Dagur - 28.12.1994, Page 4
n i i a r~\
k *n n »- M
- u
nn ,.j.\ .s.;* /j
4 - DAGUR - Miðvikudagur 28. desember 1994
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222
ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1400 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125
RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.),
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
AÐRIR BLAÐAMENN:
GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON,
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285),
KRISTÍN LINDA JÓNSDÓHIR, SÆVAR HREIÐARSSON (íþróttir).
LJÓSMYNDARI: ROBYN REDMAN
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
LEIÐARI---------------------
Húsnæðismál Háskólans
Við lokaafgreiðslu fjárlaga fyrir komandi ár á síð-
asta starfsdegi Alþingis fyrir jól var samþykkt
heimild til handa fjármálaráðherra til að kaupa
húsnæði fyrir Háskólann á Akureyri. Þessi sam-
þykkt felur í raun í sér heimild til þess að kaupa
núverandi húsnæði Vistheimilisins Sólborgar fyr-
ir skólann og í tengslum við það verði á næstu
árum byggð kennsluhús á Sólborgarsvæðinu.
Þessari niðurstöðu fjárlaganefndar og Alþingis
ber vissulega að fagna, hún er í samræmi við
vilja allra þeirra sem um málið hafa fjallað, há-
skólanefndar, ráðuneyta, bæjaryfirvalda á Akur-
eyri og fleiri.
Á borði skipulagsyfirvalda á Akureyri eru
hugmyndir um framtíðaruppbyggingu Háskól-
ans á Sólborgarsvæðinu og forsvarsmenn skól-
ans vinna nú að úttekt á því hvernig starfsemi
hans verði best fyrir komið á þessu svæði á
næstu árum. Ljóst er að núverandi húsnæði Sól-
borgar rúmar ekki nema hluta starfsemi háskól-
ans og því er ljóst að á næstu árum verður að
byggja þarna upp kennsluhús.
Háskólinn á Akureyri er ekki gömul stofnun
en hann er fyrir löngu búinn að sprengja utan af
sér núverandi húsnæði. Vöxtur háskólans hefur
verið eftirtektarverður og hann er til marks um
framsýni þeirra sem börðust fyrir stofnun skól-
ans á sinum tíma. Gagnrýnisraddirnir voru
vissulega fyrir hendi og til voru þeir þingmenn
sem vildu ekkert af þessum skóla vita og töldu
stofnun hans fjarri allri skynsemi. Þessar gagn-
rýnisraddir heyrast ekki lengur. Menn viður-
kenna að háskólastofnun utan stærsta þéttbýlis-
svæðisins er mikilvægur þáttur í að að styrkja
byggð á landsbyggðinni.
Auðvitað hefur komið á daginn eins og spáð
var í upphafi að háskólinn hefur gífurlega mikið
að segja í atvinnulífinu á Akureyri. Fyrir utan
alla á þá sem við stofnunina starfa skapar skól-
inn eftirspurn eftir hverskyns þjónustu og sá
þáttur skal ekki vanmetinn.
Það fer vel á því að byggja Háskólann á Akur-
eyri upp til framtíðar á Sólborgarsvæðinu, 1
hjarta bæjarins. Þetta svæði gefur ýmsa mögu-
leika og mun örugglega henta vel sem háskóla-
svæði.
Mengunarlaust álver við EyjaQörð
Fyrir nokkrum árum tóku Norð-
lendingar þátt í miklu kapphlaupi
sem snéri að því hvort byggja ætti
álver við Eyjafjörð. Sitt sýndist
hverjum en margir sögðu þetta
ekki vera mál sem væri í samræmi
við stefnu bæjarins í feróamálum
og matvælaiðnaði. Allir vita nú
hvemig þetta fór, og er ekki ætl-
unin að velta sér upp úr því hér.
Eina ástæðan fyrir því að ég
minnist á þetta er að nú er annað
slíkt tækifæri rétt vió nefið á okk-
ur, en það eru hugmyndir varð-
andi flutning Islenskra sjávaraf-
urða til Akureyrar. Fyrir mér er
þetta eitt stærsta tækifæri sem
þetta bæjarfélag hefur staðið
frammi fyrir undanfarin ár. Er
möguleiki að reka eitt af stærstu
fyrirtækjum landsins á Akureyri?
