Dagur - 28.12.1994, Side 3
Miðvikudagur 28. desember 1994 - DAGUR - 3
FRÉTTIR
Akureyri:
Bæjarmála-
punktar
■ Á fundi bæjarráös 22. dcs-
ember sl. var tekiö fyrir erindi
frá Kaupþingi Noröurlands þar
sem hluthöfum er boöinn for-
kaupsréttur að nýjum hlutum í
fclaginu í hlutfalli við fyrri
eign þeirra þar. Bæjarráð sam-
þykkti aó nýta ekki lbrkaups-
rétt Akureyrarbæjar.
■ Á bæjarráósfundinum gerói
bæjarritari grein fyrir sam-
komulagi viö Kaupfélag Ey-
firóinga, annars vcgar um kaup
Akureyrarbæjar á fasteigninni
Kaupvangsstræti 17, en hins
vegar kaup Kaupfélags Eyfiró-
inga á geymslurými undir
kirkjutröppum milli almcnn-
ingssnyrtinga bæjarins og
Hótel KEA. Bæjarráó staöfesti
samkomulagió og fól bæjarrit-
ara að undirrita nauðsynleg
skjöl um vióskiptin fyrir hönd
Akureyrarbæjar. Að frágengn-
um kaupum á húsinu Kaup-
vangsstræti 17 samþykkti bæj-
arráó að fela tæknideild að láta
rífa þaö.
■ Meó bréfi dags. 23. nóvem-
bcr sl. frá Geislagötu hf. cr sótt
um ábyrgð Akureyrarbæjar til
tryggingar láni að fjárhæð 10
milljónir króna sem fyrirtækið
hyggst taka til framkvæmda
við húsið Geislagötu 10, sem
það lcigir af Akurcyrarbæ.
Bæjarráð bókaði að þaó gæti
ekki orðið við beiðni bréfritara
um bæjarábyrgó, en samþykkti
að veita veðleyfi í fasteigninni
Gcislagötu 10 til tryggingar
láni að fjárhæó allt aó 10 millj-
ónir er hvíli á 2. veðrétti. Veð-
heimildin er háö því skilyrói aó
á I. veðrétti hvíli tryggingar-
bréf að fjárhæð 10 milljónir
króna.
■ Bæjarráó lcggst ckki gegn
veitingu leyfa til annars vegar
Önnu Valgerðar Einarsdóttur
f.h. Valgerðar hf. til reksturs
veitingahúss aó Strandgötu 49
og hins vegar Magnúsar Jóns
Aðalsteinssonar til rcksturs
veitingavcrslunar/veisluþjón-
ustu að Geislagötu 10.
■ Á bæjarráðsfundinum 22.
desember var rætt um húsnæð-
ismál félags- og fræðslusviðs.
Á ftind bæjarráðs kontu fulltrú-
ar Lífeyrissjóðs Norðurlands,
eiganda hússins Glerárgata 26,
þeir Kári Amór Kárason, Bjöm
Snæbjömsson og Hólmsteinn
Hólmsteinsson, til viðræðu vió
bæjarráð urn leigumál á hús-
næðinu og viðhorf stjómar
sjóðins til þeirra. Bæjarráð
samþykkti að heimila bæjar-
stjóra að ganga til samninga
við Lífeyrissjóð Norðurlands
um leigu á húsnæði í Glerár-
götu 26 á þeim gmnni sem um
var rætt á fundinum.
■ í tilefni af erindi frá jafnrétt-
is- og fræðslufulltrúa, sem lagt
var fram á fundinum, sam-
þykkir bæjarráð að heimila
auglýsingu á námskeiði á vor-
önn á vegum Menntasmiðju
kvenna. Námskeiðshald er
bundið því að fjárveitingar til
verkefnisins fáist frá ríkinu.
Skipan iektors við Háskólann á Akureyri:
Teljum að háskóla-
nefndin hafi ekki
skipað hæfasta
umsækjandann
- segir Bergsteinn Jonsson,
formaður dómnefndar
hafi sýnt dómnefndinni og hennar
niðurstöðum ákveðna lítilsvirð-
ingu.
