Dagur - 05.01.1995, Blaðsíða 1

Dagur - 05.01.1995, Blaðsíða 1
78. órg. Akureyri, flmmtudagur 5. janúar 1995 3. tölublað Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Stjórnarmenn í SH funda á morgun meö bæjaryfirvöldum á Akureyri: Viö viljum heyra um áform bæjaryfirvalda - segir Jón Ingvarsson, formaður stjórnar Sölumiðstöövar hraðfrystihúsanna Stjórnarmenn í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna með Jón Ingvarsson, stjórnarformann, í broddi fylkingar kemur í fyrra- málið norður til fundar við bæj- aryfirvöld á Akureyri vegna þeirra umræðna sem hafa verið að undanförnu um hugsanlegan flutning höfuðstöðva íslenskra sjávarafurða frá Reykjavík til Akureyrar. Jón Ingvarsson sagði í samtali við Dag í gær að hann sem for- maður stjómar Sölumiðstöðar hraðfrystihúsanna hafi óskað eftir fundi með bæjaryfirvöldum á Ak- ureyri. „Viö óskuðum eftir þess- um fundi í framhaldi af öllum þcim fréttum og umræðum sem átt hafa sér stað í þessu máli,“ sagði Jón. Hann vísaði í þessu sambandi til greinar Hólmars Svanssonar, „Mengunarlaust álver við Eyjafjörð“, sem birtist í Degi Góð sala Skafta SK-3 í Hull: Fékk 200 kr. meðalverð Einn togara Skagfírðings hf., Skafti SK-3, seldi í gær- morgun 100 tonn af 160 tonna blönduðum afla, sem togarinn kom með til Hull. Aflinn var að- allega ýsa, en einnig grálúða, ufsi og þorskur og var söluverðið 20 milljónir króna sem gerir meðalverð 200 krónur pr/kg. I dag verða seld þau 60 tonn sem eftir voru í gær og ef sama meðalveró fæst fyrir þann afla hefur salan verið upp á 32 millj- ónir króna, sem er með bestu söl- um sem sögur fara af. Allir togarar Skagfirðings hf. hafa verið að fiska í sölutúra um jól og áramót, og selur Drangey SK-1 í Hull 9. janúar nk. og Skag- fírðingur SK-4 sama dag í Brem- erhaven og loks Hegranes SK-2 í Bremerhaven 11. janúar nk. Aðrar togarasölur á næstunni eru allar í Bremerhaven; Breki VE-61 í dag, Haukur GK-25 þann 12. janúar, Viðey RE-6 þann 16. janúar og 18. janúar á Dala-Rafn VE-508 að selja. GG Tveir árekstrar á Húsavík Tveir minni háttar árekstrar urðu í gær á Húsavík. Tölu- verðar skemmdir urðu á bíl í Höfðabrekku um kl. 14 en þar var bíl ekið frá gangstéttarbrún í veg fyrir bfl sem ók eftir göt- unni. Um kl. 16 voru tveir bílar stöðvaðir á Garöarsbraut til aó hleypa gangandi vegfaranda yfir við Landsbankann. Þriója bíllnum var ekið aftan á aftari bílinn, en litlar skemmdir urðu á þeim. IM 28. desember sl. og umræöna í tengslum við afgreiðslu fjárhags- áætlunar Akureyrarbæjar fyrir 1995. „Það hefur væntanlega heldur ekki farið framhjá fólki að rætt hefur verið um að vel kærni til greina að Akureyrarbær selji hlutabréf sín í Utgerðarfélagi Ak- ureyringa og í tengslum viö það hefur verið nefnt að hugsanlega fari Islenskar sjávarafurðir til Ak- ureyrar og taki að sér að selja af- urðir fyrir Utgerðarfélag Akureyr- inga. I þessu ljósi eru þaó eðlileg viðbrögð af okkar hálfu að óska eftir fundi meö bæjarstjóra um þaó hvaöa áform Akureyrarbær hefur uppi í þessu máli og hver staða okkar hjá Sölumióstöð hrað- frystihúsanna er í málinu. Mér, sem stjórnarformanni SH, ber skylda til þess að vita það