Dagur - 28.12.1994, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 28. desember 1994 - DAGUR - 5
VMA
Nýlega var undirritaður samningur
milli Menntamálaráöuneytisins og
Verkmenntaskólans á Akureyri
um rekstur útvegssviðs VMA á
Dalvík. Samningurinn tekur gildi
nú um áramótin og kemur í stað
annars eldri sem sömu aðilar
ásamt Dalvíkurbæ, gerðu fyrir rétt-
um fjórum árum um sjávarútvegs-
deild á Dalvík. Helstu breytingarn-
ar sem þessi samningsgerð hefur í
för með sér eru þær aó tengsl
framhaldsskóla og grunnskóla á
Dalvík eru rofin og að VMA tekur
með markvissari hætti að sér stjóm
útvegssviðsins. Jafnframt er nafn-
inu breytt þannig aó „Sjávarút-
vegsdeildin á Dalvík - VMA“ heit-
ir frá áramótum „VMA - útvegs-
svið á Dalvík“. Þessi nafnbreyting
er gerð til samræmingar viö heil-
brigðis-, hússtjórnar-, tækni-, upp-
eldis- og viðskiptasvió sem fyrir
eru við VMA, en þess má geta að
samkvæmt orðabók þýðir „útveg-
ur“ m.a. fiskveióar, útgerð, útbún-
aður til að stunda fiskveiðar. Eftir
sem áður mun útvegssvióið á Dal-
vík greinast í fiskvinnsludeild,
stýrimannadeild og almenna bók-
námsdeild. Utvegssviöið mun
áfram fá fjárveitingu samkvæmt
sérstökum lið fjárlaga og halda
þannig sínum rekstri aðgreindum
frá öðrum fjárreióum VMA.
Forsaga þessa samnings er sú
að Þórunn Bergsdóttir, skólastjóri
Dalvíkurskóla, og Bemharð Har-
aldssón, skólameistari VMA, rit-
uðu menntamálaráðherra fyrr á ár-
inu og fóru fram á heimild til
stofnunar sjálfstæós framhalds-
skóla á Dalvík. Forsvarsmenn Dal-
víkurbæjar og skólanefnd VMA
studdu þessa tillögu einarðlega,
m.a. vegna þess að deildin hefur
vaxið og dafnaó og orðið sjálf-
stæðari með hverju ári. I umræð-
um sem síðan fóru frani milli full-
trúa ríkisvaldsins og heimamanna
NVJAR BÆ
Jón Sigurðsson forseti
Vestfirska forlagið hefur gefið út bók-
ina Jón Sigurðsson forseti - ævisaga í
hnotskurn. Hallgrímur Sveinsson tók
saman. I formála bókarinnar segir
Hallgrímur: „Rit það um Jón Sigurðs-
son sem hér birtist, er ætlað fólki á
öllum aldri og ætti að vera heppileg
lesning fyrir þá sem vilja festa sér í
minni helstu þættina í ævi hans.
Einnig er von höfundar að bók þcssi
geti komið að notum fyrir þá sem ekki
hafa tíma til að lesa lærðar bækur í
önn dagsins en vilja þó kynna sér ævi
Jóns að nokkru. Lesendur eru beðnir
að athuga að hér er ekki um vísindarit
að ræða og menn mega ekki búast við
neinum nýjum sannindum í söguleg-
um skilningi og einnig skal á það
bcnt, að reynt er að forðast hástemmd
lýsingarorð, nema þar sem vitnað er
beint í ákveðna aðila. Dregnar eru
fram þekktar sögulegar staðreyndir,
sem helstu sagnfræðingar og fræði-
menn þjóðarinnar hafa viðurkennt og
reynt aó meóhöndla efnið vió sem
fiestra hæfi. Til frekari áherslu fylgja
mcð ritinu próf upp á gamla mátann
fyrir þá sem hafa ánægju af slíku og
eru ekki síst ætluð þeim sem yngri
eru.“
Bókin er 48 bls. og prentunnin í Is-
prenti hf. á ísafirði og G. Ben. Edda
hf. í Kópavogi.
Rannsóknarstofnun
HÍ í siðfræði:
Gefur út bók um sið-
fræði náttúrunnar
Rannsóknarstofnun Háskóla Islands í
siðfræði hefur sent frá sér bókina
Náttúrusýn. í bókinni eru birt erindi
sem flutt voru á ráðstefnu um siófræði
náttúrunnar sem haldin var í Háskóla-
bíói dagana 18. og 19. september
1993. Ritstjórar bókarinnar eru þeir
Róbert H. Haraldsson og Þorvaróur
Amason.
Ohætt er að segja að í bókinni séu
margar afar athyglisverðar greinar um
útvegssvið á Dalvík
Tcitur Jónsson.
kom hinsvegar í ljós að þeir fyrr-
nefndu töldu um of litla og fá-
menna einingu að ræða og þar
með ekki efni til stofnunar sjálf-
stæðs skóla að sinni. Niðurstaðan
er því fyrrnefndur samningur sem
fellir útvegssviðið betur inn í
ramma framhaldsskólans og rýfur
tengsl þess við grunnskóla sveitar-
félagsins á staðnum. Þessi tengsl
hafa m.a. falist í því að skólastjóri
grunnskólans hcfur jafnframt veitt
framhaldsskóladeildinni forstöðu.
