Dagur - 28.12.1994, Qupperneq 6
6- DAGUR - Miðvikudagur 28. desember 1994
Krabbameinsleit á Akureyri
í aldarfjórðung
Leitarstöð Krabbameinsfélags ís-
lands, nefnd „Leitarstöð B“ var form-
lega opnuö 29. júní 1964 í húsi fé-
lagsins við Suðurgötu í Reykjavík.
Var þar með hafin reglubundin leit á
íslandi aó krabbameini í leghálsi og
forstigum þess. Áður hafði félagið
rekið „Leitarstöó A“ frá árinu 1957 í
Heilsuvemdarstöðinni vió Barónsstíg,
en þar var fólk án sjúkdómseinkenna
skoðað í þeim tilgangi, að leita að
krabbameini. Rekstri Leitarstöóvar A
var formlega hætt í árslok 1972. Leit
að brjóstakrabbameini hjá konum,
sem komu í leghálsskoðun í Leitar-
stöð B hófst svo árið 1973.
Skipulögó krabbameinsleit á Ak-
ureyri hófst 18. ágúst 1969 og veitti
Bjarni Rafnar yfirlæknir henni for-
stöóu. Krabbameinsfélag Akureyrar
annaðist rekstur leitarinnar á Akur-
eyri fyrstu árin, allt þar til Heilsu-
vemdarstöó Akureyrar tók við
rekstrinum á miðju ári 1979. Heilsu-
gæslustöðin á Akureyri yfirtók svo
reksturinn 1. janúar 1985.
1 fyrstu fór krabbameinsleitin á
Akureyri fram í húsnæði Heilsu-
vemdarstöðvarinnar, en á haustmán-
uðum 1974 var leitin flutt í Hafnar-
stræti 95, 4. hæð, í hið nýja húsnæói
Kaupfélags Eyfiróinga. Krabbameins-
félag Akureyrar baröist þá í bökkum
við aó halda rekstri leitarstöðvarinnar
gangandi og fékk þá þennan stuðning
frá F.S.A., er hafói tekið framan-
greinda húseign á leigu. Sökum
rekstrarerfióleika krabbameinsfélags-
ins var félagió aldrei krafió endur-
gjalds fyrir leigu, rafmagn né ræst-
ingu á húsnæðinu, þau ár sem leitin
var rekin á vegum félagsins í húsnæói
kaupféiagsins. Vegna þessara rekstr-
arörðugleika var Heilsuvemdarstöð
Akureyrar fengin til aó taka vió
rekstrinum á mióju ári 1979. Gengu
þá ofangreind leigukjör í erfðir
þ.e.a.s. leitarstöðin fékk aó halda
áfram starfsemi sinni í ofangreindu
húsnæði endurgjaldslaust.
Heilsugæslustöðin á Akureyri tók
svo við rekstrinum 1. janúar 1985
eins og fyrr greinir og fluttist krabba-
meinsleitin í húsnæði hennar 1. júní
1985. Bjami Rafnar yfirlæknir, Rósa
Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur og
Heba Ásgrímsdóttir ljósmóóir vom
fyrstu starfsmenn krabbameinsleitar-
innar á Akureyri og starfa þær Rósa
og Heba enn vió leitina hér á Akur-
eyri, en Bjami Rafnar hætti hér störf-
um árió 1989, er hann fluttist suóur til
Reykjavíkur og starfar hann nú við
krabbameinsleitina í Skógarhlíð þrjá
daga í viku. Bjami, Rósa og Heba eru
því með elstu starfsmönnum krabba-
meinsfélagsins.
Þegar leitarstarfið hófst á Akureyri
var Jóhann Þorkelsson héraðslæknir
formaður Krabbameinsfélags Akur-
eyrar, en hann hafói þá verið formað-
ur félagsins allt frá stofnun þess 21.
nóvember 1952. Rósa Gunnarsdóttir
hjúkrunarfræóingur var gjaldkeri og
Jónas Thordarson endurskoðandi og
báru þau uppi hitann og þungann af
rekstri leitarinnar fyrsta árið. Þórodd-
ur Jónasson héraðslæknir tók svo við
formennsku í félaginu af Jóhanni Þor-
kelssyni áriö 1970 og eftir það sá
hann ásamt Jónasi Thordarsyni um
rekstur leitarinnar allt þar til Heilsu-
verndarstööin á Akureyri tók vió
rekstrinum sumarið 1979 og má raun-
ar segja, að Jónas Thordarson sem þá
var reikningshaldari fyrir félagið, hafi
verið raunverulegur framkvæmda-
stjóri leitarinnar. Þóroddur Jónasson
lét af formennsku í félaginu 1979 og
vió tók Guðný Pálsdóttir húsfrú á Ak-
ureyri.