Bergsteinn Jónsson sagnfræð-
ingur, sem var formaóur dóm-
nefndarinnar, segir að dómnefnd-
armenn hafi verið sammála um að
Bjöm væri hæfastur umsækjenda
og hann hafi jafnframt haft mest
af rannsóknarstörfum að baki.
„Við tókum því umsókn Björns
Teitssonar út úr í okkar umsögn,
en með því aó lýsa nokkra aðra
umsækjendur hæfa tók dómnefnd-
in vissa ábyrgð á þeim, en þaö er
hins vegar staðreynd að okkar ráð-
legging var að engu höfð. Við telj-
um því að Háskólanefndin hafi
alls ekki skipaö hæfasta umsækj-
andann í starfið,“ sagði Bergsteinn
Jónsson.
- Er fátítt að ekki sé farið eftir
umsögn dómnefndar um skipan í
stöður eins og lektorsstöðuna á
Akureyri?
„Þegar ráöherrar hafa haft veit-
ingavaldið hefur veriö allur gang-
ur á því, en ég kannast ekki við
mörg dæmi frá Háskóla íslands,
eftir aó ráðherra kom ekki að mál-
inu, þar sem ekki hefur verið farið
eftir umsögn dómnefndar. Þessi
niðurstaða gæti hæglega orðið til
þess að það gæti reynst erfitt fyrir
Háskólann á Akureyri að fá lærða
menn sem hafa orðið fyrir þessari
reynslu að sitja í dómnefnd á hans
vegum. Þeir sem verða fyrir þessu
hafa góða og gilda ástæðu til að
afsaka sig og neita næst þegar þeir
verða beðnir um aö sitja í dóm-
nefnd. Mér finnst Bjöm Teitsson
hafa góöar og gildar ástæður til
þess að vera ekki ánægður með
stöðuveitinguna hjá Háskólanum á
Akureyri. Þessi niðurstaða gæti
einnig valdið því að umsækjendur
hugsi sem svo að það þýði ekkert
aö sækja um stöðu hjá Háskólan-
um á Akureyri ef fyrirfram er búið
að ráðstafa henni til innanbúðar-
manns, eins og það lítur út fyrir
mér í þessu tilfelli," sagði Berg-
steinn Jónsson. GG
-----------------------------------------\
AKUREYRARBÆR
Iþróttaaðstaða í leikfimi-
húsi Oddeyrarskóla
Stefnt er að því að leikfimihús Oddeyrarskóla verði
tekið í notkun fljótlega í janúar nk. Eftir að skóla lýk-
ur á virkum dögum og á laugardögum er fyrirhugað
að leigja salinn til íþróttaiðkana. Stærð salarins er
165 fm., eða lítið eitt stærri en salirnir í [þróttahús-
inu vió Laugagötu.
Þeir sem hefðu áhuga á að leigja tíma í salnum eru
beðnir að hafa samband sem fyrst við skrifstofu
Oddeyrarskóla, sími 22886, eða skólaskrifstofu
bæjarins, sími 27245. Þar eru einnig veittar nánari
upplýsingar.
Skólastjóri.
Björn Teitsson, skólameistari
Menntaskólans á ísafirði, og
einn umsækjenda um lektors-
stöðu í sagnfræði við Háskólann
á Akureyri, sem nýlega var skip-
að í, segir að hann einn hafi
fengið þá umsögn dómnefndar
að hann væri vel hœfur. Nokkrir
aðrir umsækjendur hafi fengið
umsögnina hcefur frá dómnefnd,
þ.m.t. Ingólfur Á. Jóhannsson,
og því sé það rangt sem haft er
eftir Ingólfi um niðurstöður
dómnefndar í DEGI 13. desem-
ber sl. að dómnefnd hafi metið
hann vel hæfan. Ingólfur er
doktor í uppeldisfræði frá Am-
eríku og með kandidatspróf í
sagnfræði. Bragi Guðmundsson
var skipaður í lektorsstöðuna.
