Dagur - 05.01.1995, Blaðsíða 3

Dagur - 05.01.1995, Blaðsíða 3
FRETTIR Fimmtudagur 5. janúar 1995 - DAGUR - 3 Hjónin Inger Maric og Jens Carlsen frá Danmörku, héldu námskeið fyrir kjötiðnaðar- og verslunarmcnn á Akur- eyri í gær. Til hægri er Kristján Kristjánsson, frá Meistarafélagi kjötiðnaðarmanna, en hjónin komu hingað til lands að beiðni félagsins. Mynd: Robyn Akureyri: Kjötiönaöarmenn á námskeiöi hjá dönskum kjötmeistara - einnig haldin námskeið í Reykjavík og á Hvolsveili Viking hf.: Íslensk-Ameríska hf. þjónustar sunnan heiða - annast dreifingu og þjónustu við veitingastaði í gær var haldið úrbeiningar- námskeið fyrir kjötiðnaðar- og verslunarmenn í Kjötiðnaðar- stöð KEA á Akureyri. Jens Carl- sen og kona hans Inger Marie, kjötkaupmenn frá Danmörku, leiðbeindu á námskeiðinu en Jens sem kjötiðnaðarmaður, er margfaldur meistari í erlendum fagkeppnum og dómari á slíkum keppnum í dag. Dönsku hjónin komu hingað til lands að beiðni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna. 01 i Þór Hilmarsson, kjötiðnaðarmaður og starfsmaóur RALA, sagói í sam- tali við Dag, aö áherslan hafi ver- ið Iögó á úrbeiningu á svíni og nauti og hvernig útbúa ætti rétti tilbúna til eldunar úr svína- og nautakjöti. Námskeiðið á Akureyri, var hið fyrsta af fjórum sem þau hjón halda hér á landi og sóttu þaö um 20 manns víðs vegar af Norður- landi. Tvö námskeið verða haldin í Reykjavík og eitt á Hvolsvelli. „Það er verið að sýna betri nýt- ingu og nýjar útfærslur. Við vænt- um þess að fólk sjái breytingar í verslunum og að þetta hall vakið áhuga kjötiðnaðarmanna hér og þeir taki upp nýjar aðferðir. Við Formleg eigendaskipti á 214 tonna línuveiðara, Ásgeiri Guð- mundssyni SF-112 frá Horna- firði, fóru fram sl. mánudag, en útgerðarfyrirtækið Jökull hf. á Raufarhöfn keypti bátinn um miðjan desembermánuð ásamt kvóta, sem eykur kvóta útgerð- arinnar um 22%, en bátnum fylgir 406 tonna þorskígildis- kvóti. Hlutafélagið sem stofnað er um erum mjög vakandi yfir því sem er að gerast í kringum okkur en allt er þetta gert fyrir kúnnann,“ sagði Óli Þór. KK kaupin heitir Atlanúpur hf. er hef- ur heimili og varnarþing á Homa- firði, en er alfarið í eigu Jökuls hf. og Fiskiðjunnar hf. á Raufarhöfn. Báturinn mun eiga að bera nafn hlutafélagsins og heita Atlanúpur. Hann er nú á veiðum fyrir suð- austan land en landar aflanum á Raufarhöfn. Fyrir á útgerðin tog- arann Rauðanúp og 17 tonna bát, Öxamúp, en bæði þau skip hafa fengið samþykki Þróunarsjóðs sjávarútvegsins til úreldingar. Um leið og drykkjarvöruverk- smiðjan Viking hf. á Akureyri tók til starfa eftir áramót tók ís- lensk-Ameríska hf. við þjónustu fyrir verksmiðjuna á suðvestur- horninu. Baldvin Valdemarsson, framkvæmdastjóri Viking hf., segir miklu máli skipta að fá svo sterkan aðila í þjónustu við veit- ingastaði á þessu stærsta mark- aðssvæði landsins. Á meðan Viking Brugg starfaði Umferðarslys á Þingvalla- stræti Síðdegis í gær varð umferðarslys á Þingvallastræti á Akureyri þar sem tveir fólksbílar skullu sam- an. Flytja þurfti konu sem var ökumaður annars bflsins á sjúkrahús en hún kvartaði um eymsli í brjósti. Árcksturinn varð á móts við innkeyrslu að matvöruversluninni Hrísalundi. Bifreið var ekið vestur Þingvallastræti og í veg fyrir aðra sem kom austur götuna. Báðir eru bílarnir mikið skemmdir eftir slys- ið og þurfti að llytja annan þeirra á brott með kranabíl. Auk þcssa óhapps urðu tveir minniháttar árekstrar á Akureyri í gær, annar á Hlíðarbraut en hinn við Fjórðungssjúkrahúsið. JÓH Gunnlaugur A. Júlíusson, sveit- arstjóri, sem er stjórnarformaður Jökuls hf„ segir að verið sé að kanna möguleika á kaupum á nýj- um togara í fullri alvöru, en ekki þarf að taka ákvörðun um úreld- ingu á Rauðanúpi fyrr en í mars- mánuði. Gunnlaugur segir að óformleg tilboð hafi borist útgerð- inni um togarakaup, en það muni hugsanlega skýrast í þessum mán- uði. GG sem hluti af Delta hf. í Hafnarfirði var starfandi þjónustu- og mark- aðsdcild fyrir verksmiðjuna á höf- uðborgarsvæðinu, sem annaðist dreifingu og þjónustu við veit- ingastaði. Strax í kjölfar samn- ingsins um