö það væri kannski bara alls ckki svo fráleitt. I rauninni skiptum vió um hlut- verk. Hún kom og tók við bömun- um úti en ég fór hingað. Hún setti hér upp Operudrauginn hjá LA í fyrravetur.“ Ovænt heimsókn eftir J. B. Pri- estley hefur áður verið sýnt hér á landi. I Þjóðleikhúsinu 1951 og hjá Leikfélagi Akureyrar vorið 1968. Þá lék Guómundur Gunn- arsson Goole og Gísli Halldórsson leikstýrði. Og um daginn var ég að lesa upp fyrir aldraða og hitti þá fullorðna konu, reyndar frábær- an munnhörpuleikara, sem hafði þá leikið í Ovæntri heimsókn, einnig undir stjórn Gísla í Hvera- gerði. „Þetta er verk sem er töluvert mikið í gangi. Ég flaug heim í gegnum London, en þar hefur verkið verið til sýninga í meira en ár, sömuleiðis á Broadway og víð- ar.“ - En það er ekkert gefið upp uni efnió eða hvað? „Nei, nei, það gerum við alls ekki, þetta á að vera óvænt. Þú mátt tala við mig um allt annað en það.“ Þess verður þó að geta að þarna leika þeir saman félagamir í fyrsta fastráðna hópnum árið 1973“ Ekki voru allir á eitt sáttir á sínum tíma að breyta LA í at- vinnuleikhús, en Arnar segir það sína skoðun að þetta skref hafi ekki verið umflúið. „Þetta haföi þróast þannig að þaó var að ég held bæói krafan úr bænum og metnaður þeirra sem að þessu stóðu. Þetta sameinaðist í því að hér var verió aó sýna 4-5 verk á ári og þaó gat auðvitað ekkert áhugaleikhús staðið undir því ár- um saman, þaó er ekki nokkur einasta leið. Svo er aftur spurning núna, hvort þaó er kominn tími á að áhugafélag hasli sér einhvern völl. Það eru auðvitað ágætis félög hér í kring, sem mörg hver standa á gömlum merg, bæði fram í Eyja- firði, á Dalvík og víðar og síðan leikklúbburinn Saga.“ Alþýðuleikhúsið Vorið 1975 segja Arnar og Þór- hildur upp störfum hjá LA, ásamt Þráni Karlssyni, og eru meðal stofnenda Alþýðuleikhússins. „Þetta voru einar sjö fjölskyldur sem tóku sig saman og stofnuóu Alþýðuleikhúsið. Við byrjum að vinna hér á Akureyri og þctta verður fyrsti sjálfstæði leikhópur- inn utan höfuðborgarsvæðisins og mér vitanlega hafa ekki aórir verið starfandi slíkir, þar sem fólk va"-' ekki vió neitt annað. Einn af stofncndunum, Böðvar Guðmundsson, skrifaði leikverk, fyrst Krummagull, sem viö fórum með um allt land meó aósetur hér og síðan Skollaleik, sem einnig fór hring um allt landið. Bæði þessi verk fórum yið með um öll Norðurlöndin og þau voru síðan tekin upp og kvikmynduó. Annar Alþýðuleikhússtofnandi, Þráinn Bertelsson, notaði Krummagull sem sitt prófverkefni viö kvikmyndaskóla í Svíþjóð og það var síóan sýnt hér heima. Skollaleikur var síðan eitt fyrsta verkið sem tekið var upp fyrir sjónvarp eftir að litsjónvarpið kom. Okkur varó því talsvert mik- ió úr þessum tveimur vcrkum og þau gengu lengi, líka vegna þess aó stundum lágu sýningar niðri um einhvern tíma vegna fjárskorts meóan við fórum og unnum við eitthvað annað og komum svo að því aftur. Síðan er það 1978 að ég fæ starfsstyrk listamanna í hálft ár til þess gagngert aó koma á fót því sem við kölluðum sunnandeild Aþýðuleikhússins. Þá leysum við sem sagt upp deildina hér því við erum að flytja suður. í framhald- inu ræð ég rnig hjá Þjóðleikhúsinu og hef í raun verið þar fastráóinn síðan, en hef fengið starfsleyfi til að hlaupa í burtu, eins og eitt ár til Alþýðuleikhússins, annað ár hing- að norður o.s.frv. Síðan hefur maður auðvitað verið í ýmsu öðru eins og bíómyndum, útvarpsleik- riturn og sjónvarpsleikritum, með- an það var og hét.“ Arnar var hjá Þjóðleikhúsinu fram að síðustu jólum en tók sér síðan hvíld. „Það var eiginlega þannig, eins og gcrist lífinu, að maður þarf stundum aðeins að staldra við, endurhlaða sig, skyggnast um og vita hvar maður er staddur. Ég gcrði það, bað uni ársleyfi sem ég fékk og fór meö ^ Arnar og Þórhildur í Don Juan hjá LA 1973, cinu fyrsta verk- efninu eftir að LA varð atvinnuleik- hús. Þau voru í fyrsta fastráðna Ieikarahópnum. Mynd: Saga leik- listar á Akureyri 1860-1992. A. Arnar í fyrsta hlutverkinu hjá LA sem Hans í Hans og Gréta. Með honum á myndinni eru Bergþóra Gústavsdóttir sem Gréta og Jónína Þorsteinsdóttir sem sætabrauðs- nornin. Mynd: Saga leiklistar á Ak- ureyri 1860-1992. Arnar og Þráinn Karlsson, en samvinna þeirra hefur oft yljað leikhúsgestum á Akureyri og raunar víóar. Er ekki að efa að fólk bíður spennt eftir útkom- unni.