Dagur - 28.12.1994, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 28. desember 1994
FRÉTTIR
Loödýrarækt:
Desemberuppboðið hefur ekki mikil
áhrif fyrir norðlenska bændur
- segir Arvid Kro - mikilvægt að leyfa innflutning á dýrum til kynbóta
„Á uppboðinu núna í desember
voru seld um 7000 skinn frá ís-
landi og um 70% þeirra var af
svörtum læðum, þetta voru að
hluta birgðir sem beðið hafa sölu
í 4-5 ár, þar sem erfiðlega hefúr
gengið að selja skinn af svörtum
læðum. Þetta uppboð hefur ekki
mikil áhrif á afkomu loðdýra-
bænda, því það var innan við
5% ársframleiðslunnar sem
þarna var seldur. En ef verðþró-
un verður eins áfram, þá hefúr
það áhrif,“ sagði Arvid Kro á
Lómatjörn, loðdýraræktarráðu-
nautur og starfsmaður Sam-
bands íslenskra loðdýrarækt-
enda.
Greint var frá lágu verði á loð-
skinnum á uppboði í Kaupmanna-
höfn í frétt í Degi 21. desember.
Arvid var spurður hvaða áhrif
þetta hefði fyrir loðdýrabændur á
Norðurlandi. Hann sagði að verð-
lækkunin hefði ekki svo mikil
bein áhrif á afkomuna en gæti haft
slæm áhrif útávið, á lánastofnanir
og aðra viðskiptaaðila loðdýra-
bænda. „Guói sé lof fyrir aó vió
áttum ekki nema 5% af ársfram-
leiðslunni þarna inni. Það getur
ýmislegt gerst á næstu uppboðum.
En ef þetta verður þróunin á næstu
árum fer búgreinin um allan heim
noröur og niður, ekki bara hjá
okkur. Sunnlensku bændumir
standa verr en norðlensku bænd-
urnir. Það verður erfitt hjá stóru
minkabúunum en léttara hjá þeim
sem eru með blandaóan búskap
eða bæði ref og mink,“ sagði Arv-
id. Á uppboðinu lækkuóu minka-
skinn um 27% en refaskinn um
29%. Refaskinnin voru þó það há
í verði fyrir aö allflestir refabænd-
Kaupmenn á Húsavík sem Dag-
ur ræddi við í gær voru ánægðir
með jólaverslunina. í gær voru
flestar verslanir bæjarins lokað-
ar. Búrfell var eina matvöru-
verslunin sem þá var opin og
sami háttur verður hafður á 2.
janúar, að svangir þurfa að Ieita
sér fæðu í Búrfelli eða sjoppum
bæjarins.
Albert Arnarson, verslunar-
stjóri í Þingey sagðist ákaflega
ánægður með jólaverslunina. Um
miðjan nóvember heföi bökunar-
vöruvertíðin byrjað og staðið fram
ur ættu aó gefa lifað lækkunina af,
að sögn Arvids.
Loðdýrakynbótanefnd vinnur
nú að því að fá leyfi fyrir innflutn-
ingi á ref og mink til kynbóta. Um
er að ræða innflutning á hvolpa-
fullum minkalæóum í apríl. Þær
mundu fara í sóttkví á Bændaskól-
anum á Hvanneyri. Einnig er unn-
að mánaðamótum, fyrstu vikuna í
desember hefði verslun verið dauf
en síðan aukist og verið mjög góð
síðustu vikuna fyrir jól, mun meiri
en í fyrra. Albert sagðist halda að
fólk hefði ekki farið til Akureyrar
að kaupa matvæli þar sem versl-
anir á Húsavík byðu sambærileg
verð. Hann sagðist hafa verió með
kynningar á kjötvörum vikulega
frá 1. nóvember. Fólk hefði mikið
borið saman verö og gæði en aðal-
salan í kjötinu hefði verið 3-4 síð-
ustu dagana fyrir jólin.
Reynir Jónasson eigandi Skó-
búðar Húsavíkur sagðist mjög
ánægður með jólaverslunina, hún
hefói verið svipuð og í fyrra en þó
aðeins betri. Hann sagði aó þar
væri um samverkandi þætti að
ræða, samstarf verslunaraðila
Óhappalaust var og friðsælt um
jólin eftir því sem lögregla á
Húsavík vissi best.