og fá að fylgjast með þessu máli. I það minnsta viljum við leita upplýs- inga um hvað sé að gerast í mál- inu, hvaða áform menn hafa og hver okkar staða sé. Síðan er það Slongutemjarari Snjórinn cr ætíð kærkominn fyrir ungviðið og þá fá uppblásnar siöngur nýtt hlutverk. Fjörið gctur orðið mikið í brekkunum og stundum erfitt að halda sér á siöngunum. Mynd: Robyn. allt annað mál hvað verður gert í framhaldinu." - Vcrður lagt einhverskonar til- boð fram af hálfu stjórnar SH á þessum fundi? „Nei, það hefur ekkert verið rætt. Við ætlum einfaldlega að heyra sjónarmið bæjaryfirvalda á Akurcyri." - En kemur til greina að Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna kaupi hlut Akureyrarbæjar í UA? „Það hefur alls ekki verið rætt. Það hefur verið stefna SH að kaupa ekki hlut í framleiðslufyrir- tækjum. Eina undantekningin sem gerð hefur verið í þeim efnum, er að vegna beiðni frá Utgerðarfélagi Akureyringa samþykkti stjóm SH á síðasta ári að gerast hluthafí og leggja 30 milljónir króna í Meck- lenburger Hochseefischerei. Eg tek fram að á milli SH og UA hef- ur verið al'ar gott samstarf í nær þrjá áratugi og ég held að hvort félag hafi haft stuðning af hinu.“ Utgerðarlélag Akureyringa hf. á 12,7% í Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna og er stærsti einstaki eignaraóilinn að SH. „Hér er auð- vitað unr að ræóa mikið hags- munamál fyrir Sölumióstöðina og ég tel þetta líka mikió hagsmuna- mál fyrir UA. I það minnsta hafa forráðamenn UA alla tíð metið þaó svo.“ - En kcmur til greina að Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna flytji höfuðstöðvar sínar norður? „Það hefur ekkert verið rætt,“ sagði Jón Ingvarsson. óþh u Akureyri: Atvinnuleysis- bætur hækk- uðu milli ára m 6% hærri upphæd var samtals greidd í atvinnu- leysisbætur hjá 9 verkalýðsfé- lögum á Akureyri á síðasta ári en árið 1993, eða 246,8 milljónir króna á móti um 232.5 milljónum árið 1993. Það eru einkum talsvert hærri bætur hjá Verkalýðsfé- laginu Einingu sem gera þetta að verkum, en þar fóru bætumar úr 113,5 milljónum árið 1993 í 128,3 milljónir á síðasta ári, sem gerir 13% hækkun. Eining er lang stærsta verkalýðsfélagið á svæðinu. Hlutfallslega hækkuðu bóta- greiðslur mest, cða um 30%, hjá Félagi Byggingamanna í Eyjafirði, fóru úr um 11,5 millj- ónum í 15 milljónir, sem bend- ir til talsvert lakara atvinnu- ástands í þessari grein á síðasta ári en árið 1993. Ánægjuleg- ustu tíðindin eru kannski að hjá Iðju, félagi verksmiðjufólks, lækkuðu bætumar um 17,5% milli ára, fóru úr 40 milljónum í 33. Bætur lækkuðu einnig hjá Sjómannafélagi Eyjafjarðar úr 10.5 milljónum í 9,7, hjá Fé- lagi Málmiðnaðarmanna úr 9,3 milljónum í 8,4 og hjá Skip- stjóra- og stýrimannafélaginu úr 955 þúsundum í 622 þús- und. Bætur hækkuðu hins veg- ar hjá félagi skrifstofufólks úr um 43 milljónum í 46,8 millj- ónir, hjá Vélstjórafélaginu úr 1.5 milljónum í 2 og hjá Verk- stjórafélaginu úr 2,2 milljónum í 3 milljónir. HA „Afleitt ef styrkir skerða samkeppnis- aðstöðu íslenskra rækjuverksmiðja“ - segir Pétur Bjarnason, framkvæmdastjori Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda Utflutningur