“ Margs að minnast Arnar helur leikið 23 hlutverk hjá LA á þcssum 40 árum og því skiljanlega margs að minnast. „Það eru mestanpart góðar minn- ingar tengdar þessu leikhúsi. Hér er mjög gott að vinna og maður getur einbcitt sér að einu verkefni. Það vill verða meiri tætingur þeg- ar maöur er fyrir sunnan. Nú hlutverkin eru minnisstæð fyrir ólíka hluti. T.d. deilumar í kringum Gullna hlióió. Við Þráinn vinur minn vorum líka mikið, og þó hann aðallega, í tjaldasmíði og að gera alla hluti, þannig að það var kannski ekki alltaf nægur tími til að fást við textann. Þó maður væri fljótur að læra þá vildi þreyta og það að hafa kannski ekki kom- ist nógu vel undir yfirboró þess hlutar sem maður var að vinna að, skapa dálítinn taugatitring, ég minnist þess t.d. í Don Juan. Vinnan meó Magnúsi Jónssyni bæði í því og Túskildingsóperunni var átakamikil og spennandi. Magnús var gáfaður leikhúsmaöur sem vió misstum langt um aldur fram. Það eru fleiri hlutir, eins og t.d. uppsetningin á Hananum hárprúða eftir írann Sean O’Casey. Þar lék- um við Þráinn garnla menn, sem var mjög skemmtileg glíma í góðu verki og fleira nrætti telja. Síðast var það dr. Higgins í My Fair La- dy sem gekk mjög vel. Þar sem oftar skilaði samvinna okkar Þór- hildar árangri.“ Leikhúsið í genunum Eins og áður er sagt er Arnar af leikhúsfólki kominn og ekki sá eini úr fjölskyldunni sem lagt hef- ur þetta fyrir sig. M.a. er systir hans, Helga Jónsdóttir, kunn fýrir afrek sín á þessu sviði. „Þaó vill svo skemmtilega til að hún er líka stödd hér fyrir noróan og er aö setja upp verk í Freyvangi, einmitt eftir vin minn Böðvar Guðmunds- son. Bæði hennar börn og börn okkar Þórhildar ætla greinlega að halda þessu eitthvað vió og það virðist því vera að þetta sé komið vel inn í genin og ekkert nema gott um þaó að segja.“ Arnar hefur víða komið við á leikaraferli sínum, bæði í kvik- rnyndun, útvarpi og í sjónvarpi. „Mér finnst útvarpsleikhúsið mjög spennandi og skemmtilegt, en svo datt sjónvarpsleikhúsió alveg nið- ur, sem mér finnst mjög miður.“ Þess má geta í þessu sambandi að Don Juan, sem LA sýndi 1973- 1974 með Arnar og Þráinn Karls- son í aðalhlutverkum, var útbúið fyrir sjónvarp og hlaut afar góða dóma. Staða leiklistarinnar í dag Á þeim áruni sem Amar hefur starfað að leiklist, hafa ýmsar breytingar átt sér stað og kannski ekki allar til hins betra, að mati Arnars. „Við lifurn dálítið sér- kennilega tíma, rótlausa tíma, sem kannski cru ekki endilega hollir listinni. Listin krefst næðis, en þctta eru ckki næðissamir tímar. Kannski vegna þess hversu ungt leikhúsió er hjá okkur, hefur það ekki treyst sjálfu sér nægilega vel til að standast ásókn, bæói annarra miðla og „comercialisma“ eða út- flatningsstefnu. Það hefur pínulít- ið týnt sér í því að vera hermilist og fjarlægst sinn uppruna og sinn dramatíska þrótt. En þetta er eins og allt er, fer í hringi og vonandi erum við á leið upp úr einhverri lægð og úr þeirri deiglu sem tím- inn er í dag kemur auóvitað eitt- hvað. En leikhúsið finnst mér að eigi í vök að verjast. Það hefur skrumskælst pínulítið og veit ekki alveg hvaö það sjálft er eða hvert það vill stefna.“ - Á ekki að halda áfram að leika af krafti? „Ég er nú hræddur unr þaö. Ég er nýkominn úr fríi og er afskap- lega spenntur að takast á við þetta verkefni. Auðvitað var þetta búið að vera allt of stíft áframhald í kan.iski allt of mörg ár. En það segir manni líka það að leiklistin gerir mjög niiklar kröfur og geng- ur nærri manni og því ekki óeðli- legt að maður þurfi annað slagið að kippa sér upp úr farinu, verða fyrir öðrum áhrifum og hreinlega hvílast,“ sagði Amar aó lokum. HA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.