Leitarstarfiö fór vel af stað á Ak-
ureyri og voru skoðaðar 709 konur á
þeim 4 mánuóum, sem stöðin starfaði
fyrsta árió og svaraði það til 68%
þeirra kvenna, sem kallaðar voru til
skoðunar. Fyrsta heila árið sem leitin
starfaði á Akureyri var gert stórátak
við leitina og skoðaðar alls 1334 kon-
ur, en það varð svo til þess, að að-
sóknin dróst saman næstu tvö árin.
Eftir þaó hélst mætingin í leitina
nokkuð jöfn og voru að jafnaði skoð-
aðar 800-900 konur árlega allt fram
til ársins 1982, er annar kvensjúk-
dómalæknir var ráóinn til starfa á Ak-
ureyri, en þá var gert stórátak við leit-
ina og tók mætingin kipp og voru þaó
árið skoðaðar 1315 konur á Akureyri.
Næstu 5 ár var aukið við jjjónustuna
og farið til Dalvíkur og Olafsfjaróar
og voru þá að jafnaði skoóaóar 1400-
1600 konurárlega.
Þessi þjónusta mæltist vel fyrir og
var þátttaka í skoóun framúrskarandi
góð. Þannig jókst þriggja ára mæting
kvenna á Dalvík úr 60% árió 1983 í
78% árið 1987 og þriggja ára mæting
kvenna á Olafsfirði jókst úr 60% árið
1983 í 92% árið 1987, sem var næst
besti árangur á landsvísu það árið.
Aðsóknin í skoðun á Ákureyri var
nokkuó minni þessi ár, en jókst þó
aóeins, úr 60% árió 1983 í 65% árið
1985. í byrjun ársins 1986 fóru kven-
sjúkdómalæknar á Akureyri að veita
þá þjónustu, aó taka krabbameinssýni
í eigin móttöku (á stofu) og jók það
nokkuð mætinguna. Þannig jókst
þriggja ára mætingin í 73% árið 1986.
Síðla árs 1984 stóó Krabbameins-
félag Akureyrar fyrir því, að keypt
var leghálsspeglunartæki, tæki til að
að kanna nánar frumubreytingar og
gáfu konur sem héldu „Krúttmaga-
kvöld“ hér á Akureyri það árió ágóó-
ann af þeim skemmtunum til þeirra
kaupa, auk þess gaf Akureyrardeild
Sjúkraliðafélags íslands einnig pen-
inga til þessa verkefnis. Tækið var
svo fært leitarstöóinni að gjöf 1. októ-
ber 1984. Síðan þá hafa kvensjúk-
dómalæknar hér á Akureyri, fram-
kvæmt nánast allar leghálsspeglanir
fyrir upptökusvæði krabbameinsleit-
arinnar hér á Akureyri, auk þess ann-
ast þeir oft leghálsspeglanir fyrir leit-
ina annars staóar á Noróur- og Aust-
urlandi.
í júlí 1987 gerði Krabbameinsfé-
lag Islands verktakasamning við Heil-
brigóis- og tryggingarmálaráðuneytið
um skipulega leghálskrabbameins- og
brjóstakrabbameinsleit. Markmið
þcssarar leitar var að draga úr þessum
sjúkdómum og fækka dauðsföllum af
völdum þeirra í samræmi við tilmæli
Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar um
krabbameinsvamir. Þannig var
Krabbameinsfélag Islands gert ábyrgt
fyrir samræmingu og framkvæmd
leitarinnar. Krabbameinsfélagið
skyldi þannig annast eftirlit með
framkvæmd og tilhögun leitarinnar í
samvinnu við heilsugæslulækna og
aðra sérfræðinga að höfóu samráði
við héraðslækna.
