Dagur - 28.12.1994, Síða 15
Miðvikudagur 28. desember1994 - DAGUR - 15
Ekkert má spara til vaxtar
og viðgangs heimilanna
- hugleiðingar Magnúsar Skúlasonar, geðlæknis, á ári Qölskyldunnar
Málefni fjölskyldunnar hafa
fengið meira rými í þjóðfélags-
umræðunni á þessu ári Qöl-
skyldunnar en oft áður. Efnt
hefur verið til fjölda funda og
málþinga um málefni fjölskyld-
unnar og eitt þeirra var á
kirkjuviku í Akureyrarkirkju á
liðnu vori og nefndist „Fjöl-
skyldan og samfélagið“. Einn
fyrirlesara á málþinginu var
Magnús Skúlason, geðlæknir, er
ræddi um fjölskylduna í samfé-
laginu út frá ýmsum sjónar-
hornum. Við lok árs fjölskyld-
unnar eiga hugleiðingar Magn-
úsar vel við. Dagur fékk leyfi
höfundar til að glugga í erindi
hans og fara valdir kaflar úr því
hér á eftir.
í upphafi erindis síns ræddi
Magnús Skúlason um margþætt
hlutverk heimilisins en einkum þó
uppeldishlutverkið sem hann
sagði öðrum mikilvægara. Þá
ræddi hann um hugtakið mann-
vernd sem talsvert hefur verið not-
að í ræöu og riti að undanfömu og
sagði það í raun ágætt oró til að
lýsa mikilvægi þess að hlúö sé að
manninum og hinum mannlegu
þáttum. Allt uppeldi sé einskonar
mannvernd og orðið hafr einnig
siðfræðilegt inntak með skyldleika
við rækt og þroska.
Barnið þarfnast atlætis á
hinu tilfinningalega sviði
Þá vék Magnús máli sínu að
þroska barnsins og sagði: Fræ-
kornið að auknum þroska býr
innra með barninu og það er cin-
mitt sá viðkvæmi gróður sem fal-
inn er uppalendum á hendur. Þarf-
ir litla barnsins virðast einfaldar,
fyrst og fremst holl og nægjanleg
næring á réttum tímum, svo og
önnur ytri aðhlynning. En ef til
vill eru þarfimar flóknari strax frá
byrjun. Þörfin fyrir snertingu,
hlýju og atlæti á hinu tilfinninga-
lega sviði er aftur veitir öryggistil-
finningu og innri ró sem er for-
senda þess að bamið nái að öðlast
nægilega góða sjálfsímynd, innri
festu og nauðsynlegan kjark og
traust til að stíga öll þau spor er
bíða þess í framtíðinni.
Mikil átök eiga sér stað
á fyrsta æviskeiði
Á fyrstu æviskeiðum barnsins
eiga sér því stað mikil innri átök í
sál þess og einnig við umhverfið.
Barnið þarf ákaflega mikið á því
að halda aö skynja traustan og
óbifanlegan kærleika foreldranna í
sinn garð, að þeir bregðist sér ekki
hvaó sem á dynur, jafnframt því
sem barnið þarf að hafa verulegt
svigrúm til sinnar fyrstu könnunar
á heiminum og tilburða til sinnar
fyrstu sjálfstæðis- og frelsisbaráttu
og uppreisnar gegn hinu ytra
valdi. Þannig kynnist barniö sjálfu
sér, styrk sínum og takmörkunum.
Áríðandi er að uppalendur hafi á
þessu góðan skilning og sýni þol-
inmæði. Þar með er lagður grunn-
ur að innra trausti barnsins á sjálfu
sér, öðrum og veröldinni.
Víðtækt hlutverk heimilisins
Magnús kvað hlutverk heimilisins
víðtækt og gildi þess margþætt.
Oraunhæft væri með öllu að ætla
skólum að koma á nokkurn hátt í
staðinn fyrir heimilin eóa yfirtaka
hlutverk fjölskyldna og uppalenda
á þessu sviði. Eg vil þó leyfa mér
aö halda því fram að sá þáttur sem
hér hefur verið drepið á sé einn
hinn mikilvægasti því fari hann
úrskeiðis má búast við að aórir
þættir geri það einnig, ekki ein-
ungis á heimilunum, heldur líka í
samfélaginu öllu. Það er vonandi
ljóst út frá því sem sagt hefur ver-
ið að seint veröi ofmetin nauðsyn
þess að hlúa sem best aó heimil-
unum og gera þeim kleift að rækja
þetta frumverkefni sitt og aö fé-
lagsleg kjör sem þeim eru búin
séu mannsæmandi og að minnsta
kosti nægileg í þessu skyni.