Rólegt var hjá lögreglunni
nema aðfaranótt þriðjudags, þá
var mikið að gera við að aðstoða
Um miðjan dag í gær voru flest-
ir vegir á Norðurlandi orðnir
færir. Fært var um Öxnadals-
heiði og allt til Reykjavíkur og
sömu sögu var að segja um veg-
inn með ströndinni austurum,
allt til Vopnafjarðar. Mývatns-
og Möðrudalsöræfi eru ófær en
verða að óbreyttu mokuð í dag.
I gærmorgun stóð ekki til að
BRIDGE
Nú er öllum leikjum lokið í 3.
umferð bikarkeppni Bridgefé-
lags Norðurlands og eftir standa
8 sveitir. Skólameistari Verk-
menntaskólans á Akureyri var
enn og aftur fenginn í það
vandasama hlutverk að draga í
næstu umferð.
Fjóróu umferó skal lokið fyrir
22. janúar nk. en í þeirri umferð
ið að því að flytja inn refi, 30
högna' til undaneldis og fimm refa-
læður. Þeim yrói skipt út á þrjú bú
í sitt hvorum landsfjórungi, á
Norðurlandi, Héraði og Suður-
landi. Arvid sagðist vongóður um
að leyfí fengist til innflutningsins,
en það væri nauðsynlegt að kom-
ast jafnfætis öðrum þjóðum í
ræktun loðdýrastofnanna. IM
hefði skilað miklu og fólk legði
meiri áherslu á að versla heima.
Hann sagði síðustu vikuna fyrir
jól hafa verið mjög góða en versl-
un hefði fariö hægt af staó í byrj-
un desember.
„Hér kemur fullt af fólki í dag
og það er gaman að lifa,“ sagði
Frímann Sveinsson, kaupmaður í
Búrfelli í gær, en það var eina
opna matvöruverslunin í bænum.
Frímann sagóist afskaplega
ánægður með jólaverslunina og
töluverð aukning hefói verið hjá
sér frá fyrra ári. Hann taldi að
Húsvíkingar hefðu verslað meira
heima fyrir þessi jól. Mikið hefði
verið að gera síðustu vikuna fyrir
jólin en kjötsala hefði farið hægt
af stað og verið mest síðustu dag-
ana. IM
fólk heim af dansleik og veitinga-
húsum. Leiðinlegt veður var um
nóttina og ófærð á götum. Um
tíma var ekki fært nema fyrir öfl-
uga jeppa. Fjölmenni var á dans-
leik í Félagsheimilinu og auk þess
voru tvö veitingahús opin. IM
moka Öxnadalsheiói og til Siglu-
fjarðar, en þaó var endurskoðaó
þegar leið á morguninn. Víða er
snjór á vegum sem ekki teljast að-
alvegir, þó flestar leiðir séu færar.
Tæki Vegageróarinnar verða á
ferðinni allt fram til hádegis á
gamlársdag til að greióa fyrir um-
ferð, svo vegfarendur ættu að
komast leiðar sinnar. HA
leika eftirtaldar sveitir saman (sú
fyrrnefnda á heimaleik):
Stefán G. Stefánsson, Akureyri/
Stefán Bemdsen, Blönduósi
Þorsteinn Friöriksson, UMSE/
Sveinn Aöalgeirsson, Húsavík
Hermann Tómasson, Akureyri/
Formannasveitin Bogi Sigurbjömsson,
Siglufirói
Stefán Sveinbjömsson, UMSE/
Magnús Magnússon, Akureyri
P g
riri
Ólafsfjörður:
Bæjarmála-
punktar
■ Á bæjarstjórnarfundi 13.
desernber sl. var samþykkt
samhljóða eftirfarandi tillaga
sem bæjarstjóri lagði fram:
„Bæjarstjóm Ólafsfjarðar mót-
mælir harðlcga hugmyndum
um að lcggja niöur framhalds-
deildina við Gagnfræðaskólann
í Ólafsfiröi. Bæjarstjórn bendir
á að engar forsendur hafí
breyst sem réttlæti skeróingu á
þjónustu við Ólafsfirðinga í
mcnntamálum. Fyrir liggur að
grunnskólinn færist yfir til
sveitarfélaganna á næsta ári.