Þó að sá áfangi hafi ekki náöst í
þetta sinn að stofna sjálfstæðan
framhaldsskóla á Dalvík getur
samningurinn orðið skref fram á
við ef rétt verður staóið að málum.
Dalvíkingar komu sínum fram-
haldsskóla á laggimar af miklum
stórhug og dugnaói og síðan hafa
hvorki stjómendur hans né ráða-
menn bæjarfélagsins dregið af sér
við að gera veg hans sem mestan.
Þessu til áréttingar kaus Bæjar-
stjórn Dalvíkur nýlega í þriggja
manna nefnd sem ætlað er að vera
deildinni og stjómendum hennar
KUR
náttúruna frá ýmsum sjónarhomum.
Efninu er skipt upp í nokkra megin-
kafia. Þeir eru: Náttúra og trú, náttúra
og siðfræði, náttúra og samfélag, nátt-
úra og listir og náttúra og vísindi.
Lokaorð bókarinnar ritar forseti ís-
lands, Vigdís Finnbogadóttir.
Traktorkeðjur
Vinnvélakeðjur
Vörubílakeðjur
p ÞÓR HF
Lónabakka - AkuroyH armi 11070
Þessi nafnbreyting
er gerð til samræm-
ingar við heilbrigð-
is-, hússtjórnar-,
tækni-, uppeldis- og
viðskiptasvið sem
fyrir eru við VMA,
en þess má geta að
samkvæmt orðabók
þýðir „útvegur“ m.a.
fiskveiðar, útgerð,
útbúnaður til að
stunda fiskveiðar.
til stuðnings í samskiptum við
yfirvöld og vió frekari uppbygg-
ingu deildarinnar. Ennfremur hef-
ur í starfi deildarinnar verið lögð
áhersla á að tengjast atvinnulífi og
fyrirtækjum í byggóarlaginu. Eins
og fyrr segir hefur skólanefnd
VMA ekki sóst eftir því að stjórna
skólastarfi á Dalvík, heldur stutt
hugmyndina um sjálfstæðan fram-
haldsskóla á staðnum. Stjómendur
VMA og skólanefnd hafa hinsveg-
ar vilja og metnað til að rækja
skyldur sínar samkvæmt nýgerð-
um samningi og munu gera sitt
besta til að útvegssviðið á Dalvík
efiist og dafni. I VMA er um-
fangsmikið skólastarf undir styrkri
stjórn, en jafnframt mikil reynsla
af skipulagningu verklegs náms.
Þá má nefna að skólinn á fulltrúa í
nefnd sem vinnur um þessar
ntundir að endurskipulagningu og
samræmingu alls matvælanáms á
Eyjatjarðarsvæðinu. Með góðu
samstarfi VMA og heimamanna
hlýtur því útvegssviðió á Dalvík
að eiga bjarta framtíð fyrir hönd-
um.
Teitur Jónsson.
Höfundur er formaóur skólanefndar Verk-
menntaskólans á Akureyri.
Aðalfundur
Sjómannafélags Eyjafjarðar
verður haldinn föstudaginn 30. desember nk.
að Skipagötu 14, (Alþýðuhúsinu) 4. hæð og hefst
kl. 10.30.
Dagskrá:
Skýrsla stjórnar.
Endurskoðaðir reikningar lagöir fram.
Stjórnarkjör.
19. þing SSÍ.
Ákvörðun félagsgjalda.
Öflun verkfallsheimildar.
Önnur mál.
Akureyri 27.12 1994.
Stjórn Sjómannafélags Eyjafjarðar.
Leikfélag Dalvíkur
sýnir söngleikinn
Land míns
föður
17. sýning
fimmtud. 29. des. kl. 21
18. sýning
föstud. 29. des. kl. 21
Sýningar eru í Ungó og
hefjast kl. 21
Miðasala kl. 17-19
sýningardaga í Lambhaga,
sími 61900, og í Ungó eftir
kl. 19 fram ab sýningu
Tekiö við pöntunum í
símsvara í sama númeri
allan sólarhringinn
H1 Heilræði
- v
Foreldrar!
Geymiö öll hættuleg efni þar
sem börnin ná ekki til.
Tryggðu þér
skattaafslátt
með kaupum á hlutabréfum
fyrir áramót
Einstaklingur sem kaupir hlutabréf fyrir 127 þúsund
krónur getur lækkað skattana um 43 þúsund krónur.
Upphæðin er 254 þúsund fyrir hjón og
skattaafslátturinn 86 þúsund krónur.
Getum útvegaö flest þau hlutabréf sem skráð eru á
Verðbréfaþingi íslands, þar á meðal:
Eimskip, Flugleiðir, Kaupfélag EyfirðingaD,
Hlutabréfasjóð NorðurlandsD, Síldarvinnsluna,
Sæplast, Útgerðarfélag Akureyringa og Þormóð ramma.
KAUPÞING
NORÐURLANDS HF
Kaupvangsstræti 4 • Sími 24700 • Akureyri
1) Bjóðast með greiðslukjörum.