Vanmat á hlutverki
og gildi fjölskyldunnar
Magnús sagði einnig athyglisvert
að það að stofna fjölskyldu og
heimili og að eignast börn og bera
síðan ábyrgð á aðhlynningu þeirra
og uppeídi sé eitt af því fáa sem
fólk má takast á herðar án þess aó
hafa til þess nokkur réttindi eða
próf. Nánast engum skilgreindum
skilyrðum þurfi að fullnægja. Svo
viróist sem litið sé á þetta sem
sjálfsagt og sjálfgefið hlutverk í
lífi fólks og aó allir hafi með-
fædda hæfileika til að inna það af
hendi. Hins vegar sé varla til það
verksvið eða sú vél á nútíma
tækniöld sem ekki þurfi heilmik-
inn faglegan undirbúning til að
stjóma, langa þjálfun og ströng
námskeið. Því sé spurning um
hvort þetta bendi til vanmats á
hlutverki fjölskyldunnar og þá um
leið gildi hennar í mannlegu sam-
félagi.
Stúlka af eyfirskum
ættum slær í gegn vestra
Eplið fellur ekki langt frá eik-
inni. I>etta eru gömul sannindi
og ný og enn einu sinni hafa þau
verið staðfest. Ritstjórn Dags
barst á dögunum úrklippur úr
bandarískum blöðum þar sem
fjallað er um uppfærslu á söng-
leiknum Funny Girl og með að-
alhlutverkið, Fanny Brice, fór
Anne Runolfsson, sem á ættir
sínar að rekja alla leið norður í
Eyjafjörð.
Anne er fædd og uppalin í
Bandaríkjunum en faðir hcnnar,
Guómundur Kjartan Runólfsson,
hefur búið þar vestra um árabil.
Guðmundur Kjartan er maður
söngelskur og músíkalskur, enda
sonur Láru Guðmundsdóttur frá
Lómatjörn í Grýtubakkahreppi.
Ekki þarf að hafa mörg orð um
tónlistargáfur þess stóra ættboga
og nægir þar að nefna að systir
Láru er Sigríður Guómundsdóttir
Schiöth, kórstjóri á Akureyri og í
Eyjafjarðarsveit til fjölda ára.
I úrklippunum er farið afar lof-
samlegum orðum um söng Anne
Runolfsson og sagt að öðrum
frcmur sé hún stjama sýningarinn-
ar. óþh
Magnús Skúlason, geðlæknir.
Samspil heimilis og skóla
Magnús benti á að við lifum nú á
tímum er erfiðleikar sæki að og á
ólguskeiðum kólni oft um fomar
dyggðir og þá virðingu sem þeim
beri. Menningararfur með brjóst-
vit og bókmenntir liðinna kyn-
slóða geti rýrnað eða glatast og
þar mcð sé hróflað við hyrningar-
steinum mannlífs í lar.dinu og þá
verði enn mciri þörf fyrir aðgæslu.
Við komum aftur að samspili
heimilis og skóla. Eg hef gefið í
skyn að skólakerfió þurfi að taka
sig á. Það er auðvelt að þrástagast
á slíkum hversdagslegum staóhæf-
ingum. Eg vil einungis margundir-
strika að ég á alls ekki við að fieiri
fari að annast uppeldið fyrir upp-
alendur heldur sé það hlutverk
þeirra að efia fræðslu og undir-
búning. Þessi undirbúningsfræðsla
verði fólgin í ýmsum hagnýtum
leiðbeiningum og kennslu á sviði
þróunarsálfræði bama, hvað varð-
ar sálrænar og félagslegar þarfir
þeirra og raunar alls fólks á öllum
aldri. Einnig ætti að koma inn á
mannleg samskipti almennt og
tengsl og þá alveg sérstaklega
tengsl vió foreldra innbyróis,
tengsl þeirra við böm sín, svo og
hlutverk fjölskyldunnar í víðari
merkingu. Einnig þarf í slíkum
undirbúningi að leggja rækt við
jákvætt siðrænt gildismat hvað
varðar mannlega þáttinn umfram
þá eftirsókn eftir hinum óteljandi
ytri gæóum sem nú eru í tísku.
Er pólitískur vilji
fyrir hendi?