kaup KEÁ og Valbæj- ar hf. á bjórverksmiðjunni náðust samingar við Íslensk-Ámeríska hf. um þjónustu og markaðsmálin sunnan heiða en það fyrirtæki rek- ur öfluga þjónustu við veitinga- staði vegna vínumboða sinna. Viking hf. sér hins vegar sjálft um dreifingu í verslanir ÁTVR. Um leið og þessi breyting varö yfirtók Islensk-Ameríska hf. starfssamninga tveggja starfs- manna sem störfuðu við þessa þjónustu áður fyrir Delta hf. JÓH Húsavík: Tilboð í hafnar- varðarhús Tilboð í undirstöður fyrir hafnarvog og varðarhús voru opnuð hjá Tækniþjónustunni á Húsavík nýlega. Kostnaöaráætlun var tæpar 7.6 milljónir. Sjö tilboð bárust í verkið. Lægsta boð átti Tré- smiðjan Rein rúnflega 6,6 milljónir eða 87,4% af áætlun. Trésmiöjan Vík bauð rúnflega 6.7 eöa 88,8% af áætlun, Helgi Vigfússon rúmlega 7,1 eða 94%, Noróurvík tæplega 7,4 eða 97,5%, Timbunak rúmlega 7,4 eða 98%, Fjalar rúmlega 7,4 eða 98,1% og Bjarg 7,8 eða 103%. IM Skrifstofa um- boðsmanns barna Frá og með 1. janúar 1995 hefur verið sett á stofn emb- ætti umboðsmanns barna, sem hefur það hlutverk að bæta hag barna og standa vörð um hagsmuni, þarfir og réttindi þeirra. Umboðsmaóur bama mun hafa aðsetur að Hverflsgötu 6, 5. hæð, 101 Reykjavík. Skrif- stofan veröur opnuó í byrjun febrúar 1995. Sími skrifstof- unnar er 552-8999 og bréfa- sími 552-8966. Jökull hf. á Raufarhöfn: Nýtt línuveiðiskip útgerðar- innar fær nafnið Atlanúpur Listafólk tekur höndum saman um að styrkja sr. Pétur Þórarinsson og fjölskyldu: Söngtónleikar í Glerárkirkju 14. janúar - búið að stofna söfnunarreikning nr. 40000 í Búnaðarbankanum á Akureyri Laugardaginn 14. janúar nk. kl. 16 verður efnt til söngtónleika í Glerárkirkju, þar sem fram munu koma einsöngvarar, tríó, kvartett og kórar, samtals yfir eitt hundrað listamenn sem allir gefa framlag sitt. Tónleikarnir eru haldnir til styrktar sr. Pétri Þórarinssyni og íjölskyldu í Laufási við Eyjafjörð. Eins og fram hefur komið haí'a hjónin Ingibjörg Svava Siglaugs- dóttir og sr. Pétur barist við erfið veikindi. Ingibjörg stóó af sér krabbamein, en sr. Pétur hefur fengió hvert áfallið á fætur öðru af völdum sykursýki, sem hann hefur lifað með frá barnsaldri. Síðasta ár var sr. Pétri þungbært í meira lagi. Á vordögum þurfti að taka af hon- um vinstri fótinn fyrir ofan hné og skömmu fyrir jól þurfti að taka þann hægri líka. Þrátt fyrir þessi gríðarlegu áföll lætur sr. Pétur ekki bugast. Bar- áttuþrekið og bjartsýnin er eftir sem áður til staðar og hefur vakið aðdáun og eftirtekt, sem lýsir sér best í því að hann var kjörinn „Norðlendingur ársins" al' hlust- endum Útvarps Norðurlands fyrir ármótin meö miklunt yfirburóum. Sr. Pétur lýsti því yfir skömmu fyrir áramótin að hann eigi sér þann draum að aka til bústarfa á komandi surnri á sérútbúinni dráttarvél, sem eingöngu sé hægt að stjórna mcð handafii. Þegar þetta spurðust út tóku nokkrir vin- ir Péturs höndurn saman og ákváðu að safna fé til kaupa á dráttarvélinni. I því skyni var ákveðið að efna til veglegra fjár- öflunartónleika. í undirbúnings- nefndinni eru Óskar Pétursson, tenórsöngvari, Gísli Sigurgeirs- son, fréttamaður, Atli Guðlaugs- son, skólastjóri Tónlistarskóla Eyjafjaróar, Jóhann Baldvinsson, organisti og kórstjórnandi, ásamt Gesti Jónssyni, bankafulltrúa, sem er fjárhaldsmaður söfnunarinnar. Gísli Sigurgeirsson sagði í samtali vió Dag að undirtektir listamanna hafa verið hreint stór- kostlegar, allir sem leitað hafi ver- ið til hafi verið boðnir og búnir til að leggja hönd á plóginn. Því megi fullyrða að tónleikarnir í Glerárkirkju 14. janúar nk. verði glæsilegir. Búið er að stofna ávísanareikn- ing á nafni sr. Péturs Þórarinsson- ar í Búnaðarbankanum á Akureyri og er núrner hans 40000. Inn á hann er hægt að leggja framlög, ef einhverjir vilja leggja söfnuninni lið, sem ekki komast á tónleikana. Hver niiði á tónleikana kostar eitt þúsund krónur og veróa þeir seldir vió innganginn og einnig í forsölu sent nánar verður auglýst síðar. Tónleikunum veróa geró ítarleg skil í Degi í næstu viku, þ.m.t. flytjendum og efnisskrá. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.