á 100 tonnum af frystri, óunninni rækju með rússnesku flutningaskipi til Nor- egs hefur vakið verðskuldaða at- hygli, enda alvarlegt mál fyrir rækjuiðnaðinn ef ríkisstyrktar rækjuverksmiðjur, t.d. í Noregi, bjóða það hátt verð fyrir rækj- una að íslenskar verksmiðjur sjá sér ekkki annáð fært en að selja hráefnið út. Hráefnisverðið er það hátt að lítið svigrúm er til að keppa við þessi erlendu verð þrátt fyrir að afurðaverðið hafí farið eitthvað hækkandi síðustu misseri. Pétur Bjarnason, framkvæmda- stjóri Félags rækju- og hörpudisk- framleiðenda, segir að það sé ljóst að útflutningurinn á sér stað vegna þess að verksmiójurnar hér geta ekki greitt sama verð og erlendu verksmiðjumar. Ástæðuna segir Pétur vcra þá að verksmiðjumar fá til þess opinberan stuðning og því sé styrkjakerfið í viðkomandi löndum notað til þess að fjár- magna á óeðlilegan máta þessi rækjuinnkaup. Ljóst er aó afurðaverðið gefur ekki tilefni til þessa háa tilboðs í hráefni hér enda selja þessar þjóð- ir sínar afurðir á sömu mörkuðum erlendis og Islendingar. Pétur Bjarnason var inntur eftir því hvort hann teldi að framhald yrði á þessum útflutningi á frystri, óunninni rækju, til þess að rækju- verksmiðjurnar gætu staðið í skil- um vió sína viðskiptavini, þ.e. skipin. „Eg vona að ekki vcrði fram- hald á þessu og við höfum bent yfirvöldum á þessa brotalöm, en þcssi kaup eru andstæð þeim vió- skiptasamningum sem við höfum gert. Vió eigum að getað búiö við svipuð samkeppnisskilyrði svo það er ríkjandi megn óánægja með að hægt sé að kaupa rækju úr landi á grundvelli opinberra styrkja. Verksmiðjurnar hér er fullkomlega samkeppnisfærar við hvaóa verksmiðjur sem er úti í heimi á jafnréttisgrundvelli, þ.e. þegar t.d. er litið til verðs og gæóa framleiðslunnar hér,“ segir Pétur Bjarnason. Tvisvar á ári eru haldnir sam- ráðsfundir þeirra þjóða sem veiða kaldsjávarrækju, þ.e. Islendinga, Grænlendinga, Færeyinga og Norðmanna, og næsti samráðs- fundur er fyrirhugaður í lok janú- armánaðar. Þessar þjóðir selja langmest af þeirri skelflettu rækju sem veidd er í köldum sjó. Mál af þeim toga sem minnst er á hér að ofan koma ekki eða í mjög litlum mæli inn á slíkan fund, þar er rætt um á hvaða magni megi eiga von á næsta ári, hver salan hefur verið og hvaða vætningar menn hafa til sölunnar á næsta ári. Borið er saman hvað áætlað er að fram- leiðslan verði mikil og hins vegar hvað áætlað er að markaðurinn taki við miklu magni. Fulltrúar þessara þjóða hafa verið að undir- búa sameiginlegt markaðsátak sem byrjar í aprílmánuði nk. og mun standa yfir í þrjú ár og starfar sérstakur vinnuhópur að því. I þeim vinnuhópi situr Pétur Bjamason fyrir Islands hönd. „Tilgangurinn er að marka kaldsjávarrækju sérstakan sess í hugum neytenda, þannig að í stað þess að neytandinn veit aldrei hvort hann er með kaldsjávar- eða hlýsjávarrækju í höndunum eins og oft vill veróa í dag, því miður, þá muni hann óska frekar eftir kaldsjávarrækjunni. Auðvitað verður eftir scm áóur keppt um hylli neytenda, en þá á markaði sem er móttækilegri fyrir þessari aðgerð,“ sagði Pétur Bjamason. GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.