Magnús varpaði einnig fram
Anne Runolfsson er hér á myndinni
í hlutverki sínu í Funny Girl ásamt
mótleikara.
spurningum um hvemig þessi
fræðsla ætti að vera, hvernig út-
færa ætti hana tæknilega og hver
ætti að annast hana. Sú spurning
hlýtur að vakna hvort fyrir hendi
sé almennur pólitískur vilji til þess
að rækta börnin svo hæfileikar
þeirra fái notið sín, það er að segja
að kosta til því sem þarf og fóma
sér til þess. Samskonar spurningar
tengjast eðlilega mörgum öðrum
uppeldis- og líknarmálum, ekki
síst hvað varóar gamla fólkiö og
aðbúnað þess að ógleymdum ýms-
um öðrum þjóðfélagshópum með
félagsleg og heilsufarsleg vanda-
mál. Þetta er spurning um gildis-
mat og einnig um menningu.
Ekkert má spara til vaxtar
og viðgangs heimilanna
Magnús kvað hlutverk heimilisins
vera aó leggja grunn aö traustu og
heilbrigðu sálarlífi hvers einstaks
bams og þar meó grunn þess sem
farsæls og heilsteypts borgara í
hinu flókna samfélagi. Hann kvað
hluta af kenningu sinni þann að
skólakerfið eigi að styðja og und-
irbúa fólk til að rísa undir hlut-
verki sínu innan heimila og fjöl-
skyldna eins og fyrr er nefnt. En
umfram allt þurfi að trcysta mcira
á heimilin en nú sé gert. I hinum
áðurnefnda jákvæða vaxtarhring
heilbrigðs samfélags gegnir heim-
ilið lykilhlutverki. Vanræksla eða
■ vanmat á gildi þess og ógnun vió
samfélagið allt og andlega velferð
okkar allra, og um leið afkomenda
okkar sem við öll crum ábyrg
gagnvart á sama hátt og við erum
einnig ábyrg gagnvart fyrri kyn-
slóðum og menningararfinum sem
þær hafa lagt okkur í hendur til
varðveislu og ávöxtunar. Ef til vill
er slík ábyrgðartilfinning gagnvart
öórum kynslóðum en okkur sjálf-
um aðalsmerki andlegs heilbrigð-
is. Hér má því ekkert til spara
hvorki samtakaviðleitni allra
góðra manna né heldur fjármagn
svo þaó varhugaverða hugtak fái
að fljóta með.
Hamingjan er fylgidís
eins og skugginn
Magnús Skúlason ræddi að lokum
um hamingjuna og sagði meðal
annars að þrátt fyrir þær geigvæn-
legu framfarir á sviði tækni og
vísinda, þá fylgi mönnum enn,
furðu líkt og fyrir árþúsundum,
óleystar ráðgátur, spumingar um
hinstu rök og tilgang lífsins.
Hugsuðir fornaldar hafi tekist á
vió þessi efni af síst minni leikni
en nú tíókast. Vandi mannsins sé í
fullu gildi og auðmýkt því við
hæfi þótt þar virðist oft á skorta.
Enn stöndum við frammi fyrir
spurningunni um hvað sé menning
- hvað sé andleg velferð - hvað sé
hamingja? Sjálft keppikefliö,
hamingjan, geti verið óiíkindatól
og villuljós, einkum ef eftir henni
sé leitað af áfergju. Ef til vill sé sú
hamingja merkilegust er maóur
hafi varla neitt hugboó um, sú
hamingja sem við uppgvötvum
fyrst þegar hún er liðin hjá eða
eins og Þórarinn Björnsson, fyrr-
um skólameistari á Akureyri, geti
um í nýlega útkomnu ritsafni;
hamingjunni nær maður aldrei
beint, heldur óbeint, hún er fylgi-
dís líkt og skugginn. Hún er hljóó-
lát og fótatak hennar heyrist ekki
fremur en skuggans.
★ *
★ ★
Flugeldasalan
í Hamri er hafin
Opnunartímí 10-22 og á gamlársdag frá kl. 9-16.
Frábært úrval stórfenglegra flugelda á
enn hagstæðara verðí en í fyrra.
V26 eram ódýrarí
Bónustilboð:
Þeir sem versla fyrír kr. 3000 eða meira fá
mánaðarkort í Iíkamsrsktína í kaupbæti.
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
Akureyringar! Verslíð hjá okkur og styrkið félag í
heímabyggð tíl eflingar æskulýðs- og unglíngastarfí. *
Íþróttafélagíð Þór
Hamri víð Skarðshlíð.