Hvað er það sem bærinn þarf aó
bjóða upp á? Er brúanlegt bil milli
þarfa I.S. og þess sem bærinn hef-
ur að bjóða? Er þessi hugmynd
betur samræmanleg heildarstefnu
bæjarins en álverið? Þetta eru allt
spurningar sem þarf að svara, en
þeim verður ekki svaraó nema
menn spyrji fyrst. Þaö er einmitt
tilgangur þessara skrifa að vekja
almennar umræður urn þetta mik-
ilvaíga mál.
Áhugi fjölmiðla á þessu máli
kom til fyrir rúmum mánuði er
Jakob Bjömsson bæjarstjóri á Ak-
ureyri viðraði þá hugmynd opin-
berlega að Í.S. flytti norður gegn
því að Utgerðarfélag Akureyringa
færi að selja afurðir sínar í gegn-
um þeirra sölukerfi. Þessi hug-
mynd olli miklu fjaðrafoki til að
byrja með en síðan datt allur vind-
ur úr umræðunni er stjóm Ú.A.
sagði þetta mál ekki einu sinni
hafa komið til umræðu.
*
Ahrifin fyrir Akureyri
Til hvers ætti bæjarstjórn Akur-
eyrar að vera að blanda sér í þetta
mál? Það ætti að vera öllum ljóst
sem um þetta fjalla að tækjust
samningar um flutning I.S. til Ak-
ureyrar myndi ýmislegt breyta um
svip á Akureyri. Fyrir það fyrsta
værum við að flytja hingaó allt að
fimmtíu hátekjustörf. Ekki er
óvarlegt að ætla að hvert slíkt
starf gefi af sér 3 önnur störf í
tengslum við þjónustu vió svona
fyrirtæki. Nægir þar að nefna
hótel, veitingastaði, fiug-
samgöngur, skipaferðir, og er þá
ótaiin sérhæfð þjónusta sem fyrir-
tækið þyrfti á að halda, s.s. frysti-
geymslur og þess háttar. Hvað
þetta þýðir í krónum og aurum get
ég ekki gert grein fyrir á þessari
stundu. Þó vil ég fara fram á það
að bæjarstjóm láti gera allsherjar
úttekt á mögulegri heildararðsemi
reksturs Islenskra sjávarafurða á
Akureyri. Hvað erum vió að tala
um mörg ný störf, og hver yrði
máttur margföldunaráhrifa á
heildardæmið?
I öðru lagi væri bærinn að sýna
fram á að vel sé hægt að reka eitt
stærsta fyrirtæki landsins á Akur-
eyri, sem þannig gæfi fyrirtækjum
raunverulegan valkost við Reykja-
víkursvæðið.
I þriðja lagi væri fiutningur I.S.
til Akureyrar mikill styrkur fyrir
Háskólann á Akureyri, og þá ekki
síst sjávarútvegssviðið, sem nú
þegar hefur náin samskipti við
fyrirtækið.
Síðast en ekki síst myndi bær-
inn losna úr ákveóinni kreppu-
ímynd, sem hefur heltekið íbúa
bæjarins og dregið þannig allan
mátt úr pólitískri getu til endur-
vakningar Akureyrar. Slíkt tæki-
færi gæti verið sameiningartáknið
sem okkur hefur vantað í síðustu
5-6 ár til að hrista af okkur slenió
og móta stefnu og markmió fyrir
þetta bæjarfélag sem hafin er yfir
alla pólitíska hentistefnu.
Hver yrðu áhrif nýrra
sölusamtaka fyrir U.A.?
Það er mín skoðun að langtíma-
áhrif þessarar breytingar yrðu já-
kvæð, þó svo að til skemmri tíma
væri einhver þekking glötuð. Þetta
byggi ég einkum á tvennu. I fyrsta
lagi er sala Ú.A. í Bandaríkjunum
þaó vel þekkt að ekki myndu vera
teljandi áhrif af breyttum sölu-
samtökum. Bæói S.H. og I.S. eru
nokkurskonar regnhlífarmerki í
dag sem sérmerkja allar vörur sín-
um uppruna. Þekking kaupend-
anna á hæfileikum hvers og eins
framleiðanda og jafnvel gæðum
hvers einstaks skips er orðin gífur-
leg. Þessu til sönnunar má nefna
verðlaun sem Mánabergió frá Ól-
afsfirði fékk nú nýverið. Jafnvel
þótt Mánabergiö selji afuróir sínar
endanlegum neytendum í fjarlæg-
um heimsálfum, þá vita þeir hvaó-
an gott kemur. Á sama hátt hefur
frábært starfsfólk Ú.A. unnið
fjölda gæðaviðurkenninga, sem
gárungamir segja að séu famar að
koma í áskriftarformi í nafni Ú.A.