Björn Teitsson var lektor við
Háskóla Islands á árunum 1972 til
1979, eða þar til hann tók við
starfi skólameistara á Isafirði.
Bjöm segist álíta aó Háskólanefnd
Ný reglugerð fyr-
ir Þróunarsjóð
sjávarútvegsins
Sjávarútvegsráðuneytið hefur
geftð út nýja reglugerð fyrir Þró-
unarsjóð sjávarútvegsins sem
tekur gildi 1. janúar nk. Með
henni verður styrktarhlutfall
það er sjóðurinn hefur greitt
vegna úreldinga á fiskiskipum
lækkað úr 45% af húftrygging-
arverðmæti fiskiskips í 40%.
Hámarksstyrkur á árinu 1995
skal þó aldrei nema hærri fjárhæð
en kr. 93.087.000, en var áöur 90
milljónir króna. Þróunarsjóðsgjald
það sem eigcndum fiskiskipa er
skylt að greiða til sjóðsins er jafn-
framt hækkaó í samræmi við vísi-
tölubreytingar úr 750 kr. á brúttó-
tonn í 775 kr. Ennfremur er há-
marksgjald hækkað úr kr. 285.000
í kr. 294.000. GG
m
L VIÐSKIPTAMANNA
iNKA 0G SPARISJÓÐA
Lokun 2. janúar og eindagar víxla.
Afgreiðslur banka og sparisjóða
verða lokaðar mánudaginn
2. janúar 1995.
Leiðbeiningar um eindaga
víxla um jól og áramót
liggja frammi í afgreiðslum.
Reykjavík, desember 1994
Samvinnunefnd banka og sparisjóða
BR0SUM
í omferðinni
- og allt gen|or betnr!
í)?
LÍKAMSRÆKTIN
HAMRI
Ný námskeið hefjast mánudaginn 2. janúar,
4ja vikna námskeið.
Við bjóðum uppá okkar vinsæla pallapuð, eróbikk &
magi, rass og læri bæði fyrir konur sem eru að byrja og
eins fyrir þær sem eru lengra komnar. Karlapúl, þrek-
hringur, pallar og eróbikk. Unglingaeróbikk, pallar og
eróbikk. Morgunleikfimi, morgunverður innifalinn.
Kl. Mán Þrið
7-7.35 Morgunl.
11-12
12-13
Miðv. Fimmt. Fðst
Morgunl. Morgunl.
13-14
17-18 Ungl.erob. Ungl.ero
18-19 Byrj. Byrj. Byrj.
Pallapuð Karlapúl vaxtm.erób Karlapúl pallahringur
19-20 Frh.1 Frh.2 Frh.1 Frh.2 Frh.1
Pallapuð pallapuð vaxtm.erob vaxtam.eróob pallahringur
20-21 Frh 3 Byrjendur 2 Frh.3 Byrjendur 2 Frh.3
Pallapuð Pallapuð vaxtam.erob. Vaxtam.erób pallahringur
Laug
Byrj. 2
pallahr
Frh.2
Kartap
Pallahr
Opinn
80 min
4 vikna námskeið 3x í viku kr. 3000 + 10 tíma mánað-
arljósakort kr. 4500(tækjasalur innifalinn)
Lokaðir kvennatímar!
Vatnsgufubað, nuddpottur og frábærir Ijósabekkir.
Mánaðarkort í tækjasalinn aðeins kr. 2400, ótakmörkuð
mæting. Opið frá kl. 9-23 virka daga, til kl. 18 um helgar.
Ath! Munið ódýru morguntímana í Ijósabekkina, aðeins
kr. 270 frá kl. 9-14.
Nýtt!
Morgunleikfimi, morgunverður innifalinn
Frá kl. 7-7.35, morgunverður framreiddur til kl. 9.00.
Vatnsgufubað og heitur pottur.
Kynningarverð aðeins kr. 3900
Nýjung: Opinn 80 mín hðrkupúl tími á laugardögum.
Skráning og allar upplýsingar
í Hamri, sími 12080.
Greiðslukjör við allra hæfi.
V/SA