Þessi samningur breytti nokkuð
framkvæmd leitarinnar hér á Akur-
eyri. Áður hafði leitin verið rekin
þannig, að hún var auglýst rækilega
að hausti í upphafi vetrarstarfsins og
var þá gjaman gert skoðunarátak, leit-
arstööin þá höfð opin daglega í viku í
stað þess að vera opin einn dag í viku.
Blöó og útvarp vom fengin til aö
fjalla um leitina og gildi þess fyrir
konur að mæta reglulega í skoðun.
Skilaói þessi umfjöllun yfirleitt
ágætri mætingu.
Með tilkomu þessa samnings var
tekið upp innköllunarkerfi, sem
byggói á því, aó allar konur á aldrin-
um 20-69 ára, fengu sent bréf með
boói um að mæta í skoðun, en fram til
ársloka 1987 takmarkaðist leitarstarf-
ið við konur á aldrinum 25-69 ára.
Stefnt var að því, að skoða allar kon-
ur á tveggja ára fresti, konur 20 til 69
ára með leghálsskoðun og innri þreif-
ingu, konur 35 og 40 til 69 ára með
brjóstaröntgenmyndatöku og konur
20 til 39 ára með brjóstaþreifingu.
Brjóstaröntgenmyndatöku fyrir konur
35 ára var svo hætt snemma á árinu
1993.
I samræmi við þennan samning
var gert samkomulag um krabba-
meinsleit á Akureyri á fundi, sem
haldinn var í Alþýðuhúsinu á Akur-
eyri þann 13. maí 1988. Þetta sam-
komulag gerói Krabbameinsfélag Is-
lands við starfandi kvensjúkdóma-
lækna, röntgenlækna og stjóm F.S.A.
annars vegar og heilsugæslulækna og
stjóm Heilsugæslustöðvarinnar hins
vegar.
Þannig var gerður samningur við
Heilsugæslustöðina á Akureyri um að
annast sameiginlega innköllun
kvenna í brjósta- og leghálskrabba-
meinsleit. Þessar skoðanir skyldu í
byrjun vera aðskildar, þannig að leg-
hálsskoðanir og brjóstaþreifing
skyldu vera áfram á Heilsugæslustöð-
inni á Akureyri í umsjá kvensjúk-
dómalækna, en brjóstaröntgenmynda-
tökur fari fram á röntgendeild F.S.A.
Stefnt skyldi aó því að þessar skoðan-
ir fari fram samtímis á F.S.A. strax og
hentugt húsnæði væri fyrir hendi. Að
þeirri sameiningu hefur enn ekki orð-
ið, þrátt fyrir viljayfirlýsingu og
áskorun kvensjúkdómalækna og
röntgenlækna F.S.A. þar að lútandi.
A miðju ári 1987 barst Krabba-
meinsfélagi Akureyrar vegleg minn-
ingargjöf aó upphæð kr. 500 þúsund
frá frú Margréti Halldórsdóttur til
minningar um eiginmann hennar
Tryggva Jónsson. Með hennar sam-
þykki, var ákveðið aó þeim peningum
skyldi variö til söfnunar fyrir nýju
brjóstaröntgenmyndatökutæki fyrir
röntgendeild F.S.A. í lok janúar 1988
var svo boóaó til blaðamannafundar,
þar sem sjúkrahúsinu var formlega af-
hent gjafabréf fyrir fyrrnefndu tæki
og má segja, að þá hafi hin raunveru-
lega söfnun hafist.
Formaður Krabbameinsfélags Ak-
ureyrar, Jónas Franklín kvensjúk-
dómalæknir, en hann tók við for-
mennsku í félaginu 1986, og gjaldkeri
Jónas Franklín.
þess Halldóra Bjamadóttir, hjúkrun-
arfræðingur, héldu þann vetur marga
fjáröflunar- og kynningarfundi og
gekk söfnunin vel. Halldóra var svo
ráðin til félagsins, sem starfsmaður
þess haustió 1988. Þau Jónas og Hall-
dóra héldu svo áfram söfnuninni þá
um haustið með þeim árangri, að
hægt var aö greiða upp og afhenda
tækið formlega 21. janúar 1989.