Af þessu leióir aó samningsstaða
sölusamtakanna rýrnar og styrkur
framleiöendanna eykst.
I öðru lagi, ber ýmsum, sem ég
hef talað við, saman um að S.H.
rnyndi vafalaust vilja halda áfram
að selja afurðir Ú.Á. í Bandaríkj-
unum, enda er Ú.A. stór eignarað-
ili í Coldwater USA og þeim mik-
ilvægur framleiðandi. Til viðbótar
núverandi sölustyrk fyrirtækisins
Hólmar Svansson.
„Samkvæmt samtölum við
menn sem þekkja vel til er
mikill áhugi fyrir þessari hug-
mynd. Þeir segja að stjórn I.S.
(íslenskra sjávarafurða) muni
ekki útiloka neinn slíkan val-
kost verði sest niður og þessi
mál rædd af alvöru.
Er raunhæft að svo stórt fyrir-
tæki geti verið með aðalstöðv-
ar á Akureyri? Ef við lítum til
útlanda sjáum við að þar er sí-
fellt algengara að fyrirtæki
flytji aðalstöðvar sínar út á
land þar sem þau fá oftlega
mun meiri fyrirgreiðslu en
nemur hagræði þess að vera
allir á sama blettinum. „
kæmi vöruþróunarstarf þróunar-
seturs Í.S. Með þeirri þekkingu
sem Ú.A. fengi í gegnum slíkt
þróunarstarf yrði fljótgert aó
vinna upp missi persónulegra
tengsla við núverandi viðskipta-
vini með nýjum sölumönnum og
nýjum vörum.
Þá er ótalinn stærsti kosturinn
gagnvart Ú.A. en það er að hafa
sölumennina í betri tengslum við
framleiðsluferli fyrirtækisins og
verða þannig virkari þátttakendur
í vöruþróun og vörumeðferð en
hægt er í dag með sölumiðstöð í
Reykjavík.
Áhrif bæjarins á stjórn Ú.A.
Þrátt fyrir að bærinn eigi ekki
lengur eins stóran hlut í Ú.A. og
áður þá hefur sú hefö haldist aö
bærinn skipi alla stjórnarmenn.
Áður en farið er lengra má velta
fyrir sér tilgangi með þátttöku
sveitarfélaga í atvinnurekstri, sem
er í sjálfu sér efni í margar svona
greinar. Bæjarfélag hefur burói
sem einstaklingar og jafnvel hópar
hafa ekki, en það er að geta stærö-
ar sinnar vegna tekið áhættu (í
formi ábyrgöa eða hlutafjár) sem
leiðir til þess að hægt er að endur-
skipuleggja fyrirtækin og snúa
fyrirsjáanlegri rekstrarstöðvun í
rekstur arðbærs fyrirtækis. Ná-
kvæmlega þetta var gert þegar
Ú.A. lenti í vandræðum fyrir hart-
nær 40 árum en þá tók vió langt
árabil sem bærinn setti mikla fjár-
muni inn í rekstur Ú.A. og eignast
þannig um 85% hlutafjár (þegar
mest var) til þess að tryggja
áframhaldandi rekstur. Sem betur
fer tókst að rétta Ú.A. við og er
þaó í dag, að öðrum ólöstuðum,
eitt af fremstu útgerðarfyrirtækj-
um landsins. Hvað verður þá um
hlut bæjarins? Er réttlætanlegt aö
bærinn eigi hlutafé í sterkum fyr-
irtækjum til að minnka tap á
hlutafé í öðrum fyrirtækjum sem
ekki hafa gengið eins vel? Mín
skoðun er sú aó allir þeir pening-
ar, sem bærinn hefur yfir að ráða
sem áhættufé til þátttöku í stofnun
eða endurskipulagningu fyrir-
tækja, skuli vera notaðir þar sem
þeir gagnast bænum best. Ef
stjórn U.A. er ekki tilbúin að
vinna að langtímahagsmunum
meirihlutaeiganda fyrirtækisins er
eitthvaó aö. Annaó hvort þarf bæj-
arstjómin að gera upp við sig
hvort hún treystir sér til að þrýsta
betur á stjórn fyrirtækisins eða
ákveður aö selja hlut sinn á mark-
aðsverði og ráóstafa peningunum í
eitthvað sem betur þjónar atvinnu-
stefnu bæjarins. Hér væri til dæm-
is hægt að skoða hvaóa aðstöðu
eða aðbúnað I.S. setur sem skil-
yrði fyrir því að koma norður, og
þá væri hægt aó nýta peningana af
hlutabréfasölunni til þess að útbúa
slíkar aðstæður.
