Dagur - 05.01.1995, Blaðsíða 2

Dagur - 05.01.1995, Blaðsíða 2
' 2 - DAGUR - Fimmtudagur 5. janúar 1995 i Hestamm! FRÉTTIR Verklok við stálþil á Þórshöfn fyrir 15. júní nk: Lægsta tilboðið, frá Trévangi hf., Brynningatækin eru komin Ti Iboðsverð LÓNSBAKKA . 601 AKIIREYRI ct 96-30321, 96-30326, 96-30323 FAX 96*27813 aðeins 57% af kostnaðaráætlun Fimm tilboð bárust í niðurrekst- ur á 75 metra löngu stálþili við höfnina á Þórshöfn, en að því Ioknu mun öll aðstaða til mót- töku Ioðnu- og sfldarbáta sem og annarar starfsemi batna til mik- illa muna. Ráðgert er að hefja verkið fljótlega að verksamningi loknum en stefnt er að undir- skrift hans í þessum mánuði. Verklok eru í útboðinu 15. júní 1995. Lægsta tilboð kom frá Tré- Þrettánda- gleði Þórs haldin í 69. skipti Á morgun, föstudag, mun íþróttafélagið Þór á Akureyri halda árlega þrettándagleði sína. Hún verður nú haldin í 69. sinn og má því með sanni segja að hún sé einn af fóstu punktun- um í bæjarlífmu á þessum árs- tíma. Verður samkoman að mestu með hefðbundnu sniði og hefst kl. 20.00 á Þórssvæðinu. vangi hf. á Reyðarfirði aó upphæð kr. 13.101.894,- en kostnaðaráætl- un Vita- og hafnamálastofnunar hljóðaði upp á kr. 23.128.021,- svo tilboðið er aðeins 57% af kostnaóaráætlun. Næsta tilboð var upp á kr. 16.948.282,- frá Bygg- ingafélaginu Stöpum hf. í Mos- fellsbæ; síóan Guðlaugur Einars- son á Fáskrúösfirði með kr. 17.462.370,-. Tvö tilboó eru yfir kostnaðaráætlun; frá Klæðningu hf. í Garðabæ aó upphæð kr. undir stjórn Jóhanns Baldvinsson- ar mun taka lagið, Már Magnús- son mun syngja einsöng, Reynir Schiöth mun sjá um undirleik og jólasveinar verða á svæðinu að vanda. Kalli Kúla og Siggi sílati 23.558.015,- og frá Hagtaki hf. í Hafnarfirði að upphæð kr. 23.603.082,-. Þórshafnarhreppur greiðir 40% af kostnaðinum við niðurrekstur þilsins en 60% koma frá ríkinu. Reinhard Reynisson, sveitarstjóri á Þórshöfn, sagði aðspuróur að það vekti ekki ugg, heldur frekar undrun að lægsta tilboðið skyldi vera svo miklu lægra en kostnað- aráætlunin. GG munu skemmta eins og þeim ein- um er lagið og Alli Bergdal syngja nokkur lög. Þá er ógetið hinnar stórglæsilegu flugeldasýn- ingar, sem að sjálfsögðu er alveg ómissandi. HA Það eru ýmsir skemmtilegir gestir sem litið hafa við á þreítándagleði Þórs í gegnum árin, cn að ári liðnu verður hún haldin í 70. sinn. Álfakóngur og drotning eru ómissandi á þrettándagleði og það eru að þessu sinni söngvararnir Baldvin Kr. Baldvinsson og Hild- ur Tryggvadóttir sem eru kóngur og drotning. Kór Glerárkirkju Skatthlutfall og skattafsláttur Skatthlutfall staðgreiðslu 1995 er 41,93% Á árinu 1995 verður skatthlutfall staðgreiðslu 41,93%. Persónuafsláttur á mánuði er 2AAAA kr. Persónuafslátturfyrstu sex mánuði ársins verður 24.444 kr. á mánuði. Sj ómannaafsláttur á dag er 686 kr. Sjómannaafslátturfyrstu sex mánuði ársins verður 686 kr. á dag. Frá og með 1. janúar 1995 eru fallin úr gildi skattkort með uppsöfnuðum persónuafslætti og námsmannaskattkort útgefin á árinu 1994. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI Símanúmerabreyting í júní nk.: 46 og 45 í staö 96 og 95 Á þessu ári breytist núverandi símanúmerakerfi þannig að framan við öll símanúmer bæt- ast tveir stafir og koma þeir í stað núgildandi svæðisnúmera. Þessi breyting tekur gildi frá og með dreifíngu nýrrar símaskrár, 3. júní nk. Svæðisnúmerin detta út og á Norðurlandi eystra bætast 46 framan við núgildandi símanúmer og á Norðurlandi vestra bætast 45 fyrir framan símanúmerin. Sem dæmi verður númer dagblaðsins Dags eftir breytinguna 4624222 og gildir þaö númer jafnt innan núverandi 96-svæðis sem utan. Að sama skapi verður númer Kaupfé- lags Skagfiröinga eftir 3. júní nk. 4535200. óþh Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna: Metár í framleiðslu Árið 1994 varð metár í fram- leiðslu og sölu afurða Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna. Góð loðnuvertíð á liðnu ári, mikil aukning í rækju og vaxandi vinnsla á úthafskarfa eru helstu skýringarnar á þessari veltu- aukningu. Heildarframleiösla íslenskra framleiðenda innan Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna var rúm 100 þúsund tonn á síðasta ári og jókst um 8% frá fyrra ári. Fram- leiðsla erlendra vinnsluskipa var um 16 þúsund tonn í fyrra og jókst um 34% frá árinu áóur. Framleiðendur fyrir SH árið 1994 voru yfír 100 talsins, þar af voru 33 frystiskip í cigu 17 út- gerða. Frystiskipum hjá SH fjölg- aði um 6 á árinu. Frá Islandi voru íluttar sjávarafurðir til 26 landa á vegum SH í fyrra. Viðskipti hóf- ust aftur vió Rússland eftir nokk- urra ára hlé og útflutningur á síld hófst til Kína. Árið 1994 flutti SH út um 12.600 tonn af loðnu og yfir 4000 tonn af loðnuhrognum til Japans. Umtalsverð aukning varð í rækju- framleiðslu og rækjusölu. Fram- leiðslan jókst um fjórðung og eru skelfiskafurðir nú um 19% af heildarverðmæti afurða SH. Athyglisverð aukning varó í framleiðslu og sölu afurða úthafs- karfa. Bæði er um að ræða inn- lendan og erlendan karfa. Fram- leiósluaukningin er um 36% inn- anlands en um 30% hjá erlendum skipunt. Samdráttur varð í sölu þorskafuróa og nemur hann fjórð- ungi frá fyrra ári og má allan rekja til minni veióa því að hlutdeild SH í ráðstöfun þorskaflans jókst nokkuð. Samdráttur varó í grá- lúðuframleiðslu af sömu ástæðum en samdráttur í ufsaframleiðslu varð meiri en nemur aflaminnkun. Sölumiðstöðin flytur út fersk flök, ferskan og frystan lax, ígul- kerahrogn, reyktan lax, hrossakjöt og kavíar. Utflutningur þessarar kælivöru og eldisafurða var 1400 tonn, að verðmæti 800 milljónir króna cif. Mest var flutt út af ferskum ýsuflökum, þorskflökum, karfaflökum og laxi. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.