Þannig hófust 16. janúar 1989
reglubundnar brjóstaröntgenmynda-
tökur hér á Akureyri, en skipuleg leit
að brjóstakrabbameini meö röntgen-
myndatækni hófst hjá Krabbameins-
félagi Islands í Skógarhlíð í nóvem-
ber 1987. Fyrsta árið var 1571 kona
mynduð hér á Akureyri og greindust
15 konur meö brjóstakrabbamein. Ári
síóar voru 559 konur myndaðar og
greindust 7 konur með brjóstakrabba-
mein. Tveggja ára mæting í brjósta-
röntgenmyndatöku var í árslok 1990
68%. Síðan hefur mætingin í brjósta-
röntgenmyndatöku hér á Akureyri
verið nokkuð jöfn, 986 konur mynd-
aöar árió 1991, 884 konur myndaóar
árið 1992 og 948 konur myndaðar ár-
ið 1993. Alls hafa þannig hér á Akur-
eyri greinst 42 konur meó brjósta-
krabbamein s.l. 5 ár. Tveggja ára
mæting í árslok 1993 var 60% og
hafði mætingin þá heldur dregist sam-
an.
Þegar litió er til baka yfir þessi 25
ár krabbameinsleitarinnar hér á Akur-
eyri má skipta starfseminni í fimm
tímabil. Fyrsta tímabilió spannar
fyrstu 10 árin rúmlega (1969-1979),
en þá var leitin rekin af Krabbameins-
félagi Akureyrar og Bjami Rafnar
yfirlæknir veitti leitinni þá forstöðu
og sá hann nánast alfarið einn um all-
ar skoðanir. Annaó tímabil leitarinnar
spannar næstu 3 árin (1980-1982), þá
var leitin með óbreyttu sniði nema
hvað Heilsuvemdarstöðin á Akureyri
sá um reksturinn. Breyting varð á
rekstri leitarinnar á næsta þriggja ára
tímabili (1983-1985), en þá störfuðu
að jafnaói tveir kvensjúkdómalæknar
vió leitina, farió varj skoðunarferóir
til Dalvíkur og Olafsfjarðar, og
Aramóta-
dansleikur
Félag harmonikuunnenda vió Eyjafjörð og
Harmonikufélag Þingeyinga halda sameiginlegan
dansleik á Fiólaranum 4. hæó, Alþýóuhúsinu,
föstudaginn 30. des. kl. 22. til 03.
Kveðjum árið með hinum fjörugu Þingeyingum,
sem aldrei bregðast.
Allir velkomnir
Stjórnin.
Tafla 1 - Þriggja ára mæting í leghálskrabba-
meinsleit á sl. 12 árum
1983 1984 1985 1986 1987 1988
Dalvík 60% 80% 84% 80% 78% 79%
Ólafsfjörður 60% 87% 88% 87% 92% 85%
Akureyri 60% 63% 65% 73% 74% 75%
1989 1990 1991 1992 1993
Dalvík 85% 82% 83% 82% 90%
Ólafsfjörður 89% 87% 94% 90% 93%
Akureyri 79% 80% 81% 81% 83%
Tafla 2 - Þriggja ára mæting í brjóstaröntgenmyndatöku
sl. 6 ár (40-69 ára konur)
1990 1991 1992 1993
Dalvík 72% 85% 80% 87%
Ólafsfjörður 84% 95% 93% 96%
Akureyri 69% 77% 77% 74%
Tafla 3 - Leghálskrabbameinsleit á Akureyri sl. 5 ár
1989 1990 1991 1992 1993
Áóur greindar frumubreytingar 54 43 46 27 31
Ný tilfclli greind á leitarstöð 30 26 30 34 42
Ný tilfelli greind af sérfræðingum 34 49 66 38 53
Tafla 4 - Brjóstakrabbameinsleit á Akureyri sl. 5 ár
1989 1990 1991 1992 1993
Fjöldi skoðana 1571 559 986 884 948
Góðkynja breytingar 30 33 33 32 34
Brjóstakrabbamein (hópskoðun) 12 1 3 2 1
Brjóstakrabbamein (utan leitar) 1 3 0 2 2
Brjóstak.mein greint án röntgen 2 3 3 4 3