Hvað getum við boðið Í.S.?
Fyrst má telja aó Akureyri er
þjónustukjarni fyrir svæði þar sem
eru nokkur stærstu og bestu sjáv-
arútvegsfyrirtæki á landinu.
Hvernig sem þessi fyrirtæki
standa að í sínum sölumálum í
dag, þá er það borðleggjandi að
nærvera I.S. myndi bjóða upp á
aukna samvinnu báðum aðilum til
hagsbóta.
I ööru lagi höfum við hér sterk-
an þéttbýliskjarna sem er að berj-
ast við að komast yfir þröskuldinn
að veróa það mótvægi við suð-
vesturhorn landsins aó þjóðhags-
legt hagræði hljótist af.
í þriðja lagi er hér Háskólinn á
Akureyri sem býður upp á ýmis
tækifæri að samnýtingu nemenda,
og kennara. Krafa fyrirtækja um
sífellt betur menntaóa starfsmenn
fellur vel saman við kröfur Há-
skólans, en á þeim grunni geta
báðir hagnast af slíkum þekking-
arviðskiptum.
Er þetta raunhæft?
Samkvæmt samtölum við menn
sem þekkja vel til er mikill áhugi
fyrir þessari hugmynd. Þeir segja
að stjóm I.S. muni ekki útiloka
neinn slíkan valkost verði sest
niður og þessi mál rædd af alvöru.
Er raunhæft að svo stórt fyrir-
tæki geti verió með aöalstöðvar á
Akureyri? Ef við lítum til útlanda
sjáum vió að þar er sífellt algeng-
ara að fyrirtæki flytji aðalstöðvar
sínar út á land þar sem þau fá oft-
lega mun meiri fyrirgreiðslu en
nemur hagræði þess að vera allir á
sama blettinum. Til dæmis í
Bandaríkjunum, samkvæmt þess-
ari miðstýringarstefnu ættu öll
fyrirtæki aó vera meö starfsemi
sína á austurströndinni milli New
York og Washington, en hver er
svo reyndin? Miðríkin (Ohio,
Indiana og fieiri) og norðvestur-
ströndin (s.s. Oregon), eru um
þessar mundir vinsælustu staðirnir
fyrir fyrirtæki að koma sér upp
aðstöðu. Hverju sætir þetta? Jú,
fyrirtækin fá yfirleitt mjög góðar
móttökur á þessum stöðum, en
ekki síóur eru þau að skapa starfs-
mönnum sínum lífvænlegra um-
hverfi, umhverfi sem leyfir ein-
staklingnum að skipta máli og
hafa fjölskyldu sína hjá sér án
þess að þurfa stöðugt að óttast um
öryggi þeirra.
Hvað getum við gert?
I mínum augum er tvennt sem
brennur á:
1. Ræða þennan möguleika við
alla sem málið varðar og komast
þannig að því hvað er grundvallar-
mál og hvaó er jaóarmál.
2. Umfram allt verður að ræða
þetta mál á grunni sem hafinn er
yfir pólitík og fiokkadrætti. Þetta
er alltof mikilvægt mál til þess að
einhver stjórnmálaflokkur megi
eigna sér það. Hér er um að ræða
mál sem varðar heildarhagsmuni
landsbyggðarinnar allrar og þá
sérstaklega Norðurlands. Flutn-
ingur I.S. til Akureyrar gæti verið
grundvallaratriði í því að endur-
heimta þá ímynd aó blómlegri
byggó og starfsemi í þjónustu-
bænum Akureyri.
Hólmar Svansson.
Höfundur er rekstrarverkfræóingur.