Þaó kann að hafa í för með sér
verulegar brcytingar á skóla-
starfinu. Samfara þessum til-
flutningi er líklegt að skapist
möguleikar á uppstokkun á
breiðum grunni. Allar hug-
myndir um breytingar á þessu
stigi eru því ótímabærar."
■ Bjöm Valur Gíslason lagói
fram svohljóðandi bókun:
„Með samþykkt á starfssamn-
ingi bæjarstjóra um 3% hækk-
un frá síóasta ári auk 15 tíma
viðbótar á yfirvinnu, alls upp á
kr. 38.500,- á mánuði, tel ég að
tónninn sé gefinn um launa-
hækkanir STÓL-félaga í kom-
andi kjarasamningum. Sam-
þykkt starfssamningsins hlýtur
því að lýsa vilja bæjarstjórnar
til að almcnnir staifsmenn bæj-
arins verði á ný best launuðu
bæjarstarfsmenn landsins. Ég
óttast hins vegar að svo verði
ekki raunin og greiði því
starfssamningnum ekki at-
kvæði mitt.“
■ Á bæjarstjómarfundinum
uróu töluverðar umræður um
bókun skólanefndar frá 22.
nóvember sl. Bæjarstjórn sam-
þykkti meó fimm atkvæðum
tillögu aó svohljóðandi bókun:
„Bæjarstjórn Ólafsfjarðar
harmar ummæli í fundargerð
skólanefndar frá 22/11 1994
um neikvæða afstöðu bæjar-
stjórnar gagnvart Tónskólanum
sem hún telur engar forsendur
fyrir.“ Svanfríður Halldórsdótt-
ir og Bjöm Valur Gíslason,
fulltrúar vinstri manna og
óháðra sátu hjá viö afgrcióslu
bókunarinnar.
■ Bjöm Valur Gíslason lagöi
fram eftirfarandi bókun frá
vinstri mönnum og óháðum
vcgna áóumcrfndrar bókunar
skólanefndar: „Vegna fundar-
gerðar skólanefndar 22. nóv-
ember skal það tekió fram að
það er stefna vinstri manna og
óháðra að framtíöarhúsnæði
Tónskólans verði í núvcrandi
bókasafni. Verði þessu húsi
hins vegar ráðstafað í annað þá
verði þaó gert í þeim tilgangi
að leysa húsnæðismál Tónskól-
ans og jafnframt bókasafnsins.
Þar tcljum vió að besta lausnin
sé að ljúka við byggingu Gagn-
fræóaskólans, sem ætti að
verða næsta stórverkefni bæj-
arins."
Jólatrésskcmmtun
þórs!
Gff) Jólatrésskemmtun Þórs verður haldin í Hamri
gg) miðvikudaginn 28. des. kl. 17.00.
351 Jólasveinar koma í heimsókn.
^ Kakó og kökur. Allir fá nammi í poka.
fj^i Frítt fyrir 4 ára og yngri.
^ (Ekki 8 ára og yngri eins og misritaðist í Sjónvarpsdagskrá).
^ Verð kr. 300.
^ íþróttafélagið Þór.
Rannsóknastofnun
rala landbúnaðarins
Þróunarstarf í
matvælaframleiðslu
Rannsóknastofnun landbúnaðarins óskar að ráða
starfsmann til rannsókna og þróunarstarfs á sviði kjöt-
og mjólkurúrvinnslu. Starfsmanninum er ætlað að taka
virkan þátt í samstarfi Rannsóknarstofnunar landbún-
aðarins og Háskólans á Akureyri um uppbyggingu
rannsókna og kennslu í matvælafræði og tengdum
greinum.
Starfsvettvangur veróur á Búgarði á Akureyri, Tilrauna-
stöðinni á Möðruvöllum og aóstöóu Háskólans á Akur-
eyri. Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf sem
fyrst.
Umsóknir er greini frá menntun og fyrri störfum sendist:
Forstjóra Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins,
Keldnaholti, 112 Reykjavík,
fyrir 1. janúar 1995.
Húsavík:
Kaupmenn anægðir
með jólaverslunina
Húsavík:
Róleg jól
- en ófærð eftir jólaballið
Flestir vegir færir
Igikarkeppni Bridgesambands Norðurlands:
Atta sveitir standa eftir